Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 H- Fliigiimenn í Efstaleiti? eftir Jóhannes Björnsson Á mínum æskuárum þótti það mikil guðsblessun að halda lengi góðri sjón og heyrn. Nú er þetta að breytast. Þeir blindu og heyrnar- lausu eru stundum öfundsverðir. Aldrei hefur það orðið mönnum ljós- ara, síðan fjölmiðlaplágan mikia hófst, en í nýliðnum maímánuði þegar Ríkissjónvarpið tók að birta landsmönnum myndskreyttar sunnudagshugvekjur Baldurs Her- mannssonar, og endursýndi síðar um miðdegið svo blessuð kvöld- svæfu börnin misstu ekki af menn- ingarveislunni miklu úr höfuðborg- inni. Eftir að Baldur Hermannsson hafði loksins „lokið sér_af“, hófst hjá mér tími heilabrota. Ótal spurn- ingar sóttu á hugann. Hver var hinn raunverulegi tilgangur með saman- tekt og sýningu þáttanna? Hví þessi mikli íjáraustur til þeirra úr sjóði, sem kennir sig við menningu, sem ekki fyrirfinnst í þeim? Og loks kaup myndarinnar til sjónvarpsins af manni, sem ekki má nefna á nafn, eins og nauthvelin forðum á sjónum, vildu menn halda mötunni sinni til vertíðarloka? Já enn spyr ég eins og Gangleri forðum: Hafði Baldur ekki fleiri meðhjálpara við samantekt og upp- setningu myndar sinnar en þennan sögufróða Islending frá Háskólan- um, um orminn sem olli deilum milli sjómanna við Breiðaijörð, því sumir þeirra höfðu aðgang að maðkfjörum en aðrir ekki, og urðu því að notast við hrognkelsi, miklu verri beitu — ESAB FYLGIHLUTIR Allt sem til þarf. það er jafn mikilvægt að hafa réttu fylgihlutina á suðu- staðnum eins og að hafa réttu tækin. - Suðubyssur á MIG/MAG og TIG tæki. - Helix og Zirkodur spissar. - Suðusprey og pasta á suðu- byssur. - Gasmælar fyrir MIG/MAG og TIG tæki. - Rafsuðuhjálmar og hanskar. - Rafsuðukaplar, tangir og jarðsambandsklemmur. - Reyksugubúnaður af öllum stærðum og gerðum. - Ýmis önnur sérverkfæri. Á tfmum háþróaðrar rafsuðu- og skurðartækni er virðing fyrir málmsuðu og fag- mennsku í málmiðnaði vaxandi. Markmið okkar er sem fyrr að þjóna málm- iðnaðinum sem best á sviði málmsuðu og skurðartækja. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 624260 og þeir vorum stórum fjölmennari. Þess vegna var bannið við notkun ormsins sett 1609 um einhver ár (sjá ísl. sjávarhætti 4.b. bls. 81). Að nota þessa deilu sjómanna sem sýnishom þess, hvernig íslenskir bændur hafi staðið gegn framförum í útgerð er merkilegt rannsóknar- efni. Og að endingu spyr ég: Hverjir hafa kveikt hið blinda, ofstækisfulla hatur til dreifbýlisins og íslenskra bænda, sem endurspeglast úr hverri setningu þáttanna? Ég mun nú reyna að svara framanskráðum spurningum eftir bestu getu. Tiigangur þáttanna er margþætt- ur og skipulagningin að baki þeirra þrauthugsuð. Hinn helsti var efa- laust sá, að bijóta niður með leiftur- sókn vinsældir og traust lands- manna á Ríkisútvarpinu-sjónvarp- inu. Með myndskreyttum þáttum Baldurs var öll íslenska þjóðin sam- tímis svívirt með þeirri sögutúlkun, að allir glæpir hér frá upphafí ís- landsbyggðar, sannir og ímyndaðir, tíndir saman úr þjóðsögum og annálum, hefðu verið framdir af bændum einum. Flestir íslendingar eru af bændum komnir og þurfa skammt til þeirra að rekja. Mér varð hugsað til ýmissa helstu forystumanna þjóðarinnar á þessari öld, bæði lífs og liðinna. Tveir forset- ar lýðveldis okkar voru bændasynir, móðir hins þriðja bóndadóttir. Einn biskupanna núna er bóndasonur. Faðir núverandi háskólarektors var bóndasonur, sem fór beint úr bað- stofunni í Múla inn í Háskóla ís- lands með heimanámið eitt að vega- nesti. Mestu stjórnmálaskörungar sem ég sá og heyrði, voru