Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 11 Ragna Róbertsdóttir Myndlist Eiríkur Þorláksson Listahátíð í Hafnarfirði stendur nú sem hæst, með tónleikum, leiksýn- ingum, fyrirlestrum, myndlistar- sýningum og uppákomum af ýmsu tagi víðsvegar um bæinn. Þó aðalá- herslan sé að þessu sinni á tónlist og leiklist, þá skipar myndlistin verðugan sess, fyrst og fremst með sýningum í Hafnarborg og í Portinu við Strandgötu. Á síðarnefnda staðnum er einmitt að finna einu sýninguna á verkum íslensks lista- manns að þessu sinni, en það eru verk Rögnu Róbertsdóttur. Eftir að hafa stundað myndlist- arnám hér á landi og í Svíþjóð á sjöunda áratugnum, má segja að Ragna hafí tekið sér góðan tíma til að fínna það sem hún vildi fást við í listinni; hún átti fyrst verk á samsýningu 1981, og fýrsta einka- sýningin kom ekki fyrr en 1986. Síðan hefur Ragna unnið ötullega að list sinni, og skipað sér í röð framsækinna listamanna á sviði, sem ýmist má tengja höggmyndum, innsetningum eða umhverfíslist Listahátíðir hafa alltaf á sér sér- stakt yfirbragð, hvort sem þær eru studdar af opinberum aðilum eða sjálfsprottnar meðal listamanna sjálfra. Stundum verða þær að mikilvægum þáttum í menningar- lífínu, og leggja sitt af mörkum til endurnýjunar þess, en í öðrum til- vikum taka þær fljótt að rykfalla og endurtaka sig í stað þess að endurnýja. Listahátíð í Reykjavík er elsta listahátíðin sem haldin hefur verið reglulega á íslandi og vegna þess að ýmsu ungu listafólki fannst (réttilega?) hún orðin nokkuð stofn- anakennd, spratt í kjölfar hennar á síðasta ári upp óháð listahátíð, sem hlaut nafnið „Loftárás á Seyð- isfjörð". Það framtak tókst í flesta staði vel og vakti nokkra athygli, og nú er verið að endurtaka leik- inn, því dagana 9.-27. júní stendur yfír í Reykjavík (og nágrenni) óháð listahátíð, _sem hlotið hefur jrfir- skriftina „Ólétt ’93“. Eins og vera ber snertir þessi hátíð nær alla geira menningarlífs- ins og væri langt mál að telja upp allt það sem um er að vera; þó eru tónleikar, leiksýningar og aðrar uppákomur áberandi í dagskránni, en myndlistin á þar einnig sitt rými. Hér er ætlunin að fjalla lítillega um þann vettvang. Samkvæmt dagskrá listahátíð- arinnar (sem er hin prýðilegasta heimild, þó hún reynist ekki alltaf vegna framsetningarinnar og þess efniviðar, sem listakonan hefur unnið með í verkum sínum hverju sinni. Líkt og á öðrum sýningum sínum vinnur Ragna verk sín sérstaklega út frá því rými, sem hún hefur til umráða; markmiðið er að verkin og sýningarsalimir vinni saman til að skapa það umhverfí og þá sjónrænu reynslu áhorfandans, sem skilar mestum áhrifum. Sem fyrr er það einfaldleikinn sem ræður ríkjum í heildarmyndinni; Ragna hleður að- eins eitt verk í hvorum sal, og teikn- ingar á veggjum eru að sama skapi knappar. En þegar gengið er um rýmið og það skoðað í heild sinni verður fljótt ljóst að þetta er alveg nóg. Gólfverkin eru hlaðin úr þéttu hraungrýti, sem hefur verið sagað í reglulegar einingar, en þetta hrá- efni hefur listakonan notað áður. Hún raðar einingunum upp á reglu- bundinn hátt í tígullaga mynstur, annars vegar í eins konar píramíða, sem virðist við það að takast á loft, og hins vegar í jafnan klett, sem er að sama skapi jarðbundinn og sterkur. Á vegg í stærri salnum rétt) áttu myndlistarsýningar á hennar vegum að vera á a.m.k. sextán stöðum og þar skyldu koma við sögu rúmlega fímmtíu lista- menn, sem hægt væri að nafn- greina. Við athugun reyndust sum- ar sýningarnar hafa fallið niður og færri (í einu tilviki fleiri) tóku þátt í öðrum en til stóð; engu að síður er margt