Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 TENNIS / VELLIR Einliðaleikur kvenna 1960818283848586878889909)92! WIMBLEDON VEX STOÐUGT VERÐLAUNAFEA YFIRBORÐ TENNISVALLA — segir Ivan Lendl ÞRÁTT fyrir að aðeins séu tvær vikur á milli stærstu tennismót- anna í Evrópu, Opna franska meistaramótsins og Wimble- donmótsins, eru líkurnar á því að sami aðili standi uppi sem sigurvegari í karlaflokki á báð- um mótum afar litlar. Það þarf að fara þrettán ár aftur í tím- ann til að finna dæmi um slíkt, þegar tenniskappinn sænski Björn Borg var upp á sitt besta. Munurinn á mótunum felst í því að á Opna franska er leikið á leirvelli, en á grasi á Wimbledon. Grasið gerir það að verkum að tenn- isboltinn gengur mjög hratt á milii leikmanna, skoppar lítið og snúning- ur á honum er lítill. Þannig aðstæð- ur henta best spilurum sem eru við- bragðsfljótir, en leirinn, sem býður upp á hægari leik og meira skopp- andi bolta, er fyrir þá útsjónarsömu. Þriðja gerðin af tennisvöllum er svo gerviefnið, þar sem aðstæður eru -vipaðar og á leirvöllum, en boltinn skoppar eitthvað hærra en á leirnum. Gras er fyrir beljur Það eru aðeins fáir leikmenn sem hafa getu til að ná langt á öllum þessum vallargerðum, og margir af þekktustu tennisleikurum heims hafa aldrei unnið sigur á Wimble- don. Þannig er til dæmis ástatt hjá einum þekktasta tennisleikmanni í heiminum í dag, Ivani Lendl. Haft hefur verið eftir honum að gras sé aðeins fyrir beljur, en samt sem áður tekur hann þátt á Wimbledon- mótinu í ár og freistar þess enn einu sinni að ná sigri, væntanlega með takmörkuðum árangri. Hann hefur hins vegar unnið marga glæsta sigra á leirvellinum á Roland Garros, þar sem Opna franska er haldið ár hvert. Tveir aðrir þekktir, Boris Becker og Stefan Edberg, hafa báðir náð góðum árangri á Wimbledon en aldr- ei sigrað á Roland Garros - og Jim Greið leið hjá stjöm- um grasvelli ítennis Courier, sem tapaði úrslitaleiknum á Roland Garros í ár en sigraði í fyrra, datt fljótt úr Wimbledon- keppninni í fyrra. Meistarinn á Roland Garros ekki með Andre Agassi sigraði á Wimble- don í fyrra mjög óvænt, en hann hefur til þessa verið álitinn sterkari á leirvöllum. Hann gat hins vegar ekki keppt á Opna franska í ár vegna meiðsla. Sergi Bruguera, sem sigr- aði Jim Courier í úrslitum á Opna franska, er í hópi með hetjum eins og Lendl; er eins og belja á svelli þegar á grasið er komið. En hann þekkir sinn vitjunartíma og mætti því ekki til leiks á Wimbledon. Sterkustu konurnar virðast ekki eiga í eins miklum erfiðleikum og karlarnir að ná árangri á grasi og á leir. Chris Evert vann t.d. þrisvar á Wimbledon á sínum tíma og sjö sinnum á Roland Garros. Steffí Graf hefur unnið níu Wimbledontitla og sigraði á Opna franska fyrir tveimur vikum, og er álitin sigurstranglegust nú á Wimbledonmótinu. Hraðinn að aukast Á síðustu árum hefur þróun í gerð tennisspaða verið slík að hraði tennisboltans á milli manna er sí- fellt að aukast. Boltinn