Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 9 Til Melstedfjölskyldunnar Þökkum ánægjulegar samveru- stundir í Perlunni. Hanne og Klaus. i.______________________________- SILFU RS KEMMAN Silfurskartgripir og listmunir frá Mexíkó Fallegar útskriftar- og gjafavörur Opið daglega frá kl. 16-19 eða eftir samkomulagi. Sími 91-628112 Miðbraut31, 170 Seltjarnarnesi, J ónsmessuhátíð Árnesingaf élagsins Jónsmessuhátíð Árnesingafélagsins í Reykjavík verð- ur haldinn á Hótel Selfossi laugardaginn 26. júní nk. Hátíðin er öllum opin. - Borðhald - „Jónsmessuhlaðborð“ kl. 20.00 - Sungið fyrir matargesti: Kristjana Stefánsdóttir og Hera Björk Þórhallsdóttir. - Dansleikur - hljómsveit Hjördísar Geirsdóttur heldur uppi fjöri með gömlu og nýju dönsunum - tónlist fyrir alla. Rútuferðir SBS til og frá Reykjavík fyrir og eftir hátíðina. Gistingu getur Hótel Selfoss útvegað. Miðaverð kr. 3.000 fyrir borðhald og dansleik, en kr. 1.000 fyrir dansleikinn einan. Nánari upplýsingar og miðapantanir á Hótel Selfossi í síma 98-22500 ogí símum 91-73904 og 91-12602. Ámesingar, hvar sem þeir búa, eru hvattir til að koma. Eflum gömul kynni og endurvekjum þessar góðu skemmtanir. Stjórnin. □ERTZEN STÓRVIRKAR HÁÞRÝ STIDÆLUR FRÁD E RTZE N Gelum boðið þýsku OERTZEN háþrýstidælurnar fyrir verklaka og aðra aðila, sem þurfa kraflmiklar dælur, t.d. til húsahreinsunar, skipahreinsunar og sandblásturs. Dælur og dælustöðvar fyrir sjávarútveginn. Sérstakar rörahreinsidælur sem losa og hreinsa úr stífluðum rörum. Odrengskapur Lamonts í Mail on Sunday gerir John Junor framtíð fjár- málaráðherrans fyrrver- andi að umtalsefni undir fyrirsögninni „Hver vill Norman núna?“ Þar seg- ir m.a.: „Enn á eftir að koma i Ijós hversu mikl- um skaða Norman Lam- ont hefur valdið John Major með grimmilegri kveðjuræðu sinni. Eitt er hins vegar ljóst. Með því að flytja ræðuna og sýna fram á hversu mikil naðra hann getur verið er Lamont kominn vel á veg með að tortíma sjálfum sér. Hann á örugglega enga framtíð fyrir sér í núverandi ríkisstjórn og vegna ódrengskapar síns mun hann örugglega ekki heldur koma tíl álita í rikisstjórnum framtíð- arinnar. Hvað tekur þá við? Hann er langt frá því að teljast efnaður. Það sýndi sig best þegjar hann þurfti að reka leigj- andann ungfrú Svipu- högg af heimilinum. Þá neyddist hann til að ganga um með betlistaf tíl að standa straum af lögfræðikostnaði. Hann hefur vanist ráðherra- launum. Nú er búið að svipta hann þeim. Það eina sem stendur eftir eru þingmannslaun- in og þar sem til stendur að leggja kjördænii hans, Kingston upon Thames, niður við næstu endur- skipulagningu kjördæm- anna þá mun hann ekki einu sinni geta gengið að þeim vísum. Og hvaða annað ör- ugga kjörda'mi mun sækjast eftir honum sem frambjóðanda í ljósi Stjórnmálamennirnir gagnrýndir Breskir fjölmiðlar eru ekki þekktir fyrir að sýna stjórnmálamönnum, sem þeir telja að hafi ekki staðið sig í stykkinu, linkind. John Major, forsætisráðherra Bretlands, hefur fengið að kenna á því á undanförnum vikum. Hann er þó ekki sá eini, sem fær það óþvegið. í Staksteinum í dag er vitnað í tvær greinar þar sem annars vegar er ráðist á Norman Lam- ont, fyrrum fjármálaráðherra, og hins vegar Margaret Thatcher, fyrrum forsæt- isráðherra. reynslunnar? Hvemig á hann að geta fjármagnað þann dýra lifsstíl sem hann og eiginkona hans hafa vanið sig á? Ætlar hann kannski að gefa út æviminningar sínar? Ætli einhver hafi áhuga á að lesa þær þeg- ar þær verða loks gefnar út? Mun einhver kannast við hann þá? Kannski fengi hann vinnu í fjármálahverf- inu? Það er þó ekki