Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 20
Efnaspreng- ing og eldur í íbúðarhúsi EFNASPRENGING varð í gami a Oddeyrarbryggju við hús- næði Eimskips laust fyrir hádegi í gær. Slökkviliðsmaður fann til ónota, m.a. sviða í öndunarfærum, að loknu slökkvi- starfi. Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri hjá Slökkvilið- inu á Akureyri sagði að samruni efna sem hent var í gáminn hefði orsakað sprenginguna, en þar var um að ræða köfnunar- efnisáburð og klór. Skamman tíma tók að slökkva eldinn, en gámurinn logaði glatt þegar að var komið. Fjölbreyttir listviðburð- ir á Lista- sumri ’93 „LISTASUMAR - HÁTÍÐ ’93“ verður haldin á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu dagana 10. júlí til 31. ágúst næstkomandi. Tilgangur þessa átaks er tvíþætt- ur, að efla ferðamannastrauminn og auk fjölbreytni í þjónustu við ferða- fólk og eins að gera listafólki auð- veldara að koma list sinni á fram- Á laugardag var slökkviliðið kallað að bænum Grýtu í Eyjafjarðarsveit, þar var eldur laus í kjallara íbúðar- húss og mikinn reyk lagði um allt húsið. Reykkafarar fóru inn í húsið og slökktu eldinn og að því búnu var húsið reykræst. Nokkrar skemmdir urðu af völdum reyks og elds. Fá útköll Tómas sagði að útkallið í gær- morgun hefði verið tuttugasta og annað útkallið á árinu, en útköll hefðu verið óvenju fá þetta árið. Vanalega væru útköll um eða yfir fimmtíu talsins á þessum tíma. Sagði Tómas að það sem gerði útslagið væri að óvenjulítið hefði verið um sinubruna í vor, aðeins eitt útkall var vegna sinubruna en eru vanalega ljölmörg. Morgunblaðið/Rúnar Þór Heyskapur hafinn í Eyjafirði SLÁTTUR hófst á laugardag á bænum Ytra- hefur síðustu ár. Það var galsi í frændsystkin- Gili skammt sunnan Akureyrar, en almennt unum Héðni og Hrafnhildi sem brugðu á leik eru bændur í Eyjafirði ekki farnir að slá og í biíðviðri gærdagsins, vafalaust kát eftir lang- er sláttur nú mun seinna á ferðinni en verið varandi kuldatíð rétt eins og aðrir norðanmenn. færi við bæjarbúa og ferðafólk. Að átakinu standa Atvinnumála- Vaxandi atvinnuleysi á Arskógsströnd, einkum meðal kvenna nefnd Akureyrarbæjar, Ferðamála- félag Eyjafjarðar, Gilfélagið og Menningarsamtök Norðlendinga, en stuðningur þeirra er m.a. fóigin í að tryggja listafólki aðstöðu og bún- að til að flytja list sína og sjá um markvissa kynningu á dagskrárat- riðum. Boðið verður upp á aðstöðu í fjölnotasal í Grófargili, Laxdals- húsi, í göngugötunni Hafnarstræti, við tjaldstæðið og í Lystigarði. Sumarhátíð Tilboð gerð í rækju- vimislu Landsbankans Fyrirhugað er að „Listasumar ’93“ verði fjölbreytt sumarhátíð þar sem í boði verða atriði á sviði leiklist- ar, myndlistar, tónlistar, dans, spuna, upplesturs, kvik- og ljós- mynda. Þeim aðilum sem áhuga hafa á að taka þátt í Listasumrinu er bent á að hafa samband við skrif- stofu Gilfélagsins í Kaupvangsstræti 23 fyrir föstudaginn 25. júní næst- komandi. (Fréttatilkynning.) ATVINNULEYSI hefur aukist umtalsvert í Árskógs- hreppi, einkum meðal kvenna og eru nú um 20 konur á atvinnuleysisskrá og um 10 konur úr hreppnum sækja vinnu til Dalvíkur. í fyrrasumar störfuðu um 40 manns í rækjuvinnslu á staðnum, en þar hefur ekki verið vinnsla frá því síðasta haust. Tilboð hafa borist í verksmiðjuna, sem er í eigu Landsbanka íslands, en bankinn keypti hana á uppboði fyrir nokkru. Um 2.000 gestir skoða