bænda- synir: Jónas Jónsson, Jón Þorláks- son, Hermann Jónasson og Ólafur Thors, sonur stærsta kúabónda landsins, eiganda langstærsta fjóss — og flórs. Þar hefði verið rúmt um Baldur. En hveijum var mestur akkur í því að eyðileggja vinsældir Ríkis- sjónvarpsins? Vitanlega þeim aðila sem harðast keppir við það um sál- imar og beinir þeirri samkeppni æ lengra og lengra niður á við. Og fjölmargir einkavina-væðingarmenn fara ekki leynt með þá hugsjón sína að leggja Ríkisútvarpið niður og vinna að því skipulega, bæði leynt og ljóst. Er þeim ekki opin leið inn í Efstaleiti, ráði útvarpsstjóri ekki vali allra húskarla sinna? Baldur Hermannsson gekk þaðan út í vor, er kominn þangað á ný. Hver réð hann? Það hefur varla verið tilviljun að aðeins þremur dögum áður en sjón- varpsþættir Baldurs Hermannsson- ar hófust, birti Dagblaðið magnaðan áróðursleiðara sem nefndist: „Uþp- stokkun ríkisútvarpsins". Þar var viðlag þetta margendurtekið efnis- lega: „ ... mikið hlýtur menningin að vera illa á vegi stödd, ef hún þarf að hlaupa í náðarfaðm ríkis- valdsins. Menningin lifir, ef hún er einhvers virði, án þess að henni sé troðið upp á þá, sem hennar eiga að njóta. “ Em nokkur tengsl milli hinnar „fijálsu" Stöðvar tvö og „fijálsa“ blaðsins DV nema þessi sterka frelsisþrá. En hvað veldur þessu magnaða hatri í þáttum Baldurs Hermanns- sonar í garð bænda? Sáningin að því hófst fyrir löngu og margir verkadijúgir á þeim akri. Jónas Kristjánssonar, ritstjóri, hefur ára- tugum saman ritað í leiðurum Dag- blaðsins áróðursgreinar sínar gegn íslenskum landbúnaði og bændum, sem fyrir löngu hefði átt að kanna fyrir dómstólum, hvort ekki væri atvinnurógur. Heill stjórnmála- flokkur hefur stundað svipaða iðju enn lengri tíma, sér til pólitískrar framfærslu. En skyldi nokkur sáning hafa verið stunduð uppi í Háskóla ís- lands? Er það bara tilviljun einber, hve margir hagfræðingar þaðan reyna að ófrægja íslenskan landbún- að og bændur, með því að læða þeirri skoðun að almenningi, að bændastéttin sé þungbær byrði á þjóðarbúinu? Formaður Neytendasamtakanna, bróðir Gísla aðstoðarmanns Baldurs Hermannssonar við þáttagerðina, hefur tekið þátt í sáningunni. Hvað skyldi hann að lokum koma mörgum bændum á mölina og löndum sínum á atvinnuleysisskrá? Afleiðing þeirrar stefnu hans að kaupa allar vörur þaðan, sem þær eru ódýrastar í heimi hér, ásamt glapræði íslenskra stjórnmála- manna með inngöngu okkar í EFTA fyrir 20 árum, er sú, að iðnaðurinn, sem þá var blómlegur, er nú ein ijúkandi rúst. Iðnfróður maður hefur sagt, að nú séu fluttar inn til landsins vörur fyrir um 20 milljarða á ári, sem hægt væri að framleiða hér heima með eigin vélakosti og verkkunn- áttu. Það munaði um minna, og svo alla bakreikningana á lága útlenda verðinu: Alla milljarðana í atvinnu- leysisbæturnar, tekjutap ríkis og sveitarfélaga — og hækkun ríkis- skulda. Uppskeran af sáðfræjum haturs- ins hefur orðið geysimikil og hefur nú birst þjóðinni allri eftirminnileg- ast í þáttum Baldurs Hermannsson- ar og aðstoðarmanna hans — einnig í „Þjóðarsálinni". Þar eru mein- hægðarmenn teknir að formæla sín- um forfeðrum í áheyrn alþjóðar. „En hver dirfist að álasa mönnum á reki úti í reginhafi, sem rífa viði innan úr skipi sínu til að hita upp undir gufukatlinum til að ná landi? Islenska þjóðin náði loks til hafnar með hliðstæðu örþrifaráði.