Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 Urskurður siðanefndar Blaðamannafélags Islands Viðtal í Mannlífí telst alvar- legt brot á siðareglum BI HÉR FER á eftir í heild úr- skurður siðanefndar Blaða- mannafélags íslands vegna viðtals sem birt var í tímarit- inu Mannlífi í febrúar: Mál 2/1993. Kærandi: Birgir Guðjónsson, Álftamýri 51, Reykja- vík. Kærðu: Elísabet Þorgeirsdóttir blaðamaður, Árni Þórarinsson rit- stjóri Mannlífs, Steinar J. Lúðvíks- son aðalritstjóri blaðaútgáfunnar Fróða. Kæruefni: Viðtal í febrúar- hefti Mannlífs 1993 við Sigurð Þór Guðjónsson. Málið var kært með bréfi dag- settu 29. mars 1993 og tekið fyrir á fundum nefndarinnar 27. apríl, 11. maí, 25. maí, 2. júní og 18. júní. Af óviðráðanlegum ástæðum varð upphaflega nokkur dráttur á meðferð málsins af hálfu siða- nefndar BÍ og eru málsaðilar beðn- ir velvirðingar á þeirri töf. Eftir að siðanefnd hafði tekið málið til afgreiðslu sendu kærðu rökstudda kröfu um að málinu yrði vísað frá. Þeirri kröfu var hafnað á fundi 11. maí þar sem nefndin taldi að kær- andi fullnægði þeim kröfum sem til hans eru gerðar samkvæmt regl- um siðanefndar. Þá var óskað skrif- legrar greinargerðar og aðilum máls boðið að koma á fund 25. maí. Kærðu sendu greinargerð ásamt fylgiskjölum og komu Ámi Þórarinsson og Steinar J. Lúðvíks- son að auki á fund nefndarinnar, en frá kæranda barst nefndinni stutt orðsending. Málavextir í febrúartölublaði tímaritsins Mannlífs birtist viðtal eftir Elísa- betu Þorgeirsdóttur við Sigurð Þór Guðjónsson rithöfund með fyrirsög- inni „Paradísarmissir Sigurðar Þórs Guðjónssonar". I viðtalinu er einkum fjallað um æsku viðmæl- anda, áfall sem viðmælandi segir að hann hafi þá orðið fyrir og bar- áttu hans síðan að „ná þræðinum" á ný, meðal annars með aðstoð sálfræðinga. í viðtalskynningu tímaritsins er viðtalinu meðal ann- ars lýst svo að þar brjóti viðmæl- andi þagnarmúr sem ríkt hafi „um kynferðislegt ofbeldi á drengjum en Sigurður varð fyrir því af hendi föður síns sem barn og unglingur". Þá segir í inngangi viðtalsins að viðmælandi hafi í fjögur ár „verið í strangri sálfræðilegri meðferð og dáleiðslu sem hefur lokið upp stað- reyndum úr lífi hans, bæði fögrum og hryllilegum staðreyndum sem hann hafði afneitað og grafið í gleymsku". I viðtalinu lýsir viðmælandi ýmiss konar kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem hann segir sig hafa orðið fyrir af hálfu föður síns. Meðal sálrænna afleiðinga af þessu hafí verið að úr minni viðmælanda hurfu um langt skeið öll merki um þennan verknað og einnig um ýmis samskipti hans _sem ungs manns við hitt kynið. í meðferð hjá sál- fræðingi og geðlækni síðustu ár hafí þetta rifjast upp á ný og er í viðtalinu meðal annars sagt frá þremur konum sem viðmælandi rifjaði upp samband sitt við á þenn- an hátt. í viðtalinu er enginn nafngreind- ur af þeim sem við sögu koma nema viðmælandi sjálfur og ein kvennanna þriggja, rússnesk kona sem viðmælandi segir að hann hafí kynnst í siglingum á unga aldri, en ættingjar hennar síðan kannast við aftur af teiknaðri mynd eftir að samskipti við hana urðu glögg í huga viðmælandans við meðferð síðustu ára. í hinum tilvikunum er annars vegar um að ræða stutt kynferðissamband við gifta konu og hins vegar við jafnaldra stúlku, og segir í viðtalinu að það1 hafi endað með þungun og fóstureyð- ingu að kröfu foreldra hennaf, en síðan hafi þeir og faðir viðmælanda komið í veg fyrir frekara samband. Kærandi er bróðir viðmælanda. í kærunni er gerð athugasemd við að Mannlíf hafi gefið „einstaklingi með geðræn vandamál einstæðan vettvang". Af hálfu tímaritsins hafi aldrei verið leitað staðfestingar föður viðmælanda eða ættingja hans á þeim atburðum sem viðmæl- andi segir frá. Þótt íslensku kon- urnar tvær