íslenskt handverk í Hrafnagili 100 framleiðendur sýndu margvísleg’an varning TALIÐ er að yfir 2.000 manns hafi séð sýningu á íslensku handverki sem haldin var í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla og lauk á laugardag, en þar sýndu um 100 aðilar framleiðslu sína sem var af ýmsu tagi. Átaksverkefnið Vaki og félagsskapurinn Hagar hendur í Eyjafjarðarsveit stóðu að sýningunni, en þátttakendur voru af öllu landinu. Elín Antonsdóttir verkefnisstjóri átaksverkefnisins sagði að sýningin hefði í alla staði tekist vel, gestir og þátttakendur verið ánægðir og fólk almennt lýst yfir undrun sinni á hversu fjölbreytni framleiðslunn- ar væri mikil. Kaupa íslenskt „Ég held að þessi sýning hafi opnað augu margra fyrir því hversu margvísleg framleiðslan er. Þá eflir hún án efa íslenskt handverk, gerir það sýnilegt og auðveldar sölu þess auk þess sem við fengum góða yfirsýn yfir það sem er að gerast í þessum efnum,“ sagði Elín. „Mér finnst líka að almenningur hugsi mun meira en áður um að kaupa íslenska fram- leiðslu til gjafa, það kom skýrt fram.“ Handverksfólk hélt fund á sunnudag þar sem m.a. var rætt um hvort stofna ætti landssamtök, en lyktir fundarins urðu að skipuð var nefnd sem fékk það hlutverk að ræða við fulltrúa félagsins Islenskur heimilisiðnaður sem hefur sömu markmið, þ.e. að efla íslenskt handverk, um möguleika á samvinnu. Sveinn Jónsson oddviti Ár- skógshrepps sagði atvinnuleysi stöðugt aukast í hreppnum, aðal- lega meðal kvenna sem áður störf- uðu við rækjuvinnsluna. Það væri grátlegt að horfa upp á verksmiðj- una ónýtta og sífellt fjölga á at- vinnuleysisskránni. Sveinn sagði að heimabátar væru nú á rækjuveiðum og legðu upp afla á Dalvík. „Við höfum næga rækju, heimabátarnir eru búnir með þorskkvótann og eru farnir á rækjuveiðar, en aflann leggja þeir upp hjá Söltunarfélagi Dalvíkur," sagði Sveinn. Óviðunandi ástand Tilboð hafa borist í verksmiðj- una, sem er i eigu Landsbanka íslands eftir uppboð á eignum þrot.abús Árvers, en bankinn keypti eignirnar fyrir 38 milljónir króna. „Það hafa fleiri en einn aðili sýnt því áhuga að kaupa og reka verksmiðjuna og mín von er sú að samningar takist um sölu verksmiðjunnar svo hjólin fari að snúast að nýju. Þetta er óviðun- andi ástand, að hafa hér nýlega verksmiðju, fólk sem tilbúið er að starfa við hana og útgerðaraðila sem vilja leggja upp afla sinn hér,“ sagði Sveinn. Árver var burðarásinn í at- vinnulífi Árskógshrepps, stærsta fyrirtækið og veitti ijölmörgum atvinnu þar til félagið varð gjald- þrota fyrir rúmum tveimur árum. Söltunarfélag Dalvíkur leigði reksturinn um tíma, en í lok síð- asta árs rann leigusamningur út og frá þeim tíma hefur ekki verið vinnsla í húsinu. Að sögn Sveins sækja um 10 konur úr hreppnum atvinnu til Dalvíkur, sem fremur kysu að starfa í heimabyggð, og þá væru um 20 manns á atvinnu- leysisskrá í hreppnum. „Það er mikið í svo litlu sveitarfélagi, en við vonum að úr rætist,“ sagði Sveinn. SvLssnesk- ir tónar í safnaðar- heimilinu SVISSNESKI kvartett- inn, I Salonisti, heldur tónleika í Safnaðarheim- ili Akureyrarkirkju í kvöld, þriðjudagskvöldið 22. júní kl. 20.00. Kvintettinn er þekktur fyrir vandaðan lífsglaðan flutning léttklassískrar tónlistar, en hann skipa Thomas Furi, Lor- enz Hasler, Ferenz Szedlai, Béla Szedlák og Werner Giger.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.