Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 29 Morgunblaðið/Silli KISILGUR —— Nýlega voru liðin 25 ár síðan að fyrsti farmurinn af kísilgúr fór úr landi. Gestum var boðið til hátíðarhalda í höfnina á Húsavík og fylgdust þeir m.a. með þeim tækninýjungum sem orðið hafa frá upphafi við uppskipun kísilgúrs. Fræðsla Námskeið fyrir verðbréfamiðlara í HAUST hefst á vegum Prófnefndar verðbréfamiðlara námskeið fyrir þá sem vilja öðlast leyfi til verðbréfamiðlunar. Námskeiðið hefst í byijun september nk. og því lýkur í maí á næsta ári. E Kísilgúr íluttur út fyrir 16,8 milljarða ÞESS var minnst nýlega að 25 ár voru liðin síðan að fyrsti farmurinn af kísilgúr fór úr landi. A þessum aldarfjórðungi er búið að flytja út 530 þúsund tonn að verðmæti 16,8 milljarðar krónur miðað við vísitölu vöru og þjónustu. Af þessu tilefni bauð Kisiliðjan, Celite á ísiandi og Eimskipafélagið til hátíðarhalda við Húsavíkurhöfn, en svo stóð á að Reykjafoss lá þá við bryggju fánum prýddur og var að lesta kísilgúr. Fylgdust gestir með hve allt er nú orðið tæknivætt og breytt frá upphafi er pokunum var fyrst raðað á bretti, poka fyrir poka, og settir lausir í lestar skipanna. Þá tók lestun nokkra daga og stundum viku ef miklar rigningar voru því pakkningin þoldi ekki mikla bleytu. Síðar hófst sjálfvirk áfylling á pokum °g ný gerð og lokunarbúnaðir poka tekin í notkun. Þeir eru taldir 100% þéttir svo rykmengun er nær óþekkt í dag, en var um tíma nokkurt vanda- mál. Næst var farið að lesta kísilgúrinn á pöllum í lestar skipanna og 1980 var farið að setja plasthjúp á hvern pall. Frá 1986 hefur öll framleiðsla Kísiliðjunnar verið flutt í gámum og nú fyigir flutningunum ekkert ryk, hvorki í skemmu eða skipi og hefur þessi lausn mála hlotið margháttaða viðurkenningu. Landflutningar á milli Mývatnssveitar og Húsavíkur voru í upphafi í höndum verksmiðj- unnar, en frá 1986 hafa verktakarn- ir Sniðill hf., Jón Gunnarsson og Skipaafgreiðsla Húsavíkur séð um flutningana. Auk þess sér skipaaf- greiðslan um rekstur Völuskemmun- ar á Húsavík. Fyrstu árin sáu Eimskip og Haf- skip um sjóflutningana, en frá árinu 1986 hafa sjóflutningar verið ein- göngu á vegum Eimskips og sagði stjórnarformaður í ræðu sinni að Eimskip hefði veitt Kísiliðjunni mjög góða þjónustu. Einnig þakkaði hann ágætt samstarf við Skútustaðahrepp og Húsavíkurkaupstað og fyrir hönd Kísiliðjunnar og Celite á Islandi færði hann hvorum þeirra að gjöf 25 3 metra háar aspir til gróðursetningar þar, sem þeir teldu þær best fara. Þegar Kísiliðjan var stofnuð árið 1966, var jafnframt stofnað sölufé- lag, sem er alfarið í eigu hinna bandarísku meðeiganda Kísiliðjunnar hf. Var það fyrst í eigu Johns-Man- ville Corporation og var þá nefnt Manville hf. en hefur nú skigt um eigendur og nefnist nú Celite ísland hf. Hefur sölufélagið frá upphafi séð um allan útflutning á framleiðslunni og hefur ávallt verið gott samstarf milli þess og Kísiliðjunnar. Síðastliðin fimm ár hefur útflutn- ingurinn verið að meðaltali 23.500 tonn á ári. Mest var flutt út árið 