Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 JiírrgwiMfiMí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Hraðakstur og al- varleg umferðarslys Senn nær sumarumferðin há- marki á vegum landsins. Tugþúsundir ferðamanna, er- lendra og innlendra, leggja veg undir hjól, bæði í stijálbýli og þéttbýli. Víða sér þess stað að stórstígar framfarir hafa orðið í vegagerð hér á landi síðustu 10 - 20 árin. Göng eru gerð gegnum fjöll og vegir með bundnu slit- lagi lengjast með ári hvetju. Þrátt fyrir það þola fæstir ís- lenzkir vegir þann hraðakstur sem víða á sér stað á sérbyggð- um hraðbrautum erlendis. Og staðreynd er að algengasta or- sök umferðarslysa hér á landi er of hraður akstur, miðað við aðstæður, ekki sízt hjá yngri ökumönnum. Síðasta helgi, sem var stórslysahelgi, talar sínu máli í þessu efni. Það er tíma- bært að hvetja landsmenn til varkárni í umferðinni, nú þegar mesti ferðamánuður ársins fer í hönd. Undanfarin mörg ár hefur umferðin á vegum landsins kost- að tvö mannslíf að meðaltali í mánuði hveijum; tuttugu og fjögur mannslíf á ári. Umtals- vert fleiri verða fyrir meiri eða minni meiðslum, jafnvel ævi- löngum örkumlum. Eignatjón er og mjög mikið. Það sem af er júnímánuði hafa þrír menn látið lífið í umferðinni og um þijátíu verið fluttir á slysadeildir, sumir mjög alvarlega slasaðir. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn, kemst svo að orði í viðtali við Morgunblaðið í gær: „Við tökum yfirleitt eftir því að á vorin þegar göturnar verða auðar, malbilkið þornar og sólin hækkar á lofti eykst ökuhraðinn og ökumenn eru með augun annars staðar en á veginum framundan. Þeir beina athygli sinni að umhverfinu í kring og vilja gleyma sér. Við þessar að- stæður verða slysin, sérstaklega á gangandi vegfarendum, eins og sýndi sig strax í vor.“ Hörmulegar afleiðingar um- ferðarslysa eiga að vera okkur öllum viðvörun. Ökumenn þurfa í því sambandi að tileinka sér nokkrar meginreglur: að ganga úr skugga um að ökutækið sé í góðu standi áður en lagt er af stað, að halda í hvívetna umferð- arreglur (m.a. um ljós og belti), að haga akstri eftir aðstæðum, að sýna öðrum háttvísi og tillits- semi í umferðinni og snerta aldr- ei áfengi eða aðra vímugjafa samhliða akstri. Löggæzla og umferðarráð hafa haldið uppi viðvarandi fræðslu um umferð og umferðar- öryggi. Þetta starf þarf að efla, svo og almennt eftirlit lögreglu á vegum og í umferðinni. Fjöl- miðlar, blöð, sjónvarp og útvarp, þurfa og að flytja fyrirbyggjandi fræðslu, ekki sízt yfir sumar- mánuðina, því reynslan sýnir, að þessir miðlar eru áhrifaríkir og traustir farvegir fyrir upplýs- ingar til almennings. Kjarni málsins er þó sá að landsmenn, konur og karlar, ungir og aldnir, leggist á eitt um háttvísi og tillitssemi í um- ferðinni og akstur miðað við aðstæður. Þetta tvennt er skil- virkasta leiðin til að fækka alvar- legum umferðarslysum. Og þeg- ar grannt er gáð liggur engum, sem situr undir stýri, svo mikið á, að hann megi ekki vera að því að lifa! Þúsundasta hjartaað- gerðin á Landspítala Hjarta- eða kransæðaaðgerðir hófust á Landspítala 14. júní 1986. Þúsundasta aðgerðin af þessu tagi var