Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 47* Viðbygging við Víkur- skála tekin 1 notkun Vík í Mýrdal. TEKIN var í notkun 16. júní sl. ný og glæsileg viðbygging við Víkurskála og fór athöfnin fram með viðhöfn að viðstöddu fjöl- menni. Viðbyggingin er alls 200 fm og í henni er nýr borðsalur sem rúmar 90 manns en hann gjörbreytir allri aðstöðu til móttöku á ferðamanna- hópum svo og til samkvæma og veisluhalds. Einnig hefur öll aðstaða starfs- fólks batnað og eldhúsið verið stækk- að. Það er von okkar Mýrdælinga að hróður Víkurskála eigi enn eftir að aukast og var hann þó mikill fyr- ir undir stjórn þeirra hjóna Guð- mundar Elíassonar og Brynju Guð- jónsdóttur. Aðalverktaki við nýbygginguna var Byggingafélagið Klakkur í Vík og ber allt handbragð verktakanum gott vitni en framkvæmdir við verkið hófust í nóvember sl. - R.R. Morgunblaoið/Ingvar Við slökkvistarf HUSMUNIR voru bornir út úr húsinu meðan á slökkvistarfi stóð. Kviknaði í út frá arni í einbýlishúsi ELDUR kom upp í þaki einbýlis- húss í Trönuhólum 2 í fyrrakvöld. Slökkviliði barst tilkynning um eldinn kl. 23.38. Talið er að eldur- inn hafi kviknað út frá ami. Þegar slökkvilið kom á staðinn rauk úr þaki hússins og sást eldur með klæðningu þaksins innandyra. Þak hússins var rofíð til að stöðva útbreiðslu eldsins og sömuleiðis loft í stofu að hluta til. Meðan á slökkvi- starfi stóð voru vatnssugur í gangi á gólfunum og tveir reykblásarar. Húsgögn voru borin út úr húsinu, en engu að síður urðu miklar skemmdir á húsinu. Engin meiðsl urðu á fólki i eldsvoð- anum, en vakt var höfð við húsið fram eftir nóttu eftir að slökkvistarfí lauk. Sigurvegari sérútbúna flokks- ins varð Þórir Schiöth, tann- læknir á Egilsstöðum, sem ekur Jaxlinum. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Sigþór Halldórsson náði sér vel á strik. Leiddi keppnina í sérút- búna flokknum en velti síðan harkalega í tímabrautinni, loka- þraut keppninnar og varð í öðru sæti. Heimasigur í tor- færu á Egilsstöðum Pjórir ökumenn börðust af mikilli hörku til sigurs í íslandsmótinu tor- færu, sem fram fór á Egilsstöðum á laugardaginn á vegum Eimskips og bílaklúbbsins Starts. Keppt var 5 tveimur flokkum og í sérútbúna flokknum vann Egilsstaðabúinn Þórir Schiöth á Jaxlinum sinn fyrsta sigur í keppni sem gildir til íslandsmeistara. Nágranni hans, Sigþór Halldórsson, varð annar og Gísli G. Jónsson frá Þorlákshöfn þirðji og náði með því forystu til íslandsmeistara. „Þetta var langþráður sigur, en ég ætlaði að keppa til íslandsmeist- ara með látum frá byijun keppnis- tímabilsins, en það fór á annan veg en ég ætlaði. Þessi keppni var mjög góð og fjórmenningarnir sem börð- ust gáfu ekkert eftir,“ sagði Þórir í samtali við Morgunblaðið. „Ég var í öðru sæti á eftir Sigþóri fyrir síðustu þraut, en þegar hann velti í lokaþrautinni, sem var tímaþraut, þá skipuðu aðstoðarmenn mínir mér að aka af öryggi. Mér hitnaði hins vegar í hamsi, ók niður þijú dekk sem gáfu refsistig. Ég slapp samt fyrir hom og þetta var sætur sigur. Ég er talsvert fyrir aftan efstu menn í íslandsmótinu og verð að vinna næstu keppni ef ég ætla að eiga einhvem möguleika á titlin- um. Núna verður aðalmálið að rífa torfæmna upp, en hún hefur verið í öldudal á þessu ári, þar til í þess- ari keppni," sagði Þórir. Hann náði