Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 17 Breytt samkomu- lag um Hvalfjarð- argöng undirritað SAMKOMULAG var undirritað í gær um breytingu á sam- komulagi ríkisins og Spalar hf. um vegtengingu um utan- verðan Hvalfjörð. Ennfremur undirritaði Halldór Blöndal samgönguráðherra yfirlýsingu um 50 milljón króna lán úr ríkissjóði til Spalar hf. til að fjármagna jarðlagarannsókn- ir. Halldór Blöndal samgönguráðherra sagði Morgunblað- inu að rannsóknirnar ættu að tryggja öruggari og hraðari framkvæmd verksins. C .. , .. .. . . Morgunblaðið/Bjami bamg'ongfuraoherra undirntar samkomulag F.V. Gylfi Þórðarson stjómarformaður Spalar hf., Halldór Blöndal samgöngnráðherra, Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra. Djasshátíð í Valaskjálf 24.-27. júní Sjöunda Djasshátíð Egilsstaða hefst í kvöld SJÖUNDA Djasshátíð Egilsstaða hefst í kvöld og stendur yfir fram á sunnudag. Arni Isleifsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, segir að gestir streymi að úr öllum áttum og ekki sé ólíklegt að húsfyllir verði á flesta tónleikana. Meðal þeirra sem þar koma fram eru Septett Tómas- ar R. Einarssonar, Vinir Dóra, Sinfóníuhljómsveit íslands, Tríó Gull- ins, Sigurður Flosason og Norræni djasskvintettinn. Hið breytta samkomulag sem Halldór Blöndal samgönguráð- herra, Friðrik Sophusson flármála- ráðherra og Gylfí Þórðarson undir- rituðu í gær gerir m.a. ráð fyrir að rekstrartími ganganna í hönd- um félagsins styttist og virðis- aukaskattur á umferðargjald verði í 14% skattþrepi. í gær undirritaði samgönguráðherra einnig yfirlýs- ingu um 50 milljón króna lán úr ríkissjóði til Spalar hf. til að fjár- magna jarðlagarannsóknir. Það kom fram á fundi með fréttamönn- um í gær að hið breytta samkomu- lag og lánveiting ríkissjóðs leiðir til þess að Spölur hf. getur hafið lokaundirbúning framkvæmda við göngin. Sá undirbúningur felst í jarðlagarannsóknunum og samn- ingsgerð um fjármögnun gang- anna. Við undirritunina í gær sagði Gylfi Þórðarson stjórnarformaður Spalar hf. að stefnt væri að því að ljúkja tæknilegri og fjármála- legri vinnu í október næstkom- andi. I samtali við Morgunblaðið sagði stjórnarformaður Spalar hf. að útboðsgögn yrðu væntanlega tilbúin í nóvember og framkvæmd- ir ættu að geta hafíst næsta vor. Gylfí taldi að framkvæmdum ætti að geta verið lokið um haustið 1996. Gylfí sagði að þess mætti vænta að umferðargjald um göng- in fyrir venjulegan fólksbíl yrði um 700 krónur. En Gylfi Þórðars- son tók fram að náttúrulega yrði ökumönnum boðin afsláttarkort. Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði Morgunblaðinu að stjómvöld hefðu tekið ákvörðun um að leggja fram 50 milljónir króna sem lánsfé til að trygga að nauðsynlegar rannsóknir á botn- lögunum undir Hvalfirði gætu far- ið fram áður en ráðist yrði í fram- kvæmdir og verkið boðið út. Rann- sóknirnar ættu að tryggja hraðari og öruggari framkvæmd verksins og væntanlega lægri tilboðsverð. Samgönguráðherra sagði einnig að þessar rannsóknir væru brýnar, því það væri orðið meira en tíma- bært að taka ákvarðanir um hvar framtíðarvegurinn norður í land ætti að liggja. Árni sagði að hátíðin yrði sett í Hótel Valaskjálf í kvöld en að því loknu tæki Tómas R. Einarsson (bassi) við með Septett sinn. Skipa hann, auk Tómasar sjálfs, Úifar Eld- járn (sax), Óskar Guðjónsson (tromp- et), Þórir Baldursson (píanó), Guð- mundur R. Einarsson (trommur og básúna) og Móeiður Júníusdóttir söngkona. Síðar um kvöldið tekur svo við Djassband Hornafjarðar ásamt söng- konunni Ragnheiði Sigjónsdóttur. Á morgun taka Vinir Dóra við kl. 21 en á hæla þeirra fylgir blúsband- ið Rætur. Laugardagurinn verður svo tekinn snemma því Sinfóníuhljóm- sveit Islands ætlar að leika Rapsody in Blue eftir G. Gershwin í íþrótta- húsinu kl. 15. Sveitin er á tónleika- ferðalagi um Austfírði en breytti fyrirhugaðri dagskrá sinni til að hún félli betur að hátíðinni. Eftir tónleika Sinfóníuhljómsveit- arinnar er dagskráin ekki úti á laug- ardag því með styrk frá Norræna menningarsjóðnum var unnt að fá Tríó Peter Gullins (baritonsax) á hátíðina en með honum leika þeir Morten Kargaard (gítar) og Ole Ras- mussen (bassi). Að leik þeirra lokn- um tekur svo við Sextett Árna Schev- ings og Viðars Alfreðssonar ásamt söngkonunni Lindu Walker. Norræni djasskvintettinn Dansleik þar sem Ramón og tón- skrattarnir, söngkonan Aðalheiður Borgþórsdóttir, Hornafjarðargengið og 6 söngvarar troða upp lýkur svo kl. 3 um nóttina. Botninn í hátíðina slá svo Sigurður Flosason og Norræni djasskvintett- inn með tónleikum sem hefjast kl. 21 í á sunnudagskvöld. 'wjj . " Verðdæmi I: ' \ r 4RA MANNA FJÖ#LSKYLDA - gisting í góðu svefnpokaplássi. Eldunaraðstaða og góð setustofa til boða á , flestum stöðunum. Verð kr. 3.450.* Pr. mann á nótt 862. , ^ Ferðaþjónusta bænda Frábær uppskrift ao frimu i ar BÆKLINGURINN OKKAR ER ÓMISSANDI FÖRUNAUTUR Á FERÐALAGINU Verðdæmi III: 4RA MANNA FJÖLSKYLDA - sumarhús í viku (fl. B) Verð kr. 24.500.* Pr. mann á nótt 875 Tilboð miðast við 2 fullorðna og 2 börn, 6-11 ára. Ferðaþjónusta bænda ^ Ferðaþjónusta bænda, Hótel Sögu v/Hagatorg, símar 623640/43, símbréf 623644 Verðdæmi II 4RA MANNA FJOLSKYLDA -gisting í uppábúnum rúmum. Frábær morgunverður að sveitasið og Ijúffengur kvöldverður. Verð kr. 11.100.* " Pr. mann á nótt 2.775.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.