1985, 27.700 tonn. Nokkurrar sölu- tregðu gætti á síðasta ári, en þá voru flutt út 19.000 tonn. En vonir standa til að salan glæðist á þessu ári. Helstu viðskiptalönd verksmiðj- unnar eru Þýskaland, Danmörk, ítal- ía, - Bretland, Frakkland og Aust- urríki, sem meðal annars sér um alla sölu til Austur-Evrópu. Ennfremur er nokkurt magn selt til Afríku og Mið-Austurlanda. Að lokinni athöfn við höfnina var boðið til fagnaðar í Hótel Húsavík og flutti þar fyrst ávarp og skýrði starfsemi verksmiðjunnar í hin 25 ár stjórnarformaður, Pétur Torfason, verkfræðingur. Aðrir ræðumenn voru ráðherrarnir Jón Sigurðsson og Halldór Blöndal, Einar Njálsson, bæjarstjóri, Sigurður Rúnar Ragn- arsson, sveitarstjóri, og Hörður Sig- urgeirsson, forstjóri Eimskips og færði hann Grunnskóla Skútustaða- hrepps vandaða tölvu og útbúnað henni viðvíkjandi. Heillaóskir bárust með blómum, skeytum og fleiri gjöf- um í tilefni tímamótanna. Þegar Goðafoss lestaði fyrsta kís- ilgúmum 12. maí 1968 var hafís svo mikiil fyrir Norðurlandi og Skjálfandi fullur af ís, svo skipið lá við bryggju heila viku þrátt fyrir tilraunir til að sigla gegnum ísinn. Eftir nokkuð gott veður undan- farna daga breytti um hátíðardaginn og gekk á með dimmum éljum, þó ís sé ekki í nánd. - Fréttaritari. Prófnefnd verðbréfamiðlara starf- ar samkvæmt sérstakri reglugerð frá árinu 1992, sem sett er með í stoð í lögum um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði. Formaður nefnd- arinnar er nú Davíð Þór Björgvins- son dósent við lagadeild Háskóla íslands, en aðrir nefndarmenn eru Gísli S. Arason lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands, Gunnar Helgi Hálfdanarson fram- kvæmdastjóri Landsbréfa, Jóhann Albertsson lögfræðingur hjá Banka- eftirliti Seðlabankans og Vilborg Lofts aðstoðarframkvæmdastjóri VÍB. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta að því er fram kemur í frétt frá Prófnefnd verðbréfamiðlara. í A- hluta, sem kenndur er á haustönn 1993, er áhersla lögð á lögfræði- greinar, en kennslugreinar þar eru: Islensk réttarskipan og fræðikerfi lögfræðinnar, viðskiptabréfsreglur, veðréttindi og þinglýsingar, ábyrgð- ir, félagaréttur, viðfangsefni úr fjármunarétti og ágrip úr réttar- fari. Markmiðið með þessum hluta námskeiðsins er að kynna fyrir nemendum grunnatriði lögfræðinn- ar og réttarreglur á þeim sviðum sem kunna að varða starfssvið verð- bréfamiðlara. í B-hluta, sem kennd- ur verður á vorönn 1994, er lögð áhersla á viðskiptagreinar, en kennslugreinar þar eru: vaxtaút- reikningur og vísitölur, fjármagns- markaðurinn, greining ársreikninga og mat trygginga, skattalög og reikningsskil og leiðir til ávöxtunar fjármagns. í C-hluta, sem einnig verður kenndur á vorönn, er áhersl- an lögð á séríslenskar aðstæður. Kennslugreinar í þeim hluta eru: Lagareglur um fjármagnsmarkað- inn, réttindi og skyldur verðbréfa- miðlara, verðbréfafyrirtækja og verðbréfasjóða, tegundir innlendra og erlendra verðbréfa, verðbréfa- sjóðir og fjárvarsla og ráðgjöf. Kennsla er í höndum viðurkenndra sérfræðinga