Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 Listahátíð í Hafnarfirði Þijú ný dansverk 1 Kaplakrika ÍSLENSKI dansflokkurinn og Kammersveit Hafnarfjarðar sýna í dag fimmtudaginn 24. júní, laugardaginn 26. júní og sunnudaginn 27. júní í Kaplakrika þrjú ný dansverk sem eru samin sérstaklega fyrir Listahátíð í Hafnarfirði. William Soleau samdi tvö ný dansverk við tónlist eftir Bach og Stravinskíj. Annað verkið, Bach svítur, er samið við konsert fyrir flautu og hljómsveit eftir Bach og hluta úr svítu nr. 2 eftir Bach. Ein- leikari er Gunnar Gunnarsson flautuleikari. Hitt verkið, sem William Soleau samdi, nefnist Stravinskíj skissur og er samið við eftirtalda tónlist eftir Stravinskíj: Ragtime fyrir 11 FASTEIGNASALA SuAurlandsbraut 10 Ábyrgð - Reynsla - Öryggi Hilmar Valdimarsson. SÍMAR 687828 og 687808 2ja herb. AUSTURBRUN Vorum að fá í sölu 48 fm einstaklíb. á 8. hæð. Stórkostl. útsýni. Laus. HRAUNBÆR Til sölu góð 2ja herb. 57 fm íb. á 1. hæð. Suðursv. Áhv. 3,1 millj. Laus nú þegar. 3ja herb. HLIÐARVEGUR Til sölu glæsil. 3ja herb. íb. á 2. hæö. Nýl. innr. Parket. Suðursv. BOÐAGRANDI Til sölu glaesil. 3ja herb. ib. á 2. hæö í lyftuh. Stæði í bilskýli. STÓRAGERÐI Til sölu 3ja herb. 83 fm ib. á l. hæð ásamt 24 fm aukaherb. m. sérínng. í kj. Bílskúr. Laus. HÁTÚN Til sölu stórgl. nýl. 3ja herb. 97 fm fb. á 2. hæð I lyftuh. Bilskýli. 4ra—6 herb. SIGTUN Til sölu 5 herb. 110 fm íb Parket. Sérinng. íkj. DALSEL Til sölu mjög góöa 4ra herb. 106 fm íb. á 2. hæð. Stæöi í bílahúsi. VESTURBERG Til sölu góða 4ra herb. 100 fm íbúö. Áhv. 4,5 millj. Einbýli - raðhús LÆKJARTUN - MOS. Gott eínbhús 136 fm. 52 fm tvöf. bíisk. 10OO fm eignarlóð. Mikið endurn. og falleg eign. Laus fljótl. Áhv. 4 millj. Verð 13 millj. Hilmar Valdimarsson, Sigmundur Böðvarsson hdl., Brynjar Fransson. Þú svalar lestrarþörf dagsins hljóðfæri og Elegie fyrir einleiks- víólu þar sem einleikari er Mark Reedman, Gige úr Dúó fyrir fiðlu og píanó, flutt af Unni Maríu Ing- ólfsdóttur fiðluleikara og Þorsteini Gauta Sigurðssyni píanóleikara, og hluta úr Sögu hermannsins. Mino- taurus er nýtt hljómsveitarverk sem Tryggvi Baldvinsson samdi sérstak- lega fyrir kammersveit Hafnar- fjarðar og Listahátíð í Hafnarfirði og samdi Ingibjörg Björnsdóttir Oháð listahátíð I KVOLD kl. 20.00.-01.01. í Faxaskála. Tónleikar og fyrir- lestur. Hljómsveitir; Lunch, Bap- homet, Inri, Rómeó og Júlíus, Móðir, Endearment, Þrusk, Su- peroldies, Slip, Opp jors, Birgir Thor heldur fyrirlestur um tón- kerfi. Kl. 21.48. Djúpið. „Djass í djúpinu" á vegum Regnhlífar- samtaka um Almennan Spuna. Kl. 21.00.-22.55. í Tjarnarsal. Tónleikar og ljóðakvöld. Upp- lesarar; Sigurður Pálsson, Bragi Ólafsson, Berta Ósk, Höskuldur Schram, Margrét Gústavs. Tón- list: Flautukvartett í D-dúr eftir Mozart. Flytjendur; Anna Kristín Einarsdóttir flautuleikari, Yma Þöll Jónsdóttir fiðluleikari, Ásdís Árnadóttir sellóleikari og Móð- eiður Anna Sigurðardóttir lágf- iðluleikari. „Vitae in Carnefassus" (Líf í kjötfarsi) eftir Jón Guðmunds- son- nýheiðinn dans og skemmti- tónlist í anda Vopnfirskrar Vit- fírringar. Flytjendur; Arngeir Heiðar Hauksson gítar, Jón Guð- mundsson gítar, Kolbeinn Ein- arsson gítar. Benóný Ægisson leikur á píanó lög úr söngleikjum. Kl. 21.00.