Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 23
22 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 fltargtiiiÞIftMí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. i lausasölu 110 kr. eintakið. Keldur á Rangár- völlum Húsagerð íslenzkra land- námsmanna, veggir úr torfi og gijóti, en timbur af skornum skammti, var ekki óþekkt í skóglausum byggðum Norðurlanda á þeirri tíð. „Þannig hafa fundizt leifar torfhúsa frá járnöld á Jótlandi og einnig á Gotlandi, og meira að segja nokkur hundruð húsa, og bæta má við Jaðrinum í Noregi, svo að nokkurra mikil- vægustu fundarstaðanna sé getið,“ segir Daniel Brunn í bókinni „Islenzkt þjóðlíf í þús- und ár“. Svipaður efniviður til húsagerðar var notaður frá upphafi byggðar í landinu og fram undir síðustu aldamót, þótt gerð og stærð húsnæðis breyttist nokkuð í tímans rás, einkum á harðæristímum, sem oft voru langvinnir, en þá hrak- aði húsnæði þjóðarinnar mjög. Ekki var um annað bygging- arefni að ræða lengst af hér- lendis, þar eð birki, sem óx í landinu, var of smávaxið til að henta til húsagerðar að nokkru ráði. Helzt var hægt að nota það i þök með öðrum viði, svo enn sé vitnað í Daniel Brunn. Og innfluttur viður- var dýr. Þess vegna urðum við, eins og aðrar þjóðir, að nota það bygg- ingarefni, sem hendi var næst, og hér var það torf og gijót. Kalt loftslag veldur því að plöntuleifar í jarðvegi rotna seint. Af því leiðir að grasrótin verður óvenju þétt og jafn- framt gott byggingarefni mið- að við aðstæður. Torfveggir halda og vel hita sem kom sér vel hér á landi. Hins vegar hafa byggingar úr torfi og gijóti staðizt illa tímans tönn. Og fáar þjóðir eru jafn snauðar af byggingarsögulegum minj- um eins og við. Þess vegna er mikilvægt að við varðveitum, og varðveitum vel, þá gömlu torfbæi, tiltölulega fáa talsins, sem varðveitzt hafa; bæi, sem settu svip sinn á byggðir og mannlíf í landinu í þúsund ár. Það voru slæm tíðindi, sem birt voru á baksíðu Morgun- blaðsins í gær, þess efnis, að Keldur á Rangárvöllum, elzti heillegi torfbærinn á landinu, væri að hruni kominn vegna vatnsleka af þaki niður í vegg- hleðslur. Þessi frétt er máski dæmigerð fyrir það, hve þjóð- rækni í orði, einkum á hátíðar- og tyllidögum, getur þynnst út á borði veruleikans í ís- lenzku samfélagi. Það fegrar ekki vanhirðumyndina að Keld- ur eiga nokkurn sess í kirkju- sögu landsins. Jón Loftsson setti klaustur að Keldum um 1197 sem hélzt þar fram um 1222. Ekki er útilokað að elzti hluti bæjarins sé frá þeim tíma, að sögn Þórðar Tómassonar, safnvarðar á Skógum. Önnur forn íveruhús eru anddyri, búr, hlóðaeldhús og skálaloft, en búið var óslitið í húsunum til 1946. í þessi sambandi er og vert að minna á að engin klausturbygging frá miðöldum hefur varðveitzt hér á landi og litlar fornminjarannsóknir hafa verið gerðar á þeim tóttum, sem enn sér stað. Morgunblaðið hefur eftir Guðmundi Hafsteinssyni, deildarstjóra húsverndardeild- ar Þjóðminjasafnsins, að við- gerð á gamla Keldnabænum sé afar brýn og hafizt verði handa um að bjarga fyrstu húsunum á þessu sumri. Síðan verður haldið áfram af fullum krafti með hin húsin, sam- kvæmt áætlun til tveggja eða þriggja ára, en framgangur fer að sjálfsögðu eftir fjárveiting- um til verksins. Viðgerðin felst í því að þekja húsanna verður tekin niður og veggirnir endur- hlaðnir og tréverk bætt og endurnýjað eftir því sem þurfa þykir. Þessari yfirlýsingu