Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JUNI 1993 15 Skortir nemendur í Stýri- mannaskólann í Reykjavík Ungir menn komast ekki í skipsrúm GUÐJÓN Ármann Eyjólfsson skólameistari Stýrimannaskól- ans í Reykjavík segir að á undanförnum árum hafi stór- lega dregið úr aðsókn að skólan- um. Hann segir einnig að nú sé erfitt að hefja sjómennsku, því skipsrúm iiggi ekki á lausu. Skólameistari vill að menn við- urkenni að sjómennska sé fag- vinna og það verði að veita ung- um mönnum tækifæri til að fá skipspláss. Ekki sé ósanngjarnt að viðvaningar verði ráðnir á lægri kjörum heldur en vanir sjómenn. Hér áður fyrr hafi menn byijað sem hálfdrætting- ar. Framtíð íslenskrar kaupskipaút- gerðar og færri störf íslenskra sjó- manna hafa verið nokkuð til um- ræðu undanfarin misseri. Morgun- blaðið innti Guðjón Ármann Ey- jólfsson skólameistara Stýri- mannaskólans í Reykjavík eftir því hver áhrif þessarar þróunar og umræðu hefðu verið á nemenda- ijölda í hans menntastofnun. Menntun þarf til siglinga Skólameistari Stýrimannaskól- ans lýsti óánægju og gremju yfir þeim málflutningi sem fram hefur komið í Víkingi, málgagni far- manna- og fiskimannasambands- ins. Þar væri því haldið fram að það væri óðs manns æði að fara í skipsstjórnarnám. Skólameistari sagði rétt vera að kaupskipaút- gerðin hefði orðið fyrir áföllum en menn yrðu að horfa til framtíðar. Ef við gæfumst upp þyrfti enga skóla en ef íslendingar ætluðu sér að beijast og sigla á höfunum þyrftu þeir menntaða sjómenn. Hann sagði alþjóðlega skipaskrán- ingu á Islandi gefa möguleika á að íslensk farskip og farmenn sigldu áfram. Þá hefði því verið lýst yfir af Eimskipafélagi íslands að það væri eindregin stefna fé- lagsins að manna áfram skip sín með íslenskum áhöfnum eins og væri í dag. Skólameistari Stýrimannaskól- ans lagði áherslu á að menntun stýrimanna yrði að vera breið menntun og almenn. Skólastjórar stýrimannaskólanna þriggja á landinu, í Reykjavík, á Dalvík og í Vestmannaeyjum, hefðu gert til- lögur um að námið yrði lengt og fleiri greinar kenndar, s.s. veiða- færagerð, fiskmeðferð, haf- og fiskifræði, stjórnun og vinnuvist- fræði. Nemendum fækkað Guðjón Ármann greindi frá því að undanfarin 10 ár hefðu að með- altali um 50 nemendur útskrifast árlega af fyrsta stigi, sem veitti réttindi á 200 rúmlesta skip í innanlandssiglingum. Þeim til við- bótar útskrifuðust af fyrsta stigi um 30 nemendur á Dalvík og í Vestmannaeyjum, 15 á hvorum stað. Að meðaltali hefðu 40 nem- endur útskrifast af öðru stigi, sem veitti ótakmörkuð réttindi á fiski- skip og undirstýrimannsréttindi á kaupskip. Og af þriðja stigi hefðu að meðaltali útskrifast 12. Fjórða stigið sem veitti skipherraréttindi á varðskipum, væri kennt á fjög- urra fimm ára fresti, 6-12 nemend- um í hvert skipti. Af hinum ýmsu stigum hefðu um 105 nemendur útskrifast árlega. Nú í ár hefðu einungis 73 nemendur sent inn fullnægjandi gögn með umsókn um skólavist. Morgunblaðið innti skólameist- ara Stýrimannaskólans eftir því hver væri þörf flotans fyrir nýja stýrimenn og hve nemendur þyrftu að vera margir. Guðjón Ármann taldi að frá sínum skóla yrði út- skrifa um 110 nemendur af fyrsta skipstjómarstigi en í vor hefðu 27 nemendur útskrifyst. Og 40 ýrðu að útskrifast af öðru stigi og um 15 af þriðja stigi. Skólameistari benti á að starfs- tími manna til sjós hefði styst vera- lega. Starfið væri erfitt og einnig vildu menn og ekki síður börn og eiginkonur njóta fjölskyldulífins heima hjá sér. Það væri því ekki óraunhæft að ætla að menn end- ust ekki nema 15-20 ár í starfi til sjós. Um síðustu áramót