-01.00. Gaukur á stöng. Tónleikar. Hljómsveitirn- ar, Nemo Saldat Sobrius, Jökul- sveitin. Til sölu á Selfossi gott 5 herbergja einbýlishús 138 m2ásamt 59 m2 bíl- skúr sem innréttaður er að hluta með herb. og baði. Falleg, gróin lóð. Heitur pottur. Skipti möguleg á minni eign í Reykjavík eða Selfossi og nágrenni. Upplýsingar í síma 98-21987. dansverk við tónlist Tryggva í þessu verki sem verður frumflutt á Lista- hátíð í Hafnarfirði, er fjallað um sögu og örlög minotaurusins kýp- verska sem var hálfur maður og hálft naut. Auk þess verður fluttur ballettinn Evridís eftir Nönnu Ólafs- dóttur við tónlist eftir Þorkel Sigur- bjömsson. Leikmyndahönnuður er Elín Edda Árnadóttir og búningar við verk Soleaus eru einnig eftir hana. Sýningar íslenska dansflokksins og Kammersveitar Hafnarfjarðar eru 24. júní kl. 22., 26. júní kl. 20.30. og 27. júní kl. 17. í Kapla- krika. Götugrillið Málverkasýn- ing Sigríðar Gísladóttur NÚ STENDUR yfir sýning Sigríðar Gísladóttur í Götugr- illinu í Borgarkringlunni og hanga myndirnar uppi til 16. júlí næstkomandi. A sýning- unni eru sex verk, öll máluð á þessu ári. Sigríður Gísladóttir er fædd 1953 í Reykjavík og hefur síðustu þrettán ár rekið Hótel Búðir á Snæfellsnesi, þar af síðustu fjögur ár sem hótelstýra staðarins, auk þess að stunda myndlistarnám í Myndlistar- og handíðaskóla Is- lands sem hún lauk nú í vor. Á sýningunni eru sex málverk, stór í sniðum og samtengd í þema, sem Sigríður sýndi sem útskriftar- verkefni sitt frá skólanum, að frá- töldum lifandi eldi sem notaður var til að undirstrika innihald þeirra og helgiblæ. í hugleiðingu um sýninguna segir Sigríður að verkin velti fyrir sér stöðu barna- uppeldis í nútímasamfélagi: „Verkin eru samnefnari fyrir fullorðinsvaldið, túlkað með og í gegnum konur. Þær eru tákn- myndir guðsmóðurinnar, en þann- ig undirstrika ég helgidóm barna- uppeldisins og fyrrnefnt vald sem fólk ætti að hugsa ögn betur um á hraðfleygum tímum sem þessum er við lifum á.“ Bergrnál o g raddir Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Óháð iistahátið Brot ÚR BERGMÁLI Höfundur N. Richard Nash Leikgerð: Ólöf Sverrisdóttir Leikari: Ólöf Sverrisdóttir DVÍNANDI RÖDD Höfundur: Sigurður Pálsson Leikari: Ingibjörg Gréta Gísla- dóttir Einþáttungar hafa skipað yeiga- mikinn sess í leikiistarþætti Óháðr- ar listahátíðar að þessu sinni. Bækistöðvar leiklistarinnar á hátíð- inni hafa verið í Hafnarhúsinu og þar hafa hinir ýmsu leikarar spreyt.t sig á þáttum sem eru þeim hugleiknir. Vilhjálmur Hjálmarsson flutti einþáttunginn „Svartbakur" sem byggður er á Mávinum eftir Anton Chekov. Um þann þátt hef ég ijall- að