deildar- stjóra húsverndardeildar Þjóð- minjasafnis ber að fagna. Sjálfgefið á að vera að samfé- lagið tryggi fjármuni til verka af þessu tagi. Við lifum að vísu á miklum þrengingartímum, sem kalla á stórtæka hagræð- ingu og sparnað hjá því opin- bera. En hér er um tiltölulega litla fjármuni að ræða. Og þjóð- arsómi býður að minjum af þessu tagi sé vel við haldið. Þar ofan í kaupið skila þær laundijúgum tekjum, þegar grannt er gáð, því þær verka sem segull á þúsundir inn- lendra og erlendra ferða- manna. Kjarni málsins er þó sá að sýna sögulegum minjum, ekki sízt byggingarsögulegum minj- um, sem við eigum sárafáar, viðeigandi ræktarsemi. Á það hefur skort. Við verðum að hafa í huga að menningararf- leifðin, sagan og tungan, eru hornsteinar þjóðernis okkar og fullveldis. Það má ekki skera á rætur þjóðarmeiðsins, sem liggja í fortíðinni, ef hann á að bera þann framtíðarávöxt, sem vonir standa til. Bærinn að Keldum á Rangárvöllum er hluti af því rótakerfi. Úr sigt Errós Hugað að undirbúningi að sýningu Errós í Kaupmannahöfn Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, Kaupmannahöfn. CHARLOTTENBORG gnæfir upp af nýhöfninni. Höllin var byggð 1683 handa einum af valdamestu aðalsmönnum Dana, Gyldenlöve greifa, en 1753 gaf Friðrik 5. akademíunni húsið og þar er hún enn til húsa. Höllin er nú friðuð og er elsta meginverk í danskri bygging- arlist barokktímans. Þar eru sýningarsalir sem eiga sér fáa sína líka að stærð, mikilfengleik og birtu og málverk Errós skreyta þá fram til 8. ágúst. Sýningin opnaði laugardaginn 19. júní, en þegar á mánudeginum fyrir opnunina stóð gámabíll við höllina með kassasem hægt væri að smíða sumarbústaði úr. Þeir höfðu verið keyrðir úr vinnustofu málarans í París, auk eins minni kassa, sem kom frá íslandi. Sama dag mættu Erró og Gunnar Kvaran forstöðumaður Kjarvalsstaða til leiks. Hugmyndin að sýningunni kemur frá Gunnari og samstarfs- fólki hans á Kjarvalsstöðum, sem óskaði eftir að myndirnar yrðu sýndar sem víðast áður en þær fara til íslands þar sem þær verða hluti af Errósafninu á Korpúlfsstöðum. Málarar voru önnum kafnir að hvítta veggi og fleka, sem höfðu verið settir fyrir nokkra glugga, til að fá meira veggpláss. Tveir hópar af ungum strákum tóku hvert myndflæmið af öðru og hengdu upp. Gunnar og Erró höfðu, komið í skoðunarferð í desember til að sjá salarkynnin, mældu upp og tóku myndir. Erró kom þá með litlar ljós- myndir af verkunum, sem þeir röð- uðu niður. Þá var salurinn allur hólfaður niður og virtist drungaleg- ur, svo honum leist ekki nema miðl- ungi vel á staðinn. Nú þegar hann er allur opinn og nýhvíttaður eru bæði listamaðurinn og aðrir sam- mála um að varla er hægt að hugsa sér betra umhverfi fyrir málverkin. „Eg hef aldrei á æfi minni fengið annan eins sal fyrir myndirnar mín- ar,“ segir Erró og lítur ánægður í kringum sig. Hlakkar til að sýna frönskum vinum sínum, sem hingað koma í tilefni opnunarinnar, hve vel hefur tekist til. •Á þriðjudeginum sitja Gunnar og Erró inni á skrifstofu Charlotten- hallar. Erró í blettóttum vinnubux- um, bol og traustlegum, slitnum íþróttaskóm rissar upp fleti á papp- írsnifsi, meðan Gunnar er í sam- bandi við hina og þessa vegna áframhaldandi Errósýninga. Uppi í anddyrinu, þar sem salirnar opnast til allra átta er opið út á litlar sval- ir. Steinhandriðið er veðrað og hurð- in sömuleiðis, grænar vafningsjurtir blakta í snörpum