Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 Færri sækja um lán vegna náms erlendis TÖLUR frá Lánasjóði íslenskra námsmanna, LÍN, um fjölda lánþega erlendis gefa vísbendingu um 'að náms- mönnum erlendis hafi fækkað. Gísli Fannberg deildar- stjóri lánadeildar LIN segir að á þessu stigi sé allur samanburður erfiður og fjöldi námsmanna eigi eftir að skila inn námsárangri. Tölur um fjölda umsækjenda séu ekki heldur sambærilegar. Samkvæmt gögnum sem Morgunblaðið óskaði eftir frá Lánasjóði íslenskra námsmanna, LÍN, var 1.791 lánþegi í námi erlendis á námsárinu 1992-93, miðað við dagsetninguna 11. júní sl., en þess má geta að á námsár- inu 1991-92 voru þeir 2.462. Gísli Fannberg deildarstjóri lánadeildar LÍN vildi að það kæmi fram fram að endanlegar tölur um fjölda lánþega lægju ekki fyrir. Árið 1991-92 gátu námsmenn fengið lán áður en námsárangri var skilað. En regl- ur kvæðu nú á um að nemendur yrðu að skila námsárangri áður en lán væri veitt, svonefndar „eftirágreiðslur". Fjöldi náms- manna ætti ennþá eftir að skila námsárangri eða öðrum gögnum og fá afgreiðslu. Gísli Fannberg sagði að tölur bentu til að nokkur fækkun hefði orðið sem í sjálfu sér kæmi ekki á óvart. Hann benti á að síðasta haust hefði Lánasjóðurinn gert ráð fyrir einhverri fækkun. Það hefði komið fram að lánþegum hefði fjölgað mjög á árabilinu 1988-1991 og ekki óeðlilegt að ætla að sú fjölgun skilaði sér út aftur. Hann benti og á að ekki væri lengur lánað fyrir skóla- gjöldum í grunnháskólanámi (undergraduate). Þess má geta að samkvæmt upplýsingum Lánasjóðsins höfðu 693 nemendur fengið lán vegna náms í Bandaríkjunum 1992-93 en á árinu 1991-92 voru þeir 911. 143 höfðu fengið lán fyrir síðasta námsár vegna náms í Englandi en árið 1991-92 voru þeir 189. Vegna náms í Hollandi höfðu 33 fengið lán en árið þar áður var fjöldinn 40. 96 höfðu fengið lán vegna náms í Svíþjóð síðasta vetur en þar áður voru lánþegar 153. Gísli sagði ekki raunhæft að meta áhrif hertra lánareglna. Hann benti á að endanlegar tölur fyrir ísland myndu ekki liggja fyrir fyrr en í haust eftir upptöku- próf og endanlegar tölur erlendis frá myndu ekki heldur liggja fyr- ir, fyrr en á svipuðum tíma. Umsóknir Samkvæmt talnagögnum LÍN er fjöldi lánsumsókna vegna Námsmenn í útlöndum 2-3* o> £0 o> Austurríki Sviss 17 16 11 8 Finnland 15 13 Ástralía 8 5 Belgia Spánn 5 5 6 5 Japan S^Afríka 3 1 3 0 Wales 3 0 Grlkkland 1 1 Kína 1 0 Kýpur 1 1 !»and Tékkóslóvakia 1 1 1 0 0 0 Unðverjaland N-lriand 1 0 2 1 írtand 0 1 OBIIliD náms erlendis á síðasta námsári 2.310 en fyrir námsárið 1991-92 var hann 2.548. Þess má geta að vegna náms í Bandaríkjunum 1992-93 sóttu 825 um lán en 1991-92 voru umsækjendur 946. Umsækjendur vegna náms í Eng- landi voru 164 en voru 190 árinu fyrr. Umsækjendur vegna náms í Hollandi voru á síðasta námsári 43 en árið 1991-92 voru þeir 41. Umsækjendur vegna náms í Sví- þjóð 1992-93 voru 140 en náms- árið 1991-92 voru þeir 159. Gísli Fanndal taldi ekki raun- hæft að bera saman fjölda um- sækjenda milli þessara tveggja námsára sökum þess að reglum um svokallaðar „sjálfvirkar um- sóknir" hefði verið breytt. Skóla- árið 1991-92 var gengið útfrá því að allir sem fengið hefðu lán 1990-91 og ekki höfðu sannan- lega lokið námi óskuðu sjálfkrafa eftir láni fyrir næsta skólaár, þ.e. 1991-92. Kvennalið íslands í 5. sæti Evrópumótsins í brids Karlamir í þriðja sæti þegar 8 leikir voru eftir Menton, Frakklandi. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. ÍSLENSKA karlaliðið er í 3. sæti á Evrópumótinu í brids þegar 8 umferðum af 31 er ólokið á mótinu. Islenska kvennaliðið hefur gefið aðeins eftir og er í 5. sæti þegar 6 umferðum er ólokið af 21 í kvennamótinu. Lítið virðist geta komið í veg fyrir sigur Pólverja í opna flokknum en baráttan um Evrópumeistaratitilinn í kvennaflokki er enn hörð. Karlaliðið vann Austurríki í 21. umferð á mánudagskvöld og í 22. umferð í gærdag tapaði það naum- lega fyrir Hollandi, 14—16. í 23. umferð í gærkvöldi unnu íslending- Ingólfstorg 16,8 millj. í frágang og snjóbræðslu BORGARRÁÐ samþykkti í gær að taka tilboði lægstbjóðenda, Björns og Guðna sf., í yfirborðs- frágang og snjóbræðslu á Ingólfs- torgi. Tilboðið hljóðar upp á 16,8 milljónir króna. Fimm tilboð bárust í lokuðu út- boði vegna frágangs yfirborðs og snjóbræðslu á Ingólfstorgi og var tilboð Bjöms og Guðna sf. 88,4% af kostnaðaráætlun. Næst lægsta til- boðið var frá íslensku umhverfisþjón- ustunni, 18,7 milljónir, en hæsta til- boðið var frá Garðavali hf., 26,8 milljónir, sem er 40,8% yfir kostnað- aráætlun. ----»-»■■».. Leita vitna að banaslysi Slysarannsóknadeild lögregiunnar í Reykjavík óskar eftir að ná tali af þeim sem kunna að hafa orðið vitni að aðdraganda árekstrarins sem varð á mótum Lönguhlíðar og Miklubraut- ar um hádegisbil á mánudag en þar hlaut maður á sjötugsaldri áverka sem drógu hann til dauða. Ekki er að svo stöddu unnt að greina frá nafni hins látna, þar sem ekki hafði í gærkvöldi náðst tal af öllum nán- ustu aðstandendum hans. amir síðan Lettland 25-4. í síðari hálfleiknum gáfu íslendingamir ekki eitt einasta keppnisstig út en skoruðu 46 sjálfir. Pólveijar eru nú langefstir með 455 stig, Danir koma næstir með 432 stig, íslendingar hafa 426 stig, Norðmenn 413 stig, Frakkar 410, Hollendingar 409, Bretar 399 og Svíar 395. Það eru miklar svipting- ar í toppbaráttunni. Sem dæmi má nefna að Hollendingar unnu Pól- veija 25-5 á mánudag en töpuðu í gær 4-25 fyrir Frökkum. Nú eru eftir 8 umferðir í opna flokknum. íslendingar eiga eftir að spila við Frakka, Pólveija, Tékka, Belga, Norðmenn og Dani og eiga síðan tvær yfirsetur sem gefa 18 vinningsstig hvor. Það er því ljóst að þeir mega ekki við neinum áföll- um í þessum leikjum, eigi þeir að halda sér í verðlaunasæti, en fjögur efstu sætin gefa rétt til að keppa á Heimsmeistaramótinu í Chile í ágúst. Þreyta Kvennaliðinu gekk ekki vel í gær og það var augljóst að erfiðir leikir mánudagsins sátu í spilurunum. Þær töpuðu naumlega, 13-17 fyrir Hollendingum á mánudagskvöldið, en hollenska kvennaliðið hefur lengi verið í hópi þeirra bestu í heimi. í gærmorgun spilaði ísland við Þýskaland sem hefur verið talið í hópi þeirra sigurstranglegustu hér. Leikurinn var á sýningartöflunni og er skemmst frá því að segja að Þjóðveijar unnu örugglega, 23-7. í síðari leiknum spilaði Island við Portúgal og vann 16-14 eftir að hafa verið 20 stigum undir í hálf- ieik. ítalir leiða kvennaflokkinn með 287 stig, Svíar eru í 2. sæti með 280 stig, Finnar hafa 273 stig, Þjóð- verjar 270 stig, íslendingar 260 stig, Frakkar 258 stig og Bretar 251 stig. í dag spila íslensku kon- umar við Búlgari og Finna. Þvingaður vinningur Sævar Þorbjömssori vann 3 grönd á skemmtilegan hátt í þessu spili gegn Austurríki í 21. umferð. Norður ♦ GIO V2 ♦ G964 ♦ ÁDG1097 Austur ♦ 76 ♦ G105 ♦ KD73 ♦ K653 Suður ♦ Á983 ♦ ÁK743 ♦ Á8 ♦ 84 Vestur Norður Austur Suður Sævar spilaði 3 grönd í suður og fékk út lítinn spaða sem blindur átti á gosann. Sævar spilaði