Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 7 SÆNGURVERASETT Sængurver, koddaver og lak Koddar St. 50x70, fylling polyester Obleikt léreft Áður 150/m Aður Hana* St. 50x100 - Aðeins Birgðir Miklagarðs seldar með afslætti LAGER þrotabús Miklagarðs verður seldur á útsölu sem hefst klukkan 10 í dag og stendur meðan birgðir endast. Að sögn Einars Bridde versjunarstjóra í Miklagarði verða allar vörur sérvörudeildar seldar á innkaupsverði, auk þess sem 15% afsláttur verður gefinn við kassann á öllum vörum, einnig matvælum. Að sögn Einars verður algengur afsláttur á sérvöru 40-80% og er vonast til að með þessu fái þrotabúið 150 -170 milljónir króna upp í skuldir sínar. Að sögn Einars verður selt af heildsölum eða samkeppnisaðilum. lagernum á þessum kjörum meðan enn eru vörur í boði og kvaðst hann telja að þarna gæfíst neytendum kostur á því að gera einhver mestu kjarakaup sem sögur færu af, eink- um á sérvöru eins og fatnaði. Hann kvaðst telja að 1-2 vikur gæti tekið að selja birgðimar en búast mætti við að ákveðna vöruflokka færi að skorta fljótlega. Áhrif á samkeppnisaðila Aðspurður hvers vegna þrotabúið hefði ákveðið að fara þessa leið við að leysa til sín þau verðmæti sem bundin væru í vörubirgðum sagði Einar að tvennt kæmi til, annars vegar fengist hærra verð fyrir vör- umar með þessu móti en ef birgð- irnar hefðu verið seldar í heilu lagi Stúdentagarðar Fleiri sækja um íbúðir en í fyrra SKILAFRESTUR á umsóknum um íbúðir á stúdentagörðum rann út sl. mánudag. Alls bárust tæplega 350 umsóknir miðað við 280 í fyrra. 154 íbúðir eru til ráðstöfun- ar en í ár verða í fyrsta sinn tekn- ar i notkun nýjar íbúðir við Egg- ertsgötu 16 þar sem pláss er fyrir 30 einstaklinga. 175 af umsóknun- um eru frá aðilum, sem bjuggu á görðunum síðasta skólaár, miðað við 146 í fyrra. Helga H. Magnúsdóttir, starfs- maður húsnæðisdeildar Félagsstofn- unar stúdenta, sem leigir út íbúðirn- ar við stúdentagarða, sagði að 93 umsóknir væru frá nýnemum og kæmu þær langmest frá einstakling- um. Af umsóknunum væru 30 frá erlendum styrkþegum á vegum læknadeildar Háskólans, Fulbright- stofnunarinnar og Háskóla íslands. Helga sagði að það væri stefna hjá Félagsstofnuninni að færa barnlaust sambýlisfólk út af Vetrargörðum og Hjónagörðum yfir á Ásgarða en í ár sóttu 24 barnlaus pör um íbúðir á görðunum. ♦ » ♦--- Hins vegar væri vilji manna sá að það yrðu viðskiptavinir félagsins sem nytu góðs af þeim afslætti sem veittur yrði. Einar játti því aðspurð- ur að viðbúið væri að útsala af þessu tagi hefði veruleg og langvinn áhrif á viðskipti hjá keppinautum. Útsala í dag klukkan tíu hefst útsala á vörum í eigu þrotabús Miklagarðs hf. Sendiherra fyrir Banda- ríkin skipaður FORSETI Bandaríkjanna hefur skipað Parker W. Borg sendi- herra lands síns á íslandi. Hann hefur starfað í bandarísku utan- rikisþjónustunni um nær 30 ára skeið, m.a. sem sendiherra í Mali. Parker W. Borg hóf störf hjá bandaríska utanríkisráðuneytinu árið 1964 er hann lauk námi frá Cornell University. Borg talar frönsku, malay og víetnömsku en hann hefur þjónað landi sínu á nokkrum stöðum í Austurlöndum fjær á ferli sínum. Eiginkona Borg er Anna A.L. Borg. Hún er einnig í utanríkisþjón- ustunni. Þau eiga tvö börn. Bakkafjörður Erfiðri grásleppu- vertíð lokið Bakkafirði. GRÁSLEPPUVERTÍÐ er að verða lokið á Bakkafirði. Vertíð þar sem veðrið var í aðalhlutverki. Flestir bátarnir eru búnir að taka upp netin þrátt fyrir lenginu veiði- tímans enda veiði orðin mjög lítil. Afli bátanna er í slöku meðallagi en magnið svipað og undangenginnar vertíðar vegna fjölgunar báta á svæðinu. Hæsti bátur hér fékk þó rúm 13 tonn af hrognum. Grásleppubátarnir eru þó flestir komnir á handfæri og hafa orðið vel varir við þann gula og er dæmi um að bátur með einum manni á hafi landað rúmlega 1 tonni eftir daginn. Menn eru því bjartsýnir á að það verði færafiskur í sumar enda lofar byrjunin góðu. Áki. VIKUNNAR ■^■atalagernum Tangagala 1 q* Skeifunni 13 Auðbrekku3 Norðurtanga3 Jg Lagarbraut4 Vestmannaeyjar Heykjavik Kópavogi Akureyri & Fellabæ * (91)68 74 99 (91)4 04 60 (96)2 66 62 ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.