Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 41 VELVAKANDI SÍMAAT BORIÐ hefur töluvert á því núna síðustu mánuði að hringt er í símann hjá mér og um leið og tólið er tekið upp og svarað er lagt á. Auðvitað koma sá dagar, jafnvel vikur, að ekkert er hringt, en suma dagana er hringt 4-6 sinnum. Þetta er óskaplega þreytandi til lengdar. Tel ég nær fullvíst að hér sé um að ræða stálpuð böm eða unglinga og bið ein- dregið um að þessum leikara- skap sé hætt sem allra fyrst. Þetta er lágkúrulegt uppátæki. Ég hef bæði haft með börn og unglinga að gera og veit það fyrir víst að það er ýmislegt annað og skemmtilegra hægt að gera sér til gamans. Mér er einnig kunnugt um að fleiri hafa orðið fyrir slíku ónæði. Þreyttur simeigandi GÆLUDÝR Læða fæst gefins FALLEG læða, svört og hvít, óskar eftir góðu heimili. Upplýs- ingar í síma 673796. Toppa er týnd TOPPA er brúnröndótt læða, eyrnamerkt, með bláa og hvíta hálsól. Hún hvarf frá Sogavegi 96 þann 16. júní sl. Hafi ein- hver orðið hennar varir er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 37041. Svört/hvít læða fannst LÍTIL svört og hvít læða, ómerkt, mjög gæf og róleg, fannst við Úlfarsfell 13. júní sl. Hún gæti mögulega hafa flækst þangað með bíl. Eigandi vinsam- lega hafí samband í síma 814753 eftir kl. 17. Páfagaukur fannst LÍTILL blágrænn páfagaukur fannst í Fýlshólum 11. júní sl. Upplýsingar í síma 72286. TAPAÐ/FUNDIÐ Gullhringur og gleraugu töpuðust GULLHRINGUR og gleraugu töpuðust á horni Bankastrætis og Lækjargötu aðfaranótt sunnudags. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 625211. Fundarlaun. Vasadagbók tapaðist LÍTIL vasadagbók glataðist sl. sunnudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 627232 eða 12983. Hálsmen tapaðist HÁLSMEN, sem er slétt silfur- plata með ágTöfnu nafninu Sverrir, tapaðist fyrir nokkru í Reykjavík. Finnandi vinsamlega hringi í síma 76848. Kalkoff reiðhjól tapaðist RAUTT Kalkoff stelpuhjól tapaðist í Skerjafirði fyrir nokkru. Finnandi vinsamlega hringi í síma 623274. Muddy Fox hjól tapaðist RAUTT Muddy Fox hjól, Path- fínder, með svörtum skellum hvarf, frá Sólvallagötu 17 að- faranótt sl. sunnudags. Hafí ein- hver orðið hjólsins var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 624373. Kvenfrakki tekinn í misgripum SÚ SEM tók dökkbláan kven- frakka í misgripum í Safnaðar- heimili Fríkirkjunnar, Laufás- vegi 13, laugardaginn 19. júní sl. milli kl. 15 og 18, vinsamlega hafi samband í síma 18928. Úlpa tekin í misgripum á Hótel íslandi RAUÐ úlpa yar tekin í misgrip- um á Hótel íslandi sl. miðviku- dagskvöld. Sá sem er með úlp- una er vinsamlega beðinn að hringja í síma 30229. Jakki og veski týndust GRÆNN rúskinnsjakki og svart leðurveski týndust í Tunglinu laugardaginn 11. júní sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 31036. Fundarlaun. Gleraugu fundust GLERAUGU fundust á Borgar- spítalalóðinni föstudaginn 18. júní sl. á leiðinni að strætis- vagnaskýlinu. Réttur eigandi hringi í síma 34090. Guðbjörg. Pennavinir Kanadískur 38 ára blökkumaður karlmaður sem getur ekki um áhugamál: Thomas Oduro Mensah, 180 Chalkfarm Drive, Apartment. 1309, Downsview, Totonto, Ontario, Canada. Frá ísrael skrifar frímerkjasafn- ari sem vill komast í samband við íslenska safnara með skipti fyrir augum: Mordechai Ya’ary, P.O. Box 65236, 61651 Tel Aviv, Israel. Nítján ára Ghanastúlka með áhuga á sundi, bréfaskriftum og póstkortum: Erica Donkor, c/o Eric Siripi, Box 328 Agoua-Swedru, Ghana. Átján ára japönsk stúlka með áhuga á bréfaskriftum og tónlist: Kyoko Tokunaga, 1218-47 Ofunakoshi-cho, Isahaya-shi, Nagasaki-ken, 854 Japan. Kanadískur 28 ára karlmaður sem hefur staðið í bréfasambandi við pennavini um heim allan frá því hann var 12 ára en aldrei eignast íslenska pennavini: Tom Kaczkowski, 9385 Francoeur Ápt. 54, Lasalle, Quebec, Canada H8R 2G5, Frá Ghana skrifar 26 ára kona með margvísleg áhugamál: Rosemaru Asare, P.O. Box A 108, Cape Coast, Ghana. Tvítugur ástralskur tækniskóla- nemi með áhuga á tungumálum og tónlist: Hamish A. Stewart, 4 Burrandong Cres, Baulkham Hills, New South Wales, Australia 2153. LEIÐRÉTTING Námskeið fyrir söngvara í Morgunblaðinu í gær birtist fréttatilkynning um söngnámskeið sem Anthony Hose heldur dagana 12.-26. júlí. í fyrirsögn tilkynning- arinnar er sagt að þetta sé nám- skeið fyrir söngvara Söngskólans en hið rétta er að þetta er opið námskeið fyrir alla og er haldið í Söngskólanum í Reykjavík. Morg- unblaðið biðst velvirðingar á þessu. VÖKVABÚNAÐUR vandaðar vörur semvelerþjónað Gott úrval búnaðar fyrir vökvakerfi svo sem dælur, mótorar, lokar og ýmsir fylgihlutir. Varahluta- og viðgerðarþjónusta tryggja rekstraröryggi tækjanna. í þjónustudeild okkar veita sölumenn fúslega faglegar upplýsingar - hafið samband. VÖKVA- MÓTORAR DÆLUR • STJÓRN- LOKAR = HÉÐINN = V E R S L U N SELJAVEGI 2 SÍMI 624260 ALIIAF 90TTVEÐUR Í SIX-TEX® er nýja línan í léttum, hlýjum og þægilegum sportfatnaði frá 66°N. Hann er 100% vind- og vatns- þéttur en hleypir samt útgufun líkamans í gegn (öndunarfatnaður) og hentar vel í hvaða veðri sem er. Sölustaðir: Ellingsen, Kringlusport, 66°N verslunin, Útilíf og helstu sportvöruverslanir landsins. 66'N SJÓKLÆÐAGERÐIN HF. SKÚLAGATA 51, REYKJAVÍK, SÍMI: 91-11520 FAX: 91- 26275

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.