mjög sennilegt. Hvaða fjár- málafyrirtæki myndi vi\ja hafa mann með hans fjármálavit í sljóm sinni? Kannski Barclaycard eða Access? Það má vera að það séu erfiðir tímar fram- undan fyrir John Major. Mig grunar hins vegar að framtíðin kunni að reynast þeim manni, sem reyndi að eyðileggja hann, mun þungbærari." Rýtingsstunga Thatcher Sami blaðamaður fjall- ar einnig um Margaret Thatcher í grein undir fyrirsögninni „Kúvend- ing Möggu“. Þar segir: „Eg veltí því fyrir mér hvort Margaret Thatcher hafi verið stolt af sjálfri sér að lokinni frammi- stöðu sinni í Lávarða- deildinni í síðustu viku þegar hún sló á strengi þjóðemishyggjunnar og krafðist að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um Maastricht-sam- komulagið. Kannski fór hún heim til sín og spurði eigin- manninn: „Hvemig fannst þér mér takast upp elskan?“ Ef svo er þá voná ég að Denis hafi þorað að segja henni sannieikann. Hið sanna í málinu er að henni tókst illa upp. Orðstír hennar hefur beðið alvarlegan hnekki. Afskiptí hennar af málinu vom jafn alvarleg rýtmgsstunga í bak ríkis- stjómarinnar og hin svik- ula ræða Normans Lam- onts í þinginu tveimur dögum áður. Æpandi þögn nokkurra virtustu fyrmm samstarfsmanna hennar í ríkissfjóm, s.s. Carringtons lávarðar og Hailshams lávarðar, var merki um að þeir hefðu óbeit á athæfi hennar. Vissulega nýtur hún stuðnings manna á borð við Norman Tebbit og Cecil Parkinson, en sá síðamefndi gjammaði líkt og kjölturakki til stuðnings húsbónda sín- um, er hann flutti jómfr- úrræðu sina í lávarða- deildinni. Var það ekki þessi sama Margaret Thatch- er, sem með dyggum stuðningi Normans Tebbits og Cecils Parkin- sons, knúði Einingarsátt- mála Evrópu í gegnum þingið árið 1986, skuld- batt okkur Evrópu þann- ig að ekki varð aftur snú- ið, og meira að segja kom á ruddalegan hátt í veg fyrir að kostir og gallar sáttmálans yrðu ræddir í þinginu? Ef mig brestur ekki minni, var það ekki hin sama Margaret Thatch- er, sem eitt sinn taldi að það myndi rústa þing- ræði í landinu ef haldin yrði þjóðaratkvæða- greiðsla um eitthvert mál? Var það ekki þess vegna sem hún hélt aldr- ei þjóðaratkvæða- greiðslu um dauðarefs- ingu þau ellefu ár sem hún var við völd? Það má þvi spyija hvaða rétt hún og Norm- an Tebbit og Cecil Park- inson hafa á að hefja baráttu. Og hvað liggur að baki? Ætla þau, rétt eins og Norman Lamont, að hrekja John Major úr embætti? Ég ætla rétt að vona að þeim takist það ekki.“ Útbob ríkisbréfa fer fram mibvikudaginn 23. júní Um er að ræða 6. fl. 1993 í eftirfarandi verðgildum: Kr. 1.000.000 Kr. 10.000.000 Kr. 50.000.000 Ríkisbréfin eru til 6 mánaða með gjalddaga 31. desember 1993 og til 12 mánaða með gjalddaga 1. júlí 1994. Þessi flokkur verður skráður á Verðbréfajpingi íslands og er Seðlabanki Islands viðskiptavaki ríkisbréfanna. Sala nýrra ríkisbréfa fer fram með þeim hætti að löggiltum verðbréfa- fyrirtækjum, verðbréfamiðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst kostur á að gera tilboö í bréfin samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu. Lágmarks- tilboð er kr. 1.000.000 að nafnviröi. Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í ríkisbréf eru hvattir til að hafa samband viö framangreinda aðila sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Jafnframt er þeim heimilt aö bjóöa í vegiö meöalverö samþykktra tilboða (meðalávöxtun vegin með fjárhæð). Öll tilboð í ríkisbréfin þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins miðviku- daginn 23. júní fyrir kl. 14. Tilboðs- gögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.