Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 33 Björg Björns- dóttír — Minning Fædd 9. ágríst 1913 Dáin 9. júní 1993 Okkur setti hljóð, kórfélagana í kirkjukór Garðskirkju miðvikudags- kvöldið 9. júní síðastliðinn, er við fréttum að kórstjórinn okkar, hún Björg Björnsdóttir, hefði hnigið nið- ur þegar hún var að stjórna söng á lagi eftir sjálfa sig á móti kór- stjóra og kirkjukóra suður í Skál- holti fyrr um daginn og andast skömmu síðar. Já, það má með sanni segja að andlát hennar hafi borið að með táknrænum hætti við þann starfa er hún hafði helgað líf sitt og á þeim helga stað Skálholti. Okkur kórfélaga alla hefur efalít- ið slegið sú eigingjarna hugsun: Hvað verður nú um okkur? Því að öðrum ólöstuðum hefur enginn unn- ið af meiri elju og óeigingirni í þágu kórstarfs og söngmála hér á svæð- inu og víðar en hún Bubba okkar, eins og hún var kölluð hér heima í vinahópi. Það hefur ekki verið ónýtt fyrir hin ýmsu félagasamtök hér á svæð- inu að eiga alltaf á vísan að róa og koma ætíð að opnum dyrum hjá Bubbu ef þurfti að koma saman söng eða að það vantaði undirleik- ara. Nú er skarð fyrir skildi. Hún hefði orðið áttræð 9. ágúst næstkomandi ef henni hefði auðn- ast líf. Þar til nú undir það síðasta að veikindi voru farin að hijá hana, kom það aldrei fyrir að hætta þyrfti við • söngæfingu vegna þess að Bubba gæti ekki eða gæfi sér ekki tíma til að æfa okkur. Það var með öllu óþekkt. Nei, hún hafði alltaf tíma og harkaði þá bara af sér ef heilsan var eitthvað að angra hana. Hún átti 50 ára afmæli sem org- elleikari í Garðskirkju um áramótin 1991 og 92, en kirkjukórinn var formlega stofnaður þremur árum síðar. Var þessara tímamóta minnst við messu í Garðskirkju 9. ágúst á afmæli hennar í fyrra. Gefur auga leið að eftir svo langt starf er margs að minnast og oft hefur hún þurft að leggja á sig mikla vinnu og fyrirhöfn, þó ekki væri nú nema bara að koma sér á æfingastað fótgangandi jafnvel sveitina á enda hér fyrr á árum. Ekki höfum við tölu á hve marga kóra hún hefur æft um dagana, en þeir eru ófáir kórarnir hér á Norður- landi er hún hefur komið nálægt og helgað krafta sína um lengri eða skemmri tíma. Og ekki hafa launin í líki Mamm- ons fyrir allt það starf orðið til að íþyngja hennar farangri í gegnum tíðina. Heldur er það ljóminn í augum hennar þegar hún var að stjóma söng og vel gekk, okkur öllum minnisstæður. Það voru hennar laun. Eftir að farið var að halda nám- skeið í Skálholti fyrir kórstjóra og söngfólk kirkjukóra, var hún þar fastur gestur. Og er ekki að efa að þangað sótti hún mikinn fróðleik og styrk til sinna jafningja um leið og hún miðlaði sinni þekkingu og reynslu til annarra. Var þessi árlega dvöl hennar þar henni til mikillar ánægju og kom hún ætíð færandi hendi heim í kór- inn sinn. Nú skyldi reyna að yfir- færa eitthvað af þeim krafti og þeirri sönggleði er þar ríkir yfir á okkur. Björg var greind, margfróð og víðlesin, kunni kynstrin öll af ljóð- um, lögum og sögum og nutum við oft frásagnargleði hennar. Hafði hún og ákveðnar skoðanir á ýmsum málum og gat þá oft hitnað í vöng- um. Árið 1944 var haldin samkeppni á vegum Ríkisútvarpsins um það, hver kynni flest sönglög og er ekki að orðlengja það að hún bar sigur úr býtum. Hún fór ásamt öðrum kórstjórum í nokkrar ferðir út til hinna ýmsu landa Evrópu. voru það nokkurs konar pílagrímsferðir. Kom hún þá meðal annars til Rómar og uppi á vegg í' herberginu hennar heima í Lóni hangir mynd af henni ásamt páfanum. Fyrir nokkrum árum var hún sæmd riddarakrossi Hinnar ís- lensku fálkaorðu, og var hún vel að þeim heiðri komin. Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka samstarf og sam- leið með mikilhæfri konu. Áma Björnssyni, tónskáldi, bróð- ur hennar, heimilisfólki í Lóni I og II ásamt öðrum aðstandendum vott- um við samúð okkar. Félagar í kirkjukór Garðskirkju. Minning Leifur Blumenstein Kveðja frá Bygginga- fræðingafélagi íslands Fyrir hönd Byggingafræðingafé- lagsins langar mig að minnast góðs félaga okkar Leifs Blumenstein byggingafræðings og fyrrum for- manns félagsins. Hann var einn þeirra er fengu inngöngu í félagið fljótlega eftir stofnun þess og var varaformaður og formaður þess um árabil. Leifur var valinn til ýmissa trún- aðarstarfa á vegum félagsins, sat í mörgum nefndum, m.a. nefnd um endurskoðun byggingalaga þeirra er við búum við í dag. Leifur bar hag félagsins