Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 39 Morgunblaðið/Kristinn Fyrirsætan Sólveig Grétarsdóttir og Hörður Þór Harðarson á leið út úr Dómkirkjunni og inn í glæsivagninn. BRUÐKAUP Gifting í góðu veðri Solla í Módel 79 eða Sólveig Grét- arsdóttir eins og hún heitir fullu nafni og Hörður Þór Harðarson sölu- maður í Radíóbúðinni gengu í hjóna- band síðastliðinn laugardag í Dóm- kirkjunni. Séra Halldór Gunnarsson í Holti, sem er reyndar frændi brúðgumans, gaf þau saman og síð- an var haldið að Hraunholti í Hafnarfirði, þar sem tekið var á móti fjölda gesta. Vinir beggja höfðu að sjálfsögðu gert hjónaefnunum grikk fyrir gift- ingu og síðastliðið miðvikudagskvöld hafði Höddi verið tekinn í listflug. „Vinur vinar míns fór með mig í alls konar hringi og dýfur í loftinu. Ég get ekki sagt að ég hafi notið þess á meðan á fluginu stóð, en eft- ir á fannst mér þetta bara gaman,“ sagði Hörður. Vinkonur Sollu höfðu hins vegar séð um að hún færi í skútusiglingu um síðustu helgi og þeyst væri með hana á Harley David- son-mótorhjóli um götur borgarinn- ar. SesapaS? Látin syngja og dansa Kristjana Pálsdóttir leikari og Andrés Bjarnason gengu í hjónaband síðstliðinn fimmtudag, 17. júní. Af því tilefni hresstu Tálkn- firðingar — eða öllu heldur leikarar og aðstoðarfólk í leiklist- ardeild Ungmennafélags Tálknafjarðar — heldur betur upp á tilveruna og gengu um bæinn með Kristjönu í hjólastól. Var hún sótt heim til sín fyr- irvaralaust, tekin traustataki og látin gera hin ýmsu verk á götum bæjarins eins og að þvo leirtau, syngja vöggu- vísu fyrir almennin'g í gjallarhorn, elda súpu handa tilvonandi tengda- foreldrum sínum og dansa á götunni fyrir framan Póst og síma. Vakti þetta glens mikla kátínu bæjarbúa og ekki síst Kristjönu sjálfrar, þar sem hún sá að hún hafði leiðbeint leikurun- um svo vel að þeir gátu spjarað sig án hennar. Kristjana leikstýrði hópn- um fyrir tveim árum í leikritinu Sólsetur. Krtstjana hefur sest að á Tálknafirði — að minnsta kosti í bili. Morgunblaðið/Helga Jónasdóttir Kristjana Pálsdóttir leikari og verðandi brúður var látin gera hin ýmsu verk eins og til dæmis elda súpu handa tilvonandi tengdaforeldrum sínum. COSPER Þetta er vatnsveitan. Hvað átti ég aftur að segja þeim? ■ t' v..f ií! „ —-—.. . GARÐAPANILL Ný falleg viðhaldsfrí húsldæðning! Héðinn Garðastál hefur hafið framleiðslu á nýrri viðhaldsfrírri panilklæðningu úr stáli með PVC-húð, klæðningin nefnist GARÐAPANILL. Garðapanillinn er auðveldur í uppsetningu, samsetningar eru þéttar og festingar faldar. Hann er framleiddur í þrem stöðluðum breiddum en lengdir eru eftir óskum kaupenda, allir fylgihlutir fást í söludeild. Hvort sem þú ert með íbúðar- eða iðnaðarhúsnæði, nýtt eða gamalt þá er GARÐAPANILL ódýr og hagkvæm lausn á klæðningu bæði úti og inni. Kynntu þér þessa íslensku hönnun og L| É J^l 1^1 JJJJJUJU framleiöslu á syningarstandi í —■ ■■ mJ I lM I\l HZJZ verksmiðju okkar. GARÐASTÁL STÓRÁSI 6, GARÐABÆ, SÍMI 652000 UUddíUI Hellissandur isant .s,rhó'mu'Búða®lur irfjöróur NISSAN PATROL, NISSAN PRIMERA, NISSAN MICRA, NISSAN SUNNY, OG SUBARU LEGACY ÞRIÐJUDAG 22.06 • OLÍS nesti Akranesi kl. 12-20 MIÐVIKUDAG 23.06 • Bílasala Vesturlands • Borgamesi kl. 12-20 Komið og reynsluakið Gamli bíllinn metinn á staðnum FIMMTUDAG 24.06 • Hellisandi kl 10-11/30 • Ólafsvík kl. 12-17 • Grundarfjörður kl. 19-21 FÖSTUDAG 25.06 • Búðardal kl. 10-12/30 • Skykkishólmur kl. 14/30-20 lngvar Helgasort hf. Sævarhöfði 2,112 Reykjavík P.O. Box 8036, Stmi 674000 ARGUS / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.