Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Simar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Sömu umræður - sama deiluefni egar John Major skipti um fjármálaráðherra í ríkis- stjórn sinni fyrir nokkrum vikum urðu töluverðar umræður um það í Bretlandi til hvaða ráða nýr fjármálaráðherra mundi grípa til þess að draga úr fjár- lagahallanum þar í landi. Kenn- eth Clarke hefur að vísu ekkert upplýst um áform sín í þeim efnum en af þessum umræðum er ljóst, að innan brezka íhalds- flokksins er tekizt á um það, hvort framkvæma eigi stórfelld- an niðurskurð útgjalda eða grípa til nýrra skattahækkana. Það fer svo eftir því, hvort menn teljast til hægri arms flokksins eða miðjuafla hvora leiðina þeir aðhyllast. Hér á landi eins og í flestum vestrænum ríkjum er mikill halli á fjárlögum. Hér snúast umræð- urnar einnig um það, hvort skera eigi niður útgjöld eða hækka skatta. Hins vegar mættu umræður á opinberum vettvangi um þetta álitamál vera meiri og líflegri. Það er sjald- gæft t.d., að þingmenn stjórnar- flokkanna ræði opinberlega af- stöðu sína til þessa máls. Þó mundu slíkar umræður af þeirra hálfu stuðla að því, að almenn- ingur átti sig betur á þeim sjón- armiðum, sem uppi eru. í stórum dráttum er talið, að halli á fjárlögum íslenzka ríkis- ins á þessu ári og því næsta verði um 30 milljarðar króna. Þetta eru miklir fjármunir og óviðunandi, að búa við svo mik- inn hallarekstur á sameiginleg- um sjóði landsmanna. Reynslan af tilraunum ríkisstjóma til nið- urskurðar á útgjöldum er ekki góð. Færa má rök að því, að núverandi ríkisstjórn hafi náð nokkrum árangri í þeim efnum en alls ekki nógu miklum. Eitt helzta vandamál fjármálaráð- herra við að tryggja niðurskurð á ríkisútgjöldum er einfaldlega, að það er engin samstaða innan stjórnarflokkanna um stórfelld- an niðurskurð útgjalda. í Bandaríkjunum er talið, að almennur stuðningur sé við skattahækkanir í því skyni að lækka fjárlagahallann verulega. Hins vegar hafa skattgreiðendur brugðizt illa við áformum Clint- ons vegna þess, að þeir telja, að hann ætli ekki að stánda við þau loforð að láta skattahækk- anir ganga til þess að draga úr fjárlagahallanum heldur freist- ist hann til þess að nota auknar tekjur til að stofna til nýrra út- gjalda. Jafnvel þótt tækist að skapa skilning á nauðsyn skattahækk- ana til þess að draga úr fjárlaga- hallanum hér er hætta á því, að fólk mundi vantreysta stjórn- málamönnum og telja, að þeir mundu þar með leggja minna að sér við niðurskurð. Ein meg- inforsenda þess, að takast mætti að skapa skilning á því, að skattahækkanir séu nauðsyn- legar til þess að draga úr ríkisút- gjöldum er sú, að raunvextir lækki á móti. Veruleg raun- vaxtalækkun mundi lækka út- gjöld bæði fyrirtækja og heimila á móti skattahækkunum. Hins vegar eru ríkisstjórn og stjórn- málamenn almennt búnir að missa allt traust og trúverðug- leika í sambandi við vaxtamál. Yfirlýsingar núverandi ríkis- stjórnar um vaxtamál hafa ekki staðizt að nokkru marki og nú síðast bendir vaxtaþróunin til þess að raunvextir hækki frem- ur en lækki skömmu eftir kjara- samninga, þar sem ríkisstjórnin lýsti því enn einu sinni yfir, að hún mundi beita sér fyrir vaxta- lækkun. Þá er