að sjá og víða áhugaverða hluti. Stærsta sýningin er eflaust sam- sýningin í Listmunahúsinu við Tryggvagötu. Hér eru bæði verk ungra listamanna sem hafa haldið einkasýningar og annarra, sem ekki hafa sýnt áður; alls eiga nítján aðilar samtals tæp níutíu verk hér. Þau eru eins misjöfn og listamenn- irnir eru margir, en þó er rétt að benda gestum sérstaklega á fram- lög þeirra Jóns Sæmundar, Ingi- bjargar Hauksdóttur, Drafnar Guð- mundsdóttur og Ingu Rúnar Harð- ardóttur. Önnur stór samsýning er í Faxa- skála, sem er jafnframt einn helsti vettvangur listahátíðarinnar fyrir tónleika og leiksýningar, og sú þriðja er í listhúsinu Sneglu við Grettisgötu; flestar aðrar myndlist- arsýningar er að finna í kaffíhúsum og veitingastofum, fyrst og fremst á dreif um miðbæ Reykjavíkur. Þessar sýningar eru flestar litlar og kalla tæpast á sjálfstæða um- ijöllun, en þó er vert að minnast á faglega unnin málverk af sitjandi Ragna Róbertsdóttir hefur Ragna málað 28 samtengdar svartar rúllur eða vafninga, sem vísa m.a. til þannig eininga úr gúmmíi, sem áður hafa komið fram í list hennar; í minni salnum hefur hún málað heilan svartan flöt sem gerir hvoru tveggja í senn, myndar andsvar og samstöðu við hleðsluna á gólfínu. Eins og fýrr segir er það heildar- myndin sem skiptir mestu; hér eru salirnir bjartir, og samspil hvítra, svartra og grárra flata (lofts og veggja, teikninga, gólfa og hleðslu- steina) í rýminu er heillandi. Hraun- grýtið kemur inn í þessa mynd með vissa óreglu; loftrásir og holrúm í hrauninu gera það síkvikt og lif- andi, og hver eining er því sérstök, þrátt fyrir stöðlunina, og markar umhverfí sitt. Þannig geta hleðsl- urnar verið afar lifandi, eins og eða liggjandi fyrirsætum, sem prýða veitingahúsið 22 við Lauga- veg, og lágmyndir Ásu Hauksdótt- ur og Arnar Ingólfssonar á Café Splitt við Klapparstíg, en leður- og trémyndir þess síðarnefnda eru einkar skemmtilegar. Það er óvéfengjanlegt, að í menningarlífínu er mikil þörf fyrir fijálsa starfsemi af því tagi sem hér fer fram, hvort sem það er í formi listahátíða eða ekki. En lista- hátíð af hvaða tagi sem er þarf vissan undirbúning og kallar á nokkuð skipulag — og þar með eitthvert listrænt mat; annars fellur iistin auðveldlega í skugga gagn- rýnislausrar sjálfumgleði þátttak- enda, þar sem meira er lagt upp úr að vera með, sýna bara eitt- hvað, en að spyija hvort það sé frambærilegt eður ei. Þó erfitt sé að alhæfa að gagni á þessu sviði, bjóða flestar þær sýningar sem tengjast myndlist á þessari óháðu listahátíð, upp á frambærileg verk og jafnvel hug- myndin ber með sér. Á síðastliðnu hausti hélt Ragna stóra einkasýningu í Nýlistasafn- inu, þar sem fram komu flest þau sjónrænu atriði, sem einkenna sýn- ingu hennar að þessu sinni. Þar sem salir Nýlistasafnsins eru fleiri, bauð sú sýning ef til vill upp á betri möguleika en gefast hér til að njóta þeirrar fjölbreytni, sem getur falist í verkum listakonunnar. Sýningin í Portinu er engu að síður góð viðbót við það sem þar bar fyrir augu, og vegna þess hve stærri salurinn er opinn og líflegur er hér betra tæki- færi en þá gafst til að sjá á hvem hátt hið ytra líf (umferð, hafnar- sýn) markar viðhorfíð til verkanna. Sýning Listahátíðar í Hafnarfirði á verkum Rögnu Róbertsdóttur í Portinu við Strandgötu stendur til miðvikudagsins 30. júní. myndarík; inn á milli eru þó lítt áhugaverðir hlutir og endurteknar klisjur, sem vel hefðu mátt missa sín. Magn er ekki sama og gæði, og minna umfang og betra hefði sjálfsagt skilað sterkari sýningum í sumum tilvikum. Slíkt hefði sjálf- sagt verið hægt að tryggja