besta aksturstíma í tímaþrautinni og hlaut 1.405 stig, en Sigþór sem leiddi keppnina lengst af hlaut 1.368 stig. í fímmtu þraut töldu margir að hann hefði fengið of háa refsingu fyrir að snerta dekk, allt að 60 stigum of mikið og hann kærði stigagjöfina, en sú kæra var ekki tekin til greina af dómnefnd á staðnum en Sigþór ákvað að áfrýja til Landssambands íslenskra akstursíþróttafélaga. Sig- þór missti síðan af sigri með þvi að velta í lokaþrautinni, en hann hélt áfram og lauk þrautinni, sem ekki hefur verið venjan í torfæm- mótum af öryggisástæðum. Hins vegar stendur ekkert um það í regl- um að keppendur megi ekki aka áfram. Gísli G. Jónsson varð strax undir í baráttunni um fyrsta sætið, eftir að honum mistókst klifur í fyrstu þraut. Náði hann ekki að saxa á forskot efstu manna, en náði að vinna sinn helsta keppinaut í íslandsmótinu, Einar Gunnlaugs- son. Einari gekk illa í annarri þraut, tapaði 100 stigum af 300 möguleg- um og náði sér ekki ofar en í fjórða sætið á eftir Gísla. Aðeins munaði 58 stigum á fyrsta og fjórða sæti, sem sýnir best hve hörð barátta er til Islandsmeistara í sérútbúna flokknum. I flokki götujeppa vann Þor- steinn Einarsson ömgglega með 1.435 stig, en hann bíður eftir úr- skurði úr kæmmáli frá Hellu. Ragnar Skúlason, núverandi meist- ari, varð annar með 1.175 stig, en hann velti í hliðarhalla í keppninni á Egilsstöðum, en hélt áfram keppni. Ingjaldur Ragnarsson náði síðan þriðja sæti á undan Sigurði Jónssyni. í júli taka torfæramenn sér hlé, en á meðan hyggjast kepp- endur vinna að ýmsum breytingum varðandi skipulag mótanna í sam- vinnu við keppnisstjómir. G.R, UR DAGBOK LÖGREGLUNIMAR í REYKJAVÍK: Farþegi á bifhjóli meiddist lítil- lega um miðjan dag á föstudag þegar árekstur varð milli þess og bifreiðar á Miklubraut við afrein af Reykjanesbraut. Á laugardags- morgun skullu saman tvær bif- reiðir, jeppa- og fólksbifreið, á Suðurlandsvegi skammt austan Þrengslavegar. Bifreiðunum var ekið úr gagnstæðum áttum þegar óhappið varð. Ökumaður fólksbif- reiðarinnar brotnaði í andliti, auk þess sem hann hlaut fleiri áverka. Tveir farþegar í bifreiðinni hlutu mar og skurði og barn, sem var í bifreiðinni, skarst í andliti. Bif- reiðirnar voru taldar gjörónýtar. Talið er að ökumaður jeppabif- reiðarinnar hefði sofnað undir stýri. Aðfaranótt laugardags féll kona út úr bifreið þar sem henni var ekið um Víðimel. Hún var flutt á slysadeild, en meiðslin reyndust minniháttar. Á sunnudagsmorgun var tilkynnt um umferðarslys á gatnamótum Bústaðavegar og Litluhlíðar. Þar hafði orðið harður árekstur á milli tveggja bifreiða og hafði önnur þeirra oltið. Öku- mennirnir vora fluttir með sjúkra- bifreið á slysadeild, en meiðsli þeirra munu hafa verið minnihátt- ar. Um miðjan dag á sunnudag var tilkynnt um að bifreið hefði oltið á Vesturlandsvegi við Esju- berg. Ekki urðu meiðsli á fólki, en fjarlægja þurfti bifreiðina á brott af vettvangi með kranabif- reið. Auk þessara óhappa var til- kynnt um 12 önnur umferðaró- höp_p um helgina. Á föstudagsmorgun var óskað aðstoðar sjúkraliðs og lögreglu að sundlaugunum í Laugardal. Þar hafði maður stungið sér til sunds í gmnnu lauginni, en sá hafði óvart ruglast á henni og þeirri djúpu með þeim afleiðingnm að maðurinn fékk höfuðhögg. Hann slapp þó ótrúlega vel, en var fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar. Skömmu eftir miðnætti á föstu- dag var tilkynnt um eld í bifreið á Breiðholtsbraut. Hafði öku- manninum tekist að slökkva eld- inn þegar lögregluna bar þar að, en einungis lítilsháttar skemmdir urðu á bifreiðinni. Um svipað leyti var ölvaður farþegi í leigubifreið að beija hana utan þar sem hún hafði stað- næmst á Skúlagötu. Flytja þurfti manninn á lögreglustöðina. Undir morgun á laugardag tók maður bifreið ófrjálsri hendi eftir að hafa verið gestkomandi í húsi eigandans í Breiðholti. Maðurinn ók sem leið lá niður í bæ. í Lækj- argötu ók hann utan í bifreið, en taldi ekki ástæðu til þess að staldra við heldur ók á brott. Hann var stöðvaður skömmu síðar í akstri á Kringlumýrarbraut. Auk þess að vera á Gtolinni bifreið er hann grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis við akstur- inn. Tíu ökumenn aðrir, sem stöðvaðir vora í akstri um helg- ina, eru grunaðir um að hafa ver- ið ölvaðir. Á sunnudagskvöld var tilkynnt um eld í húsi við Trönuhóla. Eldur var í þakklæðningu og þurftu slökkviliðsmenn að ijúfa þakið til að ráða við eldinn. Skemmdir urðu á stofu hússins og þaki vegna elds, en skemmdir af völdum reyks urðu um allt húsið. Talið er að kviknað hafi í út frá arni í stofunni. Aðfaranótt mánudags barst til- kynning um að tveir menn væru að reyna að bijótast inn í söluturn í Grímsbæ við Bústaðaveg. Styggð kom að mönnunum og hurfu þeir á brott á bifreið. Hún fannst í akstri á Hverfisgötu skömmu síðar. Við athugun kom í ljós þýfí í bifreiðinni og voru tveir ungir menn, sem í henni voru, færðir á stöðina. Við yfír- heyrslu kom í ljós að þeir höfðu þá skömmu áður brotist inn' í sjoppu við Laugarásveg. Piltarnir hafa áður komið við sögu mála hjá lögreglunni vegna innbrota. Tilkynnt var um níu innbrot önnur um helgina. Alls var talin ástæða til þess að hafa afskipti af 196 ökumönn- um fyrir hin ýmsu umferðarlaga- brot. Flestir voru kærðir fyrir að aka of hratt eða 99 talsins. Sum- ir þeirra voru stöðvaðir vel á öðru hundraðinu. Einn þeirra tókst að stöðva áður en hann náði 148 km/klst. en líklegt má telja að hann hefði ekki látið sér þann hraða nægja ef ekki hefði komið til afskipta lögreglu. Ný sjúkrabifreið á Blönduós Rauðakrossdeild Austur-Húna- vatnssýslu hefur nýlega fest kaup á nýrri sjúkrabifreið. Um er að ræða bifreið að gerðinni Ford Ec- onoline með drif á öllum hjólum. Á myndinni má sjá frá vinstri Ingva Þór Guðjónsson sem er sjúkrabílsstjóri, Gunnar Richards- son formann stjómar sjúkrahúss- ins og rauða krossdeildar A-Hún. og einnig sjúkrabílstjóra og Bolla Ólafsson framkvæmdastjóra sjúkrahússins —efþú spilar til að vinna! | 24. lellcvlka, 19.-20. júnl 1993 | Nr. Leikur:_________________Rððitt: 1. Brage - Gölcborg - - 2 2. Degerfoss - Trelleborg 1 - - 3. örgryte - örebro - - 2 4. öster - Frölunda 1 - - 5. Gefle - Lulei 1 - - 6. IFK Sundsv. - Assyrislot 1 - - 7. UMEA - GIF Sundsv. - - 2 8. Forward - Lund - X - 9. HSssleholm - GAIS 1 - - 10. Landskrona - Oddcvoid 1 - - 11. MjSlIby - Jonsered - - 2 12. SkSvde - Myresjö 1 - - 13. Uddevalla - Kabnar - X - 1 Helldarvlnnlngsuppluröln: 86 milljón krónur 13 réttlr: 166.030 | kr. 12 réttlr: [_ 5.890 kr. 11 réttlr: 540 kr. 10 rétUr: 170 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.