líka erfitt að sjá, hvar ríkisstjórnin gæti hækkað skatta. Hún hefur nýlega tekið þá röngu ákvörðun að lækka ákveðna neyzluskatta verulega og þarf að vinna það tekjutap upp með einhveijum hætti. Þeg- ar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp greiddu skattgreið- endur 35,2% tekna sinna í skatta. Nú greiða þeir 41,35%. Til viðbótar kemur hinn svo- nefndi hátekjuskattur, sem fer með skattaprósentuna upp í 46,35% hjá þeim skattgreiðend- um, sem lenda í hátekjuskatti. Er hægt að ganga öllu lengra í skattheimtu af einstaklingum? Staða þjóðarbúsins er grafal- varleg. Þeim fjölgar, sem telja, að ísland geti verið á sömu leið og Færeyjar. Það er ekki lengur hægt að líta svo á, að það sé útilokað. Núverandi ríkisstjórn verður að takast á við fjárlaga- hallann og ná árangri, svo um munar. Líklegasta niðurstaðan er sú, að ríkisstjórnin geri hvort tveggja í senn að draga úr út- gjöldum og hækka skatta. Alger forsenda þess, að skattgreiðend- ur kyngi frekari skattahækkun- um er sú, að ríkisstjórnin grípi til harkalegs niðurskurðar á þeim útgjaldaþáttum, sem al- menningur telur óhófseyðslu og jafnvel munað. Ríkisstjórnin á allt undir því að skila árangri á þessu sviði. Framtíð hennar byggist að verulegu leyti á raun- verulegum árangri í ríkisfjár- málum. Almenningur mun ekki sætta sig við enn ein fjárlög, sem reynast einskis nýt nokkrum mánuðum eftir að þau hafa ver- ið sett. Skipulag Þjóðkirkjunnar í brennidepli á Prestastefnu 1993 Kírkjan vill annast rekstur prestssetra verks hvers embættis fyrir sig. Herra Ólafur lýsti yfir því að kirkj- an öðlaðist meira sjálfstæði ef hún tæki við forsjá prestssetra. Þetta mál verður ítarlega rætt á prestastefn- unni, enda segir biskup að fram sé komin ósk frá kirkjumálaráðherra um að þjóðkirkjan taki við rekstri prests- setranna. Á stefnunni verða ennfremur rædd ýmis málefni er snúa að mennta- og fræðslumálum, en fræðslunefnd þjóð- kirkjunnar kynnti í gær árangur starfs síns. Djáknanám verður eins og kunnugt er sett á laggirnar við Háskóla Islands í haust. Jafnframt því hefur verið stofnaður svokallaður Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar sem starfræktur verður á Skálholti, en þar verður lögð áhersla á trúfræðslu fyrir fullorðna. Loks var kynnt ný náms- skrá fyrir fermingarundirbúning, en sérstök fermingarstarfanefnd á veg- um kirkjunnar hefur unnið að samn- ingu hennar síðan 1991. PRESTASTEFNA ársins 1993 var sett í gær af biskupi íslands, herra Ólafi Skúlasyni, í Áskirkju. Á stefn- unni verða tvö mál sem lúta að skipu- lagi þjóðkirkjunnar í brennidepli. Annars vegar verður rætt um emb- ætti kirkjunnar en hins vegar um eignamál kirkjunpar og skil ríkis og kirkju, en herra Ólafur leggur meðal annars áherslu á að þjóðkirkjan hafi umsjón með prestssetrum og annist rekstur þeirra. Herra Ólafur Skúlason benti á það í ræðu sinni við setninguna að gömul lög móti margt í kirkjustarfinu og að ýmislegt þarfnist því endurskoðunar. Megi þar nefna „eignamálin, skipu- lagsmálin og stöðu þjóðkirkjunnar í samtímanum ásamt með stöðu prests- ins og samspili embættanna". Umræðan um embætti kirkjunnar mun einkum beinast að samspili hefð- bundinna prestsembætta og nýrra embætta