hefur auk þess verið þyngdur nokkuð og það gerir það að verkum að sterkir leik- menn taka þá sem eru í minni æf- ingu gjörsamlega í bakaríið, eins og þar stendur, og þá einkum á gra- svöllum þar sem hraðinn er meiri en á leirnum. Steffi Graf sigraði t.a.m. áströlsku stúlkuna Kirrily Sharpe í fyrstu umferð í gær án þess að tapa lotu; 6-0 og 6-0. Leik- irnir á leirvöllunum eru að mati manna skemmtilegri að því leyti að þar gefst leikmönnum betra tæki- færi til að sína tækni sína og útsjón- arsemi, en á móti geta þeir orðið langdregnir. unum TENNISSTJÖRNURNAR á Wimbiedonmótinu áttu greiða leið í gegnum fyrstu umferð mótsins. Steffi Graf og Andre Agassi, meistararnir frá því í fyrra áttu ekki í miklum erfið- ieikum með andstæðinga sína, og sömu sögu má segja um flesta aðra af þeim bestu. Þó áttu nokkrir af þeim bestu í erfiðleikum með andstæðinga sína og var Jennifer Capriati þeirra á meðal. Hún keppti við breska stúlku, Shirli-Ann Siddall, sem er í 325. sæti á heimslistanum, og tap- aði fyrstu hrinunni, en vann þær tvær næstu. Conchita Martinez átti í basli með Ginger Helgeson, en sigraði þó 2:0. Boris Becker sigraði andstæðing sinn Marc Goellner, en ekki auðveldlega, tapaði fyrstu hrinunni en vann þrjár næstu, og Pete Sampras, sem er í efsta sæti á styrkleikalista mótsins og efstur á heimslistanum, sigraði Ástralann Neil Borwick 3:1. Reuter Conchita Martinez var beðin um að skipta um föt þegar hún ætlaði að hefja leikinn gegn Ginger Helgeson á Wimbledonmótinu í gær. Á minni mynd- inni togar Martinez í nýju treyjuna til að spyija dómarann hvort hún sé í lagi. Leikurinn tafðist um rúmar tuttugu mínútur meðan hún skipti um treyju. Mót á grasvöllum Wimbledon, Stella Artois Grasio hentar viðbragðsfljótum leikmönnum Gras Mold Leirvellir henta útsjónar sömum leikmönnum Rautt múr steinsryk Leir Sérvalinn mulinn steinn Gerviefm ^ hentar útsjónar- sömum leikmönnum Þrjú lög af akríl- undirlagi Mörg lög af mjúkum mottum Grunn fylling Steypa Hratt, skoppar misjafnlega lágt með litlum yfirsnúningi Mót á leirvöllum Opna franska og ítalska Hægt, skoppar miðlungs- hátt með yfirsnúningi Mót á gerviefni Opna bandaríska Miðlungs- V.. hratt, skoppar nokkuö hátt með yfirsnúningi REUTER Gras er fyr ir beljur REUTER ■ ÁHORFENDUR á fyrsta degi Wimbledonmótsins í* tennis voru 31.463 á móti 28.233 í fyrra. Heið- ursgestur á opnunardaginn var leik- arinn Charlton Heston. ■ LÖGREGLAN í Wimbledon hefur keypt 18 fjallahjól til að eiga auðveldara með að elta svartamark- aðsbraskara uppi. Aðgöngumiðar kosta 35 pund, en hafa verið boðn- ir á 200 pund á svartamarkaði. ■ ÖRYGGISGÆSLAá. mótinu er sú mesta í 107 ára sögu tennismóts- ins og er það vegna árásarinnar á Monicu Seles í Þýskalandi fyrir nokkrum mánuðum. ■ ANDRE Agassi, Wimbledon- meistari frá Bandaríkjunum, hefur fengið sér nýja kærustu. Hún er engin önnur en leikkonan, Barbra Straisand, sem er 53 ára. Það er 28 ára aldursmunur á parinu. ■ GABRIELA