ætíð fyrir brjósti og vann fórnfúst starf. Er skemmst að minnast er ég fór þess á leit við hann í tilefni 25 ára afmælis félagsins á dögunum að hann segði frá uppvexti félagsins í hans formannstíð. Hans helsta áhugasvið var end- urbygging gamalla húsa. Til þeirra verka var hann valinn af ríki og borg vegna einstakrar kunnáttu í þeim efnum. í starfi sínu hjá Reykjavíkurborg má segja að hann hafi átt hvað drýgstan þátt í að varðveita og endurbyggja þau íjölmörgu hús sem teljast til menningarverðmæta í dag, hús sem þóttu ekki beint bæj- arprýði áður en hafist var handa við endurbyggingu þeirra. Þau verk sem Leifur tók að sér í gegnum árin yrði of langt mál að telja upp hér, en þau voru orðin mörg. Er þó vert að nefna endur- byggingu Viðeyjarstofu og Viðeyj- arkirkju, en fyrír það verk hlaut hann Menningarverðlaun DV 1989 ásamt Þorsteini Gunnarssyni. Það er stórt skarð hoggið í raðir byggingafræðinga. Leifur var vizkubrunnur sem miðlaði iðnaðar- mönnum, meisturum og hönnuðum með kennslu sinni í Iðnskólanum í Reykjavík, Meistaraskólanum og Tækniskóla íslands um árabil. Þá var hann óeigingjarn að miðla til allra þeirra iðnaðarmanna og hönnuða er leituðu til hans um lausnir á þeim íjölmörgu vandamál- um er upp koma við endurbyggingu gamalla húsa. Fyrir hönd byggingafræðinga vil ég votta aðstandendum samúð okk- ar. Minningin um tryggan og góðan félaga mun lifa á meðal okkar. Valdimar G. Guðmundsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA SIGFÚSDÓTTIR BERGMANIVI, áðurtil heimilis iGrænuhlíð 19, sem lést 14. júní á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. júní kl. 13.30. Hrefna B. Einarsdóttir, Magnús Ásmundsson, Sigfús B. Einarsson, Inger Krook, Auður Einarsdóttir, Þórunn Einarsdóttir, ‘ Rúnar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Fjöldi mynda, sem birst hafa meö minningargreinum í Morgunblaðinu á árum 1979-1991, er enn ósóttur. Þeir sem eiga ósóttar myndir eru vinsamlegast beönir að vitja þeirra fyrir 1. júlí næstkomandi, þar sem ekki eru tök á að geyma þær lengur. Upplýsingar veittar í síma 69 11 35. Kringlunní 1. t Móðursystir okkar, SVAHILDUR Ó. GUÐJÓNSDÓTTIR frá Réttarholti í Garði, Furugerði 1, Reykjavík, sem andaðist í Landakotsspítala þriðjudaginn 15. júní, veður jarð- sett frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. júní kl. 15.00. Eiður Guðnason, Guðmundur Guðnason. t Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir og amma, SYLVÍA GUNNARSDÓTTIR, Ásgarði 28, Reykjavík, sem andaðist í Landspítalanum 19. júní, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 25. júní kl. 15.00. Kristinn G. Bjarnason, Gunnar R. Kristinsson, Ásthildur Pétursdóttir, Gunnar R. Gunnarsson, Ólöf S. Sylveríusdóttir, og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVAVA Ó. THORODDSEN fyrrv. skólastjóri við Barnaskólann Núpi, Kópavogsbraut 1a, Kópavogi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 17. júní, verður jarðsung- in frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 24. júní kl. 13.30. Jón I. Zofoníasson, Ólöf S. Jónsdóttir, Stefán Lárusson, Einar Jónsson, Soffía Guðrún Ágústsdóttir, Sigurður B. Jónsson, Sólrún Hafsteinsdóttir, Brynjólfur Jónsson, Ingibjörg J. Gunnlaugsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir aðuðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ELÍNAR ÞORKELSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða. Þorkell Jóhannesson, Vera Tómasdóttir, Jóhanna J. Thorlacíus, Ólafur Thortacíus, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls BJARGAR BJÖRNSDÓTTUR, Lóni, sem andaðist hinn 9. júní. Jón Guðmundsson, Björn Guðmundsson, Ásdís Einarsdóttir, Guðrún S. Guðmundsdóttir, Sigurdór Eggertsson, börn og fjölskyldur. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður og ömmu, CLÖRU LAMBERTSEN, Kirkjuvegi 28, Vestmannaeyjum. Jóhann I. Guðmundsson, Guðbjörg Kristjánsdóttir, Steinn Guðmundsson, Guðbjörg S. Petersen, barnabörn og fjölskyldur þeirra. t Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda vin- áttu og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SVEINS FINNSSONAR lögfræðings frá Hvilft. Herdís Sigurðardóttir, Guðlaug Sveinsdóttir, Benedikt Hauksson, Jóhann Sveinsson, Guðný Hafsteinsdóttir, Herdis Sveinsdóttir, Rolf E. Hansson, Finnur Sveinsson, Þórdis J. Hrafnkelsdóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.