vindhviðum og á þröskuldinum standa sterklegir, svartir leðurskór og bíða eftir að leysa íþróttaskóna af þegar eigand- inn fer um stræti borgarinnar. í sölunum er sumt komið upp og annað ekki, sumir flekaveggirnir orðnir hvítir og aðrir ekki. Erró leist ekkert á sýningarframkvæmdirnar í byrjun, Danirnir virtust svo af- slappaðir „en svo tóku þeir á sig hægfara og seigbítandi rögg“. Hann lætur þá ekki eina um vinnuna, heldur gengur í verkið með þeim, upp í stiga, neglir króka og ræðir málin. Á miðvikudeginum er sýn- ingin að mestu tilbúin, verið að festa upp síðustu myndirnar. Strákarnir í upphengiliðinu rúlla myndarlegum vinnupalli um salinn. „Þessi væri helvíti góður fyrir mig,“ segir Erró, um leið og hann virðir handsnúna mekaník pallanna fyrir sér. Nú er komin nægileg mynd á fráganginn til að Erró geti gengið um og virt fyrir sér afrakstur nokkurra ára vinnu. Forvinnsla og úrvinnsla í sal fyrir neðan aðalsalina hanga nokkrar klippimyndir, sem eru und- irbúningsverk að sjálfum málverk- unum. „Hér eru órigínalarnir," seg- ir Erró skelmislega. „Málverkin eru bara kópíur." Á einum veggnum er klippimynd, sem síðan varð að mynd sem Listasafn Reykjavíkur hefur eignast og er á sýningunni. Hún heitir „Science Fiction Scape“, eða „V ísindaskáldsagna-landslag". Myndin átti upphaflega að vera í Vísindasafninu fyrir utan París, en þar leist þeim ekki á samtvinnun vísinda og skáldsagna og kusu aðra mynd, sem líka er þarna sem klippi- mynd, en sjálft málverkið í safninu er 40x4 metrar. Því er skipt í dálka. Neðst í dálki er andlitsmynd af ein- um vísindamanni, ofan á er uppfinn- ing, sem hann er þekktur fyrir og síðan seinni tíma þróun þeirra. Þarna getur að líta Leonardo da Vinci með reiðhjólið sitt, Wright- bræðurna með flugvélina sína, Werner von Braun með sprengjuna. „Ég valdi 120 menn, fann mynd- ir af þeim, verkum þeirra og svo því sem hefur þróast af þeim. Það var erfitt að finna myndir af sumum þeirra, en tókst með góðri hjálp víða að. Klippimyndirnar stækka ég svo upp á strigann. Það er hægt að gera það í höndunum með því að skipta myndinni upp í reiti, en ég nota skyggnur og kasta þeim á strigann til að spara tíma. Það hef- ur líka þann kost að skyggnumynd- irnar er hægt að vinda til, teygja úr ákveðnum hlutum." Þarna er klippimynd af ýmsum frumkvöðlum frönsku byltingarinnar. „Mitterand forseti pantaði silkiþrykk frá um tuttugu listamönnum í tilefni bylt- ingarafmælisins og þau voru sett í möppur, sem ríkið gaf í sendiráð og víðar. Ég safnaði saman andlits- myndum af þeim sem komu við sögu byltingarinnar. Klippimyndin er svart-hvít, en í þrykkinu notaði ég frönsku fánalitina." Og þarna er klippimynd af málverki uppi, „Patchwork Scape“ með mynstri eins og algengt er í amerískum klútateppum. „Hér er það sem form- ið sem ég sker eftir, ég klippi út og raða upp eins og í „patch work“. Ég reyni að leika mér, byija mis- munandi á myndum til að fá varía- sjónir, líka í vinnuna." Og myndin er líka unnin eins og klútateppi að því leyti að í hana eru notaðir ýms- ar myndir, afgangar, sem hafa orð- ið eftir við gerð annarra verka. Hvítir veggir Uppi á lofti eru salirnar og mál- Ljósmynd/Ole Steen Erró um það bil sem verið er að leggja síðustu hönd á sýninguna í Charlottenborg. f baksýn vinst æfi Otto Dix um vegginn. verkin. Birtan flæðir um þá úr stór- um loftgluggum og gluggum, sem snúa út í húsagarðinn og að Ný- höfninni. Úti