Morgunblaðið - 23.06.1993, Síða 1

Morgunblaðið - 23.06.1993, Síða 1
56 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 138. tbl. 81. árg. MIÐVIKUDAGUR 23. JUNI 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stjórn Italíu teflir á tvær hættur Vill banna af- skipti flokka af sjónvarpi Róm. Reuter. ÍTALSKA stjórnin hefur lagt fram í öldungadeild þingsins frumvarp, sem bannar afskipti stjórnmálaflokka af ríkis- sjónvarpinu, RAI, og hyggst hún standa og falla með því. Var sú ákvörðun tekin eftir að stjórnarandstaðan hafði lagt fram hundruð breytingartillagna við frumvarpið í því skyni að tefja fyrir því. Búist er við, að atkvæði verði greidd um frumvarpið í kvöld eða í fyrramálið og verði það fellt mun ríkisstjórn Carlos Azeglios Ciamp- is segja af sér. Verði það hins vegar samþykkt mun verða bund- inn endi á eitthvert versta dæmið um pólitíska misnotkun ráðandi flokka á Italíu og raunar helsta stjórnarandstöðuflokksins líka, kommúnistaflokksins gamla. Skiptu milli sín stofnunum Venjan hefur verið sú á Ítalíu, að stjórnmálaflokkarnir hafa skipt með sér ríkisstofnunum eins og þeir ættu þær og notað þær síðan til að krefjast mútugreiðslna af viðskiptavinunum. Var þetta ástand einna óskammfeilnast á sjónvarpinu. Fyrsta rásin hjá RAI hefur allt- af verið í höndum kristilegra demókrata, sem hafa verið í stjórn síðan 1945. Aðra rásina fengu sósíalistar og þá þriðju kommún- istar, sem hafa alltaf verið í stjórn- arandstöðu. Fréttamenn á RAI viður- kenna, að fréttum hafi verið hag- rætt á rásun- um eftir því hverjir fóru Ciampi með ráðin og pólitískar mannaráðningar voru óheyrilegar. Flestir höfðu þó lítið fyrir stafni en launin voru góð og áttu auðvitað sinn þátt í skelfi- legri fjárhagsstöðu sjónvarpsins. Frumvarpið hefur þegar verið samþykkt í neðri deildinni og flest- ir búast við, að það verði einnig samþykkt í öldungadeildinni. * Olögleg framleiðsla ónýtt Reuter TUGÞÚSUNDIR ólöglegra segulbands- og myndbandsspóla og eftirlíkinga af ýmsum þekktum vörumerkjum voru eyðilagðar við sérstaka athöfn í Bangkok í gær. Á myndinni moka tælenskir lögreglumenn segulbandsspól- um í haug áður en þær voru eyðilagðar. Breskir íhaldsmenn „Þáðum ekki fé af S-Arabíu“ Lundúnum, Washington. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, hefur neitað því opinberlega að breski íhalds- flokkurinn hafi þegið um 700 milljóna króna framlag í kosn- ingasjóð frá Saudi-Arabíu. Hefur dagblaðið Guardian skýrt frá því á forsíðu að skömmu fyrir kosningar 1992 hafí ótilgreindur ráðherra í þáverandi ríkisstjórn átt fund með Bandar bin Sultan prinsi í íbúð í Lundúnum og skömmu síð- ar hafi Ihaldsflokknum borist fyrr- greint framlag. Bandar vísar þessu einnig á bug og kveðst vera að íhuga málshöfðun. Samkvæmt frásögn Guardian voru kosningasjóðir íhaldsflokksins gengnir til þurrðar á þessum tíma. Hins vegar hefði flokknum borist 700 milljóna króna framlag skömmu eftir fund ráðherrans ótil- greinda og prinsins. Haft var eftir Major, sem staddur var á leiðtoga- fundi Evrópubandalagsins í Kaup- mannahöfn, að frásögn Guardian væri „alger uppspuni". Hann sagði. að flokkurinn þæði hvorki framlög frá erlendum ríkisstjórnum né kon- ungsfjölskyldum. Verkamannaflokkurinn hefur krafist þess