Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 3 Fleiri ný- nemar við Háskólann BRYNHILDUR Brynjólfsdóttir deildarsljóri nemendaskrár Há- skóla Islands segir það ljóst að nemendum við Háskólann muni fjðlga í haust. Nýnemar verða a.m.k. fimmtungi fleiri en á síð- asta ári. Skrásetningu nýnema lauk 15. júní síðastliðinn. Brynhildur Brynj- ólfsdóttir 'sagði Morgunblaðinu að í gær hefðu 1.769 nýnemar verið komnir á skrá, en á sama tíma í fyrra hefðu þeir verið 1.464. Bryn- hildur sagði miklar annir nú hjá nemendaskránni og ekki væri búið að vinna úr umsóknum, þannig að ekki lægju fyrir upplýsingar um skiptingu milli deilda og náms- greina. Hún sagði þó ljóst að nem- endum færi fjölgandi því ekki væru merkjanlegar eða fyrirsjáanlegar neinar stórbreytingar á fjölda eldri nema, en nú væru þeir taldir rúm- lega 3.000. Brynhildur sagði að þótt form- legri skráningu nýnema hefði lokið 15. júní síðastliðinn, væru umsóknir enn að berast í pósti og ættu eftir að koma frá nýstúdentum frá Menntaskólanum á Akureyri, sem útskrifuðust 17. júní. Deildarstjóri nemendaskráningar sagði eldri nemendur hafa skilað sér eðlilega til skrásetningar og væri íjöldi þeirra nú rúmlega 3.000 þús- und, en þar ættu líka nokkrir tugir eftir að bætast á skrána. Heildar- fjöldi nemenda við Háskólann á haustmisseri væri nú um 4.800. Á síðasta ári hefði nemendafjöldi verið um 5.000, þ.e. þegar nemendur á báðum námsönnum hefðu verið tald- ir. Brynhildur benti á að a.m.k. 200 nemendur myndu bætast við í jan- úar. Brynhildur sagði erfitt ef ekki ómögulegt að spá fyrir um "endanleg- an flölda nemenda á haustmisseri. Af þeim rúmlega 3.000 eldri nem- endum sem skráðir hefðu verið ættu um 2.000 eftir að greiða skráningar- gjaldið, 22.500 kr. Ungnr drengur slasaðist illa þegar fótboltamark féll á andlit hans Laus fótbolta- mörk eru víða slysagildrur TÍU ára drengur frá Akureyri, Gunnar Konráðsson, slasaðist illa þegar fótboltamark féll á andlit hans í síðastliðinni viku. Við höggið brotnuðu augnbotnar, nefið, kinnbein og kjálkinn. Gunn- ar gekkst undir aðgerð á Borgarspítalanum sl. mánudag og m.a. var nauðsynlegt að byggja undir annan augnbotninn með síli- koni. Að sögn föður hans Konráðs Gunnarssonar virðist aðgerð- in hafa gengið vel miðað við hversu illa brotinn Gunnar var, en hugsanlega þarf hann að fara í aðra augnaðgerð. Aðdragandi slyssins var sá að Gunnar var ásamt kunningja sín- um að spila fótbolta á Dagsbrún- arvelli norðan við Akureyri. Þegar hann fagnaði einu markinu sínu stökk hann upp í þverslá marksins og við það féll markið yfir hann og lenti á andliti Gunnars. Hann fór á Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri en þaðan var hann strax sendur á Borgarspítalann. Sagt var frá þessu slysi í dag- blaðinu Degi á Ákureyri í gær og þar kom m.a. fram að Gunnar leik- ur með A-liði 6. flokks Þórs í fót- bolta. Vegna slyssins missir hann nú af Pollamótinu í Vestmannaeyj- um, en Gunnar þykir mjög liðtæk- ur íþróttamaður. Auðvelt að festa Markið sem féll á Gunnar er færanlegt járnmark sem að sögn föður hans ætti að vera mjög auð- velt að festa niður. „Það hefur lengi verið rætt um að gera eitt- Á batavegi GUNNAR fór í aðgerð sl. mánudag, þar sem gert var að brotnum augnbotnum, nefi, kinnbeinum og kjálka. Aðgerðin mun hafa tekist vel og allar líkur á að hann nái fullum bata. Gunnar mun dvelja á spítalanum næstu 5-6 vikur. Á myndinni er hann ásamt móður sinni, Guðfinnu Sölvadóttur. hvað í því að festa niður þessi mörk en ekkert hefur verið gert. Forráðamenn íþróttafélaga og umsjónarmenn skólalóða þurfa að huga að því áður en fleiri slys gerast,“ sagði Konráð. Víða brotalöm Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar, aðstoðaryfirlögreglu- þjóns í Reykjavík, eru nokkur dæmi um það að mörk hafí fallið á börn og skaði hlotist af. „Þessi slysahætta er fyrir hendi og ég vil beina því til þeirra sem hafa laus mörk í sinni umsjá, hvort sem það eru sveitarfélög, íþróttafélög eða aðrir, að gera ráðstafanir til að festa þau niður. Það er víða brota- löm,“ sagði Ómar Smári. íslenskir aðalverktakar með 228 milljóna hagnað Ovissa um verkefnastöðu Islenskra aðalverktaka UM 228 milljón króna hagnaður varð af rekstri Islenskra aðal- verktaka á síðastliðnu ári og veltan var 3,2 milljarðar króna. Það er nokkuð lakari afkoma og minni velta en árið 1991. Nokkur óvissa rikir um rekstrarhorfur þessa árs og ekki liggur enn fyr- ir hver endanleg verkefnastaða sumarsins verður. „Mjög treglega hefur gengið að fá samninga hjá hernum og í haust