aðstoðarprests og sérþjón- ustuprests með sérstöku tilliti til hlut- Morgiinblaðið/Kristinn í ræðustól BISKUP íslands herra Ólafur Skúlason setti prestastefnuna 1993 í Áskirlqu. Viðskiptaráðherra skipar í stöðu Seðlabankastjóra Jón Sigurðsson var skipaður bankastjóri Seðlabanka í sex ár SIGHVATUR Björgvinsson, viðskiptaráðherra, skipaði í gær, að fenginni tillögu meirihluta bankaráðs Seðlabanka íslands, Jón Sigurðsson, fyrrverandi alþingismann og ráðherra, bankastjóra Seðlabankans til næstu sex ára frá 1. júlí næstkomandi. Sjö umsækjendur voru um stöðuna og á fundi bankaráðsins í gær, þegar greidd voru atkvæði um umsækjendur, fékk Jón Sigurðs- son þrjú atkvæði en fulltrúar Alþýðubandalags og Framsóknar- flokks í bankaráðinu, þeir Geir Gunnarsson og Davíð Aðalsteins- son, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Sighvatur Björgvinsson sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa verið í neinum vafa þegar hann skipaði Jón Sigurðsson í stöðu bankastjóra Seðlabankans. „Það segir sitt að í bankaráðinu voru ekki greidd atkvæði um neinn ann- an umsækjenda og þá sé ég ekki að fólk hafi komist að annarri nið- urstöðu þó Jón Sigurðsson hefði ekki haft nein afskipti af stjórnmál- um. Ég skil ekki í að fólki finnist það sanngjarnt að láta menn gjalda þess að hafa sinnt opinberum störf- um eins og stjómmálastörfum í einhvem ákveðinn tíma,“ sagði Sighvatur. Sjö umsóknir Bankaráð Seðlabankans auglýsti eftir umsóknum um stöðu banka- stjóra í Seðlabanka íslands 17. maí síðastliðinn og rann umsóknar- frestur út 15. júní. Umsækjendur um stöðuna voru þeir Bjarni Ein- arsson, fyrrverandi aðstoðarfor- stjóri Byggðastofnunar, Eiríkur Guðnason, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, Ingimundur Frið- riksson, forstöðumaður í alþjóða- deild Seðlabankans, Jón Sigurðs- son, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, Kristján Sig. Kristjáns- son, rafvirkjameistari, Már Guð- mundsson, forstöðumaður í hag- fræðideild Seðlabankans, og Ingvi Öm Kristinsson, forstöðumaður tölfræðisviðs Seðlabankans. Hæfastur meðal hæfra umsækjenda Ágúst Einarsson formaður bankaráðs Seðlabanka íslands sagði aðspurður í samtali við Morg- unblaðið í gær að innan bankaráðs- ins hefði það ekki legið ljóst fyrir frá upphafi að Jón Sigurðsson myndi fá stöðu seðlabankastjóra. „Við höfum skoðað þessar um- sóknir, sem voru mjög góðar, og þessa umsækjendur. Okkur fínnst, hvað varðar reynslu af hagstjórn og faglega þekkingu, þá hafi Jón vissa yfírburði fram yfir aðra um- sækjendur. Reynslu af stjórnunar- störfum hefur hann líka, ásamt öðmm, og góða menntun. Þegar við mátum umsækjendur, þá var það okkar niðurstaða að Jón Sig- urðsson væri hæfastur meðal hæfra umsækjenda,“ sagði Ágúst. Ágúst sagði að bankaráðið væri ánægt með hvernig til hefði tekist hvað varðar undirbúning að ákvörðun bankaráðs Seðlabank- ans. Ákvörðunin um að auglýsa stöðuna og fá inn vandaðar um- sóknir, sem tillaga bankaráðs væri síðan byggð á, væri að rríati bank- aráðsmanna vitnisburður um að vel hefði tekist til með þau vinnubrögð sem ákveðin voru. „Við erum því ánægðir með hvernig þessi mál hafa þróast,“ sagði Ágúst. Mikilvægustu verkefnin að stuðla að