Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 Sönghópurinn Gimli Norræna húsið Bókakynning á ís- lenskum þjóðsögum BÓKIN „Islándsk folkdiktning" verður kynnt í Norræna húsinu, í kvöld þriðjudagskvöldið 22. júní kl. 20.30. Þetta er fyrsta ritsafnið með ís- lenskum þjóðsögum sem gefin er út á sænsku. Hallfreður Örn Eiríks- son sem valdi sögurnar í safnið segir nokkur orð um íslenskar þjóð- sögur. Síðan les þýðandinn, Martin Ringmar, nokkra kafla úr bókinni. Sönghópurinn Gimli syngur ís- lensk þjóðlög sem tengjast þjóðsög- unum. Allir eru velkomnir og er aðgang- ur ókeypis. Nýjar bækur Ljóðabók eftir Finn Torfa Hjörleifsson BERNSKUMYNDIR nefnist ný ljóðabók eftir Finn Torfa Hjör- leifsson. í kynningu útgefanda segir: „Bernskumyndir geymir ljóðræna og um leið frásagnarlega texta um uppvöxt á Vestfjörðum fyrir hálfri öld; lýsir með einlægum og persónu- legum hætti samfélagi sem er horf- ið og um leið tilfinningum sem ávallt fylgja bernskunni." Bókin er skreytt sex teikningum eftir Jón Reykdal, sem jafnframt hefur gert kápumynd. Höfundurinn, Finnur Torfí Hjörleifsson, er lög- fræðingur. Hann hefur áður tekið saman kennslubækur í íslenskum bókmenntum og gefið út eftir sig ljóðabókina Einferli (1989). Er þetta jafnframt síðasta bókin á Tyrsta starfsári Ljóðafélags Máls og menningar, en þráðurinn verður tekinn upp aftur í haust. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 52 bls. að stærð, unnin í Prentstofu G. Benediktssonar og kostar 1.690 krónur. AF TILRAUNUM Þau spilltu ÁRNI Pétur Guðjónsson í hlutverki Mána og Steinunn Ólafsdótt- ir í hlutverki Sólborgar. _________Leiklist___________ Súsanna Svavarsdóttir ARA-leikhúsið í Straumi STREYMI 93 Höfundar: Jón Friðrik Ara- son og fleiri Leikstjóri: Rúnar Guðbrands- son „Opið samvinnuverkefni" er skil- greiningin sem ARA-leikhúsið hefur gefið þessari sýningu, sem er einhvers konar fjölskyldudr- ama sem gerist í vistarverum Sólbjargar og Mána. Máni er pólitíkus af óljósum toga, Sól- borg er ástkona hans til margra ára, en Máni er greinilega kvæntur annarri konu. Sólborg og Máni eiga 23 ára son, sem Máni hefur komið í fóstur og Sólborg veltir fyrir sér hvar son- urinn er og hvernig hann lítur út. Svo koma Sunna og Snær; Sunna í leit að atvinnu, Snær hafði verið á leið til Grindavíkur (er á bát sem rær þaðan) en sá Sunnu gægjast á gluggana í Straumi og ákvað að athuga gripinn. Þá er Máni farinn eitt- hvað út. og Sólborg er á vaff séinu að dúlla sig upp. Snær og Sunna ná strax saman og Sól- borg kemur að þeim þegar leik- urinn fer að æsast. Þá hefur komið í ljós að Snær er úr Land- brotinu, þar sem hann hefur al- ist upp hjá fósturforeldrunum. Og, nóta bene, Kaninn er farinn. Svo kemur Máni aftur og tek- ur stjórnina; fullt af fólki kemur og dansar og skekur sér, hverfur og þá deyja Sólborg, Sunna og Snær (eftir að Ödipusarþemanu hefur verið klúðrað inn) en rísa upp frá dauðum óg drepa Mána. Sími- hringir og allt ljóta dótið er dautt. Verkið er spunaverk sem hef- ur verið sett saman úr „fijálsum tilraunum." Það má svo sem setja hvaða merkimiða sem er á svona uppá- komu. Ég sá ekkert fijálst út úr þessu, heldur nær eingöngu agalaust bull. Hafi hópurinn haft einhveija markvissa stefnu og ætlað sér að koma einhveijum skilaboðum á framfæri, mistókst það hrapalega. Þetta er sundur- laus, samhengislaus og leiðinleg sýning og fremur illa leikin, fyr- ir utan eitt atriði; kynni Snæs og Sunnu. Þau Harpa Arnardótt- ir og Björn Ingi Hilmarsson áttu glettilega góðan sprett þar. Eina persónusköpunin í sýningunni var í því atriði, enda var það líka eina atriðið sem einhver hugsun virtist vera á bak við. Það