framkvæmd á spítalanum í gær. „Við þurfum að komast langleiðina í 300 að- gerðir á ári, til þess að fullnægja þörfinni, sem er hér á landi“, sagði Grétar Ólafsson, læknir á Landspítala, við Morgunblaðið í gær. Kransæðaaðgerðir á Landspít- ala hafa á heildina litið tekizt með sérstökum ágætum. Það er mun þægilegra fyrir sjúklinga, sem og aðstandendur þeirra, að þessi þarfa þjónusta, sem margir eiga líf sitt undir, sé til staðar hér á landi. Þetta á ekki sízt við þegar bráðaaðgerða er þörf, sem oft vill verða. Þar ofan í kaupið hefur verið verulega dýrara, bæði fyrir samfélagið og viðkomandi fólk, að sækja aðgerðir af þessu tagi utan. Við eigum vel menntaðar heil- brigðisstéttir sem er forsenda þess að hér verði haldið uppi sam- bærilegri heilsugæzlu og heil- brigðisþjónustu og bezt gerist annars staðar. Hægt og sígandi hefur og Starfsaðstaða heilbrigð- isstétta til að þjónusta landsfólk- ið batnað. Þar stendur þó margt til bóta. Morgunblaðið hefur í því sambandi áður lagt því stuðning að lokið verði K-byggingu Landspítla sem enn er tæplega hálfbyggð. + Umhverfisvænn garður STEFNT er að því að Fjölskyldugarðurinn fái á sig umhverfisvæna ímynd en í Húsdýragarðinum er lögð áhersla á dýravernd. Þess má geta að við garðana liggur grasagarðurinn í Laugardal en að- gangur inn í hann er ókeypis. Fjölskyldugarð- ur í Laugardal opnaður í dag MARKÚS Örn Antonsson, borgarstjóri, opnar Fjölskyldu- garðinn í Laugardal kl. 17 í dag. Eftir það verður garður- inn, sem er samliggjandi Húsdýragarðinum, opinn frá kl. 10 á morgnana til kl. 21 á kvöldin, alla daga, allt fram á haust. Aðgangseyrir fyrir börn, 6-12 ára, verður 200 kr. í Fjölskyldugarðinn og 100 kr. í Húsdýragarðinn en 250 kr. í báða garðana. Fullorðnir þurfa hins vegar að greiða 100 kr. meira eða 300 kr. í Fjölskyldugarðinn, 200 kr. í Hús- dýragarðinn og 450 kr. í báða garðana. Fyrsta mánuðinn verður hins vegar ókeypis fyrir alla í garðinn. Fj'ölskyldugarðurinn og Hús- dýragarðurinn eru hugsaðir sem eitt rekstrarsvæði og er Tómas Ó. Guðjónssson forstöðumaður þess. Hann sagði að hugmyndin væri sú að veita fjölskyldum tæki- færi til að dveljast saman við leiki og fræðslu í fallegu útivistar- svæði. Allt yrði svo gert til að veita sem besta þjónustu og benti Tómas á í því sambandi að á snyrt- ingum væri aðstaða fyrir fólk með lítii börn, bleiur, skiptiborð og pelahitarar, og í görðunum yrði hægt að fá lánaðar kerrur fyrir minnsta fólkið. Áframhaldandi þróun Tómas sagði að með þessu væri verið að stuðla að því að fólk gæti verið í garðinum heilu og hálfu dagana og notið þess sem þar væri á boðstólum. Ýmislegt er þegar komið í garðinn, s.s. tor- færubraut, smábílabraut og mini- golf, en Tómas sagði að í framtíð- inni myndu bætast við fleiri mögu- leikar og nefndi hann í því sam- bandi að stefnt væri að því að reisa veitingahús í garðinum á næsta ári og jafnvel svokallaðan Sagnabrunn og verður þar aðstaða til fræðslu og uppfærslna af ýmsu tagi. Síðar er svo ætlunin að koma á fót eins konar fræðslubrunni í húsi sem bera mun heitið Mímis- brunnur. Fjölskyldugarðurinn hefur enn ekki fengið sitt endanlega nafn því heitið Fjölskyldugarður