sem frá er skýrt í viðtal- inu séu þar ekki nafngreindar hafí einnig verið hægur leikur fyrir kærðu að leita staðfestingar þeirra á þeim atburðum sem um er fjall- að. Kærandi telur að í viðtalinu komi fram „rakalausar ásakanir" á hendur föður sínum og viðmæl- andans, fjölskyldu hans, og konum þeim sem þar er sagt frá. Hafi þessu fólki þar með verið valdið „miklum sársauka og óþægindum“. Kærandi telur kærðu hafa brotið gegn siðareglum BÍ, einkum 3- og 4. grein. I 3. grein er fjallað um vönduð vinnubrögð og „fyllstu tillitssemi í vandasömum málum". Þar er kveð- ið á um að blaðamaður forðist „allt sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða svívirðu". Í 4. grein segir meðal annars að virða skuli þá meginreglu laga í frásögnum af dóms- og refsimálum að hver maður sé talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönn- uð. Þar er líka kveðið á um það að blaðamenn miði nafnbirtingar við „almennt öryggi borgaranna, sérstaka hagsmuni almennings eða almannaheill“. í málflutningi kærðu hefur með- al annars komið fram að áður en viðtalið birtist hafí þeir leitað til annars af læknum viðmælanda og hafi hann talið óyggjandi upplýs- ingar þær sem fyrir lágu eftir lækn- ismeðferðina. Af hálfu kærðu var ekki rætt við aðra um þetta mál, meðal annars vegna þess að hér væri um að ræða persónuviðtal byggt á frásögn viðmælandans um lífshlaup sitt, en ekki frétt eða fréttaskýringu tímaritsins. „Stað- festingu sérfræðingsins á gildi frá- sagnarinnar og þar með meðferðar- innar varð ritstjóm einfaldlega að treysta," segja kærðu í greinargerð sinni, og telja „að sjálfsögðu út í bláinn“ að leita staðfestingar „á frásögn þolánda hjá meintum ger- anda í jafn sérstæðu máli og siíj- aspellum.“ Þá benda kærðu á að hvergi séu nafngreindar þær ís- lensku konur sem hugsanlega þætti að sér vegið í viðtalinu. Kærðu telja að viðtalið marki á „vissan hátt tímamót" þar sem hér séu á ferð viðkvæm málefni sem engum til góðs hafi legið í þagnar- gildi. Því miður hljóti viðtal af þessu tagi að hafa „sterk áhrif á þá sem málið snertir" en hinsvegar sé það ekki samfélaginu eða fjölmiðlunum til framdráttar „að standa vörð um rétt geranda umfram rétt þolanda í slíkum málum". Kærðu vísa að lokum greinargerðar sinnar til inn- gangs siðareglna þar sem rætt er um „grundvallarreglur mannlegra samskipta og rétt almennings til upplýsinga, tjáningarfrelsis og gagnrýni“. Þeir segja þar í lokaorð- um sínum að umrætt viðtal varði „fyrst og fremst tjáningarfrelsið. En sannleikurinn er stundum sárs- aukafullur.“ Umfjöllun Það er hlutverk siðanefndar að meta vinnubrögð blaðamanna og fjölmiðla í ljósi þeirra siðreglna sem stéttin hefur sett sér. Hér skal áréttað að nefndin gerir greinar- mun á vinnubrögðum annarsvegar og innihaldi viðtals eða greinar hinsvegar þótt ekki verði þar ávallt skilið auðveldlega á milli. í þessu tiltekna máli er það því augljóslega ekki hlutverk nefndarinnar að leggja mat á sannleiksgildi frá- sagnarinnar. Siðanefnd sér þess engan stað í siðareglum að blaðamaður eigi að útiloka í störfum sínum þá viðmæl- endur sem eiga eða hafa átt við geðræn vandamál að stríða, enda væri slíkt freklegt mannréttinda- brot. í umfjöllun Mannlífs kemur að auki skýrt fram að viðmælandi hafi þurft á slíkri læknishjálp að halda og er sú saga raunar einn af meginefnisþáttum umfjöllunar- innar. Það er hinsvegar eðlilegur þáttur í starfi hvers blaðamanns að meta frá ýmsum forsendum við- mælendur sína og gildi þess sem þeir hafa fram að færa. Ljóst er að kærðu hafa lagt slíkt mat á við- mælanda í þessu máli. Siðanefnd getur því ekki fallist á að sú ákvörðun kærðu að taka viðtal við viðmælanda brjóti í bága við siðareglurnar vegna sjúkrasögu hans. Umfjöllun um sifjaspell verður að teljast „vandasamt" mál í skiln- ingi 3. greinar siðareglna. Það á enn frekar við þegar mál hefur ekki komið fyrir dóm og ekki ligg- ur fyrir játning af hálfu þess sem ásakaður er um verkið. Þegar svo er ástatt hlýtur að gilda sú al- menna meginregla rettarríkisins sem áréttuð er í siðareglum að maður teljist saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. Siðanefnd virðir þau sjónarmið að fjölmiðlum sé skylt að setja á dagskrá í samfélaginu viðkvæm málefni sem legið hafa í þagnar- gildi. Sifjaspellsmál hafa alla jafna þá sérstöðu að þolandi getur ekki komið fram og skýrt frá málum sínum undir nafni án þess að nefna sökudólginn í málinu, annað hvort beinum orðum eða í raun (de facto). Ljóst er því að viðtal við þolanda sifjaspellsmáls undir nafni, eða frá- sögn eftir honum höfð, verður blaðamaður hveiju sinni að meta með hliðsjón af ákvæðum 4. grein- ar siðareglna um nafnbirtingu. Hafi málið ekki verið lagt í dóm, og játning liggur ekki fyrir, verður umfjöllun af þessu tagi sérstaklega vandasöm. Frásögn hins meinta þolanda undir nafni jafngildir ásök- un á hendur hinum meinta geranda um alvarlegt afbrot. Því hlýtur blaðamaður að meta hlut sinn að slíkri umfjöllun í ljósi ákvæða 4. greinar siðareglna um að maður sé saklaus nema sekt hans sé sönn- uð og einnig í ljósi ákvæða 3. grein- ar um tillit til saklauss fólks og fólks sem á um sárt að binda. í inngangi siðaregla segir að blaðmaður hafí jafnan í huga „rétt almennings til upplýsinga, tjáning- arfrelsis og gagnrýni". Þetta getur meðal annars átt við mál af því tagi sem hér er til úrskurðar. Slíkt mál hlýtur eðli sínu samkvæmt að brjótast að einhveiju leyti undan hefðubundnum lögmálum á fjöl- miðlum. Þar með verður þó ekki fallist á að þau geti verið undanþeg- in siðareglum blaðamanna. Siða- nefnd telur að taki blaðmaður og Qölmiðíll á annað borð ákvörðun um að birta slíkt viðtal eða frásögn sé skylt að stíga eins gætilega til jarðar og unnt er. Þá er einkum um það að ræða að ganga ekki á rétt þess sem ásakaður er og taka tillit til þeirra sem um sárt eiga að binda eða kynnu að eiga um sárt að binda vegna birtingarinnar. Þá verður blaðamaður að hafa í huga að hvemig sem mál er vaxið er það ekki hlutverk fjölmiðla í lýð- ræðislegu réttarríki að taka að sér dómsvald í sakamálum. Fjölmiðlar og blaðamenn hafa sínar almennu reglur um vinnu- brögð og ábyrgð og algengt er að í svokölluðum persónuviðtölum sé ekki leitað staðfestingar á einstök- um ummælum viðmælandans. Þó er ekki hægt að halda því fram að viðmælandinn sé einn ábyrgur. Um slík viðtöl gilda siðareglur ekki síð- ur en um annað efni sem blaða- menn vinna. Siðanefnd dregur út af fyrir sig ekki í efa yfirlýsingar kærðu um að þeir sjálfír hafi verið sannfærðir um sannleiksgildi þeirrar frásagnar sem um ræðir. Hinsvegar getur frásögn viðmælanda og þar með ásakanir um alvarlegt afbrot á hendur manni sem í raun er nafn- kenndur ekki talist sönnuð í neinum venjulegum skilningi þess orðs. Vitnisburður sálfræðings viðmæl- anda getur einn og sér ekki talist hafa slíkt gildi. í umfjöllunarmálinu eru upplýsingarnar meðal annars fengnar með hjálp dáleiðslu. Slíkar upplýsingar eru almennt ekki við- urkenndar sem sjálfkrafa sannleik- ur og teljast meðal annars ekki frambærileg gögn í dómsmáli. Ætti það að hafa aukið enn á ár- vekni kærðu við frágang og um- búnað viðtalsins. Kærðu reyndu ekki að fá frásögn viðmælanda síns staðfesta á annan hátt og leituðu ekki eftir mati ann- arra en sálfræðings hans, hvorki á frásögninni sjálfri né þeirri meðferð sem leiddi til upprifjunarinnar sem frá er skýrt. Kærðu leituðu meðal annars ekki til neinna þeirra sem kynnu að þekkja til og gerðu ekki tilraun til að kanna nánar þær hlið- arfrásagnir sem ef til vill hefði verið unnt að