stöðugleika „Ég er mjög ánægður með það að vera sýnt þetta traust og hygg gott til þess að starfa á nýjum vettvangi að málefnum peninga-, gjaldeyris- og bankamála," sagði Jón Sigurðsson í samtali við Morg- unblaðið. Aðspurður um hvort hann hefði í huga einhveijar breytingar á starfsemi bankans sagðist Jón alls ekki vilja hafa uppi neinar yfir- lýsingar um slíkt. „Mikilvægustu verkefnin eru að sjálfsögðu að stuðla að stöðugleika í verðlags- málum og það verður helsta verk- efni Seðlabankans. Það verður vandasamt vegna þeirra erfiðleika sem nú steðja að íslenskum þjóðar- búskap, en það er líka mjög mikil- vægt að þetta sjónarmið mikilvæg- is stöðugs verðlags og jafnvægis í þjóðarbúskapnum verði í heiðri haft,“ sagði hann. Starf í framþróun „Starf Seðlabankans hefur verið í framþróun á undanförnum árum, og ekki síst hefur starfsaðferðin breyst vegna vaxandi viðskipta- frelsis á sviði fjármagnsmarkaðs- ins, og vegna opnunar á íslenskum fjármagnsmarkaði gagnvart út- löndum. Þessar breytingar munu setja í enn ríkara mæli mark á þann tíma sem framundan er og þessar breyttu aðstæður kalla auð- vitað á breytt vinnubrögð og bætt stjómtæki Seðlabankans í gengis-, vaxta- og peningamálum," sagði Jón ennfremur. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 25 Morgunblaðið/Sverrir Gengið til messu PRESTAR á prestastefnu 1993 gengu fylktu liði frá Menntaskólanum í Reykjavík til messu í Dómkirkjunni. Meðal helstu mála prestastefnu að þessu sinni má nefna umræður um stöðu þjóðkirkjunnar í samtímanum, skil rikis og kirkju og umræður um embætti kirkjunnar. Isfélag Vestmannaeyja hf. og Bergur- Huginn ljúka eignaskiptingu sinni Vestmannaey, Smáey og Geirseyri ásamt 600 millj. króna skuld- um til Bergs-Hugins SAMKOMULAG það sem þeir Sigurður Einarsson, forstjóri ísfé- lags Vestmannaeyja, og Magnús Kristinsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Isfélagsins, hafa gert með sér um eignaskiptingu, við það að Magnús hvarf frá félaginu, með eignarhlut Bergs-Hug- ins, gerir ráð fyrir því að í hlut Bergs-Hugins komi frystitogarinn Vestmannaey VE, togbáturinn Smáey VE, veiðiheimildir upp á liðlega 2.800 þorskígildistonn og fasteignin Geirseyrin, þar sem Bergur-Huginn er með skrifstofuaðstöðu og veiðarfærahúsnæði. Auk þess yfirtekur Magnús þær skuldir sem hvíla á skipunum, sem eru samtals 600 milljónir króna. Það var rétt fyrir áramótin 1991- 1992 sem þeir Sigurður Einarsson, þá forstjóri Hraðfrystistöðvar Vest- mannaeyja, og Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri ísfélags Vest- mannaeyja, náðu samkomulagi um sameiningu fyrirtækjanna, en 9 mánuðum síðar, eða þann 26. ág- úst í fyrra, gáfu þeir út tilkynningu um að slitnað hefði upp úr sam- starfinu og að Magnús myndi hverfa frá fyrirtækinu með eignir sem næmu rúmum fjórðungi eigna fyrirtækisins. Endurskoðendur þeirra Sigurður og Magnúsar hafa unnið að þessu samkomulagi, allt frá því að slitn- aði upp úr samstarfinu. Hvorki Sig- urður né Magnús vildu hafa mörg orð um þetta samkomulag í gær, þegar blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við þá. Morgunblaðið/Kristinn 13.600 konur í kvennahlaupi ALDREI hafa jafnmargar konur, eða 13.600, tekið þátt í