Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 37 SAMBM hfij SAMM SAMWá BfÓHÖlL ÁLFABAKKA 8, SÍMI 78 900 EÍCECD SNORRABRAUT 37, SÍ Ml 11 384-25211 ÁLFABAKKA 8, SÍMI 78 900 METAÐSÓKNARMYNDIN ÓSIÐLEGT TILBOÐ TOPPMYNDINIEVROPDIDAG HX AHJISMND. AWIFE. A BiLL!ONAlRE. A Pkui'usal. kmmrnm INÐEŒNT PROPOSAl Robert Redford, Demi Moore og Woddy Harrelson koma hér í mynd Adrian Lyne („Fatal Attraction") sem farið hefur sigurför um heiminn. „Indecent Proposal“ fór beint á toppinn í Bandaríkjunum, Bret- landi, Ástralíu, Ítalíu og Frakklandi...nú er komið að íslandi! NOG KOMIÐ Toppmyndin í Evrópu í dag, „Falling Down“. Myndin segir frá manni, sem fær sig fullsaddan af ringulreið og stressi stórborgarinnar og tekur til sinna ráða. „Indecent Proposal" - Mynd sem nýtur sín best í THX hljóðgæðum! Sýnd kl. 5 - 7 - 9 -10.05 og 11.15 í THX „Mögnuð mynd! Douglas er ótrúlegur og Duvall frábær." - Joel Slegel - Good Morning America. Aðalhlutverk: Michael Douglas, Robert Suvall, Barbara Hershey og Rachel Ticotin. Framleiðendur: Arnon Milchan og Arnold Kopelson. Leikstjóri: Joel Schumacher („Flatliners, Lost Boys“). Bönnuð börnum innan 16 ára. NÁINKVNNI UÓTUR LEIKUR NIEISTARARNIR LEIKFÖNG STDTTUR FRAKKI 111111111111................................. • • Oryg-gin springa kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin Nógkomið - Fall- ing Down Leikstjóri Joef Scumacher. AðaUeikendur Michael Dou- glas, Robert Duvall, Tuesday Weld, Barbara Hershey, Frederick Forrest. Banda- rísk. Wamer Bros 1993. Það blæs ekki byrlega fyrir D-fens (Douglas, miðaldra manni sem er nýbúinn að missa atvinnuna, fjölskylduna, heimilið og sjálfstraustið. Stendur fullur af hatri einn og óstuddur uppi, í fjandsamlegu umhverfi þar sem hvergi er skjól að fá. Og dag einn gefa sig öryggin, kringumstæðum- ar verða yfirþyrmandi fyrir mann á barmi taugáfalls. Hit- inn ætlar allt að drepa og loft- kælingin er biluð í bílgarmin- unm þar sem hann situr pikk- fastur meðal hundruða ann- arra í umferðarteppu í úthverfi Los Angelesborgar. D-fens ríf- ur sig út úr beyglunni, inn í næstu verslun og ætlar að hringja til eiginkonunnar fyrr- verandi (Hershey). Þó hann viti að hún leyfí honum ekki að mæta í afmæli dóttur þeirra þá sættir han sig ekki við það. En Kóreumaðurinn sem á búð- ina neitar honum um skipti- mynt nema að hann versli og nú er mælirinn fullur. D-fens gefur þeim kóreska stutta kennslustund í amerískri siðfræði og almennum mannasiðum. Heldur síðan út á götuna aftur eftir að hafa lagað til í sjoppunni með hafn- arboltakylfu. Og hún dugar líka á nokkra latínska and- skota sem gera honum lífið leitt því hann er staddur í hverfí heldur fjandsamlegu hvítum mönnum sem eru einir á rangli. En frekari samskipti við þá suður-amerísku færa D-fens í fang skjóðu fulla af morðvopnum og nú fá þeir sem standa í vegi hans að vita hvar Davíð keypti ölið. Þetta er fjári góður sögu- þráður í þjóðfélagsádeilu og spennumynd og ekki sakar að inn í hann fléttast hæglátur lögreglumaður (Duvall) sem er að ljúka síðasta vinnudegi og vill sýna efablöndnum sam- starfsmönnunum að hann get- ur enn unnið fyrir kaupinu og gerir