Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 Úthlutun byggingalána Húsnæðismálastj órnar mótmælt Átta félagasamtök telja sig sniðgengin NOKKUR landssamtök hafa lýst yfir mikilli óánægju með úthlutun byggingalána úr félagslega húsnæðislánakerfinu fyrir árið 1993. Samtökin, sem saman nefna sig Þak yfir höfuðið, telja sig hafa verið sniðgengin við síðustu úthlutun en þar hlutu þau samtals 10% lánanna. Þegar gagnrýnin var borin undir Sigurð E. Guðmundsson framkvæmdastjóra Húsnæðisstofnunar ríkissins sagði hann enga ástæðu til að ætla að félagasamtökin yrðu sniðgengin í ár frekar en áður, enn ætti eftir að úthluta fjármagni fyrir 200 íbúðir. Átta samtök, BÍSN, Búseti, Fé- lagsstofnun stúdenta, Leigjenda- samtökin, Samtök aldraðra, Sjálfs- björg, Þroskahjálp og Öryrkjabanda- lagið stóðu sameiginlega að yfírlýs- ingu þar sem ný húsnæðismálastjórn er harðlega gagnrýnd. Reynir Ingi- bjartsson, framkvæmdastjóri Bú- seta, sagði á blaðamannafundi þar sem yfirlýsingin var kynnt að við úthlutun lána hafí stjórnarmenn lát- ið stjómast af pólitískum hagsmun- um. Fjölmenn félagasamtök á borð við Þroskahjálp og Samtök aldraðra hafí til að mynda ekki fengið nein lán. Hann bendir á þá misskiptingu að eitt sveitarfélag, Akureyrarbær, hafí fengið um 50 lán eða rúmlega helmingi fleiri en öll fyrrgreind sam- tök. Samkvæmt yfírlýsingu samtak- anna er krafa þeirra í fyrsta lagi sú að öllum lánum verði úthlutað hið fyrsta; í annan stað að félagasamtök sitji við sama borð og sveitarfélög og loks að félagsmálaráðherra fylg- ist með úthlutun lána og taki í taum- ana ef þörf krefur en það vald hafí hann að lögum. Aftur úthlutað í ágúst „Ef allt fer samkvæmt áætlun trúi ég því að samtökin fái þau svip- aðan hlut í ár eins og áður en Hús- næðismálastjórn er nú búin að ráð- stafa lánum til að koma upp 300 íbúðum í ár af þeim 500 sem hún hugsar sér að fjármagna ef allt fer samkvæmt áætlun,“ sagði Sigurður E. Guðmundsson jafnframt. „Við höfum verið að vinna að samningum við lífeyrissjóðina um kaup á skulda- bréfum og væntum þess að vonandi seinnipartinn í ágúst muni húsnæðis- málastjórn á nýjan leik setjast á rökstóla og ganga frá afgreiðslu á síðari hluta lánveitingarinnar." VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 24. JUNI YFIRLIT: Yfir Grænlandi norðaustanverðu er heldur minnkandi 1.030 mb hæð og frá henni hæðarhryggur suður um ísland. Um 700 km suður af Hvarfi er 995 mb lægð sem þokast norðnorðaustur. SPÁ: Suðaustan og austan gola og síðar kaldi. Skúrir eða súldarvottur við suðaustur- austurströndina en víðast léttskýjað vestanlands og í innsveitum norðanlands. Hiti 7-17 stig, hlýjast vestan til. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Austlæg eða suðaustlæg átt og fremur hlýtt, einkum norðanlands. Strekkingur við suðurströndina og þykknar upp, fer líklega að rigna síðdegis, en bjart veður á Norður- og Norðausturlandi. HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Suðaustlæg átt. Dálitil rign- ing öðru hverju sunnanlands og vestan en þurrt norðaustanlands. Frem- ur hlýtt, einkum norðanlands. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Isiands - Veðurfregnir: 990600. o & -A Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað / / / * / * / / * / / / / / * / Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma V V Skúrir Slydduél V Él Sunnan, 4 vindstig. Vlndörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyik, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig v Súld = Þoka itig-. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 (gær) Vestfjörðum eru iíar, fært er um Norðausturlandi Það er yfirleitt góð færð á þjóðvegum landsins. Á Þorskafjarðar-, Tröllatungu- og Steinadalsheiðar ófa Steingrímsfjarðar-, Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar. / er fært orðið um Hólssand og öxarfjarðarheiði. Hálendisvegir eru lokað- ir vegna snjóa og aurbleytu, nema jeppafært er inn í Veiðivötn, Jökul- heima og Herðubreiöarlindir. Uxahryggir hafa verið opnaöir. Viðgerðir á klæðingum eru víða hafnar og eru vegfarendur beðnlr eindregið að virða hraðatakmarkanir vegna grjótkasts. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og á grænni línu, 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður 9 léttskýjað 12 léttskýjað Akureyri Reykjavik Bergen 16 skýjað Heleinkl 14 skúr Kaupmannehöfn 14 skúr Narssarasuaq 16 hálfskýjaö Nuuk 8 rigning Ósló 17 ekýjað Stokkhólmur 17 úrkoma Þórshöfn 7 skýjað Algarve 22 léttskýjað Amsterdam 18 skúr Bartelona 24 skýjað Berlín 18 skúr Chicago 18 heiðskfrt Feneyjar 27 hélfskýjað Frankfurt 22 hálfskýjað Glasgow 16 léttskýjað Hamborg 17 skýjað London 19 skýjað LosAngeles 18 heiðskfrt Lúxemborg 19 skýjað Madrtd 24 skýjað Malaga 30 léttskýjað Mallorca 29 léttskýjað Montreal 14 léttakýjað NewYork 18 heiðskirt Orlando 23 alskýjað Parfs vantar Madelra 22 skýjað Róm 26 skýjað Vín 22 skýjað Washington 22 heiðskírt Winnípeg 17 skýjað IDAGkl. 12.00 Heimitd: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) Morgunoiaoio/juiius Komið til Reykjavíkur HLUTI af áhöfninni á Henry A. Hálfdánarsyni í förínni kringum landið við komuna til Reylqavíkur. Frá vinstri eru Arnbjörn Ás- grímsson leiðangursstjóri, Guðmundur Bernódusson, Kjartan Gísla- son, Haildór Ásgrímsson, Ari Gústafsson og Pétur Kristjánsson. Sólarorka lýsir nú vitana í stað gashylkja áður BJÖRGUNARBÁTURINN Henry A. Hálfdánarson er kominn úr mánaðarferð hringinn í kringum landið en verkefni hans í för- inni var að koma sólarskermum og sóiarrafhlöðum fyrir í um 20 vita og taka þaðan í staðinn gömlu gashylkin. Ferðin hófst þann 23. maí s.l. og átti upphaflega að standa í hálfan annan mánuð. Arnbjörn Ásgrímsson leiðangurssljóri segir hinsvegar að ferðin hafi gengið vonum framar og alls að voru 23 vitar heim- sóttir í henni. Átta manna áhöfn var á Henry, þar af fimm frá Vitastofnun ísiands og þrír frá Slysavamarfélagi íslands. Eftir þessa ferð eru aðeins 4 af um 110 vitum landsins enn knúðir með gasi en allir hinir hafa verið rafvæddir. Að sögn Arnbjarnar sinnti áhöfnin eftirlitsstörfum í ferðinni auk þess að koma sólarraf- hlöðunum fyrir í vitunum sem heimsóttir voru. Aðspurður um hvort ekki væri bjartsýni að ætla að knýja vita á íslandi með sólar- orku segir hann ekki svo vera. Norðmenn hafí reynslu af slíku á svipuðum breiddargráðum og ís- land er á og sé árangurinn góður. Að vísu komi fyrir um tveggja og hálfsmánaðartímabil á vetrum þegar raforkuframleiðslan sé eng- in en slík tímabil séu brúuð með öflugum rafgeymum. „Við settum þennan búnað í flesta vitana sem við heimsóttum en í þijá þeirra settum við einnota rafgeyma," segir Arnbjöm. „Segja má að svo vel hafí tekist til sem raun bar vitni sökum þess að mannskapurinn um borð var mjög samtaka í verkefninu." Að sögn Ambjarnar hamlaði veður ekki förinni að ráði og var veður skaplegt allan tímann utan Vestfjarða en þar var kalt og snjó- koma er Henry sigldi þar um snemma ferðarinnar. Áhöfnin gisti í landi megnið af ferðinni ef frá eru taldar lengstu siglingarleiðim- ar eins og frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur en þá var gist um borð. Ánægðir með samstarfið Hálfdán Henrysson fram- kvæmdastjóri SVFI segir að þeir séu ánægðir með samstarfíð við Vitastofnun og þykir vel hafa tek- ist til. „Félagar okkar fá á þennan hátt tækifæri til að, kynnast að- stæðum og lendingarstöðum við vitana sem heimsóttir voru og gott Morgunblaðið/Ambjörn Sólarskermur EINS og sést á Seleyjarvita er sólarskeraiunum sem hlaða raf- hlöðurnar komið fyrir á miðj- um vita mót suðrí. er að hafa þá reynslu,“ segir Hálf- dán. Að sögn Hálfdáns var byrjað að ræða samvinnu Vitastofnunar og SVFÍ upp úr síðustu áramótum og úr varð að SVFÍ leigði stofnun- inni Henry A. Hálfdánaron með áhöfn. Þessir aðilar hafa einnig átt víðtækara samstarf og nefnir Hálfdán sem dæmi að SVFÍ hefur aðstoðað við eftirlit með vitanum á Hornbjargi og Galtarvita. Aðspurður um hvort um frekari ferðir Henry A. Hálfdánarsonar verði að ræða segir Hálfdán að framtíðiií' sé alveg órædd. „Þetta var hinsvegar ánægjulegt samstarf og við fyrir okkar leyti erum já- kvæðir á framhald þess,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.