Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAMÐ fPflCS MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 43 KNATTSPYRNA Átján í leikbann Atján knattspyrnumenn voru úrskurðaðir í leikbann á fundi aga- nefndar KSÍ í gær. Það vekur athygli að fimm leikmannanna eru leikmenn yngri flokka og fékk leikmaður 3. flokks Stjörnunnar tveggja leikja bann, en yngsti leikmaðurinn kemur úr 4. flokki ÍA, með eins leiks bann. Þjálfari Hauka í 2. flokki, Björn Svavarsson, fékk eins leiks bann og auk þess 5.000 kr. í sekt. Arnar Barðdal, sem leikur með utandeildarliðinu Ótta, fékk þriggja leikja bann. Tveir leikmenn úr 1. deild, Ásmundur Arnarsson, Þór og Þórhallur D. Jóhannsson, Fylki, fengu eins leiks bann. Leikmenn í neðri deildunum, sem fengu eins leiks bann, eru: Jón Þ. Eyjólfsson, ÍR, Garðar Jónsson, Skallagrímí, Zoran Ljubic, HK, Eiríkur Bjarna- son, Austra, Eyþór Viðarsson, Aftureldingu, Jón B. Jónatansson, Snæ- felli og Magnús Eggertsson, Sindra. '¦•^yi 8|k. ¦ á i f :¦ . *&.¦$. ¦ & :.."^Y\'. -^-¦¦^, ¦ j^ •? . »¦„ «&*, ¦/¦ 'ap--i--- Vidar í Þrótt l\les, Viðar Þorkelsson, fyrrum landsl- iðsmaður í knattspyrnu og varnarmaður hjá Fram, hefur sent beiðni til KSÍ um að skipta yfir í Þrótt frá Neskaupstað. Viðar hefur tekið við sem útibússtjóri Lands- bankans á Neskaupstað og ætlar að taka fram knattspyrnuskóna á nýjan leik. „Já, ég fer á fyrstu æfinguna í kvöld [í gærkvöldi] og það er aldrei að vita hvað maður gerir. Ég er nú bara nýkominn til starfa, byrjaði að vinna á mánudaginn þannig að ég veit ekki enn hvort maður hefur tíma til að vera í fótboltanum á fullu. Ef ég hef tíma og kemst í gott form þá verður maður með, ef einhver not eru fyrir mig," sagði Viðar við Morgunblaðið í gær. URSLIT Bikarkeppnin Undankeppni bikarkeppninnar í knatt- spyrnu. Sigurvegarar eru komnir í 16-liða úrslit ásamt 1. deildarfélögunum tíu: S<jarnan - HK........................................2:3 Jón Þórðarson 2 — Steindór Elíson, Valdi- mar Hilmarsson, Ejub Burisevic. Grótta - Breiðablik................................1:6 Rafnar Hermannsson - Jón Þorir Jónsson 3, Sigurjón Kristjánsson 2, Willum Þór Þórsson. Víðir - Haukar.......................................3:0 Björgvin Björgvinsson, Sigurður Valur Árnason, Grétar Einarssin (vítasp.). Vðlsungur - Leiftur...............................0:2 - Pétur B. Jónsson 2. Hvöt - KA...............................................3:5 Hallsteinn Traustason, Pétur Arason, Val- geir Baldursson - Pétur Óskarsson, Ormarr Orlygsson, Halldór Kristinsson, Hermann Arason (sjálfsmark), Bjarki Bragason. ¦ Staðan var jöfn, 3:3, eftir venjulegan leik- tíma. Austri - Höttur.......................................0:7 - Grétar Eggertsson 3, Jón Fjölnir Al- bertsson, Þórður Ragnarsson, Haraldur Clausen. Ameríkubikarinn B-RIÐILL Cuenca, Ecuador. Chile - Brasilia.......................................3:2 Jose Luis Sierra (13.), Richard Zambrano 2 (52., 58.) - Muller (38.), Palhinha (54. - vítasp.). Staðan: Paraguay...........................2 1 1 0 2:1 3 Chile..................................2 1 0 1 3:3 2 Perú...................................2 0 2 0 1:1 2 Brasilía..............................2 0 1 1 2:3 1 BKeppt er í þremur riðlum. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í 8-liða úrslit, en þar að auki tvö landslið sem ná bestum árangri í þriðja sæti. ¦Leikir sem eftir eru: Chile - Perú og Brasilía - Paraguay. Körfuknattleikúr Leikir í Evrópukeppninni f Vín: Úkraína-Skotland............................101:64 Litháen - Holland.............................. 93:85 ¦íslenska landsliðið iék ekki í gær, en mætir Austurríkismönnum í dag. Leiðrétting Nafn Sigursteins Gíslasonar féll út í ein- kunnagjöfinni fyrir leik ÍA og Víkings í blaðinu f gær. Sigursteinn átti að fá eitt M. Ikvöld 1. deild karla: Laugard: Fram - Víkingur.......kl. 20 1. deild kveniia: Vestm'eyjar ÍBV-Valur.........kl. 20 KR-völlur: KR-ÍBA.................kl. 20 Stjörnuv.: Stj'arnan-ÍA............kl. 20 Kópavogsv.: UBK-ÞrótturN...kl. 20 Ragnar Bogi Petersen, marfc- vörAur HK, greip oft vel inní gegn Stjörnunnl f gærkvöldi þegar lið hans sló Stjörnuna útúr bikarkeppni KSÍ. Höttur í hattinn HOTTURfrá Egiisstöðum, sem leikur í 4. deild og HK, sem er í 3. deild, tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ i'fyrsta sinn fgærkvöidi. 4. deildarlið Hvatar frá Blöndu- ósi var hársbreidd frá því að slá 2. deildarlið KA út úr keppn- inni. Hin liðin sem fara íhattinn með 1. deildarliðunum tíu er dregið verður ídag eru; Vi'ðir, Breiðablik og Leiftur. Þrátt fyrir að Stjörnumenn væru fljótari og sterkari dugði það lítt gegn HK, því 3. deildarliðið var m^ eins og grenjandi Stefán ljón og sló 2. deild- Stefánsson arliðið úr Garða- skrifar bænum út með 2:3 sigri. „Liðið sem vildi vinna vann og ég óska því til hamingju," sagði þjálfari Stjörn- unnar, Sigurlás Þorleifsson, eftir leikinn. Kópavogsbúarnir voru örlitið smeykir í byrjun en þegar Steindór Elíson skallaði inn fyrsta mark þeirra á 8. mínútu hrökk liðið í gang. Jón Þórðarsson jafnaði þó fyrir Stjörnuna fjórum mínútum síðar en á nokkrum mínútum fyrir leikhlé kom Valdimar Harðarsson HK í 1:2 eftir fum og fát í mark- teig Stjörnunnar. Jón jafnaði aftur á 61. mínútu úr vítaspyrnu en fimm mínútum fyrir leikslok náði Ejub Purisevic að koma boltanum inn eftir mikið basl inní markteig Stjörnunnar og HK þar með í 16. liða úrslitin. „Mér er svo sem sama hverja ég fæ í næstu umferð en helst vildi ég fá Breiðablik," sagði þjálfari HK, Helgi Ragnarsson. „Deildin er samt númer eitt og árangurinn í bikarn- um er bónus. Við erum búnir að fá smjörþefinn af annarri deild og telj- um okkur fullfæra í hana." Hvðt hársbreidd ffrá sigri Hvöt komst í 2:0 gegn KA á Blönduósi með mörkum Hallsteins Traustasonar og Péturs Arasonar og þannig var staðan í hálfleik. Pétur Óskarsson minnkaði muninn fyrir KA í upphafi síðari hálfleiks og Ormarr Örlygsson jafnaði fimm mín. fyrir leikslok. Valgeir Barða- son kom Hvöt aftur yfir mínútu síðar, en Halldór Krisinsson jafnaði fyrir Akureyringa á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. KA-menn voru síðan sterkari í framlengingunni og gerðu tvö mörk. Jðn Sigurðsson, Blönduósi. ¦Breiðablik