Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 28
28__________________MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993_ Burt með frjálsar krókaveiðar eftir Garðar Björgvinsson I hinu löghijáða íslenska þjóðfé- lagi er frelsi bannorð. Þess vegna þurfum við trillukariar að kalla okk- ar ströngu lífsbaráttu við storma, strauma og stórsjó veðurheftar veið- ar með náttúruvænni veiðiaðferð. Að sækja sitt lífsviðurværi út á opið Atlantshafíð er ekki nema fyrir harða karla. Þessir karlar róa á opn- um bátum sem eru framleiddir inn- anlands eða í það minnsta fullklárað- ir innanlands. Þetta skapar mikla atvinnu. Þessir smábátar eru byggðir að stórum hluta fyrir eigið sparifé eig- enda, sem eru þarna að reiða fram eigið fé til gjaldeyrisöflunar fyrir þjóðarbúskapinn. Þess vegna hefur það verið sannað að fjórir fiskar af hveijum fimm fiskum sem veiðast á krókabát skapa gjaldeyri fyrir þjóð- ina á meðan þessu er öfugt farið hjá nýju og dýru verksmiðjuskipunum. Með þessum hætti er því landhelgin opin í hálfa gátt í gegnum þessa fiæðilínu háskólalærðra ráðgjafa af- vegaleiddra stjómvalda, sem á ein- hvem annarlegan hátt hafa á síðast- liðnum þremur árum kosið að vinna flestöll sín störf með handabaka- vinnubrögðum. Kleppur — hraðferð Það væri verðugt verkefni fyrir vísindamenn og sálfræðinga að rann- saka um hvað líf hins almenna borg- ara á íslandi snýst daglega. Flestir gera sér enga grein fyrir því að þeir eru í raun að elta skottið á sjálfum sér. Sjálfsgagnrýni er hveijum ein- staklingi nauðsynleg því hver er sinnar gæfu smiður. Fáðu þér t.d. sæti á mjúkri mosaþúfu uppi á Hellis- heiði og reyndu að setja hugann í samband við lífsmynstrið á suðvest- urhominu. Niðurstaðan verður: Þér finnst þú bíða eftir gulum vagni, Kleppur — hraðferð. Lög nr. 38 Þegar hin heimsfrægu lög um stjóm fiskveiða vom samþykkt í flaustri og flýti seinustu dagana fyr- ir þingslit í maí 1990 var stigið skref til þjóðargjaldþrots. Einn af okkar alþingismönnum viðurkenndi það við mig persónulega að þessi lög hefðu verið pressuð í „Það þarf að taka upp veiðistýringu sem tekur mið af hagfræði náttúr- unnar en ekki fjár- magnskostnaði fjár- festingaróðra ævin- týramanna.“ gegn af vissum mönnum á seinustu dögum fyrir þingslit. Orðrétt sagði hann: „Eg viðurkenni, að ég las lög- in ekki nógu vel í lokin því þeim var breytt daglega seinustu dagana. Við vorum 1 sannleika sagt allir orðnir úrvinda af þreytu.“ Lög sem afgreidd era með þessum hætti svo sannan- legt sé, þau geta siðferðislega séð ekki verið nothæf. Það er nú fullljóst að ef nákvæm könnun yrði gerð á þessum lögum af umboðsmanni Alþingis þá yrðu þau grafín í kyrrþey, því svo margir einstaklingar eiga stórar kröfur á ríkissjóð samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar vegna þessara laga. Ný lög um stjórn fiskveiða! Ef ekki verður byggð upp alveg ný fiskveiðistefna nú alveg á næst- unni þá er best að fara að pakka saman og leita að friðsælum dvalar- stað því við núverandi illindi og óvissu er ekki hægt að búa. Fyrir það fyrsta þá þarf að taka upp hefð- bundnar veiðiaðferðir með kyrrstæð- um veiðarfæram. Á þann hátt er hægt að setja á land 100.000 tonnum meira en samt yrði aukning á fiski í sjónum vegna þess að um 100.000 tonn era drepin árlega og hent með núverandi fjölda togveiðiskipa, auk þess sem togveiðar era að gera land- grunnið að sandeyðimörk þar sem hvergi er afdrep að finna fyrir lífrí- kið í heild. Og