kvennahlaupi ÍSÍ og nú á kvennadaginn, 19. júní. Hlaupið var á 53 stöðum á landinu og 60 konur sprettu úr spori á Mallorca. Lovísa Einarsdóttir, formaður undirbúnings- nefndar í- Garðabæ, þar sem 6.500 konur hlupu, sagði að metið væri ekki síst því að þakka að hlaupið hefði verið á mun fleiri stöðum en í fyrra. Að sama skapi var víða meiri þátttaka á hverjum stað og nefndi Lovísa því til stuðnings að 450 konur hefðu hlaupið á Akranesi samanborið við 200 í fyrra. Lovísa sagði að hlaupið hefði gengið vel fyrir sig. „Margar konur sem ég hef hitt frá því á laugardag hafa sagt mér að hlaupið sé alltaf að verða betra og betra þannig að við virðumst læra af reynslunni," sagði Lovísa og nefndi að í ár hefði verið tekið upp á þeirri nýbreytni að ræsa þær sem ætluðu lengra fyrr en hinar. Þess má svo geta að nokkur dagskrá er fyrir og eftir hlaupið. Þann- ig má geta þess að í Garðabæ var fimleikasýning og sameiginleg upphitun fyrir hlaupið en teygjuæfingar, fótanudd og veitingar eftir hlaupið. Hæstíréttur vísar for- ræðismálinu til und- irréttar í annað sinn TYRKNESKUR hæstiréttur hefur vísað forræðismáli Sophiu Hansen til undirréttar í annað sinn og verður málið tekið fyrir 7. október nk. Jafn- framt sektaði rétturinn Halim Al, fyrrum eiginmann Sophiu, fyrir að beita sér fyrir því að málið yrði ekki tekið fyrir í undirrétti í fyrra sinn. Halim A1 hefur höfað mál til að koma í veg fyrir að Sophia fái að vera með dætrum sínum í júlí eins og upphafiegur dómur undirréttar kveður á um. Formgalli í meðferð undirréttar Forræðismálinu var skotið til hæstaréttar eftir að undirréttur hafði dæmt föðurnum forræði systranna í haust. Hæstiréttur ógilti hins vegar dóm undirréttar og krafðist þess að málið yrði tekið fyrir að nýju vegna formgalla. Við það vildi Halim ekki una og var látið að þeirri kröfu lög- manna hans að vísa málinu aftur til hæstaréttar án þess að taka það fyr- ir. Rétturinn hefur nú vísað málinu í annað sinn í hérað. Halim A1 hefur höfðað mál fyrir tyrkneskum dómstólum í því skyni að koma í veg fyrir að mæðgumar verði saman í júlí eins og ógildur dómur undirréttar kveður á um. Von er á úrskurði vegna þessa innan fjögurra daga, en 19. júlí fellur dómur yfirsak- sóknara vegna brota Halims á um- gengnisrétti Sophiu. Málinu var vísað til yfirsaksóknara eftir að Halim var dæmdur í mánaðar fangelsi fyrir brot- in í febrúar. Lögmenn Sophiu og Donald Cra- mer, þýskur lögfræðingur og sérfræð- ingur í forræðismálum af þessu tagi, hafa undanfarið unnið hörðum hönd- um að því að Sophia fái að vera með dætrum sínum í júlí. Hundruð námsmanna eru ennþá atvinnulausir Morgunblaðið/Bj ami Marga námsmenn vantar vinnu NÁMSMENN fara ekki varhluta af lægð í efnahagslífinu hér á landi og vantar marga enn vinnu. Fjöldi námsmanna fær þó vinnu þjá sveitarfélögunum og hjá Reykjavíkurborg starfa nú rúmlega 5.000 námsmenn. Rjá Atvinnumiðlun námsmanna eru a.m.k. 600 námsmenn, sem enn vantar vinnu, á skrá. ENNÞÁ vantar á bilinu 600 til 900 námsmenn vinnu af þeim 1250, sem sóttu um vinnu hjá Atvinnumiðlun námsmanna, að mati miðlunarinnar. Færri at- vinnutilboð hafa borist til henn- ar en í fyrra og ekki er búist við að hún geti útvegað jafn mörg störf og