Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ' MIÐVIKUDAGUR 23. UÚNÍ 1993 9 25% afsláttur afbaðinnréttingum til 25.júní. Mávainnréttingar, Kænuvogi 42, sími 688727. Sérsmíðum eldhús-, bað- og fataskápa. Opið til kl. 21.00 í kvöld. Þú getur líka tekib þátt í vikulegum útboðum á ríkisverbbréfum Einstaklingar eins og aðrir geta ávaxtað peningana sína í vikulegum útboðum á ríkisvíxlum, ríkisbréfum og spariskírteinum ríkissjóðs. Útboðin fara þannig fram að löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa- miðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst kostur á að gera tilboð í bréfin samkvæmt tilteknu tilboðsverði, en aðrir sem óska eftir að gera tilboð í bréfin geta haft samband við ofangreinda aðila sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá. Fjárfesting í ríkisvíxlum og ríkisbréfum er tilvalin fyrir einstaklinga sem eru t.d. á milli fjárfestinga og vilja ávaxta peningana sína til skemmri eða lengri tíma á meðan. - Lánstími rikisvíxla er 3 mánuðir. Frá landsfundi Kvennalista fyrr á tíð. Kvennalistinn í ríkisstjórnarhugleiðingum Efnahagsástandið er slæmt, ríkisstjórninn verri og við viljum kom- ast í ríkisstjórn. Þessi var niðurstaða Núpsfundar Kvennalistans að mati forystugreinar Alþýðublaðsins sem ber yfirskriftina „Pilsa- þytur í pólitík". Nýir hug- myndavindar með pilsaþyt? Alþýðublaðið segrir i for- ystugrein síðastliðinn laugardag: „Kvennalistakonur funduðu um síðustu helgi vestur á Núpi í Dýrafirði. í kjölfarið fylgdi þreytu- leg yfirlýsing til fjölmiðla þar sem helztu niðurstöð- ur fundarins voru tíundað- ar: Ríkisstjómin er vond, efnahagsástandið slæmt og við viljum komast • í ríkisstjórn. Punktur. Ekki eitt einasta orð um úrræði Kvennalistans, þaðan af síður um stefnu flokksins. Hvað ætla kvennalistakon- ur að gera komist þær einhvemtíma í ríkisstjóm? Þeirri spumingu var ekki svarað vestur á Núpi fremur en við var að bú- ast: Kvennalistínn er, nú sem endranær, óskrifað blað. Stefna Kvennalistans einskorðast við drauma þingmanna flokksins um ráðherrastóla. Stóm mál- in em látin afskiptalaus. Margoft hefur verið aug- lýst eftir stefnu Kvenna- listans í sjávarútvegsmál- um og landbúnaðarmál- um. Svör hafa ekki borizt. Og hvemig vilja kvenna- listakonur taka á fjármál- um ríkisins? Hafa þær ein- hveijar hugmyndir um hvemig á að bregðast við atvinnuleysinu? Hver yrði afstaða Kvennaiistans til EES, settist flokkurinn í ríkisstjóm? Hvað felst í þessum orðum ályktunar fundarins: „Nýir hug- myndavindar jiurfa að blása um íslenzkt samfé- lag með tilheyrandi pilsa- þyt og er löngu tímabært að Kvennalistakonur kom- ist þangað sem ráðum er ráðið.“ Engar hug- myndir, engin úrræði, engin stefna Síðan segir Alþýðublað- ið: „í kosningabaráttunni 1991 lögðu Kvennalista- konur mikla áherzlu á andstöðu við byggingu ál- vers. Eftir kosningar (þar sem Kvennó tapaði fylgi) lögðu þær allt kapp á að komast inn í ríkissljóm. Fleyg urðu ummæli Krist- ínar Einarsdóttur, þing- maims þeirra, þegar hún var spurð af fréttamanni hvort andstaða þeirra við álver kæmi ekki í veg fyr- ir að Kvennalistinn tæki þátt í ríkisstjóra. Hún sagði: Það má semja um allt. Fundur Kvennalistans á Núpi áréttaði þessa af- stöðu Kristínar Einars- dóttur. Kvennalistakonur em tilbúnar að senya um allt tíl þess að komast í ríkisstjóm. Þangað á flokkurinn hins vegar ekkert erindi fyrr en hann .gefur upp stefnu sína. Kvennalistinn hefur nú átt fulltrúa á Alþingi í tíu ár og mikil þreytumerki era farin að hrjá flokkinn. Sá hressilegi andblær sem fylgdi Kvennalistanum hefur breytzt í lognmollu. Flokkurinn hefur á að skipa einum kröftugum talsmanni sem höfðar til almennings. Það dugar skammt fyrir flokk sem hefur engar hugmyndir, engin úrræði, enga stefnu. Pilsaþytur Kvemialist- ans á Núpi boðar ekkert nýtt. Jóhanna Sigurðar- dóttir varaformaður Al- þýðufiokksins hefur haft margfalt meiri áhrif á glæsilegum ferli en sam- anlagður þingflokkur Kvennalistans í tíu ár.“ Núpur - að renna til núpa Aar okkar töluðu um að einhveijum renni eitt- hvað til núpa, þ.e. að eitt- hvað orki sterkt á viðkom- andi. Núpsfundur Kvenna- listan hefur sýnilega ork- að sterkt á Alþýðublaðið. En það er á sinn hátt tákn- rænt fyrir Kvennalistann að funda að Núpi. Orðið núpur merkir bratt fjall, sem gengur stakt frani úr fjallaklasa. Kvennalistinn hefur verið eins konar núpur í íslenzku fiokka- landslagi. Stjómarráðs- sýn, einmitt nú á botni efnahagslægðarinnar, minnir og á brekkusækni Fjallkonunnar. Það kunna síðan að vera klókra kvenna ráð að axla ekki meira en góðu hófu gegn- ir af marktækum og þung- bæmm hugmyndum eða stefnumálum á fjall- göngunni að stólum valds- ins. Slíkt gætí runnið Igós- endum um of til núpa. - Lánstími ríkisbréfa er 6 mánuöir. - Lánstími spariskírteina er 5 oe 10 ár. Hafðu samband við starfsfólk Þiónustumiðstöðvarinnar og það veitir þér nánari upplýsingar um vikuleg útboð á ríkisverðbréfum. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040 Melsölubtad á hverjum degi! HÆKKANDIVERÐ HLUTABRÉFA? Allt frá miðju ári 1991 hafa hlutabréf lækkað í verði og er það nú orðið mjög lágt í ýmsum félögum. Síðustu daga hefur orðið vart aukinnar eftirspurnar eftir hlutabréfum og hefur gengi hlutabréfa í nokkrum félögum hækkað. Þó vissulega ríki óvissa um framhaldið má benda á að á síðasta ári hækkaði gengi hlutabréfa um rúmlega 8% frá rniðju ári til loka árs. I ljósi þeirrar reynslu virðist heppilegt fyrir þá, sem ætla að nýta sér hlutabréfakaup til Iækkunar á tekjuskatti íyrir árið 1993, að huga að kaupum nú, á meðan verðið er hagstætt. _ _ Ráðgjafar VÍB veita frekari upplýsingar um hlutabréf og einnig er hægt að fá sendar upplýsingar í pósti. Verið velkomin í VÍB! í síma 91 - 681530 er hœgt ad fá upplýsingar um hlutabréf. Já takk, ég vil fá sendar upplýsingar um hlutabref. Nafn: Heimili: Póstfang: Sími: VlB VERÐBREFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. , ------- Ármúla 13a, 155 Reykjavík. ---1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.