dregur frá og fyrir sólina, svo salurinn veður ýmist í birtu eða mjúkum skýjagráma. „Ég hef aldrei séð svona sali. Þetta er algjör lúxus að fá að sýna við þess- ar aðstæður. Það verður gaman að sýna Parísarbúunum þetta. Salirnir njóta sín svo vel, því allt er opið og óuppskipt. Myndirnar hanga svo hátt að maður verður að ganga frá þeim og þá njóta þær sín. Svo er svo gaman að horfa í gegnum dyra- opin og sjá í aðrar myndir, þær þola vel að skerast. Og svo allir þessir hvítu auðu veggir, þó mynd- irnar séu stórar." í fremsta salnum hanga lista- sögumyndirnar, myndir um nokkra, þekkta málara. „Það var banki, sem pantaði þær. Húsið er á níu hæðum og opið upp í miðjunni. Svo átti að vera ein mynd á hvetja hæð. En kreppan kom og þeir hættu við. Þá var ég kominn af stað, búinn að panta blindramma og allt. Stundum getur verið gott að fá falskar pant- anir, annars hefði ég varla lagt í verkið. Svo bætti ég við myndum. Nú fer þetta til Reykjavíkur. Það verður kannski svolítið gaman fyrir krakka að skoða þetta, fá innsýn í listasöguna." Hver mynd er um einn lista- mann, með myndum af honum, brotum úr verkum hans og öðru er snertir hann. Myndbrotunum er rað- að upp í sveigð net, sem koma kunn- uglega fyrir sjónir úr tölvumódelum, til dæmis af alheiminum.„„Ég hef farið að nota þessi net eftir að ég kynntist tölvum. Ég vinn þau ekki sjálfur, heldur rissa þau upp og fæ kunningja minn til að vinna þau i tölvunni. Netmyndirnar, sem ég fæ frá honum set ég svo í ljósritunar- vél, sem getur stækkað upp í allt að fimmtíu metra lengju. í kringum hvern listamann fann ég svo mynd- ir af honum og verkum hans. Fann myndirnar með því að fara snemma á morgnana á safn, þar sem var tölva með myndum, sem ég gat svo látið prenta út. Kubbarnir á mynd- unum um Otto Dix og Magritte eru eitthvað það erfiðasta sem ég hef málað. Þeir voru endalaus vinna. í klippimyndunum sé ég ekki vinnuna fyrir ... kannski eins gott. Núna er ég nýbúinn að ljúka við „Comic _Scape“, sem franska ríkið keypti. Ég held að þetta sé mesta verk, sem ég hef gert. Þeir kaupa oft verk, sem ekki eru ætluð á neinn ákveðinn stað, en sem söfnin geta síðan beðið um. Ég vildi gjarnan að verkið færi á nýtt safn í Lyon, það eru svo ágætir strákamir þar. Ann- ars er útilokað að fylgja verkunum eftir, þegar þau eru farin úr vinnu- stofunni. Ég fylgist ekkert með upp- boðunum. En það er gott að fá verk- in til baka eftir smá tíma. Þá sé ég oft ef ég þarf að gera eitthvað smá- vegis. Sama er með myndirnar sem eru hér núna. Ég sé að sums staðar þarf aðeins að þyngja eða ýkja. Stundum er þetta öfugt. Ég var óánægður með eina myndina, en sé núna að hún er góð. Svona geta þær stundum lokið við sig sjálfar. Parísarborg er að byggja ódýrt íbúðarhúsnæði og ég hef verið beð- inn um að gera mynd í anddyrið. Venjulega er það bara í opinberar byggingar sem einu prósenti kostn- aðar er varið í skreytingar, en ég vona að úr þessu verði. Þeir hafa metnað til að gera vel. Sú mynd verður 7x2,5 metrar og í hana nota ég alls konar smáatriði úr myndun- um, sem fara til Reykjavíkur, tengi þannig borgirnar saman. Núna er ég að undirbúa 3x6 metra mynd um Kambodíu, Pol Pot og tugthúsin þar. Ég er nýbúinn að vera í Kambodíu og fékk leyfi til að skoða allt, bæði musteri og fang- elsi. Þama fæst leyfi fyrir öllu gegn dollurum. Þijár milljónir voru drepn- ar, þeir höfðu alls kyns tæki og tól til morða. í tuttugu