gerði út um leikinn gegn Gróttu á fyrstu 20 mínútunum — gerðu þá 4 mörk. Staðan í hálf- leik var 5:1. Jón Þórir-Jónsson gerði þrennu í leiknum og Sigurjón Krist- jánsson tvö. HLeiftur frá Olafsfirði átti mjög góðan leik gegn Völsungi á Húsa- vík og vann 2:0 og gerði Pétur Björn Jónsson bæði mörk liðsins. ¦Grétar Eggertsson gerði þrennu fyrir Hött gegn Austra í 7:0 sigri á Neskaupstaðarvelli. Höttur hefur aldrei áður leikið í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar og það sama má segja um HK. ¦Haukar áttu . enga möguleika gegn sterkum Víðismönnum í Garð- inum og töpuðu 3:0. KORFUKNATTLEIKUR / NBA FOLK ¦ IRINA Skorabogatykh, sem er rússnesk, hefur skrifað undir samning við bikarmeistara Vals í handbolta kvenna og mun leika með liðinu næsta vetur eins og í fyrra. Jón Pétur Jónsson verður þiálfari liðsins. ¦ NEJL Ruddock hefur neitað að skrifa undir nýjan samning við Tottenham. Varnarmaðurinn hringdi heim til Ossie Ardiles, nýráðinn framkvæmdastjóra á mánudaginn og sagðist ekki geta tekið tilboði hans. „Við buðum honum mjög góðan samning, mun betri en hann hafði áður," sagði Ardiles. Ruddock var keyptur frá Söuthampton fyrir 750 þúsund pund. ¦ AAD de Mos, fyrrum þjálfari Anderlecht, hefur skrifað undir tveggja ára samning við PSV Eindhoven. Hann tekur við þjálfa- rastöðunni af Hans Westerhof. ¦ SEVILLA neitar að greiða Diego Maradona 1,1 milljón doll- ara eins og gerði ráð fyrir í samn- ingi hans við félagið. Forráðamenn spænska félagsins segja að Maiv.-- dona hafi ekki staðið við samning sinn. Hann hafi mætt illa á æfing- ar, væri of þungur og hagaði sér eins og hann vildi. Hann lék síðast 13. júní og var þá skipt útaf í byrjun síðari hálfleiks gegn neðsta liði deildarinnar, Burgos. Samning- ur Maradona við Sevilla rennur út um mánaðarmótin og verður líklega ekki endurnýjaður. ¦ LUIS Cuervas, forseti Sevilla, segir að Maradona sé frábær knattspyrnumaður, „en hann hefufr- ekki hugsað íiægilega vel um sjálf- an sig," sagði Cuervas. Maradona hefur ekki mætt á æfingar hjá Sevilla síðan honum var skipt útaf 13.-júní, en þá kastaði hann fyrir- liðabandinu í þjálfarann. Jose Maria del Nido, stjórnarmaður Sevilla, sagði í viðtali við argen- tískt dagblað að Seville hefði gert mistök að kaupa Maradona. „Við töpuðum um tveimur milljónum dollara á þessu ævintýri." HANDBOLTI Gróttafær liðsstyrk Grótta, sem leikur í 2. deild karla næsta vetur, hefur fengið iiðsstyrk. Sigtryggur Al- bertsson, markvörður og horha- maðurinn Davfð Gíslason, sem báðir léku með Fram í fyrra, hafa gengið frá félagaskiptum yfir f Gróttu._ Að sögn Árna Einarssonar, formanns handknattleiksdeildar Gróttu, eru einnig viðræður í^ gangi við Friðleif Friðleifsson,'*^ sem lék með Víkingi og Jón Örvar Kristinsson, sem lék með Fram. Þessir leikmenn hafa ailir leikið með Gróttu áður. Reuter Michael Jordan og félagar hans í Chicago Bulls komu heim til Chicago frá Phoenix í gær. Yfir 70 þúsund manns fógnuðu meisturun- um við heimkomuna. Hér sýnir Jordan stuðningsmönnum liðsins verðlaungripinn eftirsótta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.