Ný dælustöð tekin í notkun við Faxaskjól Borgarstjóri segir byggingu fráveitukerfis stærsta skref {umhverfishreinsun á Islandi MARKÚS Örn Antonsson borg- arsljóri gangsetti í gær nýja dælustöð við Faxaskjól í Reykja- vík. Dælustöðin er hluti af frá- veitukerfi borgarinnar og ná- grannasveitarfélaga. Hlutverk hennar er að taka við skólpi úr sniðræsi sem liggur meðfram Ægisíðu og dæla því yfir á Eiðs- randa á móts við Keilugranda. ávarpi sínu við opnun dælu- stöðvarinnar sagði borgarsljóri að hreinsun strandlengjunnar á höfuðborgarsvæðinu, með upp- byggingu fráveitukerfis fyrir skólp, væri stærsta skref í um- hverfishreinsun sem stigið hefði verið hér á landi. Með tilkomu þess hverfi mengun í fjöruborð- inu og fjaran verði aftur aðlað- andi til útivistar. Markús Örn sagði að gerð frá- veitukerfisins væri vel á veg komin og ráðgert væri að fyrsta aðalútrás- in yrði tekin í notkun árið 1995, en hún mun anna verulegum hluta holræsakerfis höfuðborgarsvæðis- ins. „Fráveitukerfið byggist á því að fráveituvatni frá Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Reykjavík er veitt eftir sniðræsum sem grafin eru niður meðfram strandlengjunni. Frá hreinsistöðv- um við Ananaust og í Laugarnesi Dælurnar gangsettar MARKÚS Örn Antonsson borgarstjóri ræsir vélar nýju dælustöðvar- innar í Faxaskjóli. Dælustöðin tekur við skólpi úr sniðræsi sem Iigg- ur meðfram Ægisíðu og.dælir því yfir á Eiðsgranda og um 500 metra útrás frá landi á móts við Keilugranda. verður fráveituvatninu dælt 3 til 4 kílómetra á haf út. Síðar er ráðgert að reisa hreinsistöð með útrás frá Geldinganesi," sagði borgarstjóri. Fráveitukerfið kostar 5 milljarða Fram kom í ávarpi borgarstjóra að kostnaður við fráveitukerfið verði alls kominn í 2,7 milljarða kr. þegar hreinsistöðin og útrásin við Ánanaust verða teknar í notkun 1995. Samtals er áætlað að kostn- aður við fráveitukerfið allt verði um 5 milljarðar kr. en kostnaður við byggingu dælustöðvarinnar sem Morgunblaðið/Einar Falur Útrás frá Eiðsgranda RÆSAKERFIÐ sem tengist dælu- og hreinsistöðinni við Ana- naust og yfirlit um skiptingu framkvæmda til 1995. gangsett var í gær er um 240 millj. kr. og með ræsi meðfram Ægisíðu og þrýstilögn frá Faxaskjóli að Eiðsgranda, auk lítillar dælustöðvar við Skildinganes, er kostnaðurinn um 600 millj. Með tilkomu dælustöðvarinnar við Faxaskjól leggjast af allar eldri útrásarleiðslur á kaflanum frá Faxaskjóli að Skeljanesi. Árið 1994 er gert ráð fyrir að taka dælustöð við Skeljanes í notkun og kemur hún til með að taka við skólpi úr Fossvogsræsi og síðar meir frá Kópavogi og Garðabæ og lyfta því upp í Ægisíðuræsið. Þegar þeim framkvæmdum er lokið á strand- lengjan frá Fossvogi út að bæjar- mörkum Seltjarnarness að vera orð- in hrein. verðum við búnir að framkvæma þá samninga sem liggja fyrir,“ sagði Ragnar Halldórsson stjórnar- formaður íslenskra aðalverktaka í viðtali við Morgunblaðið. Reiknað hefur verið með því að heildarsamningsvelta félagsins við varnarliðið yrði 32 milljónir dollara á þessu ári eða um 2 milljarðar ís- lenskra króna. „Líkt og staðan er nú eru samningar heldur minni en áætlanir gerðu ráð fyrir.“ Uppsagnir? Starfsmenn íslenskra aðalverk- taka voru að meðaltali liðlega 400 talsins á síðastliðnu ári en þeim hefur fækkað á þessu ári og eru nú um 270-280 manns. Aðspurður hvort frekari uppsagnir kæmu til greina sagði Ragnar: „Ef við náum ekki fleiri samningum þá þarf ekki mjög vísan mann til að sjá að það verða uppsagnir. En við erum að vinna að samningum og þ. á m. um stjórnstöð og byggingu um tölvu- ver,“ sagði Ragnar. „Ég vona að samningar fari að ganga og þungu fargi af starfsfólki verði aflétt.“ Óvissa um arðgreiðslur Aðalfundur íslenskra aðalverk- taka var haldinn föstudaginn 11. júní og að honum loknum var árs- reikningur félagsins kynntur á hlut- hafafundi. Eigið fé íslenskra aðal- verktaka var um síðustu áramót' 3,3 milljarðar króna. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa enn ekki verið tekn- ar ákvarðanir um arðgreiðslur til hluthafa, en Ríkissjóður íslands á 52% hluti í íslenskum aðalverktök- um, Sameinaðir verktakar eiga 32% og Reginn hf. 16%. Fulltrúar ríkisins í nýrri stjórn félagsins verða þeir sömu og í fyrra: Ragnar Halldórsson, Árni Grétar Finnsson og Jón Sveinsson. Sam- einaðir verktakar hafa skipað Pál Gústafsson og Harald Einarsson sem sína fulltrúa í stjórnina. Ekki hefur borist tilnefning frá Regin en Jakob Bjarnason hefur setið sem fulltrúi Regins í stjórninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.