Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 21 Nýtt veiðihús við Sogið Selfossi. NÝTT veiðihús var tekið í notkun við Sogið í Grímsnesi, í svonefndri Ásabyggð. Það er Grímsneshreppur sem er eigandi hússins en leigir það út með veiðiréttinum í Soginu. Leigutak- inn er Stangveiðifélag Reykjavíkur sem gerði samning við hreppinn til sjö ára um leigu á ánni og er leigugjaldið 2 millj- ónir á ári. í húsinu er fullkomin aðstaða til þess að gera veiðimönnum dvölina á staðnum sem þægileg- asta. Það var Samtak hf á Sel- fossi sem byggði húsið og var byggingatíminn einungis tæpir tveir mánuðir. Húsið er hið vandaðasta að allri gerð og að sögn Böðvars Pálssonar oddvita kostaði það 8 milljónir. Húsið stendur á fallegum stað við ána þar sem er fagurt útsýni ti.l allra átta. Sig. Jóns. Nýja veiðihúsið í Ásabyggð við Sogið. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. 3 almanök frá Snerruútgáfu SNERRUÚTGÁFAN hefur gefið út fjögur misstór almanök fyrir árið 1994. Hafa þau öll tekið breytingum frá síðustu útgáfu. Almanökin prýða fjölbreytt úrval mynda, sem teknar eru af feðgunum Hauki og Snorra Snorrasyni. íslenska almanakið er með myndum frá byggðum sjávars- íðu og náttúru landsins, íslenska hestaalmanakið er 12 síðna almanak með mynd af íslenska hestinum. Þar eru myndir frá landsmótum, í ís- lenska náttúrualmanakinu eru mynd- ir úr náttúru íslands, m.a. af íslenzk- um refí og himbrima og Stóra nátt- úrualmanakið kemur út í þriðja skipti. Þar eru m.a. myndir frá Land- mannalaugum, Mývatni, Botnssúl- um, Þvottárskriðum og víðar. Heilsuhagfræði og nið- urskurður heilsugæslu PRÓFESSOR Gavin Mooney heldur fyrirlestur fimmtudaginn 24. júní kl. 15-19 um hagnýtingu heilsuhagfræði við ákvarðanatöku um niður- skurð í heilbrigðisþjónustu eða „The Use of Health Economics in Dec- ision Making in Cost Cutting in Health Care“. Fyrirlestrarnir eru ætlað- ir stjórnendum og fagfólki í heilbrigðisþjónustu og öðru áhugafólki um heilsuhagfræði. Gavin Mooney er prófessor í heilsuhagfræði og forstöðumaður rannsóknastofnunar í heilsuhagfræði við Háskólann í Aberdeen. Hann er þekktur fræðimaður á þessu sviði og hefur starfað sem ráðgjafi við endur- skipulagningu heilbrigðisþjónustu víða um heim. Garvin Mooney er höfundur og aðalkennari 30 vikna fjarnáms í heilsuhagfræði, sem hefur verið kennt um nokkurra ára skeið á öllum Norðurlöndum, í samvinnu við Samtök sjúkrahúsa á Norður- löndum. 34 íslendingar hafa lokið því námi hjá Endurmenntunarstofn- un HI. Fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu Endurmenntunarstofnun- ar Háskóla íslands og Félags um heilsuhagfræði. Þátttökugjald er 2.200 kr. Skráning er á skrifstofu Endurmenntunarstofnunar. (Fréttatilkynning) Háskóli íslands kýs tvo heiðursdoktora 405 kandídatar braut- skráðir á laugardag HÁSKÓLAHÁTÍÐ verður haldin í Háskólabíói laugardaginn 26. júní kl. 14. Athöfnin hefst með því að Strauss-kvartettinn flytur Vínarvalsa eftir Jóhann Strauss. Þá verður kjöri tveggja heiðursdoktora