ár er ég búinn að safna alls kyns ógeðslegu efni. Þarna verður tækifæri til að nota það. Já, ég er með mikið af mynd- um, hef safnað lengi. Ég er með kommóður og herbergi full af papp- ír. Þessu er öllu raðað eftir efni; andlitsmyndir, pólitískar myndir, hendur, veður ... Kollegarnir biðja mig oft um myndir. Það væri gott að setja þetta á tölvur og geta svo bara prentað út, það er örugglega framtíðin, en ég geri það nú varla. Svo getur verið gott að leita ekki alveg markvisst. Kannski er ég að leita að sól, en finn þá rigningu, sem er miklu betri.“ Myndasafnarinn mikli dregur tvö póstkort upp úr vasa sínum. Hús- hlið eftir Vilhelm Hammershöi, sem er ekki síst þekktur fyrir leik sinn að birtu og skuggum og fyrir and- litsmyndir. Einföld og sterk uppstill- ing eftir Vilhelm Lundström. „Ég er hrifinn af þessum," segir hann, um leið og hann virðir kortin fyrir sér, áður en hann stingur þeim aft- ur í vasann. Myndkvörnin Á fimmtudeginum er allt tilbúið, búið að þvo og bóna gólfið. Nokkrir danskir listgagnrýnendur koma í heimsókn, ásamt ljósmyndurum til að spjalla við listamanninn og taka myndir. „Ótrúlegt að hann skuli vera orðinn sextugur," hvíslar ung- . ur, en pervisinn og fölur gagnrýn- andi, um leið og Erró stikar íjaðr- andi skrefum eftir salnum. „Það þarf enga smáræðiskrafta til að ráða við þessi málverk." Skýjafarið leikur á liti og form í salnum. Gamla höllin virðist hin ánægðasta að hýsa verk, sem eru jafnburða henni, svo hún getur teygt og breytt úr sér. Sjaldan hafa salarkynnin notið sín svo vel. Sama er með málverkin, sem geta óhikað þanið úr sér. Og gestirnir þurfa heldur ekki að kreppa tærnar. Bæði salirnir og verkin njóta sín til hlítar og á milli barokkforma salarins og myndanna myndast þetta magnaða samspil, sem stundum getur tekist þegar ólíkum tímum lýstur saman. Og þessi samljóstun heldur áfram * niður í smæstu einingar myndanna, þar sem lýstur saman formum, efnivið og tíma. Myndirnar eru ekki tilviljana- klipp, en Erró er fátalaður um þá hugsun, sem liggur að baki mynda hans, um vinnuna sem liggur í að velja þá hluta, sem myndirnar eru settar saman úr. Verk hans eru ekki gáfnafarsleg romsa handa þeim, sem hafa sömu yfirburða sjón- þekkingu og hann. Heimurinn er fullur af myndum, hefur hann sagt, J óþarfi að búa til nýjar. Allt hefur verið myndað, hvort sem er ófædd fóstur eða órafjarlægðir himini- geimsins. Lungann úr lífi sínu hefur listamaðurinn malað myndaóreið- una. Hluti þess sem hefur setið eft- ir í sigti hans hangir á veggjunum í Charlottenborg, komið í hans eigið samhengi, form og liti. Og það er mögnuð blanda. Fram til 8. ágúst gefst einstakt tækifæri í Kaupmannahöfn til að njóta og kafa í myndheim Errós. Svo gefst tækifærið í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og kannski víðar. Að lokum gefst það á Korpúlfsstöð- um. Það verða fleiri en börnin, sem eiga eftir að njóta þess ... SVR hf. - traust fyrirtæki í eigu allra borgarbúa eftirMarkús Örn Antonsson Strætisvögnum Reykjavíkur verð- ur breytt í hlutafélag í eigu Reykja- víkurborgar. Meirihluti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn hefur flutt til- lögu þess efnis í borgarráði. Eins og búast mátti við hafa orðið nokkr- ar umræður um hið breytta rekstrar- form frá því að tillagan var kynnt starfsmönnum fyrirtækisins en það var gert á nokkrum fundum, áður en hún var formlega lögð fram í borgarráði. Við