Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 Arkitektafélag Islands Gísla Sigurðssyni veitt viðurkemimg ARKITEKTAFÉLAG íslands hefur veitt Gísla Sigurðssyni rit- stjórnarfulltrúa á Lesbók Morg-unblaðsins viðurkenningu fyrir skrif hans um byggingarlist, en í tilkynningu frá félaginu segir, að hann hafi allt frá 1955, er hann fyrst var blaðamaður við Samvinnuna, ritstjóri Vikunnar og síðan 1967 við Lesbókina birt fjölda greina um byggingarlist, þar sem kynntar voru nýjustu hugmyndir í húsagerð og hýbýlaháttum með innlendum og erlend- um dæmum. í tilkynningu félagsins segir m.a.: „Frá 1967 hefur Gísli verið ritstjórnarfulltrúi og umsjónar- maður Lesbókar Morgunblaðsins. í Lesbókina hefur Gísli ritað fjöl- margt um innlenda og erlenda byggingarlist og þar hafa auk þess birst margar greinar um þetta efni eftir arkitekta og aðra. Gísli hefur reyndar leitað sérstak- lega eftir því að fá greinar eftir arkitekta í þau blöð sem hann hefur starfað við. Árið 1967 ritaði hann bókina: Úrval íslenskra einbýlishúsa þar sem kynnt voru níu íslensk einbýl- ishús eftir ellefu arkitekta. Sumar myndanna í bókinni tók Gísli sjálf- ur og einnig sá hann um útlits- hönnun hennar. Þetta er mjög vönduð bók og mikilsverð heimild sem víða hefur verið vitnað til m.a. í bókinni: „Neue Wohnháus- er“ eftir Walter Meyer-Bohe og í tímaritinu Iceland Review. Þá birtist lofsamleg umfjöllun um bókina í danska fagtímaritinu Arkitekten, 6.tbl. 1968.“ Morgunblaðið/Kristinn Viðurkenningin afhent ORMAR Þór Guðmundsson formaður Arkitektafélags íslands (t.h.) afhendir Gísla Sigurðssyni viðurkenninguna. Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! Örtröð við Miklagarð MÖRG þúsund manns fóru í gær á rýmingarútsölu þrotabús verslunarinnar Miklagarðs. Þessi mynd er tekin rétt áður en verslunin var opnuð en talið er að hátt í tvö þúsund manns hafi beðið opnunarinnar um tíuleytið. Rýmingarútsala á lager Miklagarðs Mörg þúsund manns flykktust á útsöluna Umferðaröngþveiti skapaðist og sló lögregluna út af laginu Úr mörgu að velja AÐ SÖGN verslunarsljóra Miklagarðs er vöru- úrval jafn mikið og venjulega en útsalan mun standa yfir svo lengi sem birgðir endast. Einar H. Bridde MIKLAR biðraðir mynduðust fyrir utan Miklagarð við Sund í gær en þar hófst rýmingarútsala á lager þrotabús Miklagarðs. Að mati Einars H. Bridde verslunar- stjóra biðu hátt í tvö þúsund manns eftir því að verslunin væri opnuð klukkan tíu og stöð- ugur straumur fólks var í versl- unina allan daginn. Að sögn lög- reglunnar fór að bera á umferð- aröngþveiti strax upp úr klukkan tiu og allir tiltækir lögreglumenn voru sendir á vettvang. „Fólk var farið að stilla sér upp í biðröð um klukkan átta,“ sagði Einar í samtali við Morgunblaðið rétt í þann mund er verslunin var opnuð. „Hér er örugglega helmingi fleira fólk en ég átti von á og allt bendir til að hingað streymi fólk í allan dag.“ Einar segir útsöluna munu standa yfir svo lengi sem birgðir endast en hann á von á að nóg verði til í nokkra daga. Einar upplýsti að á svona anna- dögum gæti verslunin annað um 40 þúsund manns á dag og sagði að ekkert benti til annars en að slíkur dagur rynni upp í dag. Einar sagði að stöðugt yrði fylgst með fjölda útsölugesta innan dyra og ef með þyrfti yrði hleypt inn í holl- um. „Satt best að segja held ég að þessi útsala sé hin stærsta sinnar tegundar frá upphafi verslunar á íslandi," sagði Einar að lokum. Útsölugestir virtust flestir vera ánægðir með útsöluna og þau kaup sem gerð voru. Einn þeirra sagðist einungis vera kaupa þær matvörur sem hefði þurft að kaupa hvort eð var og því væri mjög gott að fá 15% afslátt af heildsöluverði allra vara við kassann. Annar sagðist vera kominn á útsöluna vegna þess að hann vissi að þar væru einungis seldar góðar vörur. Umferðaröngþveiti Að sögn Jóns Otta Gíslasonar varðstjóra umferðardeildar lögregl- unnar í Reykjavík myndaðist mikið umferðaröngþveiti upp úr klukkan tíu. „Þessi umferðarhvellur kom okkur gjörsamlega í opna skjöldu,“ útskýrði Jón Otti. „Við vissum af þessari útsölu en höfðum ekki gert neinar ráðstafanir enda áttum við ekki von á þvílíkum mannfjölda og bílaörtröð. Við sendum því strax á vettvang alla þá lögreglumenn sem tiltækir voru. Umferðin stóð jafnvel í stað í fyrstu og gekk mjög hægt í lengri tíma.“ Jón tók það fram að fljótlega hefði tekist að leysa úr umferðarhnútnum en eftirlit hafi verið haft allan daginn. Lögreglan telur að bílar, sem var lagt um allt svæðið og á öllum túnum, hafi ver- ið um 1.500 talsins á ellefta tíman- um. með ONE TOUCH háreyðingarkremunum losar þú þig við óæskileg hár á þægilegan og sársaukalausan hátt Regular • fyrir venjulega húð. ■ WM |r Bikini íyrir "bikini" svæði. o kreminu er einfaldlega rúllað á hársvæðið og skolað af í sturtu eða baði eftir tiltekinn tíma (sjáleiðb.) o húðin verður mjúk - ekki hrjúf o ofnæmisprófað - fyrir viðkvæma húð. Útsölustaðir: Flestar snyrtivöru- verslanir, apótek og snyrtivörudeidir stórmarkaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.