er gott og vel að leikarar finni fleti á því að bijóta upp hið hefðbundna form leikhússins og geri ýmsar tilraunir, en þeir verða að valda verkefninu. Það er fátt í þessari sýningu sem bendir til þess að aðstandendur hennar séu fijóir í hugsun, geti unnið úr hugmyndum, séu skipu- lagðir í vinnubrögðum, geti greint aðalatriði frá auka-atrið- um og að stefna þeirra hafí eitt- hvert markmið. Svona sullumall af hugmyndum — Kaninn farinn og hvað þá? Spilling stjórnmála- manna, fégræðgi íslendinga, saklausi vinnusami drengurinn úr sveitinni (Ödipus litli), eilítið lífsreynda Reykjavíkurstúlkan og þau í klónum á ljóta kallinum í pólitíkinni, fólkið dansar með, hverfur út í sumarnóttina, án samhengis við fjölskyldusöguna — mynda enga heild. Hugmynd- irnar eru bara hugmyndir.- Það er mjög takmörkuð úrvinnsla á þeim og útkoman er því vægast sagt óáhugaverð. <• - ?Á- VIÐEYJARNAUSTI Við léttum ankeri ö og siglum á S mínútum út í Viðey! Sigling - útivera - grill Ævintýraferö fyrir hópa af öllum stæröum. Njótiö náttúruperlu sundanna. Grillveisla á ótrúlega lágu verði allt frá 76D,- krónum fyrir manninn. Sérkjör fyrir börnin. Kynnið ykkur málið símar: 62 19 34 eða 68 10 45 Svalur jass í Hafnarborg Morgunblaðið/Kristinn __________Jass_____________ Guðjón Guðmundsson Flutt voru ellefu frumsamin lög Sigurðar Flosasonar á tón- leikum hans og hljómsveitar hans á Listahátíð Hafnarfjarðar í Hafnarborg sl. laugardags- kvöld. Sveitin er skipuð Sigurði á altsaxófón, Ulf Adáker á trompet og flygilhorn, Eyþóri Gunnarssyni á píanó, Lennart Ginman á kontrabassa og Pétri Östlund á trommur. Sveitin hljómaði eins og hún hefði spilað saman um langt skeið, allar inn- komur og samhljómar voru í stakasta lagi. Tónleikarnir hófust á Þegar öllu er á botnirm hvolft sem hef- ur áður heyrst í flutningi Jass- kvartetts Reykjavíkur, og strax kemur upp í hugann svala tíma- bilið, cooljazz, en tónsmíðar Sig- urðar eru flestar af þeim skóla, með sterkri upphafslaglínu sem oft er leikin í samleik af blástur- hljóðfærunum, sterkri sveiflu og löngum spunaköflum. Það var strax ljóst að hér voru á ferðinni þungavigtarmenn í hryndeild- inni. Lennart Ginman eins fjarri norrænum hefðum og hægt er að ímynda sér af dönskum kontrabassaleikara, með næma tilfinningu fyrir samleik en ekk- ert sérstaklega breiðan hljóm. Þó brá fyrir suður-amerískum áhrifum í verkum Sigurðar, eins og Allt er svalt og hröðu bíboppi í Með harðri hendi. Tónsmíðar Sigurðar ná þó mestum hæðum í ballöðum, að mati undirritaðs. In Memoriam er í hægu tempói en laglínan er afar áleitin. Simb- alasláttur Péturs er listgrein út af fyrir sig, með bursta í vinstri hendi og pákukjuða í hinni magnaði hann seið sem féll full- komlega að þessu fallega minn- ingarljóði. Vatn undir brúna er eitt af nýrri verkum Sigurðar, impressjónísk og íhugul ballaða og flutningurinn var einn af há- punktum tónleikanna. Svo var skipt um gír í verkinu Gamiar syndir, flottu svingstykki með þessari svölu tilfinningu. Adáker lék eins og í Púlsinum forðum daga, en framan af tón- leikunum var eins og eitthvað skorti á dínamíkina, en tækni- lega talað er hann frábær tromp- etleikari, bráðhittinn á bláu nót- urnar. Eftir smáintró meðan Adáker var fagnað, helltí Eyþór sér út í lýrískan fögnuð í gullfal- legu sólói, dyggilega studdur af litlum simbalastrokum og milli- slögum hjá Pétri og smekklegum gangandi bassa Ginmans. Jassunnendur um allt land eiga von á góðum glaðningi þeg- ar sveitin leggur land undir fót eftir að hafa farið í hljóðver og tekið upp hljómdisk með tónlist Sigurðar. Hljómdisk sem fengur verður að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.