þá málsmeðferð hafa verið gerðar athugasemdir. Minni- hluti borgarstjórnar hefur lýst furðu sinni á að málið skyldi ekki kynnt honum fyrst. Meirihlutinn hafði hins vegar ákveðið, að starfsmenn fyrir- tækisins yrðu fyrst látnir vita um væntanlegar breytingar og þær ræddar á fundum með þeim. Viðbrögð sumra starfsmanna Strætisvagna Reykjavíkur, sem hafa tjáð sig opinberlega um hið breytta rekstrarform einkennast af misskiln- ingi um grundvallaratriði. Þeir telja að starfsöryggi og öðrum hagsmuna- málum starfsfólksins sé stefnt í tví- sýnu. Því fer víðs fjarri. Aðrir eru einfaldlega á móti öllum breytingum og reka málið út frá hagsmunasjón- armiðum forystu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og BSRB, sem greinilega óttast að missa starfsfólk SVR hf. úr liðssveitum sínum og félagsgjöld þess yfir í önnur stéttar- félög. Það er einnig fjarstæðukennd staðhæfing, að hagur starfsfólks hjá hlutafélögum sé verri en hjá opinber- um starfsmönnum. Pram til þessa hefur hagsmunabarátta opinberra starfsmanna ekki síst byggst á að draga fram dæmi því til sönnunar að starfsmenn hjá ríki og borg væru mun lakar settir en launþegar hjá hinum almennu atvinnufyrirtækjum, hlutafélögunum. Óvandaður og mót- sagnakenndur málflutningur dæmir „Umfram aðra borgar- fulltrúa í Reykjavík höf- um við í meirihlutanum trú á hlutafélagsform- inu. Það hefur gefist best í fyrirtækjarekstri um heim allan. Lang- flest fyrirtæki hér á landi eru hlutafélög, þar með talin flest stærstu og öflugustu fyrirtæki landsins.“ sig sjálfur og verður að taka honum með öllum fyrirvörum. En af þessu tilefni er ástæða til að undirstrika þrjú meginatriði af hálfu okkar í meirihluta borgar- stjórnar og jafnframt mikilsverðar forsendur fyrir þeirri breytingu, sem nú er ráðgerð: Það er ekki veríð að einkavæða Strætisvagna Reykjavíkur. Reykja- víkurborg verður eini eigandi hins nýja hlutafélags og hlutabréf í því verða ekki seld. Núverandi starfsmönnum verða tryggð sömu laun og kjör og þeir njóta nú, m.a. varðandi lífeyrisrétt- indi. Sérfræðingar hafa athugað þetta atriði og gert tillögur um út- færslur. Fargjöld hækka ekki vegna breyt- ingarinnar. Strætisvagnar Reykja- víkur hf. munu hafa sérstaka hluta- félagsstjóm en stjórnamefnd um al- menningssamgöngur, sem kosin verður pólítískt í borgarstjórn, hefur með höndum heildarstefnumótun í þessuih málaflokki og annast sam- skipti fyrir hönd borgarinnar við fyr- irtækið SVR hf. En til hvers er þá verið að breyta rekstrarformi Strætisvagna Reykjavíur? Jú. Umfram aðra borg- Markús Örn Antonsson arfulltrúa í Reykjavík höfum við í meirihlutanum trú á hlutafélags- forminu. Það hefur gefist best í fyrir- tækjarekstri um heim allan. Lang- flest fyrirtæki hér á landi eru hluta- félög, þar með talin flest stærstu og öflugustu fyrirtæki landsins. Op- inber rekstur, sem háður hefur verið beinni pólitískri miðstýringu, er hvarvetna til endurskoðunar. Ríkis- reknar þjóðaheildir hafa orðið gjald- þrota með hrikalegum afleiðingum. Erfið skilyrði í efnahagsmálum víða um lönd kalla á aukið aðhald og meiri útsjónarsemi og árangur í rekstri ríkis og sveitarfélaga. Á al- mennum samdráttartímum verða ekki stöðugt lagðir meiri skattar á fólk til að standa undir aukinni niður- greiddri þjónustu og taprekstri hjá hinu opinbera. Reykvíkingar hafa lagt fram háar fjárhæðir til Strætisvagna Reykja- víkur á undanförnum áratugum. Áll- ur