er að- eins vinnuheiti og er ekki ólíklegt að sótt verði til goðafræði, örnefna eða ævintýra þegar nafn verður valið að sögn Tómasar en hug- myndakassa verður komið fyrir í garðinum við opnun hans. Morgunblaðið/Kristinn Spennandi „STARFIÐ er mjög spennandi," sagði Ragnheiður Kristiansen, nýráð- inn rekstrarsljóri Fjölskyldugarðsins, (t.v.) en á móti henni situr Sigurjón Bláfeld, rekstrarsljóri Húsdýragarðsins. Tómas Ó. Guðjóns- son hangir í kaðlinum en Nicolas Blin, fræðslufulltrúi, situr í einum torfærubílanna. Bílabraut EFLAUST á eftir að verða mikil þröng á þingi þegar Fjölskyldugarð- urinn verður opnaður og víst er að unga kynslóðin á eftir að kunna að meta bílabrautina. Fyrir þá eldri er hins vegar torfærubraut. Fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar — dómur í skattamáli breytir því ekki eftir Gylfa Þ. Gíslason i. Nýlega var í Héraðsdómi Reykja- víkur kveðinn upp dómur í máli út af ágreiningi um heimild útgerðar- fyrirtækis til þess að draga kaupverð kvóta frá heildartekjum við ákvörðun skattskyldra tekna. í sem stytztu máli er saga málsins þessi: í gildandi skattalögum eru engin ákvæði um viðskipti með veiðiheim- ildir, enda eru slík viðskipti ný af nálinni. Þegar í Ijós kom að útgerð- arfyrirtæki töldu slík viðskipti fram með ólíkum hætti í framtölum sínum, gaf ríkisskattstjóri út samræmdar reglur til skattstjóra um meðferð slíkra mála. Þær voru í aðalatriðum einfaldar og skynsamlegar. Greint var milli veiðiheimilda sem gilda í eitt ár og varanlegra veiðiheimilda. Heimilað var að telja greiðslu fyrir skammtímaheimild til gjalda á því ári, er kaupin fóru fram. Sé um var- anlega veiðiheimild að ræða og verð- ið sem greitt er því mun hærra, var ekki talið heimilt að telja allt kaup- verðið til gjalda á kaupárinu, heldur aðeins hluta þess. Afganginn skyldi færa á efnahagsreikning á skatt- framtalinu og afskrifa síðan smám saman með sama hætti og skip og skipsbúnað eða sem nemur 6-8%o af kaupverðinu á ári. Þessu vildu ýmis útgerðarfyrir- tæki ekki una. Þau telja það auðvit- að óhagkvæmara að skattfrádráttur sá sem fæst með afskriftum, dreifist á langan tíma, 12-17 ár, en að fá frádráttinn leyfðan allan í einu, eins °g yrði, ef leyft væri að gjaldfæra kvótakaupin á einu ári, eins og um kvótaleigu væri að ræða. „Samt gerist ekkert í þessu máli, sem tví- mælalaust er mikilvæg- asta framtíðarúrlausn- arefni íslenzks þjóðar- búskapar. Við svo búið má ekki lengur standa.“ Var málinu vísað til ríkisskatta- nefndar. Hún felldi þann úrskurð, að heimilt væri að telja allt kaupverð framtíðarkvóta til gjalda og lækka þannig skattskyldar tekjur sem því svaraði. Á það sjónarmið vildi fjármála- ráðuneytið hins vegar ekki fallast og vísaði málinu til Héraðsdóms Reykjavíkur. Niðurstða hans var sú, að ekki væri heimilt að telja allt kaupverð framtíðarkvóta til gjalda, heldur aðeins 20% þess. 80% skyldu færð á eignareikning á skattframtali og fyrnast á næstu fjórum árum. í þessum dómi felst málamiðlun milli sjónarmiða útgerðarmanna og ríkis- skattanefndar, nánast í samræmi við sjónarmið reikningsskilanefndar Fé- lags löggiltra endurskoðenda frá því í ágúst 1991. II. í umræðum um fiskveiðistjórnina á undanförnum árum höfum við sem teljum greiðslu veiðigjalds fyrir veiði- heimildir nauðsynlegan þátt fram- búðarskipunar fiskveiðistjómarinnar talið að ókeypis úthlutun verðmætra veiðiheimilda hafi annars vegar átt þátt í of mikilli stækkun veiðiflotans og tefji það hins vegar með óhag- kvæmum hætti að hann minnki, eins og nauðsynlegt er að eigi sér stað. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 23 Brynjólfur Mogensen yfirlæknir slysadeildar Borgarspítalans Færri slösuðust í umferð- arslysum 1992 en fyrri ár • • Oryggistæki hafa sannað gildi sitt og þörf er á að lögleiða loftpúða TÍÐNI innlagna á spítala vegna umferðarslysa hefur verið sveiflukennd síðustu ár og hefur ekki aukist síðustu ár og sýnir að mati Brynjólfs Mogensens yfirlæknis slysa- og bæklunardeildar Borgar- spítalans að alvarlegum um- ferðarslysum hefur ekki fjölgað að neinu ráði síðustu ár. Ríflega 13 af hverjum 1.000 íbúum höfuðborgar- svæðisins slösuðust í umferð- arslysum samkvæmt könnun Brynjólfs en sama hlutfall af íbúafjölda var 16,5 árið 1991. Brynjólfur segir þessá fækk- un slysa áberandi en geti jafnframt verið tilfallandi. Hann ítrekar að notkun ör- yggistækja á borð við bílbelti hafi sannað gildi sitt og hvet- ur jafnframt til þess að lög- leidd verði notkun og ísetn- ing loftpúða í hvern bíl sem að hans mati gæti fækkað dauðsföllum og öllum teg- undum áverka um fimmtung. „Það er nauðsynlegt að kanna tíðni slysa miðað við fólksfjölda,“ segir Bi-ynjólfur, „aðrar upplýs- ingar gætu gefið falska mynd. Okkar tölur sýna að tíðni slasaðra annars vegar og alvarlegra áverka hins vegar hefur ekki aukist um- talsvert miðað við höfðatölu síðustu 19 ár.“ Tíðni innlagna vegna slysa í meðallagi Brynjólfur og kollegar hans á Borgarspítalanum hafa undanfarin ár tekið saman upplýsingar um fjölda umferðarslysa og innlagna, en þær gefa mjög athyglisverða mynd að mati Brynjólfs. Þær sýna, ef miðað er við höfðatölu, að alvar- legum slysum hefur lítið sem ekk- ert fjölgað. Á síðasta ári lögðust 130 manns inn á spítala áf höfuð- borgarsvæðinu, en það jafngildir að 1,2 hafi lagst inn á hveija 1.000 íbúa svæðisins. Þessi tala er rétt undir meðaltali síðustu 19 ára en hæst var hún árið 1979 þegar hlut- fallið var 1,8 af þúsundi. Lægst var Brynjólfur Mogensen yfirlæknir á slysadeild Borgarspítalans. hún aftur á móti fjórum árum áður, 1975, en þá var hlutfallið 0,9 af þúsundi. Unglingar slasast oftast Samkvæmt könnuninni slösuðust 13,2 af hveijum 1.000 íbúum höfuðborgarsvæðisins í umferðar- slysum árið 1992. Alls var tekið á móti 2.612 slösuðum á árinu, en af þeim voru 1996 af höfuðborgar- svæðinu. Langflestir þeirra eru jafnan á aldrinum 15-19 ára, en í þeim aldursflokki sjösuðust 52 af þúsundi árið 1991. Á síðustu nítján árum hafa að jafnaði ríflega 11 manns af þúsundi slasast á ári. Það kemur ennfremur fram í tölum Borgarspítalans að breyting hafí orðið á hlutfalli slasaðra eftir tegundum umferðarslysa. Árið 1975 hlutu 56% slasaðra áverka sína úr bifreiðaslysum en á árunum 1987-90 var sú tala komin í 74%. Á sama tíma fækkaði slysum á gangandi vegfarendum og