á hverju sviði. Að lokn- um hverjum hluta þreytir nemandi skriflega próf úr námsefninu. Til að standast próf þarf nemandi að fá a.m.k. 7,0 í meðaleinkunn og ekki lægri einkunn en 5,0 í einstök- um prófum. Þeir sem lokið hafa lögfræðiprnfi frá Háskóla Islands eru undanþegn-^ ir námskeiði og prófi í A-hluta. Þeir sem hafa lokið viðskiptafræðiprófi frá Háskóla íslands, eða öðru prófi sem nefndin telur sambærilegt, eru undanþegnir námskeiði úr B-hluta að þluta eða öllu leyti. A námskeiðinu er reynt að haga kennslu og próftöku með þeim hætti að henti þeiin sem eru í vinnu ann- ars staðar á meðan þeir stunda nám- ið. Samt sem áður er rétt að leggja áherslu á að námið er töluvertryfir- gripsmikið og krefst góðrar ástund- unar eigi árangur að nást. Þátttöku- gjald í námskeiðinu er kr. 90.000 fyrir hvora önn, eða samtals kr. 180.000 fyrir báðar annir. Skiptist gjaldið í innritunargjald, kennslu- gjald og prófgjald. Rétt er að taka fram að gjald fyrir þátttöku í nám- skeiðinu er óháð gjaldi sem þarf að greiða fyrir leyfi til verðbréfamiðlun- ar sem viðskiptaráðuneytið gefur út. Það gjald er nú kr. 50.000. Prófnefnd verðbréfamiðlara hefur ráðið Kristján Jóhannsson lektor við viðskiptadeild sem umsjónarmann með námskeiðinu og annast hann framkvæmd þess í samvinnu við Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands. Munu þessir aðilar veita frekari upplýsingar um námskeiði^. 9096 Mjólkurkanna Verð: 2.850,- VARIST EFTIRLIKINGAR ALESSI KRINGLUNNI S: 680633 Leiðrétting Myndir af forstöðumönnum Eimskips víxluðust ■ Vegna mistaka við vinnslu við- skiptablaðs síðastliðmn fimmtu- dag víxluðust myndir af tveimur forstöðumönnum Eimskips, sem tekið hafa við nýjum stöðum hjá félaginu. Myndirnar eru því birtar að nýju. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. MHÖSKULDUR H. Ólafsson, sem verið hefur forstöðumaður útflutningsdeildar Eimskips, mun taka við starfí forstöðumanns nýrrar rekstrar- og stórflutninga- deildar. MGARÐAR Jóhannsson tekur við starfi Höskuldar sem forstöðu- maður útflutningsdeildar Eim- skips, en hann hefur verið for- stöðumaður stórflutningadeildar félagsins. Höskuldur Garðar HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSNÆÐISBRÉF 1. FLOKKUR 1993 3. Uppboð - 22. júní 1993 Þriðja uppboð húsnæðisbréfa fer fram 22. júní n.k. Frestur til þátttöku rennur út kl. 14:00 þann dag og þurfa bindandi tilboð í bréfin að hafa borist Húsnæðis- stofnun ríkisins. Húsnæðisbréf eru gefin út í tveimur einingum, 1 m.kr. og 10 m.kr. að nafnverði. Hús- næðisbréf eru verðtryggð með lánskjaravísitölu til 20 ára með 39 jöfnum greiðslum vaxta og afborgana. Upplýsingarit ásamt tilboðsgögnum liggja frammi hjá Húsnæðisstofnun nkisins, Suðurlandsbraut 24, Reykja- vík og nánari upplýsingar um útboðið veitir verðbréfa- deild stofnunarinnar. ANDSAU Q Z KIVSQMVH HANDSAL H F LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKl • AÐILI AÐ VERÐBRÉFAhlNGI ÍSLANDS ENGIATEIGI 9 ■ 105 REYKIAVÍK • SIMI 686111 • FAX 687611

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.