vagnakostnaður fyrirtækisins hef- ur verið greiddur með framlögum úr sameiginlegum sjóði borgarbúa. Að auki hefur daglegur rekstur ver- ið niðurgreiddur úr borgarsjóði með skattfé Reykvíkinga. Árið 1991 var greidd um 1 milljón króna hvern ein- asta dag úr borgarsjóði vegna tap- reksturs SVR. Úr þessum niður- greiðslum dró verulega á síðasta ári í kjölfar hagræðingar, sem skilaði árangri. Samt greiddi borgarsjóður rúmar 260 milljónir króna með rekstrinum árið 1992. Með breyttu rekstursfyrirkomulagi SVR fá stjórnendur fýrirtækisins aukið sjálf- stæði og jafnframt aukna ábyrgð við að leita leiða til hagræðingar í rekstri. Boðleiðir styttast og ákvarð- anataka verður markvissari. Spara verður þar sem spara má, nýta tæki og aðrar eignir til aukinnar tekju- öflunar og gæta þess að reksturinn verði eins hagstæður fyrir borgarbúa í heild og unnt er án þess að skert verði þjónusta við þá sem treysta á almenningsvagnasamgöngur. Allur rekstur Strætisvagna Reykjavíkur lýtur nú beinni póli- tískri stjórn, fyrst stjórnar SVR, síð- an borgarráðs og loks borgarstjórn- ar. Fyrirtækið hefur á að skipa góðu starfsfólki og hæfum forstöðumönn- um. Rekstrarlegar ákvarðanir, sem hjá hlutafélögum eru á verksviði for- stöðumanna eru þó undir hið póli- tíska vald settar hjá SVR. í smáu og stóru gætu hinar pólitísku nefnd- ir verið með puttana í öllum rekstrar- málum SVR. Á undanförnum árum hefur meirihluti borgarstjórnar kom- ið á því verklagi að starfsmannamál og fleiri rekstrarmál heyri í raun undir stjórnendur fyrirtækisins án afskipta stjórnmálamanna. Stjórn- lyndir miðstýringarsinnar gætu hins vegar fært öll málefni fyrirtækisins beint undir hið pólitíska vald að nú- verandi skipan óbreyttri. Margt mælir með breytingu Strætisvagna Reykjavíkur í hluta- félag eins og hér hefur verið rakið. Úrtölurnar, sem nú heyrast og sprottnar eru af ólíkum hvötum, minna um margt á andróðurinn gegn ákvörðun sjálfstæðismanna í þorgar- stjórn um að gera Bæjarútgerð Reykjavíkur, sem rekin hafði verið með stórfelldu tapi og framlögum úr borgarsjóði, að hlutafélaginu Granda hf. Það er nú eitt öflugasta og best rekna útgerðarfyrirtæki landsins eins og flestir þekkja og skapar fjölda Reykvíkinga vinnu. Borgarsjóður þarf ekki lengur að fjármagna togaraútgerð og fisk- vinnslu í borginni. Sumum andstæðingum þessara breytinga er trúaratriði að finna hlutafélögum allt til foráttu. Sú af- staða kom greinilega fram í greinar- korni eftir varaborgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins í Morgunblaðinu á dögunum. Framsóknarmenn eru blindaðir af sólarlagi samvinnurekst- urs á íslandi um þessar mundir. Þeir finna til minnimáttarkenndár gagnvart einkarekstri og hlutafélög- um. Svo langt geta afturhaldskenn- ingar framsóknar leitt fulltrúa flokksins í ógöngur, að þeir hika ekki við að fullyrða hér og nú, að hlutafélag um Strætisvagna Reykja- víkur verði þegar í stað lagt niður að afloknum næstu borgarstjórnar- kosningum fái þeir einhveiju ráðið. Það á sem sagt ekki að spyija um árangur né leggja hlutlægt mat á kosti hins nýja fyrirkomulags í sam- anburði við það eldra. Hlutafélagið skal lagt niður hvað sem tautar og raular. Slíkir fordómar heyra sög- unni til hjá kjósendum og auka ekki hróður þeirra, sem þannig tala af fullkomnu ábyrgðarleysi um hags- munamál borgarbúa. Höfundur er borgarstjóri í Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.