hvað um rauðátuna og ljósátuna og aðrar fæðutegundir fiskjarins ásamt seiðum? Hvað um ósonlagið sem verður götótt vegna mengunar? Hvað fer mikið af freon út í andrúmsloftið frá frystitoguram? Það þarf að taka upp veiðistýringu sem tekur mið af hagfræði náttúr- unnar en ekki fjármagnskostnaði fjárfestingaróðra ævintýramanna. Á þann hátt helst flotinn í réttri stærð. Allt brask með hina sameiginlegu Humall — Humulus lupulus Blóm vikunnar Umsjón Ágústa Björnsdóttir nr. 270 í síðasta blómi vikunnar vora nefndar nokkrar klifuijurtir og lof- að að fjallað yrði um nokkrar þeirra í næstu þáttum. Klifuijurtir geta verið hvort heldur einærar eða fiöl- ærar og þær fjölæra ýmist tijá- kenndar eða jurtkenndar, þ.e. visna niður á haustin. Sú klifuijurt, sem nú skal rabbað lauslega um, er í hópi jurtkenndra, fjölærra klifur- jurta og er sennilega elsta klifur- jurtin í ræktun a.m.k. sem nytjajurt. Humallinn er ævagömul nytjajurt og hefur verið ræktuð í því skyni um alla Evrópu, meira að segja á Norðurlöndum. Ég veit ekki hvort hann var ræktaður hér til nytja til forna, en á skrám biskupsstólanna er iðulega getið um humal og malt og eins er humallinn nefndur í fom- sögunum. Humallinn þótti ómiss- andi við ölgerð, en í blómunum er efnið lupulin, sem þykir mjög gott bragðefni í öli og eins mun það auka geymsluþol þess. Hingað til landsins var humall fluttur og var lengi vel til sölu og fram á síðustu ár var hann seldur í Reykjavíkurapóteki í kílóspakkn- ingum. Humallinn taldist líka til lækningajurta, en gott ráð við svefnleysi þótti að sofa með kodda fylltan með humlablómum. Þegar Garðyrkjufélag íslands fór f skoðunarferð til Suður-Englands fyrir nokkrum áram, fóram við m.a. um hið gróðursæla Kent-hér- að, sem er eitt almesta vínrækt- arhérað Englands. Þar sáum við hjá gömlum bóndabæjum sérkenni- legar og áberandi byggingar, tré- turna með hvítum hettum, sem minntu einna helst á spaðalausar vindmyllur. Við eftirgrennSlan fengum við að vita að þetta væra hálfgerðir „súrheysturnar", turnar sem notaðir vora sem geymslur fyrir humalinn. Við ókum líka fram hjá stórum ökram þar sem ræktað- ar vora klifuijurtir, sem við töldum að sjálfsögðu vínvið, þangað til þeir sjónbestu bentu okkur á að sumt væri vínviður, en annað væri humalakrar. Hér á landi er humallinn ein- göngu ræktaður til prýði. Humall- inn er sérbýlisplanta, þ.e.a.s. til era eingöngu karlblóm og svo kven- blóm. Það eru kvenblómin, humla- kollamir, sem notuð vora til ölgerð- arinnar. Kvenblómin era gulgræn og líkjast mest könglum og þau era alsett kirtilhárum sem í er efnið lupulin, sem áður var nefnt. Humallinn er fjölær jurt og hijúf- ir stönglarnir, sem náð geta fjög- urra til fimm metra hæð, visna nið- ur á haustin, en rót og jarðstöng- ull lifa veturinn af. Blöðin era stór, þríflipuð og snörp. Humallinn vefur sig til hægri utan um granna hiuti, eins og prik eða spotta, en sjálfsagt væri líka hægt að láta hann klifra upp tijástofna. Hann klifrar ekki aðeins með því að snúa sér utan um hluti, heldur hjálpa gróf hárin á stönglum og blöðum honum til að ná festu. Til að humallinn nái sem bestum vexti þarf hann sólrík- an vaxtarstað og góða mold, en hann er ekki sérlega birtufrekur og vex jafnvel ágætlega norðan í móti. Humlinum er mjög auðvelt að fjölga með því að skipta jarð- stönglinum, sem myndar skriðular renglur. Best er að skera renglum- ar af á vorin og fjölga honum þann- ig, en eins má koma honum til með græðlingum