Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 Tónaflóð á Eyjafirði TÓNAFLÓÐ á Eyjafirði er yfir- skrift siglinga sem í boði verða á föstudagskvöldum í sumar. Fyrsta ferðin verður annað kvöld, föstudagskvöldið 25. júní og er far- ið frá Torfunefsbryggju kl. 21, en siglingin tekur um þrjá tíma og því komið til baka aftur um miðnætti. Hljómsveitin Samherjar leika ljúfa tónlist á meðan á siglingunni stendur, en hana skipa þeir Pálmi Gunnarsson, Karl Örvarsson, Niels Ragnarsson og Sigfús Óttarsson. Stefán Stefánsson hjá Sæfara sagði að þarna væri um að ræða nýstárlega skemmtun bæði fyrir bæjarbúa og ferðamenn og ætlunin væri að reyna að lífga upp á bæjar- lífið, en síðar í sumar væri fyrirhug- að að bjóða upp á ferðir sem ætlað- ar væru fjölskyldum og væri ýmis- legt á döfinni hvað þær varðar.. Morgunblaðið/MagTiús J. Mikaelsson Við heita pottinn LANGÞRÁÐUR draumur margra Hríseyinga rættist á dögunum þegar tekin var í notkun heitur pottur við sundiaug staðarins. Þess er vænst að aðsókn að lauginni vaxi í kjölfar þess að potturinn var tekin í notkun og að heimamenn muni notfæra sér hann í ríkum mæli. Lionsmenn í eynni unnu ötullega við fjársöfnun og eins við uppsetningu heita potts- ins. Ferðamenn hafa ekki verið mikið á ferli í Hrísey að undanförnu, en þeir láta sjá sig þegar hlýna fer í veðri, að því er starfsmaður í sundlaug- inni sagði. Morgunblaðið/Rúnar Þór Frá París UM 150 Frakkar komu í beinu leiguflugi frá París til Akureyrar í gærmorgun, en þeir hafa einkum hug á að skoða miðnætursólina. Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Opið hús í sumar SAMTÖK um sorg og sorgarvið- brögð hafa opið hús í Safnaðar- heimili Akureyrarkirlyu í kvöld, fimmtudagskvöldið 24. júní kl. 20.30. í sumar verða samtökin með opið hús hálfs mánaðarlega, á fimmtudagskvöldum. „Það er full þörf á að halda starfsemi samtak- anna gangandi yfír sumarmánuð- ina, sorgin tekur sér ekki sum- arfrí,“ sagði Ólöf Halblaub í stjórn samtakanna. Beint frá París til að fylgjast með miðnætursól ÞOTA með um 150 ferðalöngum frá París lenti á Akureyrarflug- velli í gærmorgun, en þetta var fyrsta beina flugið frá París til Akureyrar. Andri Már Ingólfsson fram- kvæmdastjóri Heimsferða sagði að tildrögin væru þau að fyrir nokkrum mánuðum hefði tekist samstarf við frönsku ferðaskrifstofuna Nouvelle Liberte um íslandsferðir og yrði í sumar flogið 9 sinnum milli Parísar og Keflavíkur. Miðnætursólin Tekist hefði að vekja áhuga Frakkanna á miðnætursólinni og væri einn helsti tilgangur komu þeirra norður til Akureyrar að líta eigin augum miðnætursól við heim- skautsbaug, en hópurinn sigldi til Grímseyjar í gærdag og fylgdist með sólarlaginu þaðan. í dag, fimmtudag verður farið að Mývatni og Dettifoss skoðaður, en hópurinn heldur aftur út á morg- un, föstudag. Ef þetta lukkast vel, sem mér sýnist að muni vera, er fyrirhugað að setja upp fleiri ferðir frá París til Akureyrar," sagði Andri Már. ísland heldur 3. sæti eftir naumt tap gegn Frökkum Menton, Frakklandi. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni, bláðamanni Morgunblaðsins. Lokadagur Kringlukasts UNDANFARNA tvo daga hafa staðið yfír markaðsdagar í Kringlunni, sem nefnast Kringlukast, og áætla aðstandendur markaðsdaganna að 25-30 þúsund manns hafí gert sér ferð þangað. Að sögn Bjöms Gunn- laugssonar, markaðsstjóra Kringlunnar, hefur einnig verið efnt til ýmissa leikja fyrir gesti og efnt var til samkeppni á milli fyrirtækja um frumleg- ustu útfærsluna og sigraði matvömdeild Hagkaups vegna litríkra skreyt- inga og sérstæðs klæðaburðar starfsfólks. Alls taka 65 verslanir og þjón- ustufyrirtæki þátt í Kringlukasti og bjóða yfír 300 tilboð á nýjum vömm með afslætti sem hvergi er lægri en 20%, að sögn Bjöms. Fyrsta skemmti- ferðaskipið að nýja Miðbakkanum ÍSLENDINGAR töpuðu naum- lega fyrir Frökkum, 14-16, í 24. umferð Evrópumótsins í brids og voru áfram í 3. sæti en í 27. umferð í gærkvöldi sátu þeir yfir. Kvennaliðið tapaði fyrir Búlgariu, 9-21, í 16. umferð kvennamótsins og fór í 6. sætið en á áfram möguleika á því að ná einu af fjórum efstu sætunum sem gefa rétt til þátttöku í næsta heimsmeistaramóti. Eftir 24. umferð vom Pólveijar efstir með 467,5 stig, Danir höfðu 447 