þá. Hjá Reykja- víkurborg eru um 250 náms- menn á skrá, sem mjög líklega hafa enn ekki fengið vinnu. Fleiri sóttu um vinnu hjá borg- inni en í fyrra og hafa fleiri verið ráðnir nú en á sama tíma þá, I fyrra reyndu um 1500 náms- rnenn að fá vinnu í gegnum At- vinnumiðlun námsmanna, að sögn Páls Magnússonar, formanns Stúdentaráðs, og er líklegt að sú tala verði svipuð í ár. 1250 hafa þegar sótt um vinnu og er þar ótalinn sá fjöldi, sem sækir um að fá að vinna við rannsóknaverk- efni styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. í fyrra unnu um 70 manns við 50 þannig rannsókna- verkefni að sögn Páls en í ár var úthlutað til 118 verkefna og munu störf við þau telja 209 mannmán- uði. Atvinnumiðlun námsmanna hafa borist tæplega 300 atvinnu- tilboð frá fyrirtækjum og 200 þeirra hefur þegar verið úthlutað. I fyrra tókst miðluninni að útvega 520 störf en að mati Auðuns Más Guðmundssonar, framkvæmda- stjóra hennar, er ólíklegt að í ár takist að útvega svo mörg störf. Fleiri hjá borginni Reykjavíkurborg ræður á hveiju sumri í vinnu til sín þús- undir unglinga. í ár varð þar eng- in breyting á og hafa um 800 fleiri verið ráðnir nú en á sama tíma í fyrra, skv. tölum frá Gunnari Helgasyni hjá Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar. Hann sagði að í ár hefðu rúmlega 3.600 sótt um og búið væri að ráða um 2.350 í vinnu. Hann sagði að ennþá væm 250 námsmenn á skrá hjá þeim. Afganginn af þeim, sem sóttu um, telur hann hafa fengið vinnu annars staðar enda sæki margir um hjá Reykjavíkurborg til að hafa eitthvað í bakhöndinni. Síðasta sumar sagði Gunnar að borgin hefði ráðið 3.173 náms- menn yfir allt sumarið. Gagn- fræðaskólanemar í vinnuskóla Reykjavíkur em um tvö þúsund að sögn Gunnars og þegar allt er tekið saman vinna því um 5 þúsund námsmenn hjá Reykjavík- urborg í sumar. Helstu verkefni þessara ungmenna sagði Gunnar vera vinnu við græn svæði, gatna- gerð og í Laugardalnum. Hjá Hafnarfjarðarbæ sóttu 400 námsmenn um vinnu og um 220 hafa fengið og hjá Kópavogsbæ sóttu um 560 um vinnu og um 200 hafa fengið. Viðmælendur Morgunblaðsins hjá þessum bæj- arfélögum voru sammála um að líklega hefðu flestir þeirra, sem sóttu um en fengu ekki vinnu hjá þeim fengið vinnu annars staðar. Sem lið í átaki gegn atvinnu- leysi buðu Reykjavíkurborg og Iðnskólinn í Reykjavík upp á nám í sumarskóla og hafa um 200 manns hafið nám þar. Margir hjá skógræktinni Mjög margir af þeim, sem Reykjavíkurborg réði vinna fyrir Skógræktarfélag Reykjavíkur eða rúmlega 1200. Ásgeir Svanbergs- son, deildarstjóri hjá Skógræktar- félaginu, sagði í samtali við Morg- unblaðið að á jaðarlöndum Reykjavíkur, svo sem í Heiðmörk og á Hólmsheiði ynnu um 970 unglingar á aldrinum 16 og 17 ára. Þeir ynnu aðallega við að gróðursetja, að lagfæra frá árinu áður og við stígagerð. Ásgeir sagði að Skógræktin réði einnig til sín fólk á öllum aldri af atvinnuleysisskrá, alls 80, og vinnur það við undirbúning á stækkun golfvallarins við Korp- úlfsstaði. I þjóðgarðinum á Þing- völlum vinna 100 námsmenn á aldrinum 16 til 20 ára og í Gróðr- arstöðinni í Fossvogsdal vinna um 65 manns þeim aldurshópi, að sögn Ásgeirs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.