Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JLINÍ 1993 / Farðu nú inn og heimsæktu pabba meðan mamma talar við lækninn. BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Ein af mikilvægustu bókum heimsins Frá Þorsteini Sch. Thorsteinssyni: Bókin „Supernatural Visions of the Madonna“ er sögð vera ein af mikilvægustu bókum í heiminum í dag. Bókin hefur bæði orðið fyrir umtalsverðum og dularfullum töfum. En hugsanlega verður hún gefin út á þessu ári. Hún var auglýst í blað- inu „The People“ í janúar og átti að koma út hinn 11. febrúar á þessu ár. Þegar það kom á daginn var sagt að bókin myndi koma út um mánaða- mótin apríl/maí, því að það ætti að bæta við bókina einum 150 blaðsíð- um. Síðan þegar haft var samband við bókaútgáfuna Hillingdon Press var sagt að prentararnir hefðu neitað Lokað björg- unarskýli Frá Björgvin Hólm: Ég var að lesa um það, þegar nokkur ungmenni lentu í hrakning- um á Steingrímsfjarðarheiði. Þau náðu að komast í skýli og gátu beð- ið þar, þangað til þau voru sótt. Þá varð mér hugsað til þess þegar ég fór yfir Holtavörðuheiði á hring- ferð minni á reiðhjóli um ísland í vor. Þegar ég var efst á heiðinni, kom snjóhríð svo ég sá ekki hand- anna skil. Þó hafði verið sól og gott veður niðri á láglendinu, svo hún kom mér töluvert á óvart. Þetta var rétt hjá skýlinu, sem er efst á heiðinni. Ég ákvað að fara í skjól, því ég vissi ekki, hve hríðin myndi vara lengi. En ég varð óskaplega hissa þegar ég náði skýlinu, ÞAÐ VAR LÆST. Það var með öðrum orðum ekkert skýli. Til hvers er læstur kofi uppi á Holtavörðuheiði? Sem betur fer hætti hríðin fljót- lega, og ég slapp. En það hefði get- að farið verr. BJÖRGVIN HÓLM að afhenda bókina. Miss Richmond sú sem skrifaði bókina segir að hún og lögreglan hafi ekki fengið að sjá eitt einasta eintak af bókinni, þrátt fyrir að hún hafi verið búin að greiða 18.000 pund fyrir prentunina. Ekki hefur það fengist staðfest hveijir eða hvaða aðilar hefðu stöðvað útgáfu bókar- innar. Miss Richmond grunar ekki kaþólsku kirkjuna um að hafa staðið að þessum aðgerðum heldur grunar hana bresku leyniþjónustuna'MI5 um stöðvun á útgáfu bókarinnar. Bókin fjallar að hluta til um fatíma leyndarmálið er kaþólska kirkjan hefur þagað yfír í ein 70 ára, um framtíð breska konungsdæmisins, mikilvægar upplýsingar varðandi framvindu geimrannsókna á hala- stjörnum, smástirnum og síðan fram- tíð alls mannkyns. Það eru því fleiri fleiri þúsund manns sem bíða eftir afhendingu bókarinnar. Breska lögreglan CID er önnum kafin í þessu máli núna og á eftir að ákveða hvað skeður næst. ÞORSTEINN SCH. THORSTEINSSON, Kaplaskjólsvegi 53, Reykjavík. HEILRÆÐI SLYSAVARNAFÉLAG ISLANDS RAUÐI KROSS ÍSLANDS Víkverji skrifar Kona nokkur, sem er áhygggju- full yfir því hvaða ímynd Is- lendingar' séu að fá á sig erlendis, sem fyrrverandi og hugsanlega verðandi hvalveiðiþjóð hafði fyrir nokkru samband við Víkverja og lýsti áhyggjum sínum. Hún kvaðst telja að sjónvarpsstöðvarnar hér á landi, færu sér ekki nógu gætilega í myndbirtingum, í tengslum við fréttaflutning tengdan hvalveiði- umræðum. Sagði konan að stöðugt væru birtar sömu myndirnar í fréttatímum sjónvarpsstöðva, sem sýndu vinnslu og verkun úr Hval- veiðistöðinni á sinn ógeðfelldasta og blóðugasta hátt. Blóðið flyti beinlínis út um allt, sjórinn væri blóðlitaður, innyflin yllu út úr sund- urristum kviðum hvalanna og allt væri þetta til _ þess fallið að gera ímynd okkar Islendinga sem villi- mannlegasta og ógeðfelldasta í augum útlendinga. xxx Víkverji var með tilburði til þess að malda í móinn og spurði konuna hvort hún væri í raun og veru að hvetja til ritskoðunar á fréttamyndum úr myndasafni sjón- varpsstöðvanna. Hún kvað svo ekki vera. Heldur teldi hún að sjónvarps- stöðvarnar ættu að gæta meiri var- kárni við þessar myndbirtingar, jafnframt því sem hún teldi þær ættu að reyna að auka fjölbreytnina í myndskreytingu slíkra frétta. hægt væri að sýna hvalveiðiskip á siglingu, hvali syndandi í sjónum, hvalveiðimenn um borð í skipum, og aðrar hlutlausari fréttamyndir, sem tengdust hvalveiðum á einn eða annan hátt, en væru ekki jafn blóði drifnar og þær sem hún segir birtar í svo til hveijum fréttatíma, þar sem hvalamál ber á góma. Hún sagðist líta þannig á að í augum íslendinga væri ekkert ógeðfellt eða ógeðs- legt, við þessa atvinnugrein. Heldur væri hér einungis um eina tegund lífsbjargar að ræða, sem væri sjálf- sögð og eðlileg. Útlendingar, sem kæmu jú margir hingað til lands á ári hveiju, litu þessar fréttamyndir hins vegar allt öðrum augum og teldu þær i einu orði sagt viðbjóðs- legar. Því ætti að hennar mati að sýna svona myndirj hófí, til þess að skaða málstað Islendinga sem minnst. Til samanburðar nefndi konan fréttaumfjöllun blaða og ljós- vakamiðla fyrir nokkrum árum, þegar kindakjötsijall landsmanna var hvað hæst, og dilkakjöt var keyrt í tonnatali beint á haugana, þar sem jarðýtur urðuðu kjötið. Hún sagði að svo hefði verið um sig þá, og raunar fjölmarga aðra, sem hún þekkti, að hún hefði um langa hríð orðið algjörlega fráhverf kindakjöti og hún hafi sniðgengið þá vöru við innkaup sín, því hún hafi jafnan séð fyrir sér dilkana á haugunum, sem jarðýtur ýttu upp í hrúgur og grófu svo undir jarðvegi. X X x ótt Víkveiji sé ekki og hafi aldr- ei verið talsmaður ritskoðunar og sé heilshugar stuðningsmaður frelsisins sem fjölmiðlar eiga og verða að njóta, við störf sín, þá hallast hann að því að konan kunni að hafa eitthvað til síns máls, og sjónvarpsstöðvarnar ættu kannski að reyna að auka fjölbreytni í mynd- birtingum með hvalafréttum sínum. Enda er það jú leiðigjarnt að horfa stöðugt á sömu fréttamyndirnar sem fundnar eru í myndasafni sjón- varpsstöðvanna, ekki satt?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.