Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JUNI 1993 7 * I ævintýraferð HAFSTEINN Jóhannsson og sjö piltanna í áhöfn hans á Eldingunni, sem lagði af stað áleiðis til Islands á þriðjudag. Langför- ullsæfari hingað tillands í NÆSTA mánuði er vænt- anlegur til landsins siglandi á skútu sinni Eldingu frá Nor- egi, Hafsteinn „kafari“ Jó- hannsson frá Akranesi, sem fyrir tveimur árum sigldi sömu skútu einsamall og án viðkomu umhverfis jörðina á átta mánuðum. Varð hann fyrstur Norðurlandabúa til að ljúka hnattsiglingu einsamall án þess að taka nokkurs stað- ar land og er það afrek sem aðeins sárafáir í öllum heimin- um höfðu unnið á undan hon- um. Skútuna smíðaði Hafsteinn sjálfur og er hún engin smá- smíði, rúmir 18 metrar á lengd eða 64 fet. Eldingin leggur að í Keflavík og verður væntanlega til sýnis fyrir almenning þegar þar að kemur. Hafsteinn hefur um árabil verið búsettur í Hörða- landsfylki syðra í Noregi þar sem hann starfar í álverksmiðju hjá Soral á Húsnesi í Haðangurs- firði, systurfyrirtæki ÍSAL í Straumsvík. Með Hafsteini í áhöfn verða átta norskir níundabekkingar úr Grunnskólanum á Húsnesi sem hafa unnið að undirbúningi far- arinnar frá í vetur. Til að venja þá við sjó skrapp Hafsteinn með þá í skottúr yfir til Hjaltlands- eyja í páskafríinu, fjórir úr hópn- um höfðu að vísu siglt sömu leið með honum yfir Norðursjó í fyrra og urðu allir sjóveikir en eru þó staðráðnir í að láta hvergi deigan síga og komast með Hafsteini til íslands alla leið. Þetta eru frískir piltar og eina skilyrðið sem Hafsteinn setur þeim er að hvorki sé reykt um borð né áfengi haft um hönd, skilyrði sem hann segist alla tíð hafa' sett hverjum þeim sem hafa ver- ið til sjós með honum á Elding- unni, hvort sem var á gömlu Eldingu„„froskmanns-bátnum“ hér við land á síldarárunum eða skútum sem Hafsteinn hefur átt síðan og borið hafa sama nafn. Ráðgert er að ferðin til íslands og til baka til Noregs taki í heild allt að fjórar til fímm vikur og verður lagt upp frá bátshöfninni á Húsnesi 21. júní yfir Norðursjó til Skotlands og siglt um Moray- fjörð á austurströndinni gegnum hinn 100 km langa Kaledóníu- skipaskurð til vesturstrandarinn- ar við Loch Linnhe eða Firth of Lorne, þar sem stefnan verður sett beint á Reykjanesströndina og er áætlað að koma hingað til lands 6. júlí nk. Til baka til Noregs verður siglt um Færeyjar og Hjaltland eftir viku viðdvöl hér á landi og er áætlað að koma heim til Noregs aftur 1. ágúst. Oánægja með skipulagningn Islandsmóts í torfæruakstri Keppendur hafa stofnað eigín hagsmunasamtök KEPPENDÚR í íslandsmótinu í torfæru hafa myndað sérstök hagsmunasamtök með það að markmiði að efla íþróttina. Að sögn Þóris Schiöth, sem stóð fyrir stofnfundi samtak- anna, hefur slakt skipulag móta í torfæru orðið til skaða fyrir íþróttina og með stofnun samtakanna nú vilja keppendur sjálfir hafa eitthvað um mótshaldið að segja. Skipulag Islandsmótsins hefur verið í höndum Lands- sambands íslenskra akstursíþróttafélaga (LÍA) og að sögn Ólafs Guðmundssonar for- manns LIA hefur keppendum margsinnis stað- ið til boða að breyta torfærureglum. „Reglurn- ar fyrir mótin eru í ágætu Iagi; en vissulega má alltaf laga hlutina," sagði Ólafur. A fyrrnefndum stofnfundi sínum samþykktu keppendur íslandsmótsins yfirlýsingu þar sem m.a. segir að vandi steðji að torfæruíþróttinni. Áhorfendafjöldi sé að minnka, keppnir séu orðnar litlausari, nokkrir keppendur séu hættir og aðrir að hætta. „Yfirstjórn mála er í ólestri og keppnis- haldarar komnir úr takt við tímann. Nauðsynlegt er að sporna við þessu strax með aðgerðum þann- ig að menn með skilning á eðli íþróttarinnar hafi hönd í bagga við skipulag móta,“ segir m.a. í yfirlýsingunni. „Eg var mjög ánægður með þá samstöðu sem myndaðist á fundinum og við settum upp fjög- urra manna torfæruráð, sem skipað er mönnum sem hafa keppt og unnið við törfærumót. Þeir munu gæta þess að hagsmunir keppenda séu virt- ir,“ sagði Þórir Schiöth um fundinn. Deilt um dómgæsluna Meðal þess sem keppendur hafa gagnrýnt er dómgæslan á mótinu m.a. fyrir þær sakir að dómarar beri sig saman á mótum. Ólafur Guð- mundsson svarar því m.a. með því að dómarar hafa borið sig saman í mótum þar sem erfitt sé að hafa yfirsýn yfir brautir séu þær langar. Um gagnrýnina almennt segir Ólafur að LÍA hafa borist bréf frá keppendum þar sem margar góðar tillögur komi fram. Hins vegar finnist hon- um eðlilegra að keppendur reyni að taka á sínum málum í gegnum þá klúbba sem hafi verið starf- andi í stað þess að mynda nú sérstök hagsmuna- samtök. Morgunblaðið/G.R. Agreiningur ökuþóra FRÁ keppni I torfæruakstri, á myndinni er Þórir Schiöth við bíl sinn en hann sigraði á Islandsmótinu í torfæru á Egilsstöðum um sl. helgi. Sérstök skráningarmerki virðisaukabifreiða Umskráning fyrir 1. júlí Frestur til að umskrá virðis- aukabifreiðar rennur út 30. júní 1993. Hafi bifreið ekki verið umskráð fyrir 1. júlí nk. er litið svo á að hún sé ekki eingöngu notuð vegna virðisaukaskattsskyldrar starfsemi og ber því að endur- greiða fenginn innskatt í samræmi við það. Virðisaukaskattsskrifstofa RSK veitir frekari upplýsingar um reglur varðandi virðisaukaskatt í síma 631100, grænt númer er 996311. Virðisaukaskattsskyldum aðilum sem hafa innskattshæfar bif- reiðartil umráða og hafa ekki fengið sérstök skráningarmerki er skylt að skipta um skráningar- merki á bifreiðunum. Við umskráningu skal fylla út skráningareyðublaðið (RSK 10.33) og senda til Bifreiðaskoðunar íslands hf. RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI HVÍTA HÚSlÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.