áður, eða þegar Vilhjálmur frumflutti hann á Café Sólon ís- landus seint í vetur, í leikstjórn Ásdísar Þórhallsdóttur. „Brot úr bergmáli" er einþátt- ungur sem byggður er á leikriti eftir N. Richard Nash. Þar vaknar Tilda og kallar á mömmu sína. Hún er ein í húsinu, alltaf ein. Hún er í húsinu vegna þess að þar er eng- inn annar. Samt þarf hún félags- skap. Hún þarf vini. Hún þarf ann- að fólk. Því býr hún það tii. Hún skáldar sér vini, sem því miður bregðast henni stundum og þegar alit bregst, leggst hún til hvíldar og hrópar á mömmu sína. Þetta er nokkuð vel skrifaður einleikur og margþættur. Hvaða hús er þetta? Er það yfirgefin vöru- skemma, er það íbúðarhús, er það mannssálin. Húsið hennar Tildu virðist vera stór, tómur hellir og það er freistandi að túlka verkið á þann hátt að höfundurinn sé að fjalla um þá einsemd sem er í sál hverrar manneskju; það er sama hversu góðir vinir okkar eru, það eru alltaf stór svæði í sálinni sem enginn fær að nálgast. Og vinir koma og fara; sumir vegna þess að þeim iíkar ekki það sem við segjum eða gerum, eða þá að okk- ur líkar ekki við þá. Kannski kynn- umst við öðru fóiki sem við kjósum að eyða meiri tíma með, nú eða þá að vinir okkar kynnast öðru fólki. Enginn verður eilíflega í lífi okkar; leiðir skilja - jafnvel þótt það valdi okkur sársauka. Og Tilda hræðist þann sársauka meira en nokkuð annað. Ólöf fiutti texta sinn mjög vel, en mér fannst látbragðið allt frem- ur þvingað. Tæknilega var leikur- inn ágætlega útfærður, en ég hafði það á tilfinningunni að Ólöf næði ekki að lifa þessa persónu og þrátt fyrir fínan texta, tókst henni ekki að sannfæra mig um að Tilda fyndi til eða væri yfir höfuð til; þetta var fremur áhugaverður texti en skemmtileg leiklist. Dvínandi rödd Ung leikkona mætir í prufu í leikhúsi sem vantar stúlku í hlut- verk Ófelíu. Hún mætir aðeins of seint og fer að útskýra hvers vegna, jafnframt því að koma því á fram- færi að hún hafí ekki haft tíma til að læra textann sem settur var fyrir. Skýringar hennar og vanga- veltur verða svo eins og „vega- salt,“ þar sem lífið situr á öðrum endanum, dauðinn á hinum. Dauð- inn hefur snert hana á sérkennileg- an hátt og tíminn sem átti að fara í að einbeita sér að texta, fer í hugsanir um tilgang; hafði líf þeirr- ar konu sem dó einhvern tilgang? Hvað réttlætir líf manneskjunnar? Þarf hún að skapa eitthvað, af- kasta einhveiju eða má hún bara sitja inni á stofnun og horfa í gaupnir sér? Konan sem dó, gafst upp á lífinu fyrir fjörutíu árum; festist í ástarsorginni og týndi lífs- viljanum. Sorgin var hennar til- gangur í iífínu og spurningin er hvemig aðrir sjá það; er þessi nið- urstaða geðbilun? Hvernig sér þessi unga leikkona líf þessarar konu og hvernig snertir það hana? Tekur hún eftir því sjálf að hennar eigin tilgangur er að víkja fyrir þeirri lífsreynslu sem nálægð við dauðann er. Hún kom jú ekki í prufuna til að segja þessa sögu. Ingibjörg Gréta Gísladóttir fer