Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JUNI 1993 21 Rússnesk slóórnvöld hafa ekki efni á að eyða kjarnorkuvopnum Reuter Eldflaugum eytt Hér er að vísu ekki verið að eyða kjarnaoddum eða -sprengjum, heldur meðaldrægum kjarnorkuflaugum í tilraunastöð í Sarjozek í Kazakhstan. Spillingin getur kostað menn húsin Róm. The Daily Telegraph. ÍTALSKIR stjórnmálamenn sem hafa verið sakaðir um spillingu eiga nú á hættu að hald verði lagt á eignir þeirra og fasteignir þeirra kyrrsettar. Lögreglan í Napolí hefur fram- kvæmt kyrrsetningu í einbýlishúsi Paolos Cirinos Pomicinos, atkvæða- mikils þingmanns Kristilegra demó- krata og fyrrverandi fjárlagaráð- herra. Cirino Pomicino er sakaður um að hafa þegið jafnvirði 200 millj- óna króna í mútur fyrir samninga um byggingu neðanjarðarlestakerfis í Napolí. Saksöknarar segja að launatekjur hans og konu hans, kennara, hafi ekki nægt til að kaupa fasteignina sem er metin á 40 millj- ónir króna. Hún hafi því verið greidd með mútufé. Reynist svo vera kann hann að missa húsið. Þetta er í fyrsta sinn sem gripið er til slíkra aðgerða vegna rannsókn- ar spillingarmálanna á ítaliu og heimildarmenn í dómskerfinu segja að fasteignir fleiri stjórnmálamanna verði kyrrsettar á næstu dögum. Hundruð stjórnmálamanna, þeirra á meðal fjórir fyrrverandi forsætisráð- • herrar og margir fyrrverandi ráð- herrar, sæta nú rannsókn vegna meintrar spillingar eða tengsla við mafíuna. 20 handteknir Saksóknarar sem stjórna rann- sókninni í Mílanó fyrirskipuðu í fyrradag handtöku 20 manna, aðal- lega iðnrekenda, vegna ásakana um að lyíjafyrirtæki hefðu mútað emb- ættismönnum í heilbrigðisráðuneyt- inu til að tryggja að verð lyfja yrði hækkað. ítaiska ríkissjónvarpið sagði að iögreglan hefði leitað að skjölum varðandi mútugreiðslur sem einn framkvæmdastjóra Fininvest á að hafa greitt embættismönnum heil- brigðisráðuneytisins fyrir auglýs- ingasamning vegna baráttunnar gegn alnæmi. Stjórnendur Fininvest segjast ekki bera ábyrgð á greiðsl- unum, framkvæmdastjórinn hafi ákveðið þær upp á eigin spýtur. Kjarnorkuvísinda- menn hóta verkfalli Moskvu. Reuter. RÚSSNESKIR vísindamenn sem hafa þann starfa að eyða kjarn- orkuvopnum, hafa hótað að hætta störfum frá og með deginum í dag. Vilja þeir þannig mótmæla launakjörum og aðbúnaði á vinnu- stað. Talsmaður orkumálaráðuneytisins segir að þar sé ekkert fjármagn að hafa til að bæta úr málum vísindamannanna. Vísindamennirnir sinna störfum sínum í leyniborginni Arszamas-16, þar sem Andrei Sakarov og fleiri vísindamenn hönnuðu fyrstu atóm- sprengju Rússa og er miðstöð kjarn- orkuáætlunar þeirra. Sergei Jerm- akov, talsmaður orkumálaráðuneyt- isins, sagði að yfirvöld réðu ekki yfir fjármagni til þess að verða við kröfum vísindamannanna, hvorki þeirra í Arszamas-16, né heldur í þrem öðrum kjarnorkumiðstöðvum sem eru í leyniborgum sem hvergi hafa verið merktar á landakort. Þar er unnið er að eyðingu kjarnorku- vopna, samkvæmt samkomulagi Rússa og Bandaríkjamanna. Fyrr í þessum mánuði skrifuðu vísindamennirnir opið bréf til Jelts- íns Rússlandsforseta, þar sem þeir kvörtuðu yfir „niðurdrepandi“ að- stæðum og að þeir hefðu ekki feng- ið laun greidd í tvo mánuði. í bréf- inu sagði ennfremur, að ef ríkis- stjórnin hefðist ekki að, myndi skap- ast hætta á kjarnorkuslysi á borð við það sem varð í Tsjernoby! árið 1986. Málgagn rússneska þingsins sagði að vísindamennirnir hygðust funda á dag og gefa út yfirlýsingu þess efnis að þeir gætu ekki ábyrgst að engin hætta stafaði af kjarnorku- vopn Rússlands. Þeir hefðu sérstak- ar áhyggjur af því að kjarnorkuvopn- in væru flutt til þeirra á járnbrautar- lestum. Freistandi að flytja í bréfi vísindamannanna í Arsz- amas til forsetans kemur fram, að það gæti orðið freistandi kostur fyr- ir sérfræðinga að flytjast úr landi og hafa þá þekkingu sína á brott með sér þangað sem þeir gætu unn- ið við mannsæmandi kjör. Þar segir að það sé óveijandi að stjórnvöld leiti skammtímalausna við rann- sóknir og öryggisráðstafanir, því að það gæti kostað sem svarar rúmlega þrem milljörðum íslenskra króna að bregðast við alvarlegu slysi við þó ekki væri nema eitt einstakt vopn. Rússneskri kjarnorkuvísindamenn nutu margháttaðra forréttinda og voru hálaunaðir á tímum Sovétríkj- anna, en eftir að kalda stríðipu lauk hafa þeir ekki notið sama álits, né lífskjara. Vestrænar ríkisstjórnir eru áfram um að tryggja að þessir vís- indamenn muni ekki selja þekkingu sína til ríkja á borð við Lýbíu eða írak, en allar áætlanir um vestrænar styrkveitingar til rússnesku vísinda- mannanna vegna framkvæmda á nýjum sviðum, eins og til dæmis í læknisfræði, bíða enn samþykkis rússneska þingsins. PARÍS Upplifðu töfra Parísar í sumar Parísarferðir Heimsferða á einstökum kjörum í samvinnu við stærstu ferðaskrifstofur Frakklands. Vika í París: Flug og hótel frá kr. 29.900 m.v. 2 í herbergi. Flug og bíll: Frá kr. 24.900,- Vikulegar brottfariv frá 7. júlí til 25. ágúst. Flugvallarskattar: Viö fargjald hætasl flugvallarskattar og forfallatrygging. Fullorönir kr. 3.090,-, börn 12 ára ogyngri kr. 1.865,-. Takmarkað sætamagn HEIMSFERÐIR hf. Austurstraeti 17,2. haeð • Sími 624600 Tjaldadagar í Skátabúðinni Alla fimmtudaga í sumar sýnum Við þær 50 tegundir af tjöldum sem fást í Skátabúðinni. Pá færðu tjaldið sem þig vantar með 10% staðgreiðsluafslætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.