en þatf tekur lengri tíma. Þá er tekinn greinarendi og látinn ræta sig í vatni inni. Humall er ein elsta plantan í mínum garði, nábúi minn, sá sami og gaf mér skógartoppinn, gaf mér ótrúlega renglu, sem reyndist vera humaljarðstöngull. Hann hefur síð- an vaxið og dafnað og ég hef próf- að hann bæði á suðvestur- og suð- austurhlið og finn engan mun á vaxtarhraða, helst að hann vaxi of vel og sé of frekur tii fjörsins. Þess vegna ætla ég í sumar áð girða hann af með breiðum renning úr kantaplasti til að reyna að koma á hann taumi. Ég varð hissa, þegar humallinn minn tók upp á því að blómstra fyrir nokkram árum, en þetta hefur verið árviss viðburður síðustu 4-5 árin. Humall er ágæt- lega harðger eins og fyrr segir og ætti að geta þrifist um allt land. Fallegustu humalplöntu, sem ég hef séð, er að finna á Siglufírði. Þar þekur hún næstum heila húshlið og blómstrar mikið á hveiju sumri. S.Hj. Starf Barnaheilla og uppbygging meðferðarheimilis fyrir vegalaus börn Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing sljórnar Barnaheilla: Samtökin Barnaheill eru stofnuð með hagsmuni barna í huga og hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í starfi sínu. Undanfar- in misseri hefur stjórn Barnaheilla unnið að uppbyggingu samtakanna og stofnun deilda í öllum kjördæm- um. Samhliða félagsuppbyggingunni hafa samtökin unnið að fjölmörgum verkefnum, sem hafa þann tilgang að styrkja stöðu barna í íslensku samfélagi. Eitt þessara verkefna er uppbygg- ing meðferðarheimilis fyrir vegalaus börn á Geldingalæk í Rangárvalla- sýslu fyrir það fé er safnaðist í mars á sl. ári. Þetta verkefni er unnið í samvinnu við félagsmála- ráðuneytið. Einnig hefur góð sam- vinna tekist við landbúnaðarráðu- neytið, fjármálaráðuneytið, Land- græðslu ríkisins og heimamenn á Rangárvöllum. Heimilið mun taka til starfa nú í sumar og gengið hef- ur verið frá ráðningu starfsmanna úr hópi 35 umsækjenda. Félags- málaráðuneytið og Barnaheill leggja áherslu á að gott fagfólk með mikla reynslu af starfi með börnum ráðist til starfa á heimilinu. Stjórn Barnaheilla harmar þann ágreining sem upp kom á sínum tíma milli félagsmálaráðuneytis, Barna- heilla, landbúnaðarráðuneytis og Landgræðsiunnar annars vegar og þeirra meðferðaraðila sem ráðgert var að tækju við heimilinu, hjónanna Sigurðar Ragnarssonar og Ingu Stefánsdóttur hins vegar, um upp- bygginguna á Geldingalæk. Samn- ingar tókust einfaldlega ekki milli aðila og tafði ágreiningur af marg- víslegu tagi uppbyggingu heimilisins um marga mánuði. Fjárhagsleg takmörk Við uppbygginguna á Geldinga- læk hefur það verið haft að leiðar- ljósi að sem best yrði að börnunum og meðferðaraðilum búið. Þess hefur verið gætt af hálfu Barnaheilla að framkvæmdaáætlun væri innan þeirra fjárhagsmarka, sem samtökin töldu sig geta staðið við, eða á bilinu 22-25 milljónir króna. Barnaheill hefur tekislf með fjarhagslegri að- gæslu að halda uppbyggingunni inn- an þessara marka án þess að draga úr faglegum sjónarmiðum. Meginágreiningurinn sem upp kom milli samtakanna og fyrrum meðferðaraðila var um stærð og kostnað við uppbyggingu heimilis- ins. Stjórn Barnaheilla kappkostaði að ná sem hagkvæmustum samning- um og tilboðum þannig að það fé sem almenningur gaf kæmi að sem bestum notum. Samstarfið fyrstu sex mánuðina lofaði mjög góðu og enginn ágrein- ingur kom upp. í byijun nóvember kom upp ágreiningur við þau hjónin um hveijum skyldi byggð jörðin (leigð jörðin) og