“ Hinn 24. maí sl. lofaði einhver sem oftar þætti Baldurs ákaflega án við- leitni til rökstuðnings. Stjórnandinn í „Þjóðarsálinni“, sem þá var Leifur Hauksson, tók undir við manninn með þessum orðum (skrifuð niður samstundis): Baldur sér um aðkoma til skila hinu rétta eðli bóndans! Takið eftir: Hinu rétta eðli bóndans! Líklega hefði Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri rumskað við slíka einkunnagjöf til þeirra manna sem völdu hann til forystu, hefði hann verið ofan moldar. Já, bændahatrið er „geysilega hagleg geit“ og mörgum dropasöm. Kratarnir eru sagðir núna með laga- frumvarp í burðarliðnum í þá veru að ná vatns- og veiðiréttindum frá bændum og sveitarfélögum. Og enn einu sinni þurfa kratar að breyta kosningalöggjöfinni til Alþingis til að bjarga flokki sínum frá aldauða. Það léttir þeim róðurinn hve hressi- lega var skerpt á andúðinni milli höfuðborgarinnar og dreifbýlisins og nú er loksins upplýst hið rétta eðli bændanna, íslands „óhreinu stéttar", sem óþarft er að taka á með silkihönskum. Og enn eru ótaldir margir menn, sem munu hafa í hljóði fagnað þátt- um Baldurs ákaflega, og trúlega brugðið upp hinum gulrauða einka- fájia sínum undir lestri þeirra. Þætt- irnir hljóta að létta þeim rekstur hinna heimsku inn í EES og áfram inn í stórríki EB. Auðvitað var áður nauðsynlegt að dauðhreinsa þá af gömlum ímynduðum dyggðum: ætt- jarðarástinni og stolti af þjóðerni sínu — skera og skera á ræturnar. Þetta tókst betur í 4-5 tima þætti en Jóni Baldvini með skjald- sveini sínum I.I. og öllum ijölmiðla- skaranum í allan vetur, utan þings og innan. Eftir að Baldur Her- mannsson hefur dreift þessum myndþáttum sínum vítt og breitt um Evrópu með væntanlegum styrkjum einhverra „menningar- sjóða“ (Er ekki einn við sendiráð íslands í London?) þykir mér ótrú- legt, að margir reynist þeir kjark- menn að þora framar að kynna sig sem íslending á erlendri grundu. GÆFUSMIÐIR Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Guppies for Tea. Höfundur: Ma- rika Cobbold. Það telst til tíðinda þegar rithöf- undur skrifar bók á öðru tungu- máli en sínu eigin. Marika Cob- bold er sænskur höfundur, sem nýverið skrifaði sína fyrstu skáld- sögu á ensku. Það er breska bóka- útgáfan „Black Swan“ sem gefur bókina út. Marika Cobbold er fædd og uppalin í Svíþjóð, nánar tiltekið í Gautaborg. Hún hefur verið bú- sett í Hampshire í Englandi um nokkurra ára skeið og er gift Breta. En það er ekki nóg með að Marika skrifi bókina á ensku, heldur er hér á ferðinni mjög vel skrifuð og góð skáldsaga og að mörgu leyti óvenjuleg. Aðalpersóna sögunnar, Amelia Lindsey er komin að tímamótum í lífí sínu. Hún hefur að mestu verið alin upp hjá ömmu sinni, Selmu, sem hún elskar af öllu hjarta, en umber móður sína, Dagmar, sem þjáist af hreinlætisofstæki. Amelia býr með Gerald, sem greinilega er orðinn leiður á henni og búinn að koma sér upp varamanneskju. En í rauninni má Amelia ekki vera að því að gefa framhjáhaldi eiginmannsins gaum, vegna þess að Selma er orðin eilítið ófær um að sjá um sig sjálf og henni er komið fyrir á heimili fyrir aldr- aða. Sú gamla er vægast sagt ósátt við þá tilfærslu á sinni persónu og Ámelía hefur sektarkennd yfir að hafa tekið þátt í að koma ömmu sinni á þennan stað. Það merkilega við þessa sögu eru hinir hárfínu tilfinningaþræð- ir sem ofnir eru í hana. Þræðir sem við sjáum aldrei með berum augum. Leyndarmálin í fjölskyldu þessara þriggja kvenna, eru for- sendan fyrir sambandi þeirra - og sambandsleysi. Og þótt gömul leyndarmál verði uppvís, koma ný í staðinn. Selmu er ekki sagt að húsið hennar hafi verið selt. Hún er látin halda að hún sé tímabund- ið á þessari stofnun fyrir aldraða og enginn treystir sér til að segja Marika Cobbold henni sannleikann og það hefur, vægast sagt, fyndnar