Sabatini frá Arg- entínu mætti Carri Cunningham frá Bandaríkjunum í fyrstu um- ferð á mánudag. Þegar þær komu út á tennisvöllinn voru þær ná- kvæmlega eins klæddar, í fötum frá sama framleiðanda og í sama lit. Þær voru hálf vandræðalegar þegar þetta kom í ljós en hófu þó leikinn og sigraði Sabatini nokkuð örugg- lega, 7:5 og 6:2. ÚRSLIT Tennis Wimbledonmótið I tennis -1. umferð. Helstu úrslit: Einliðaleikur karla: Christo van Rensburg (S-Afriku) vann Carl- Uwe Steeb (Þýskalandi) 6-4 2-0, hætti David Prinosil (Þýskalandi) vann Alex An- tonitseh (Austurríki) 7-6 (7-3) 6-3 7-6 (7-3) Jakob Hlasek (Sviss) vann Diego Nargiso (Ítalíu) 7-6 (7-4) 6-2 6-7 (6-8) 7-6 (7-5) Miles MacLagan (Bretlandi) vann Karsten Braasch (Þýskalandi) 7-6 (7-5) 3-6 6-3 3-6 6-4 11- Petr Korda (Tékklandi) vann Martin Strelba (Tékklandi ) 6-1 6-2 6-1 Olivier Delaitre (Frakklandi) vann 16- Thomas Muster (Austurrfki) 7-5 6-4 6-2 Magnus Larsson (Svíþjóð) vann Patrick Kuehnen (Þýskalandi) 6-0 3-6 7-5 6-3 * Henri Leconte (Frakklandi) vann Diego Perez (Úrugvæ) 6-4 6-4 6-4 Javier Frana (Argentínu) vann Jeremy Bat- es (Bretlandi) 6-4 7-5 7-6 (7-4) 1-Pete Sampras (Bandar.) vann Neil Borwick (Ástralíu) 6-7 (10-12) 6-3 7-6 (7-3) 6-3 Byron Black (Zimbabwe) vann Robbie 4- Boris Becker (Þýskalandi) vann Marc Go- ellner (Þýskalandi) 4-6 6-3 6-2 6-4 Wally Masur (Ástralíu) vann Javier Sanchez (Spáni) 6-1 6-4 7-6 (7-4) David Wheaton (Bandar.) vann Nicolas Pereira (Vénesúela) 7-6 (7-3) 4-6 6-4 6-3 12- Michael Chang (Bandar.) vann Paul Haarhuis (Hollandi) 6-2 6-2 4-6 6-7 (5-7) 6-4 Ronald Agenor (Haiti) vann Tomas Carbon- ell (Spáni) 6-4 4-6 7-5 6-2 John Fitzgerald (Ástralíu) vann Bart Wuyts (Belgfu) 6-0 6-3 6-3 Chris Bailey (Bretlandi) vann Patrick McEnroe (Bandar.) 7-5 7-5 7-5 Einliðaleikur kvenna: Rachel McQuillan (Ástralíu) vann Jenny Byrne (Ástralíu) 6-4 6-2 Marianne Werdel (Bandar.) vann Nadine Ercegovic (Króatíu) 6-3 6-3 Mana Endo (Japan) vann Karen Cross (Bretlandi) 6-4 6-3 Zina Garrison-Jackson (Bandar.) vann Sab- ine Hack (Þýskalandi) 6-2 7-5 6- Conchita Martinez (Spáni) vann Ginger Helgeson (Bandar.) 7-5 6-3 16-Nathalie Tauziat (Frakklandi) vann Rennae Stubbs (Ástralíu) 7-5 6-4 7- Jennifer Capriati (Bandar.) vann Shirli-Ann Siddall (Bretlandi) 6-7 (5-7) 6-2 6-1 1- Steffi Graf (Þýskalandi) vann Kirrily Sharpe (Ástralíu) 6-0 6-0 Liz Smylie (Ástralíu) vann Jo Durie (Bret- landi) 4-6 6-4 6-2 Ann Grossman (Bandar.) vann Tami Whitl- inger (Bandar.) 6-0 4-6 6-4 Larisa Neiland (Latvia) vann Colette Hall (Bretlandi) 6-3 6-2 Pascale Paradis-Mangon (Frakklandi) vann Manon Bollegraf (Hollandi) 6-4 6-3 2- Martina Navratilova (Bandar.) vann Michelle Jaggard-Lai (Ástralíu) 6-2 6-1 Jana Novotna (Tékklandi) vann Emanuela Zardo (Sviss) 6-1 6-3 3- Arantxa Sanchez Vicario (Spáni) vann Radka Zrubakova (Slovakia) 6-1 6-1 Sabine Appelmans (Belgfu) vann Karin Kschwendt (Þýskalandi) 4-6 6-4 6-3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.