Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 17 Leiðtogafundar minnst 'Frá athöfninni við Höfða í gær: Markús Örn Antonsson borgarstjóri í ræðustól, Davíð Odds- son forsætisráðherra, Nancy Ruwe og Steinunn Ármannsdóttir. Á innfelldu myndinni plantar Nancy Ruwe tré til að minnast leiðtogafundarins 1986. Trjám plantað við Höfða til að minnast leiðtogafundarins SÍÐDEGIS í gær fór fram athöfn við Höfða, þar sem Nancy Ruwe, ekkja Nicholas Ruwe fyrrum sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, plantaði trjám til þess að minnast leiðtogafundarins 1986. „Með sama hætti og þessi tré munu vaxa og standa hér löngu eftir, að við erum horfin af sjónarsviðinu, mun sá friður, sem grunnur var lagður að hér, haldast löngu eftir okkar daga,“ sagði Nancy Ruwe í ræðu við athöfnina. Markús Örn Antonsson borgarstjóri bauð Nancy Ruwe velkomna og sagði, að þær tijáplöntur, sem hún færði að gjöf væru táknrænar fyrir þann skerf, sem eiginmaður hennar, Nicholas Ruwe, hefði lagt til undirbúnings leiðtogafundinum í Höfða. Sér væri kunnugt um, að Höfði hefði orðið fyrir valinu sem fundarstaður leiðtoganna samkvæmt ráðleggingum Ruwe. í upphafi máls síns las Nancy Ruwe bréf frá Ronald Reagan fyrrum Bandaríkjaforseta til frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands. í bréfinu kveðst Reagan eiga góðar minningar frá fundinum í Höfða. Heimsbyggðin og þá ekki síst Bandaríkja- menn séu þakklát Islendingum fyrir að hafa boðið upp á fundarstað, þar sem fulltrúar þessara tveggja þjóða hafi hist og lagt grunn að nýrri framtíð. í Höfða hafi þessar tvær þjóðir hafið sameiginlega vegferð frá kjarnorkuógnun til kjarnorkuafvopnun- ar. Reagan segir í bréfi sínu, að það sé mjög við hæfi við þessa athöfn að heiðra minningu Ruwe sendiherra, sem hafi átt þátt í að ísland varð aðili að hinum sögulega fundi. Hann kveðst stoltur af því, að hafa skipað Ruwe sendiherra hér og að hafa starfað með honum á stjórnarárum sínum. í ræðu sinni sagði Nancy Ruwe, að ísland hafi verið sem annað heimili fyrir eiginmann sinn frá hans yngri árum. Hann hafi starfað mikið í banda- rískum stjórnmálum og síðan gegnt veigamiklum störfum fyrir bæði Nixon og Ford og síðar sem einn af ráðgjöfum Reagans og Bush. Vegna starfs- reynslu sinnar hafi hann verið vel undir það búinn að aðstoða ríkisstjórn íslands við undirbúning leið- togafundarins. Ruwe hefði starfað dag og nótt ásamt starfsliði bandaríska sendiráðsins og íslenskum emb- ættismönnum að undirbúningi fundarins. Þegar Reagan og Gorbatsjov hafi komið til fundarins, hafí allt verið tilbúið fyrir þau þáttaskil, sem hér hafi orðið í sögu 20. aldarinnar. Það væri mjög við hæfi að minnast þessa fundar með plöntun triáa við Höfða. Þess má geta, að fyrir u.þ.b. hálfum mánuði flutti John Warner öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Virginíu ræðu í öldungadeildinni, þar sem hann minntist Nicholas Ruwe og starfa hans hér á íslandi. Olafur Tryggvason læknir látínn ÓLAFUR Tryggvason læknir er látinn í Reykjavík, á áttug- asta aldurári. Hann var fædd- ur að Víðivöllum fremri í Fljótsdal 11. október 1913, son- ur hjónanna Sigríðar Þor- steinsdóttur og Tryggva Ólafs- sonar bónda og kennara að Víðivöllum, síðar verslunar- manns í Reykjavík. Ólafur lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1935 og embættisprófi í læknis- fræði frá Háskóla íslands árið 1942. Hann stundaði sérfræðinám í Svíþjóð árin 1945-1947. Heimkominn og allt til ársins 1990 starfaði Ólafur sem heimilis- og húðsjúkdómalæknir á eigin stofu í Reykjavík. Ólafur Tryggvason lætur eftir sig eiginkonu, Ónnu Sigríði Lúð- víksdóttur, ogþijú uppkomin börn. Ólafur Tryggvason JMfaguiiItfiifrife MÖTORVINDINGAR og aðrar rafvélaviðgerðir á vel búnu verkstæði. RAFLAGNAÞJÓNUSTA í skipum, verksmiðjum og hjá einstaklingum. VANIR MENN vönduð vinna, áratuga reynsla. Reynið viðskiptin. Vatnagörðum 10 • Reykjavík “S 685854 / 685855 • Fax: 689974 Valgeir Guðjónsson og Eyþór Gunnarsson semja við bandarískt útgáfufyrirtæki Gaia gefín ót í Banda- ríkjunum og Kanada BANDARÍSKA