og um leið pínlegar afleiðingar. Amelía getur ekki horft á staðreyndir í sambúð- inni við Gerald; hún treystir sér ekki til horfast í augu ,við að sam- bandinu sé lokið. Hún vélur þá flóttaleið að verða svo upptekin af ömmu sinni og kvörtunum hennar, að það nálgast þráhyggju. Dagmar er vanhæf til að takast á Þjóðin verður því auðreknari inn í þjóðasafnhringinn mikla, þar sem hver sauður er öðrum líkur, þegar „hagræðingunni“ er lokið á „tjá- skiptunum“ í eitt samhljóma m-e- e-e — með þýskum eða frönskum málblæ. Ég var lengi stoltur af ýmsum afrekum forfeðra minna, t.d. þeirri einstæðu seiglu að takast með hjálp sauðkindarinnar að bjarga þjóðar- stofninum frá algerri útþurrkun, þrátt fyrir allar þær ógnir, sem að honum steðjuðu, s.s. skæðar drep- sóttir, fádæma eldgos og hafísár, ijárfelli og mannfelli af ófeiti, sem hjuggu stór skörð í bústofninn og þjóðina, ásamt verslunareinokun o.fl., o.fl. Vitanlega var gróðurlend- ið hart leikið af kindum og mönnum, svo og af náttúruöflunum sjálfum. En hver dirfist að álasa mönnum á reki úti í reginhafi, sem rífa viði innan úr skipi sínu til að hita upp undir gufukatlinum til að ná landi? íslenska þjóðin náði loks til hafnar með hliðstæðu örþrifaráði. Val hennar var löngum milli bjarkarinn- ar og lífsvonar Ijölskyldunnar. Fjár- fellir og mannfellir voru jafnan föru- nautar. En nú — eftir þættina hans Bald- urs, er svo komið, að ég öfunda hálfvegis íslenska þjóðarbrotið á Grænlandi, sem hvarf sporlaust út í gráa þoku gleymskunnar. Það „á sér söguna stutta en göfuga“. Þeir menn losnuðu við þá mikiu smán, að ala af sér þau óbermi sem hafa sér það til framfæris að níða forfeð- ur sína og bjargvættinn þeirra mikla: sauðkindina. Að lokum þetta: Eftir þessa margumtöluðu sjón- varpsþætti, er mér miklu ljósari skyldleiki dýrs og manns — hvað margt er þeim raunar sameiginlegt: Hýenan leggst á hræin — Baldur á þá dauðu og varnarlausu, sem eru orðnir að dufti undir torfunni grænu. Ilöfundur býr að Ytri - Tungu, Tjörnesi. í KVÖLD kl. 22. í Kaplakrika. Listdans. íslenski dansflokkurinn. Ný dansverk, sérstaklega samin fyrir Listahátíð. Danshöfundar: María Gísladóttir og William Sole- au. Tónlist eftir J.S. Bach, I. Stra- vinsky og Trygva Baldvinsson. Listdansstjóri: María Gísladóttir. Kammersveit Hafnarfjarðar. Stjórnandi Örn Óskarsson. Kl. 20.30. í Straumi ARA-leik- húsið. 4. sýning. Kl. 20.30. í Hafnarborg. Klúbb- ur listahátíðar. Lifandi tónlist. við sinn vanda, sem er sjúklegur bakteríuótti og hún getur ekki myndað tilfinningasamband við annað fólk. Amelía getur ekki verið heiðarleg við móður sína vegna þessa vanda og það er allt- af eins og veggur skilji þær að. En þótt persónurnar séu í vanda - eða réttara sagt, velji sér þrá- hyggju til að þurfa ekki að horf- ast í augu við hann, er þetta langt frá því að vera vandamálabók. Þvert á móti, er hún ákaflega skemmtileg og í henni mikill hú- mor. Þær Selma, Dagmar og Amelía virðast mjög skrítnar per- sónur og sérvitrar, en eru í raun- inni alveg eins og fólk er flest. Lesandinn fylgir þeim í gegnum gleði þeirra og sorgir yfir nokk- urra mánaða skeið; örlög þeirra fara mikið eftir því hvort þær eru tilbúnar að horfast í augu við sjálf- ar sig og það er sko allur gangur á því hjá þessum mæðgum. „Guppies for Tea“ er engin af- þreyingarbók og ekki heldur bók með vandamálalausnir. Hún er fyrst og fremst skáldsaga, hlý og skemmtileg, með aðlaðandi .per- sónum og ákaflega vel skrifuð af sérstöku innsæi á máltækið „Hver er sinnar gæfu smiður". \ i i \ ) I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.