Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 félk í fréttum Morgunblaðið/DP Kvenfélagskonum og áhangendum þeirra þótti gott að fá sér hressingu í blíðviðrinu upp á Snæfellsnes- j'ökli. FERÐALÖG Kvenfélag’skonur skruppu á jökulinn Nú er sá tími kominn sem margir eru á faraldsfæti. Ýmsir fara í margra daga ferð, en aðrir láta sér nægja dagsferð og komast yfir að sjá mikið þennan eina dag. Kvenfélagið 19. júní fór í dagsferð á Snæfellsnes og skellti sér upp á jökul eins og meðfylgjandi mynd sýnir. — Til þess að fá myndir af sér á góðum stað var einfaldast að fá fréttaritara Morgunblaðsins til að keyra hópinn, sem og hann gerði. Bill Cosby kemur hér ásamt söngvaranum Bryan Adams til upptöku á nýjum sjónvarpsþætti, sem hefjast mun í haust í Bandaríkjunum. STJÖRNUR „Fynrmyndarhjónin komin í ný hlutverk“ Fhylicia Rashad, sem lék móður- ina í sjónvarpsþáttunum Fyrir- myndarföðumum, er um þessar mundir að syngja hlutverk Anitu í söngleiknum „Jelly’s Last Jam“. Söngleikurinn fjallar um jazzarann Jelly Roll Morton. Phylicia segist vera mjög ánægð með hlutverkið og bendir á að í leikhúsi sé sveigjanleik- inn svo mikill því hver- persóna geti túlkað verkið á sinn hátt. „Af þess- ari ástæðu er leikhús alltaf ferskt," segir hún. Phylicia tók við hlutverk- inu af leikkonunni Tonya Pinkins sem hlaut viðurkenningu í fyrra fyr- ir túlkun sína á Anitu. Phylicia kveðst ekki hitta Bill Cosby nærri því eins oft og hún vilji og bætir við að hún hafi ekki séð hann í að minnsta kosti þijár vikur. Hún segist munu bæta úr því fljót- lega og það fái enginn mannlegur máttur að eyðileggja vináttu þeirra — eða eins og Phylicia segir: Mann- inn sem kynnti mig fyrir eiginmann- inum mínum, Ahmad Rashad. Nei, ekki aldeilis. Það er helst að frétta af Bill Cosby að hann verður með sjónvarpsþætti Phylicia Rashad syngur um þess- ar mundir tregablandna ástar- söngva í söngleik á Broadway. sem heija göngu sína síðar á þessu ári og nefnast „Apollo Theatre Hall of Fame“. Fer tími hans um þessar mundir í að undirbúa þættina. Hefst27. júní Þú lærir að tileinka þér breyttan lífsstíl svo að aukakílóin verða ekki framar vandamál. •— fræðslufundir 0— leikfiml 3-5x í viku 0— fitumæling og viktun 0 léttar mataruppskriftir 0---mikið aðhald 0---fræðsiuefni (mikið af nýju efni) (frá vinstri) Holga María Garðarsdóttir „Frábært námskeiö. Ég komst vel af staö í líkamsræktinni og hef haldiö áfram ". Olga Helena Kristindóttir „Skemmtilegt og íræðandi námskeið.Núna get ég ekki án leikfiminnar verið". Helga Björg Bjömsdóttir „Ég skil ekki hvernig og fór aö áður en óg byrjaði á námskeiðinu. Ég hef breytt um lifsstíl og æfi nú 5-6x / viku og hef gaman af". Morgunhópur Daghópur Kvöldhópur Barnagæsla síma 68986$ AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. SUMARBÚÐIR Veislukvöldið er skemmtilegast Ragna Ingólfsdóttir, Rut Rún- arsdóttir og Tinna Sigurðar- dóttir eru meðal þeirra stúlkna sem verið hafa í sumarbúðum KFUK í Vindáshlíð í Kjós í sum- ar. Venjulega dveljast 65 stúlkur í hveijum flokki viku í senn. Fréttaritari Morgunblaðsins hitti stúlkumar að máli og spurði þær fyrst hvernig þær fengju daginn til að líða. „Við förum í brennókeppni á milli herbergja, í apabrúarkeppni þar sem sá vinnur sem fer hraðast yfir apabrúna og svo erum við í alls konar íþróttum líka, bæði úti og inni. Eitt herbergi sér um kvöld- vökuna á hveiju kvöldi, þar sem er sungið og leikið. Síðasta kvöld- ið eru foringjarnir með veislukvöld og þá er sko gaman,“ svöruðu þær. Beðið eftir að fá ís Stundum reynum við að hugsa heim en það er bara svo margt sem truflar, sögðu þær Ragna Ingólfsdóttir, Tinna Sigurðardóttir og Rut Rúnarsdóttir. — Fáið þið eitthvað gott að borða á þessu veislukvöldi? Kripalujóga Orka sem endist Byrjendanámskeið hefst 28. júní. Kennt mánud. og miðvikud. frákl. 20.00-21.30. Kennari: Jenný Guðmundsdóttir. Jðgastöðin Heimsljós Skeifunni 19,2. hæð, s. 679181 (kl. 17-19). „Við vitum það eiginlega ekki, en við sáum einhvern karl koma með ís núna í vikunni og við von- umst til þess að fá ísinn á veislu- kvöldinu." „Við lærum margt um Jesú,“ segir ein stúlknanna upp úr þurru. „Við syngjum um hann hérna og tölum við hann í kvöldbænunum.“ „Ein stelpan f herberginu okkar hrýtur rosalega mikið,“ grípur önnur fram í. „Og önnur stelpa bað til Guðs um að hún myndi hætta að hijóta, svo að við getum talað við Guð um allt.“ — Fáið þið aldrei heimþrá? „Nei, alls ekki. Það er enginn tími til þess að hugsa heim, því það er svo margt skemmtilegt að gera. Stundum reynum við að hugsa heim, en svo margt annað truflar mann við það. Kannski einu sinni, þegar við fórum að sofa, þá hugsuðum við svolítið heim, en þá báðum við bara Jesú að passa pabba og mömmu og systkini okk- ar, og þá var allt í lagi eftir það,“ sögðu stúlkurnar og gáfu í skyn, að nú mættu þær ekki vera lengur að því að tala við fréttaritarann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.