D-fens að lokaviðfangs- efninu. En Schumacher og handritshöfundarnir leggja höfuðáhersluna á ofbeldið og með það í forgrunni keyra þeir myndina áfram. Nóg komið er vissulega hörku átakamynd og á sínar góðu stundir. En það er þvi miður nánast klippt á raunsæið og D-fens afgreiddur sem taugahrúga sem engu vægir í kringum sig. Douglas túlkar hann á þessum nótum og gervið er afar fráhrindandi, homspangagleraugun og burs- taklippmgin skapa andúð á persónunni og áhorfandanum stendur nokkurnvegin á sama um afdrif hennar. Engu að síður vekur hún spumingar sem vert er að velta fyrir sér og hafa svo sannar- lega ekki átt uppá pallborðið hjá kvikmyndaiðnaðinum sem hefur löngum iátið stjórnast af þeim minnihlutahópum sem deilt er á hér. Þá er stórborgar- fírringunni dável lýst og þeirri ógnaröld sem víða ræður í borgríkjum samtímans og þar er L.A. ekki vel sett. Á dögun- um mátti lesa í blöðum að fórn- arlömb morðingja urðu 25 yfir ósköp venjulega helgi, þama á sólgylltri Kyrrahafsströndinni. Duvall afgreiðir aftur á móti sinn mann með miklum ágætum og dregur upp trú- verðugt góðmenni sem einnig þykir nóg komið og rekur af sér það slyðruorð sem hefur legið á honum. Kvenpersón- urnar eru daufari, einkum Hershey sem hin bælda, fyrr- um eiginkona D-fens. Forrest er stormandi góður sem óð búðarloka, en ruglukollar eru að verða vörumerki leikarans. Sýnd í Bíóborginni kl. 4.50, 7, 9 og 11.15. Sýnd í Saga-bíói kl. 4.50,7,9 og 11.15. SUMMERSBY SPILLTILÖGREGLU- ÖiCareverðlaunamyndin FORINGINN KONUILMUR LLLLLI Sýnd kl. 5. 11111» i CAPTAIN RON iiiiiiiiiiiiiiiiiiim Niðjamót í Hrísey AFKOMENDUR Jörundar Jónssonar, há- karlaformanns frá Hrísey, og eignkvenna hans tveggja, efna til niðjamóts í Hrísey laugardaginn 10. júlí nk. Nærri lætur að afkomendur séu alls um 800-1.000 í dag. Á dagskrá niðjamótsins er m.a. að finna göngu- og leiðsöguferðir um Hrísey, hring- siglingu kringum eyna auk kvöldmáltíðar. Dagskráin hefst kl. 10 f.h. með skráningu mótsgesta og stendur til kvölds. Væntanleg- um mótsgestum er bent á að kynna sér áætlanir Hríseyjarfeijanna tveggja. (Fréttatilkynning) Jarðfræðafélag íslands Erindi nm lofts- lagsbreytingar FYRSTI fræðslufundur Jarðfræðafélags Islands á nýju starfsári verður haldinn í stofu 101 í Odda fimmtudaginn 24. júní kl. 20.30. Þá flytur Wallace S. Broecker frá Lamont-Doherty stofnuninni í Bandaríkjun- um erindi sem hann nefnir: „Evidence for abrupt climate changes during the last glac- iation.“ Broecker er jarðefnafræðingur og í hópi kunnustu jarðvísindamanna samtímans. Hann hefur mikið fengist við rannsóknir á efnafræði hafsins og er m.a. kunnur fyrir kenningu um „færiband" heimshafanna, sem vikið var að í greinum Trausta Jónssonar og Tómasar Jó- hannessonar um loftlagsbreytingar er birtust nýverið í Lesbók Morgunblaðsins. Eins og mörgum er kunnugt leiða rannsókn- ir á ískjörnum úr Grænlandsjökli í ljós mjög skyndilegar loftlagsbreytingar og sömu niður- stöður fást við rannsóknir á djúpsjávarkjörnum sem Broecker hefur átt þátt í. Hann mun fjalla um þessar rannsóknir og greina frá nýlegum niðurstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.