laufa- sjöunni á áttuna í 2. slag og síðan hjartaþristinum á tvistinn í borði. Austur drap með 10 og spilaði spaða á drottningu vesturs sem skilaði hjarta á gosa og ás en blind- ur henti Iaufi. Nú tók Sævar hjartakóng og spilaði meira hjarta á drottningu vesturs og henti laufi og tígli í blind- um. Vestur spilaði tígli á drottningu og ás og Sævar tók nú hjartafríslag- inn. Norður ♦ - V- ♦ G9 ♦ ÁD Vestur ♦ K5 ¥- ♦ 105 ♦ - Suður ♦ Á9 ♦ - ♦ 8 ♦ 4 Vestur Norður Austur Suður Nú tók Sævar spaðaásinn og henti tígli í blindum og austur mátti ekkert spil missa. Henti hann tígli var honum næst spilað inn á tígul- kóng og henti hann laufí gat Sævar spilað laufi á ásinn og tekið drottn- inguna til að fá 9 slagi. Vestur ♦ KD542 ¥D986 ♦ 1052 ♦ 2 Austur ♦ - *- ♦ K7 ♦ K6 Morgunblaðið/Sverrir Rannsaka tíðni sjálfsvíga SJÁLFSVÍG hafa aukist mikið meðal ungra karlmanna og miðaldra kvenmanna, skv. niðurstöðum rannsókna, sem Þóroddur Bjarnason félagsfræðingur og Þórólfur Þórlindsson prófessor við Háskóla íslands hafa framkvæmt. Þeir kynntu niðurstöðu sína á alþjóðlegri ráðstefnu um heilsuvernd á norðurslóðum, sem haldin er á Hótel Sögu. Alþjóðlegt þing um heilsufar á norðurslóð Um 50 sjálfsvíg á Islandi í fyrra FJÖLDI sjálfsvíga hefur tvöfaldast hjá karlmönnum 15 til 24 ára og kvenmönnum 55 til 64 ára. Helstu ástæður sjálfs- víga eru taldir þunglyndis- og kvíðasjúkdómar. Bæjarstjórnir í tveimur bæjarfélögum á Austurlandi óskuðu eftir sálfræðiað- stoð eftir að nokkrir unglingar i bæjunum höfðu framið sjálfs- víg. Jón G. Stefánsson sálfræðingur áætlar að á síðasta ári hafi allt að 50 íslendingar framið sjálfsvíg. A alþjóðlegu þingi um heilsufar á norðurslóð, sem nú stendur yfír á Hótel Sögu, var m.a. fjallað um sjálfsvíg. Jón G. Stefánsson sálfræð- ingur hefur kannað þróun á tíðni þeirra á íslandi undanfarin ár og sagði í samtali við Morgunblaðið að þótt gögnin væru óáreiðanleg væri sjáanleg aukning á sjálfsvígum hjá karlmönnum en lítil sem engin hjá kvenmönnum miðað við fólksfjölda. Hann áætlaði að á síðasta ári hefðu allt að 50 íslendingar framið sjálfs- víg. Jón telur að helstu skýringanna á sjálfsvígum sé að leita í þunglynd- is- og kvíðasjúkdómum. Aukning hjá ungum mönnum og miðaldra konum Þórólfur Þórlindsson prófessor við Háskóla íslands og Þóroddur Bjama- son félagsfræðingur hafa einnig gert rannsóknir á sjálfsvígum hérlendis. Þórólfur benti strax á í samtali við Morgunblaðið að gögnin væru óá- reiðanleg sökum fólksfæðar. Þórólf- ur og Þóroddur hafa skoðað sjálfs- vígstíðni eftir mismunandi aldurs- hópum og kyni og hafa komist að því að á meðan tíðnin hefur smá- minnkað hjá flestum aldurshópum hefur hún aukist mikið, u.þ.b. tvö- faldast, hjá 15 til 24 ára karlmönnum og 55 til 64 ára kvenmönnum. Miklar sveiflur Karlmenn fremja oftar sjálfsvíg en kvenmenn og kemur það skýrt fram í niðurstöðum Jóns, Þórólfs og Þórodds. Þóroddur sagði að u.þ.b. þrisvar sinnum fleiri karlmenn fremdu sjálfsvíg en konur. Jón sagði að þetta væri í samræmi við niður- stöður í öðrum löndum. Tölur frá árinu 1951 til 1990 sýna að miklar sveiflur eru í þessum mál- um. Þórólfur og Þóroddur skýra þær að hluta til með fólksfæð og að hluta til með því að eitt sjálfsvíg hafi mik- il áhrif á aðra og smiti því út frá sér. Almenna aukningu á sjálfsmorð- um vilja þeir skýra með mikilli fólks- fjölgun frá 1950, en Jón segist hafa tekið hana inn í áður en hann dró ályktun um aukningu sjálfsvíga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.