lýst, en þeir Ármann Snævarr, fv. hæstaréttardómari og háskólarektor og Hans G. Andersen, fv. sendiherra, verða sæmdir heiðursdoktorsnafn- bótum frá lagadeild. Háskólarektor, Sveinbjörn Björns- skólabíós en sökum fjölda kandídata son, ávarpar kandídata og að því og boðsgesta þeirra er ljóst að ekki loknu afhenda deildarforsetar próf- komast allir hátíðargestir fyrir í saln- skírteini. Brautskráðir verða rúmlega um. Því verður brugðið á það ráð 450 kadídatar frá átta af níu deildum að sýna beint frá hátíðinni í öðrum Háskóla Islands. Að lokum syngur sýningarsal bíósins. Þá verður böm- Háskólakórinn nokkur lög undir um hátíðargesta boðið upp á teikni- stjórn Hákons Tuma Leifssonar. myndasýningu í einum af minni sýn- Athöfnin fer fram í aðalsal Há- ingarsölunum. Norræna nthöfundaráð- ið mótmælir skatti á bækur ÞEGAR söluskattur af bókum var afnuminn árið 1990 var því al- mennt fagnað meðal rithöfunda og annarra sem að bókaútgáfu standa og þótti mikið framfaraspor á bókmenntasviðinu, segir í sam- þykkt Norræna rithöfundaráðsins, júní sl. Sumarferð Varðar á Kjöl SUMARFERÐ Landsmálafé- lagsins Varðar I Reykjavík verður farin laugardaginn 17. júlí næstkomandi og verður farið um Kjalveg norður í land. í frétt frá Verði kemur fram, að sumarferðin hafi í áratugi verið fastur liður í starfi félags- ins. Að þessu sinni verði Kjal- vegur ekinn norður í land og farið til baka til Reykjavíkur um þjóðveg 1. Stefnt sé að því að á við Gullfoss og á Hveravöllum. Farið verði frá Valhöll, Háaleit- isbraut 1, snemma um morgun- inn og komið til baka síðla kvölds. Fram kemur að fararstjóri í ferðinni verði Höskuldur Jóns- son, forseti Ferðafélags íslands, en upplýsingar um verð og nán- ari tilhögun ferðarinnar verði kynntar síðar. sem hélt ársfund í Reykjavík 13. Ennfremur segir: „Á ársfundi Norræna rithöfundaráðsins í Reykja- vík var ráðinu tilkynnt að íslensk stjórnvöld hefðu tekið ákvörðun um að innleiða virðisaukaskatt á bækur frá og með 1. júlí nk. Nú eru þeir tímar að menningar- legt sjálfstæði smáþjóða á í vök að verjast m.a. vegna nýrrar tækni og framþróunar í fjöimiðlum og enn- fremur vegna pólitískra og efnahags- legra samskipta. Við slíkar aðstæður er skattlagning af þessu tagi sér- stakt áhyggjuefni. Norræna rithöfundaráðið skorar þvi á íslensk stjórnvöld að hætta við áætlanir sínar um álagningu virðis- aukaskatts á bækur, blöð og tímarit." C •O oð C SKEMMTILEG VERÐLAUNAGÁTA FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA AÐALVIMMINGUR (g£) TOYOTA Dregið 17. júlí ÍÞRJÁDAGA < .... ....... “SZgS’** Komdu í Kringlukast *** # " ** *» t* 1 Síðast gerðu margir ævintýralega góð kaup * 65 fyrirtæki með yfir 300 tilboð á nýjum vörum Stórafsláttur í þrjá daga Nýjar vörur á útsöluverði £ Sértilboð á veitingastöðum Aðeins þessa þrjá daga Priðjudag - IVIiðvikudag - Fimmtudag Afgreiðslutfmi Kringlunnar: Mánudaga tll flmmtudaga 10 -18.30, föstudaga 10-19, laugardaga 10-14, sumartfml i l 1 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.