útgáfufyrirtækið Windham Hill hefur gert lang- tímasamning við Valgeir Guð- jónsson og Eyþór Gunnarsson sem starfa saman undir heitinu Gaia, og samkvæmt samningnum mun fyrirtækið gefa út átta geislaplötur með tónlist Gaia á næstu árum. Fyrsta platan kom út í gær í Bandaríkjunum og Kanada, en á haustdögum verður hún gefin út á öðrum markaðs- svæðum. Um er að ræða plötuna GAIA sem kom út hér á landi haustið 1991, en tónlistin var samin og hljóðrituð í tengslum við siglingu víkingaskipsins Gaia frá Noregi til Bandaríkjanna það sama ár til að minnast siglingar Leifs Eiríkssonar til Vínlands. Valgeir Guðjónsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að samning- urinn við Windham Hill væri mjög gott tækifæri fyrir þá félaga til að koma tónlist þeirra á framfæri þar sem þeir fengju mjög öflugan vett- vang til að láta að þeim kveða. „Þetta er svipað því að höggva gat á þykkan ís en nú erum við búnir að gera vök og erum að slaka færunum niður í vatnið. Þetta fyrir- tæki hefur gengið vel með því að halda sinni réttstöðu til streitu og það er ekkert fyrirtæki sem ég hefði kosið mér fremur að starfa hjá. Það liggur mikil vinna á bak við dreifing- arsamninga þar sem menn eru að semja um markaðssvæði eitt og eitt í senn, en þarna er þetta allt á einni hendi. Við væntum þess að þeir muni sýna okkur sömu alúð og þeir sýna öðrum sínum listamönnum," sagði Valgeir. Sérhæft í ný- aldartónlist Útgáfufyrirtækið Windham Hill hefur síðastliðin 15 ár sérhæft sig UNGIR HÖFUNDAR Sjónvarpsstöðvar og menningarmálastofnanir í Evrópu standa sameiginlega að verðlaunasam- keppni í því skyni að hvetja unga höfunda til að skrifa handrit að sjónvarpsleikritum eða leiknum sjónvarpsþáttum. Keppt er um starfsverðlaun er veitt verða síðari hluta þessa árs. Verðlaunahafar koma síðan til greina er Evrópuverðlaun verða veitt ári síðar. Starfsverðlaunin eru að upphæð 25.000 svissn- eskir frankar og verða veitt í nóvember 1993. Sjónvarpið hefur heimild til að tilnefna allt að 3 handrit, sem valin verða af sérstakri dómnefnd. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en þrjátíu og fimm ára á árinu sem samkeppnin til starfsverð- launa fer fram. Umsækjendur mega ekki hafa samið nema eitt handrit í fullri lengd (50 mínútur) fyrir sjónvarp eða kvikmynd þegar handriti er skilað. Umsækjendur leggi fram 5-10 síðna efnisúrdrátt að frumsömdu handriti með nákvæmri lýsingu á innihaldi verksins, markmiði og persónum. Einnig skal fylgja sýnishorn af handriti (2 síður) og upplýs- ingar um höfund og æviágrip höfundar. Hugmyndum skal skila til skrifstofu framkvæmda- stjóra Sjónvarpsins, Laugavegi 176, 105 Reykja- vík, þar sem reglur samkeppninnar liggja ennfrem- ur frammi. Umsóknarfrestur er til 30. júní 1993. SJÓNVARPIÐ GENEvf, - E UHf/pE ™ __________________________________J Utg'áfusamning'ur EYÞÓR Gunnarsson og Valgeir Guðjónsson hafa gert samning við bandaríska fyrirtækið Wind- ham Hill um útgáfu á átta geisla- diskum á næstu árum. í útgáfu svonefndrar nýaldartón- listar (New Age Music) og er útgáf- an ein hin fremsta á því sviði. Hingað til hefur Windham Hill einvörðungu gefið út tónlist banda- rískra tónlistarmanna, en fyrirtækið hefur nýverið tekið þá ákvörðun að gera samninga við listafólk frá öðr- um heimshlutum og kaus það að stofna til samstarfs við tvo evrópska aðila samtímis. Gaia er annar þeirra en hinn er Norðmaðurinn Öystein Sevág. Plata hans, Link, kom nýlega út og er hún kominn hátt á banda- ríska nýaldarlistanum. Þar sem samningsgerð vegna Gaia tók nokk- urn tíma og endurvinna þurfti um- búðir að hiuta, þá hefur tekið nokkru lengri tíma en áætiað var að gefa geislaplötu Gaia út vestan hafs. Vaigeir Guðjónsson og Eyþór Gunnarsson koma til með að njóta sérþekkingar Windham Hill á um- ræddum tónlistarmarkaði, en fyrir- tækið byggir á langtímamarkmiðum í kynningarstarfí sínu. Þeir Valgeir og Eyþór munu á næstu vikum fara vestur um haf til að kynna tónlist sína og fara í viðtöl, en hljómleika- hald er ekki fyrirhugað að sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.