hefðu verið skráð 1.107 þilfarsskip í landinu, þar af 960 fiskiskip. Á þennan flota þyrfti umtalsverðan fjölda mennt- aðra stýrimanna. Guðjón Ármann Eyjólfsson sagði að miðað við stærð flotans og um 15 ára starfs- tíma sjómanna þyrfti að útskrifa um 140 nemendur af fyrsta stiginu á landinu öllu. Þ.e.a.s. ef nemenda- fyöldi væri óbreyttur á Dalvík og í Vestmannaeyjum þá yrði að út- skrifa 110 nemendur af fyrsta stigi frá Stýrimannaskólanum'í Reykja- vík. Nú hefðu 40 sótt um nám á fyrsta stigi en einungis 25 enn skilað fullnægjandi gögnum. Menn væru margir ragir við að sleppa skipsplássi. 25 hefðu sótt ákveðið um nám á öðru stigi, þeim til við- bótar hefðu 10 spurst fyrir en ættu eftir _að skila inn fullkominni umsókn. Á þriðja stig hefðu nú 15 sótt um. Og á fjórða stig sem veitti skipsstjómarréttindi á varð- skipum hefðu 8 sótt um. Ráða verður viðvaninga Guðjón Ármann Eyjólfsson skólameistari lagði áherslu á nauð- syn þess að menn hefðu a.m.k. 18-24 mánaða siglingartíma áður en þeir færu í Stýrimannaskólann en nú væri reyndin sú að mjög erfítt væri fyrir unga menn að komast í skipspláss og ná tilskyld- um siglingatíma. Guðjón Ármann sagði menn verða að horfast í augu við að það væri fagvinna að vera til sjós. Ekki væri óeðlilegt að skip- stjórar og útgerðarmenn vildu vana menn með starfsreynslu í skipsrúm, en það yrði líka að gefa ungum og óreyndum mönnum tækifæri til að hefja sjómennsku og öðlast reynslu. Nú þegar loðnu- veiðarnar væru að hefjast vildi hann hvetja skipstjóra og útgerð- armenn til að taka einn eða tvo viðvaninga í skipsrúm. Hann sagð- ist verða að hvetja til þess að við- vaningar yrðu ráðnir á öðrum og lægri kjörum heldur en vanir sjó- menn til að tryggja þeim skips- pláss. Hér áður fyrr hefðu byijend- ur án starfsreynslu verið ráðnir sem hálfdrættingar. íslenski dansflokkurinn °g Kammersveit Hafnarjjarbar ásamt nemendum úr Listdansskóla íslands Sýningar í Kapalkrika: í kvöld, 24. júní, kl. 22.00 Laugardaginn 26. júní kl. 20.30 Sunnudaginn 27. júní kl. 17.00 Efnisskrá: Minótaros: Tónlist: Tryggvi Baldvinsson Danshöfundur: Ingibjörg Björnsdóttir Dansarar úr Listdansskóla Islands. Bach svítun Danshöfundur: William Soleau Dansarar úr íslenska dansflokknum. Evridís: Danshöfundur: Nanna Ólafsdóttir Tónlist: Þorkell Sigurbjörnsson Dansarar úr íslenska dansflokknum. Stravinski skissur: Danshöfundur: William Soleau Dansarar úr íslenska dansflokknum ALÞJÓÐLEC LISTAHÁTIÐ I hafnarfirði 4.-50. IUNI LISTIN ERFYRIRALLA! Pantið miða tímanlega! Upplýsinglr og miðapantanir í síma 65 49 86. Aðgöngumiðasala: Bókaverslun Eymundsson í Borgarkringlunni og við Austurvöll. Hafnarborg, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Myndlistarskólinn í Hafnarfirði, Strandgötu 50. Heimssöngvarakeppnin í Cardiff Dönsk sópran- söngkona sigraði DÖNSK sópransöngkona, Inger Dam-Jensen, sigraði i Heims- söngvarakeppninni í Cardiff sl. laugardag. Söngvarar frá 25 löndum tóku þátt í keppninni og voru 5 þeirra valdir í úrslit. Ólaf- ur Árni Bjarnason, tenórsöngv- ari, tók þátt í keppninni en hann komst ekki í úrslit. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir ljóðasöng og þau hlaut Paul Whelan frá Nýja Sjálandi. Aðrir sem kom- ust í úrslit voru sænska sópransöng- konan Nina Stemme, baritónsöngv- arinn Vassily Guerelo frá Úkraínu og Tito Beltran, tenórsöngvari frá Chfle. STÓRÚTSALA 50-80% afsláttur Verslunin hættir L>A * Otmt,r FAXAFENI5 Við leggjum út rauðan dregil fyrir þig! Leigjum út rauða dregla fyrir hátíðleg tækifæri. SKEIFAN 11 SÍMI: 812220

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.