síðar um stærð heimilisins og kostnað við uppbygg- ingu. Stjórnin hélt fjóra stjórnar- fundi með þeim hjónum á tímabilinu september til desember sl. Jafnframt voru haldnir þrír framkvæmda- nefndarfundir með þeim á sama tíma. Eins og sjá má var allt kapp lagt á að ná sameiginlegri niðurstöðu sem allir aðilar gætu sætt sig við. Það tókst ekki eins og áður sagði og er það miður. Félagsleg uppbygging Samtökin Barnaheill hafa eins og fjölmörg önnur félög og samtök leit- að aðstoðar aðila með mikla reynslu í uppbyggingu félagasamtaka og söfnun félaga. Félagsgjöldin eru Garðar Björgvinsson auðlind era afglöp sem þarf að strika út. Kaup og sala á óveiddum fiski er ruddaleg atlaga gegn eðlilegum samskiptum þjóðarheildarinnar og allur kostnaðurinn af raglinu lendir á borðinu hjá hinum almenna borg- ara og veldur hvað mestum vandræð- um hjá þeim sem eiga í nógu basli fyrir. Finna þarf út rétt fiskverð sem sameinar þá staðreynd að útgerð og fiskvinnsla þarf að geta staðið undir sér. Á traustum gi'unni skal gott hús byggja. Markaðsbrask með fjöreggið gengur ekki upp. Strax í dag þarf að hefjast handa við að gera auðlindina sjálfbæra, þ.e. afkasti fyrir þarfir okkar en ekki græðgi. Grandvallareiningin er smáútgerðin. Hún ein skilar arði í þjóðarbúið eins og ástatt er í útgerð á íslandi. Þessa útgerðareiningu vilja niður- rifsöflin leggja niður, því hrun er þeirra hagur, þó einkennilegt sé en það heitir samkvæmt útreikningum háskólamenntaðra ráðgjafa „að sam- eina og hagræða". Tal „sérfræðinganna" um fijáls- ræði krókabáta lýsir best sambands- leysi þeirra við veruleikann. Hvernig ætli þessum mönnum þætti það að þurfa að sækja launin sín eftir sömu gæftunum og hafa verið undanfama mánuði fyrir trillukarla? Engum dylst að fiskunum í sjónum hefur fækkað og draga þarf úr veiði. Smábátasjómenn hafa marglýst sig reiðubúna til að taka á sig frekari sóknartakmarkanir en nú era. Það verður að teljast nokkuð vel boðið þegar litið er til allra ógæftanna í langan tíma. Þeir afþakka alla sálsjúka stjórn- sýslu frá Reykjavík um það hvenær á að róa. Náttúruvænar veiðar með krókum þýðir að landsbyggðin lifir, menn rétta úr bakinu og verða ham- ingjusamir, lausir við sálsjúka stjórn- sýslu lærimeistara sem aldrei hafa tekið púlsinn á lífsbaráttu hins vinn- andi manns. Höfundur er útgerðar- og iðnaðarmaður. grannurinn að fjárhag samtakanna. Kostnaður við uppbygginguna er stofnkostnaður sem greiðist einu sinni af félagsgjöldum í væntanlega löngu og farsælu starfi samtakanna. Helmingur félagsgjalda fer fyrsta árið í uppbyggingarstarfið en eftir það fara félagsgjöldin óskipt til þeirra fjölmörgu verkefna sem Barnaheill stendur að og eru hags- munir barna þar í fyrirrúmi eins og lög og markmið samtakanna gera ráð fyrir. Barnaheill telur miður að blaða- skrif hafi orðið um þann ágreining sem upp kom milli þeirra hjóna Sig- urðar og Ingu annars vegar og fé- lagsmálaráðuneytis, Barnaheilla, landbúnaðarráðuneytis og land- græðslunnar hins vegar um upp- bygginguna á Geldingalæk. Nú þeg- ar framkvæmdir eru að komast á lokastig og búið er að ganga frá ráðningu nýrra meðferðaraðila er óskandi að friður komist á og þau vegalausu börn sem þurfa svo mjög á heimilinu að halda fái sitt heimili. Stjórn Barnaheilla vill að endingu nota tækifærið og óska þqim hjónum Ingu Stefánsdóttur og Sigurði Ragn- arssyni gæfu og gengis í framtíðinni. Stjórn Barnaheilla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.