stig, íslendingar 440 stig, Norðmenn 431 stig, Hollendingar 430 stig, Frakkar 426 stig og Svíar 418 stig. í kvennaflokki höfðu ítal- ir 307,5 stig, Svíar 298 stig, Þjóð- veijar 286 stig, Finnar 283 stig, Frakkar 281, stig og ísland 269 stig. í gærkvöldi spilaði kvennaliðið við_ Svía í 17. umferð. íslendingar spiluðu við Frakka á sýningartöflu og leikurinn var fjör- ugur. Jón Baldursson fékk gott RANNVEIG Guðmundsdóttir hef- ur samþykkt að taka við þing- klapp frá áhorfendum í sýningar- salnum fyrir vömina í þessu spiii: Norður ♦ K973 ▼ 8 ♦ D96 ♦ DG875 Vestur Austur ♦ ÁG52 ♦ 106 V G765 V D1092 ♦ 1075 ♦ KG843 ♦ K4 * 63 Suður ♦ D84 ¥ÁK43 ♦ Á2 ♦ Á1092 Við annað borðið spiluðu Guð- mundur og Þorlákur 3 grönd eftir að norður hafði sýnt 4-lit í spaða. Herve Mouiel fann hjartaútspil og útlitið var ekki gott. Þorlákur drap drottningu austurs með kóng, spil- flokksformennsku í Alþýðu- flokknum. Rannveig varð undir í leynilegri atkvæðagreiðslu í þing- flokknum á milii hennar og Ossur- ar Skarphéðinssonar um hver tæki við umhverfisráðuneytinu 7. júní sl. Fólst í tillögu Jóns Baldvins Hannibalssonar formanns að sá sem tapaði kosningunni tæki að sér for- mennsku í þingflokkum. Rannveig óskaði eftir umhugsunarfresti þar til hún kæmi til baka úr fríi erlendis og í gær sendi hún svar sitt. aði spaða á kóng og svínaði laufa- drottningunni. Inni á laufakóng var Mouiel ekki viss á hjartastöðunni. Honum fannst einnig spaðaíferðin lykta af því að Þorlákur hefði verið að reyna við 9. slaginn á spaða, og taldi ekki ólíklegt að Alaín Lévy í austur ætti spaðadrottninguna. Mouiel tók því spaðaás og spilaði meiri spaða og þar með var Þorlák- ur kominn með 9 slagi. Við hitt borðið sýndi suður 4-lit í hjarta í sögnum og því spilaði Jón Baldursson út spaðatvisti. Michel Perron hugsaði sig um góða stund en drap síðan tíu Sævars með drottningu og spilaði meiri spaða. Jón hoppaði upp með ásinn og í sömu andrá lá tígultían á borðinu. Þar með var spilið tapað því Perron gat ekki komið í veg fyrir að vöm- in fengi laufaslag og fjóra tígul- slagi svo spilið var tvo niður. Dómnefnd mótsins þurfti að fjalla um tvær áfrýjanir frá íslend- ingum eftir leikinn og dæmdi hún Frökkum í vil í báðum málunum. Skor var breytt í einu spilinu og því unnu Frakkar leikinn 16-14 en aö öðrum kosti hefði hann verið jafn. Óleyfilegar stellingar íslenska kvennalandsliðið hefur einnig fengið umfjöllun hjá keppnis- stjóm og dómnefnd mótsins, þó ekki vegna mála sem bridsdóm- nefndir fjalla venjulega um. Ljósbrá Baldursdóttir mætti nefnilega einn daginn í skyrtubol með „vafasöm- um“ myndum. Keppnisstjóri og keppnisstjóm hafa gantast sín á milli með þessar myndir og hvort refsa ætti Ljósbrá og íslenska liðinu vegna þeirra. Sagan komst í dag- blaðið Nice-Matin sem birtir dag- lega ýtarlegar fréttir af Evrópumót- inu í Menton. FYRSTA skemmtiferðaskipið, m/s Kazakhstan, kemur að nýja Miðbakkanum í gömlu höfninni í dag, fimmtudag. Af þessu tilefni mun borgarstjóri, Markús Öm Antonsson, opna þennan nýja hafnarbakka með ávarpi við komu skipsins kl. 7.40 en skipið leggst að bryggju kl. 7 og lúðrasveit leik- ur nokkur lög. Þá mun hafnar- stjóri afhenda skipstjóra gjöf. í ár koma 40 skemmtiferðaskip til Reykjavíkur, þar af munu 21 skip koma í gömlu höfnina. Miðbakkinn er sérstaklega hannaður með tilliti til þess að taka á móti skemmtiferða- skipum og ferðamönnum, en höfnin vill gjaman styrkja þá viðleitini að hleypa nýju lífi í Miðbæinn. Með því að taka á móti skemmti- ferðaskipum við Miðbakka er stuðlað að því að hann endurheimti þá ímynd í hugum borgarbúa að vera hlið ís- lands fyrir þá sem kjósa að ferðast sjóleiðina til og frá landinu. Hinn nýi Miðbakki er steinlagður og 205 metra langur. Við hann er upphækkuð stétt þar sem gömlu eim- reiðinni verður komið fyrir ásamt sjávarlífskerum. Stéttin er afgirt og sérstaklega hugsuð fyrir ýmiskonar samkomur og skemmtanahald. Að Miðbakka geta allt að 170 metra löng skip lagst að bryggju. í sumar munu 21 skemmtiferðaskip koma í gömlu höfnina og er farþega- fjöldi hvers skips allt frá 200 og upp í 600 manns og fjöldi í áhöfn 200-300 manns. (Fréttatilkynning) Rannveig formað- ur þingflokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.