með markvissari undirbúningi. Það kann einnig að hafa verið misráðið að reyna að gera óháða listahátíð að árlegum viðburði. Að þessu sinni vantar viðmiðunina og samanburðinn, sem „stóri bróðir", Listahátíð í Reykjavík, veitti á síð- asta ári með sínu stofnanalega yfir- bragði; þá var óháð listahátíð fersk- ur blær í kjölfarið. Nú er staðan önnur og spurning hvort óháðri listahátíð er ætlað að verða einnig að stofnun í menningarlífínu; það mun tíminn einn leiða í ljós. Myndlistarsýningar sem tengj- ast „Ólétt“, óháðri listahátíð 1993, standa flestar til sunnudagsins 27. júní. Þrír hönn- uðir opna vinnustofu í LISTHÚSINU við Skólavörðu- stig 5 hafa þrír hönnuðir opnað sameiginlega vinnustofu og verslun sem þær nefna „Spaks- mannsspjarir“. Þetta eru hönn- uðirnir, Björg Ingadóttir, Eva Vilhelmsdóttir og Valgerður Torfadóttir. Með þessu framtaki vilja þær koma hugmyndum sínum á fram- færi, sem hægt er að íklæðast eða skreyta sig með. Ráðgjöf verður á stðanum og er opið frá kl. 11-18 alla virka daga og laugardaga kl. 10-14. Björg Ingadóttir lauk námi frá Kobenhavns Mode og Designskole 1987. Hún starfrækti eigið fyrir- tæki, Zest-Design, í Kaupmanna- höfn og hefur starfað sem hönnuð- ur í Hollandi og hér heima. Eva Vilhelmsdóttir lauk námi frá Skolen for Brugskunst í Kaup- mannahöfn 1972. Hún er ein af stofnendum Gallerís Langbrókar og starfrækti síðan Skryddu, eigið leð- urverkstæði og verslun. Hún hefur einnig starfað sem hönnuður hjá ýmsum ullarfyrirtækjum. Valgerður Torfadóttir stundaði nám við Fylkesyrkeskolen í Hamar í Noregi 1973-74. Hún útskrifaðist frá Textíldeild MHÍ 1979 og hefur starfað að mestu leyti sjálfstætt við textíi og fatahönnun síðan. Hún var ein af Langbrókum við Bókhlöðu- stíg og hlaut menningarverðlaun DV 1989 fyrir listhönnun. ♦ ♦ ♦----- Nýjar bækur Bók um sjálfsvitund og Ijásldpti „HINN eiginlegi ég geri svo vel að gefa sig fram“ heitir bók sem Samhjálp hefur nýgefið út. Höf- undar hennar eru John Powell guðfræðingur og Loretta Brady sálfræðingur. Bókin ljallar um sjálfsvitundina og fæst við spurningar eins og þess- ar: Hver er ég? Hvernig get ég breytt mér? Hvað má betur fara í lífi mínu? Höfundar skipta bókinni í fernt; væntingar og viðhorf nauð- synleg góðum tjáskiptum, að miðla sjálfum sér á árangursríkan hátt (tala), að taka við því sem aðrir vilja deila (hlusta), almennar æfing- ar sem stuðla að gagnkvæmum nánum tjáskiptum. Gunnbjörg Óla- dóttir þýddi bókina, sem er 224 blaðsíður og skiptist í 25 kafla. Ólétt; óháð listahátíð 1993 Jón Sæmundur: „Með eða án þín / ydda ég himininn / í huga mínum / því ég er / fíflið á fjallinu.“ NÝUA BÍLAHÖÍ-Í-/N F/JNA.HÖFÐA 1 S:67227Y Hyundai Scoupe 1500 LS, árg. '92, hvítur, ekinn 18 þ. km, 5 g. Verö 950.000,- stgr. Ath. skipti. To-Touring GLI, árg. '91, vínrauður, ekinn 41 þ. km. 5 g. Verð 1.300.000,- stgr. Skipti - nei. Subaro Lagasy 1.8, árg. ’90, brúnn, ek. 49 þ. km. 5 g. Verð 1.290.000,- stgr. Ath. skipti. Do-Ram 250, árg. ’90, blár, ek. 45 þ. km. Innrétting, sjálfsk., álf., sjónv., videó. Verð 2.400.000 star. Ath. skipti. Topp ferðabíll. Höfum kaupendur af: 1. MMC-L300 4WD, árg. ’88-’91. 2. To-Touring XL, GL, GLI, árg. ’90-’91. 3. Da-Feroza, árg. ’89-’91. 4. M-Benz 280 SE, árg. ’84-’86. 5. To-Dobbel Cap, árg. ’90-’91. Toyota Carina árg. ’88, gullsans, rafm. í rúðum, ek. 60 þ. km. Gullfallegur bíll. Verð 630.000,-. MMC Galant 2000 GLSI 4WD, árg. ’90, silfur, ek. 63 þ. km. Verð 1.280.000,- Toyota Landcruiser VX ’91, gullsans, sjálfsk., sóllúga, ek. 40 þ. km. Verð 3.800.000,-.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.