Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.06.1993, Blaðsíða 44
Gæfan fylgi þér í umferðinni SJÓVÁ^ALMENNAR MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1656 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 86 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Dúfnabústaðurinn Morgunblaðið/Sverrir MIKLAR lagfæringar hafa verið gerðar á bústaðnum og m.a. verið neglt útskot á húsið fyrir dúfurnar þar sem þær komast inn og út. Fjárlagaramminn kynntur í ríkisstjórn í gær Aldrei útilokað skatt- lagningn fyrirtækja Sumarbústaðurinn varð dúfnahús að eiganda forspurðum — segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir að þegar tekjuhlið fjár- lagafrumvarpsins verði rædd, sem muni gerast í ágústmánuði, liggi ljóst fyrir að ríkisstjórnin verði að ákveða nýja skatta, eins og fjár- magnstekjuskatt og hugsanlega fleiri skatta, til þess að mæta að hluta því tekjutapi sem rikissjóður verður fyrir um næstu áramót. Þá lækkar virðisaukaskattur á matvæli í 14%, sem hann segir muni kosta ríkissjóð 2,7 milþ'arða króna á næsta ári. SNJÓLFI Fanndal, bróður eig- anda sumarbústaðar í nágrenni Reykjavíkur, brá heldur í brún þegar hann fór í fyrrakvöld ásamt fleirum að huga að sumar- bústað systur sinnar eftir vetur- inn en bústaðurinn er í nágrenni Reykjavíkur. Búið var að inn- rétta bústaðinn að nýju og breyta honum í dúfnakofa og voru um tíu dúfur inni í honum. Þeir sem að dúfnahaldinu standa segjast hins vegar ekki hafa haft hug- mynd um að nokkur ætti bústað- inn enda hefði hann staðið ónot- aður um árabil og verið orðinn ónýtur. Pétur Davíðsson, sem er einn þeirra sem að dúfnahaldinu standa, segir þá hafa fengið þær upplýs- ingar hjá mælingadeild Reykjavík- urborgar fyrir rúmum 2 árum að eigandinn væri látinn og borgin hefði yfirtekið þessa lóð. Þarna virð- ast hins vegar hafa verið mistök eða misskilningur á ferðinni því eftirlifandi ekkja mannsins sem skráður var eigandi bústaðarins hefur borgað af honum fasteigna- gjöld alla tíð, að sögn Snjólfs. Pétur segir þá félaga hafa lagt í mikinn kostnað við að innrétta skúrinn og að þeir hafi verið þar með dúfurnar í góðri trú í um tvö ár. Korrandi dúfur „Ég fór fyrir systur mína í fyrra- kvöld að líta eftir bústaðnum. Að- koman var korrandi dúfur, fljúg- andi út og inn. Það hafði verið neglt utan á húsið útskot fyrir dúfurnar þar sem þær komust inn og út. Dúfur í hærri verðflokki, eins og bréfdúfur, voru þó í búrum inni. Líklega hafa verið 40-50 dúfur á staðnum," sagði Snjólfur Fanndal, sem kvaðst ætla að leita skýringa hjá Reykjavíkurborg á þessu máli í dag. „Eitt af því sem eftir er að gera, er að ákveða hvemig farið verður með aðstöðugjaldið og tekjuskatt- ana. Það getur endað í einhverri skattlagningu á fyrirtæki og hefur aldrei verið útilokað. Við munum að sjálfsögðu ekki láta 2,7 milljarða hreint tekjutap ganga yfir okkur, án þess að fá eitthvað í tekjur á móti, þó að bilið verði aldrei að fullu brúað,“ sagði fjármálaráð- herra. Samkvæmt þeim tillögum sem Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra kynnti í ríkisstjórn í gær, eru markmið ráðherrans að ná fyrirsjá- anlegum halla fjárlaga næsta árs niður um 8 til 8,5 milljarða króna, en að óbreyttu stefnir hallinn í 18 milljarða króna. Þessi áætlun er gerð, án þess að tillit hafí verið tekið til þess hversu miklu niður- skurður aflaheimilda á næsta fisk- veiðiári kemur til með að auka við fjárlagahallann. Tekjuhliðin órædd Rammi sá sem kynntur var á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun tek- ur einvörðungu til útgjalda ríkis- sjóðs. Tekjuhliðina er enn ekki far- ið að ræða, og verður ekki gert að neinu marki, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins, fyrr en skipt- ing útgjalda á milli ráðuneyta ligg- ur fyrir og hefur verið samþykkt í ríkisstjórn. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hljóða tillögur fjármála- ráðuneytisins upp á að heilbrigðis- ráðuneytið nái útgjöldum sínum niður um eitthvað á þriðja milljarð króna og menntamálaráðuneytið eitthvað á annan milijarð króna. Jafnframt munu ráðuneyti eins og landbúnaðar- og félagsmálaráðu- neyti þurfa að skera útgjöld sín umtalsvert niður, samkvæmt tillög- um fjármálaráðuneytisins. Skipting útgjalda á milli ráðu- neyta, samkvæmt tillögu fjármála- ráðherra, hefur ekki verið samþykkt í ríkisstjóminni og á næstu dögum mun fjármálaráðuneytið eiga við- ræður við einstök fagráðuneyti um útgjaldaramma hvers ráðuneytis fyrir sig. Stefnt er að því að niður- staða liggi fyrir um skiptingu út- gjaldanna um eða upp úr næstu mánaðamótum. Seldu doll- arabréf fyr- ir 420 millj. LÁNASÝSLA ríkisins hefur nú selt á innlendum markaði 6,5 millj- ónir dollara af skuldabréfum rík- issjóðs í dollurum eða sem svarar til um 420 milfjóna króna. Bréfin eru sem kunnugt er hluti af 125 milljóna dollara útboði ríkissjóðs sem fór fram á fjármálamarkaði í London í síðustu viku. Upphaf- lega voru boðnir fram milljón dollarar af þessum bréfum í til- raunaskyni. Þau seldust upp á skömmum tíma og komu fram óskir um kaup á um 5,5 miiyónum dollara til viðbótar frá öllum verð- bréfafyrirtækjunum. Lánasýslan útvegaði í gær í Lond- on þá íjárhæð sem fyrirtækin óskuðu eftir. Pétur Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa, sagði í samtali við Morgunblaðið að verðbréfafyrirtæk- in hefðu öll brugðist mjög fljótt og vel við þessari tilraun. Kaupendur bréfanna væru bæði lífeyrissjóðir, einstaklingar og aðrir fjárfestar á markaðnum. Hann kvaðst ekki eiga von á því að meira af þessum bréfum yrði sett á markaðinn að sinni. I heyönnum Morgunblaðið/Bje HEYSKAPUR er nú hafínn viða í sveitum. í gser hófst sláttur á nokkrum bæjum undir Eyjaíjöllum og á Þorvaldseyri voru Ólafur Eggertsson bóndi og hans fólk önnum kafin við slátt í brakandi þurrki. Skyndilokanir á miðunum aldrei fleiri en á þessu ári Ýsustofninn styrkist og líkur á að ýsukvótinn verði aukinn á næstu árum SKYNDILOKANIR Hafrannsóknastofnunar á miðunum í kringum landið eru nú orðnar 96 talsins það sem af er árinu. Þetta er metfjöldi af lokunum á þessum tíma, en þeg- ar þær hafa verið mestar voru þær 120 tals- ins á heilu ári. Að sögn Guðna Þorsteinsson- ar yfirmanns veiðieftirlits Hafrannsókna- stofnunar hafa lokanir verið miklar í sumar vegna mikils magns af smáýsu við suður- og austurströndina. Mjög sterkur ýsustofn er greinilega í uppvexti og segir Guðni að allar líkur séu á að ýsukvótinn verði aukinn á næstu árum. Að sögn Guðna er fjöldi skyndilokana misjafn eftir árum, en algengt að lokanir séu um 60-70 árlega. Fjöldinn nú sé óvenjumikill en til saman- burðar má nefna að á sama tíma í fyrra voru lokanimar orðnar tæplega 60 talsins og þóttu þá margar. „Það sem er að gerast nú er að sterkur ýsu- stofn er að vaxa upp á miðunum og við erum að vemda þann stofn," segir Guðni. „Ef vel tekst til með þá vemdun era allar Iíkur til þess að hægt verði að auka ýsukvótann á næstu árum og slíkt er í undirbúningi." Mikið lokað á línu Hvað skyndilokanir í ár varðar hafa þær orð- ið mestar á hefðbundnum veiðisvæðum línubáta í vetur á Faxaflóa og' Breiðafírði og nokkuð í Húnaflóa. Þar var verið að loka vegna mikils magns af smáþorski í afla. Seinnipart vetrar og í vor urðu lokanir síðan flestar út af Austfjörðum og NV-landi, meðal annars vegna smáýsunnar. Síðustu tvær lokanimar nú í vikunni voru á Lónsdjúpi vegna smáýsu. Guðni segir að búast megi við áframhaldandi lokunum vegna smáýsunnar í sumar og fram á haustið. Auk þess sé ekki ólíklegt að sett verði upp reglugerðarhólf vegna þessa. Hugsanlega muni skyndilokanir í ár fara hátt í 200 af þess- um sökum. „Það lítur út fyrir að ástandið verði erfítt fyrir sjómenn sökum lokana fram á haust- ið eins og staðan er nú,“ segir Guðni. Samkvæmt upplýsingum frá Gísla Konráðs skipstjóra á humarbátnum Sigurvík sem nú er staddur á Homafjarðardýpi hefur smáýsan ekki komið í humartrollin svo vitað sé, en þeir hafa heyrt af bátum á fiskitrolli sem hafa fengið hana í afla hjá sér. „Menn á þessum slóðum nefna það að mikið sé af smáýsunni hér suður af og austur með,“ segir Gísli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.