að íhaldsflokkurinn láti uppskátt um framlög til flokksins en Major hefur hafnað því á þeim forsendum að hann sjái engin rök fyrir slíkum uppljóstrunum enda vilji margir styrktaraðilanna gæta nafnleyndar. Vísinda- skáldsög-- ur til Mars New York. Reuter. GEISLADISKUR með úr- vali af vísindaskáldsögum verður sendur með rúss- nesku geimfari sem á að lenda á plánetunni á næsta ári. Vísindamaðurinn Carl Sag- an, forseti Reikistjömufélags- ins í New York, sagði að á disk- inum yrðu meðal annars sögur eftir H.G. Wells, Kurt Vonneg- ut, Arthur C. Clarke og rúss- neska rithöfundinn Alexej Tolstoj. Diskurinn verður í 140 kg tæki, sem finnskir vísindamenn hafa hannað til að mæla veður- og loftslagsbreytingar á Mars. Sagan sagði að diskurinn væri ekki ætlaður Marsbúum, heldur mönnum sem kynnu að búa á plánetunni eftir nokkrar aldir. Þeir sem standa fyrir þessu viðurkenna þó að geisladiska- tæknin verði að öllum líkindum orðin úrelt þegar diskurinn fínnst. Leiðtogar EB bjóðast til að senda hermenn til að vernda griðasvæði í Bosníu Tillögu Kohls um afnám vopnasölubanns hafnað Kaupmannahöfn. Reuter, The Daily Telegraph. LEIÐTOGAR Evrópubandalagsins (EB) buðust í gær til að sjá Sameinuðu þjóð- unum fyrir hermönnum og fjármagni til að vernda „griðasvæði“ fyrir piúsl- ima í Bosníu. Hart var deilt á fundinum um tillögu Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, um að afnema bann við sölu vopna til múslima og henni var að lokum hafnað. Francois Mitterrand, forseti Frakklands, hafði lagt áherslu á að Evrópubandalagið bæri sér- staka ábyrgð á því að vemda griðasvæðin. „Ef við sláum þessu á frest gætum við komið of seint,“ sagði hann við blaðamenn eftir fundinn. Mitterrand fékk leiðtogana til að fallast á að bjóða Sameinuðu þjóðunum hermenn og fjár- magn til að vernda griðasvæðin þótt leiðtogar flestra aðildarríkjanna hefðu sagt fyrir fundinn að þeir myndu ekki senda fleiri hermenn til Bosníu. Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráð- Kohl lætur undan Reuter HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, á blaða- mannafundi í gær eftir að hafa mistekist að sannfæra leiðtoga EB-ríkjanna um ágæti þess að aflétta banni við sölu vopna til músl- ima i Bosníu. herra Danmerkur, kvaðst búast við því að aðild- arríkin myndu tilkynna framlag sitt til aðgerð- anna innan nokkurra daga frekar en vikna. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði hins vegar að Bretar myndu ekki senda fleiri her- menn til Bosníu. Major og Kohl deila Helmut Kohl hafði, með stuðningi Bandaríkja- stjómar, hvatt til þess að bann við sölu vopna til múslima yrði afnumið, en í yfirlýsingu, sem leiðtogarnir gáfu út eftir fundinn, var ekki minnst á það atriði. Tillaga Kohis olli miklu uppnámi og John Major og nokkrir aðrir leiðtog- ar mótmæltu henni harðlega, sögðu afnám vopnasölubannsins aðeins leiða til enn harðari bardaga. Kohl varð því að láta undan en sagði eftir fundinn að bandalagið kynni að ræða þessa hugmynd síðar ef allt annað brygðist. Leiðtogarnir fögnuðu tillögu Mitterrands um nýjan evrópskan öryggissáttmála til að vemda minnihlutahópa og landamæri í álfunni og til að afstýra stríðsátökum eins og í Bosníu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.