grafast fyrir um. Þá leituðu kærðu ekki eftir áliti eða yfírlýsingu frá föður viðmælandans sem hinar alvarlegu ásakanir bein- ast að. Þrátt fyrir þetta setur tímaritið umfjöllun sinni enga fyrirvara, heldur kynnir frásögn viðmælanda þvert á móti í inngangi sem „stað- reyndir“ eins og rakið er að ofan í kafla um málavexti. Umbúnaður og frágangur viðtalsins er í sam- ræmi við þetta. Ljóst er að ein- hverskonar afstaða til umfjöllunar- efnis getur verið eðlilegur þáttur í störfum blaðmanns og tilveru ijölmiðils. Almenn samúð með þol- endum í sifjaspellsmálum er ágætt dæmi um slíka afstöðu. Eins og áður er sagt heimila siðareglur hinsvegar ekki að blaðamaður felli úrskurð í málum af slíku tagi. Siðanefnd lítur svo á að í viðtal- inu „Paradísarmissi“ í Mannlífí séu ekki uppfylltar þær lágmarkskröf- ur sem gera verður til viðtals af þessu tagi samkvæmt ákvæðum siðreglna um vönduð vinnubrögð, fyllstu tillitssemi og nafnbirtingar. Siðanefndin telur að með orða- lagj sínu í kynningu og inngangi viðtalsins hafí Mannlíf farið yfír þau mörk sem greina að afstöðu blaðamanns til umfjöllunarefnis síns og dómsniðurstöðu í máli þar sem fjölmiðlar hafa ekki dómsvald. Úrskurður Kærðu tejast hafa brotið ákvæði 3. og 4. greinar siðareglna Blaða- mannafélags íslands. Brotið er al- varlegt. Reykjavík, 18. júní 1993 Mörður Árnason, Guðjón Arn- grímsson, Hjörtur Gíslason, Rób- ert H. Haraldsson, Sigurveig Jónsdóttir Yfirlýsing kærðu um úrskurð siðanefndar BÍ Sérlega varhugaverð og hörmuleg niðurstaða MORGUNBLAÐIÐ leitaði umsagnar Elísabetar Þorgeirsdótt- ur blaðamanns, Árna Þórarinssonar, ritstjóra Mannlífs, og Steinars J. Lúðvíkssonar, aðalritstjóra blaðaútgáfunnar Fróða hf., vegna úrskurðar siðanefndar Blaðamannafélags íslands og fer sameiginleg yfirlýsing þeirra hér á eftir: „Við sem kærð erum í þessu máli eigum erfitt með að átta okkur á vinnubrögðum og niðurstöðu siða- nefndar Blaðamannafélags íslands. í úrskurði nefndarinnar eru í raun illskiljanlegar þverstæður. Alvar- legast hljótum við þó að telja, að nefndin lætur hjá líða að geta þess, að meðal gagna sem Mannlíf lagði fram í máli þessu var yfirlýsing frá móður og systur viðmælanda, sem staðfestir að Sigurður Þór Guðjóns- son fór með rétt mál í umræddu viðtali. Við. óskum eftir því við Morgunblaðið að blaðið birti þessa yfirlýsingu og fer hún hér á eftir: „Reykjavík 3. maí 1993. Við undirritaðar viljum taka fram, að við trúum frásögn Sigurð- ar Þórs Guðjónssonar, er birtist í febrúarhefti Mannlífs 1993 og vit- um, að hann er að segja satt. Enn- fremur viljum við taka fram, að við viljum á engan hátt vera orðaðar við kæru Birgis Guðjónssonar og tveggja systkina á hendur Mann- lífí, til siðanefndar Blaðamannafé- lagsins. Virðingarfyllst, Guðný Svava Guðjónsdóttir. Sigurrós Sigurðardóttir." Rétt er að fram komi að lögmað- ur útgáfufyrirtækis Mannlífs, Fróða hf., fór yfír viðtalið og taldi ekkert í því bijóta í bága við siðareglur BI né heldur landslög. Við hljótum því að lýsa furðu okkar á niður- stöðu siðanefndar, sem ekki virðist byggja á þeim gögnum sem fyrir lágu og lætur ógetið veigamesta gagnsins sem fyrir hana var lagt. Ritstjóm Mannlífs telur sig hafa hreinan skjöld í þessu máli og að faglega hafí verið staðið að vinnslu og birtingu viðtalsins. Niðurstaða siðanefndar er sérlega varhugaverð og hörmuleg í ljósi þess að hún bind- ur hendur fjölmiðla og heftir tján- ingu fómarlamba í umfjöllun um erfíð og viðkvæm mál af þessu tagi, sem almennt er nú viðurkennt að mikil þörf sé á að opna umræðu um. Úrskurður siðanefndar BÍ merkir augljóslega það, að fjölmiðl- um er ekki unnt að ræða við fóm- arlömb sifyaspella undir nafni, nema að dæmt hafí verið í málinu fyrir dómstólum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.