með hlutverk ungu leikkonunnar og fer afskaplega vel með þetta eintal. Textameðferðin er blæ- brigðarík og skýr; hún hefur skemmtilegt vald á röddinni og fylgir því vel eftir með svipbrigðum og líkamstjáningu. Ég hef ekki séð Ingibjörgu Grétu á sviði áður, en það er ljóst að hún býr yfir miklum hæfileikum, fyrir utan að hafa mjög sterka nærveru á sviði. Leik- ur hennar var sterkur, persónu- sköpunin skýr og það verður spenn- andi að fylgjast með henni í fram- tíðinni. Ólafur Árni „sprengdi“ húsið! Tónlist Jón Ásgeirsson Ólafur Árni Bjarnason óperu- söngvari og Ólafur Vignir Al- bertsson píanóleikari komu fram í Hafnarborg á vegum Listahátíð- ar í Hafnarfirði sl. þriðjudag. Á efnisskránni voru söngverk eftir Sigvalda Kaldalóns, Eyþór Stef- ánsson, Sjöberg, Grieg, Bizet, Puccini, Verdi, Dostal, J. Strauss og Lehár. Á fyrri hluta söngskrár voru norræn söngverk og Blóma- arían eftir Bizet. Margt var þar fallega gert og til að nefna dæmi var Heimir eftir Sigvalda og Bik- arinn eftir Eyþór ágætlega sungin en aftur á móti var túlkunin nokk- uð yfirdrifin í Tonerna eftir Sjö- berg og þó sérlega í Jeg elsker dig eftir Grieg. Þessi lög eru mjög tilfinningaþrungin og sé reynt sýnilega að auka þar of miklu við, er hætta á að áberandi sterk túlkunin vinni gegn iaginu. Blómaaríuna söng Ólafur Árni á þýsku og margt væri ágætlega gert, vantaði hinn rétta blæ í þetta falkíga söngverk eftir Bizet. Á seinni hluta tónleikanna voru tvær aríur eftir Puccini, Che gelida manina og Recondita arm- onia. Þá kom Questa o quella eft- ir Verdi og „knallaríur" eftir Dost- al, J. Strauss og Lehár. í þessum söngverkum sló Ólafur Árni hreint og beint í gegn með glæsilegum söng. Ólafur Árni er stórefnilegur óperusöngvari, gefín glæsileg rödd og hann nýtur þess að leika sér í tónflæði átaksmikilla söngv- erka. Che gelida manina var mjög vel sungin og sömuleiðis Questa o quella, sem þó var nokkuð yfir- drifín. Falleg aría eftir Dostal, Márc- hentraum der Liebe, var glæsilega flutU og Als flotter Geist eftir Strauss og Dein ist mein ganzes Herz eftir Lehár, eru lög sem verður að syngja með tilþrifum og það gerði Olafur Árni með glæsibrag. Ólafur Árni blátt áfram „sprengdi" húsið og söng sem aukalög O, sole mio og La donna e mobile, en síðara lagið var einstaklega vel sungið. Ólafi Árna hefur farið mikið fram frá því hann „debuteraði" í íslensku óperunni og eftir söng hans á síðari hluta tónleikanna að dæma, eigum við þarna von í , ^ Morgunblaðið/Sverrir Olafur Arni Bjarnason óperu- söngvari og Ólafur Vignir Al- bertsson píanóleikari nýjum stórsöngvara, glæsilegum óperusöngvara, sem þarf aðeins að slípast og þroskast sem lista- maður, sem þrátt fyrir ungan ald- ur og stuttan starfsferii hefur þegar náð langt sem sönglista- maður. Nafni hans Ólafur Vignir Albertsson lék mjög vel og studdi vel við stundum nokkuð ýkt og unggæðisleg tilþrif söngvarans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.