hjól- reiðarmönnum. Slysum fjölgar á sumrin Brynjólfur staðfesti það að flest slys ættu sér stað á sumrin en í fyrra slösuðust flestir í september- mánuði. í upplýsingum hans kemur þó fram að sumarfjölgunin hefur nær engin áhrif á innlagnir vegna Umfepðarslys á höfuðborgarsvæðinu 1992 127 122 137 — Innlagnir á Bonganspítalann vegna umf eröanslysa Ath! Annar kvarði 1.996 fÍöMi umfenöan- siysa og innlagna á Bopgapspítala Umferðarslys Innlagnir MUN stærra hlutfall þeirra sem lenda í umferðarslysum á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæð- inu þarfnast innlagnar á Borgar- spítalann vegna áverka sinna. umferðarslysanna á sama tíma. Með öðrum orðum þýði þessar nið- urstöður að alvarlegum slysum fjölgi ekki að sama skapi yfir sum- arið eins og eignatjón, svo dæmi sé tekið. Loftpúða í alla bíla „Það er alveg ljóst,“ sagði Brynj- ólfur, „að með notkun bílbelta í umferðinni hefur tala látinna og alvarlegra áverka vegna slysa fækkað verulega. Ef þeir sömu sem nota belti sætu í bílum þar sem loftpúðum hefur verið komið fyrir verður öryggið enn meira. Líklega fækkar áverkum af öllum alvar- leikagráðum um fimmtung með til- komu „líknarbelgjanna“ sem svo eru kallaðir, hvort sem menn nota belti eða ekki. Þar sem beltanotkun er vanrækt koma púðarnir sér enn- fremur vel. Öruggast er þó að hvorí tveggja sé til staðar." Brynjólfui- bendir á að þetta öryggistæki sé engum til ama og sé ósýnilegt en nýtist bílstjórum þó alltaf. Hann bætir því við að bæði í Þýskalandi og í Bandaríkjunum væri í undirbúningi að lögleiða ísetningu belgjanna í alla nýja bíla. vSlíkt ætti einnig að gera hér á Islandi og stefna að því að 1995 yrðu allir nýir bílar búnir þessu öryggistæki." Umræða fjölmiðla um umferðarslys af hinu góða Aðspurður kveður hann umræðu fjölmiðla um umferðarslys af hinu góða. „Það þarf að segja frá slysum af þessu tagi en óþarfi er á hinn bóginn að fara út í smáatriði. Það skilar engu að lýsa slysum og áverkum nákvæmlega en sjálfsagt er að segja að fólk sé alvarlega slasað,“ sagði Brynjólfur að lokum. Gylfi Þ. Gíslason Jafnframt höfum við bent á að án veiðigjalds sé þjóðin svipt eðlilegum arði af sameign sinni, fiskistofnunum við landið auk þess sem alvarlegt misrétti sé skapað gagnvart öðrum útflutningsgreinum en sjávarútvegi, þ.e. útflutningsiðnaði og þjónustu- greinum. Sá sem þetta ritar hefur hins vegar talið að ýmis rök megi færa fyrir því að leyfa að telja kaup- verð tímabundins kvóta til gjalda, þótt vissulega sé um mörg álitamál að ræða í tengslum við fyrningu í sambandi við kvótaviðskipti, en hins vegar er fráleitt að heimila fullan frádrátt hás kaupverðs framtíðar- kvóta þegar á kaupári. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur er því miklu réttlátari en úrskurður Ríkis- skattanefndar. Hins vegar má draga í efa réttmæti þess að leyfa yfirleitt nokkrar fyrningar á keyptum fram- tíðarkvóta, meðan honum fylgir rétt- ur til árlegra veiða. Slík fjárfesting fymist ekki vegna slits eða úrelding- ar, en það eru almennar forsendur afskrifta. Þetta sjónarmið kom fram í áliti nefndarinnar um mótun sjávar- útvegsstefnu. III. Meginástæða þess að þessar línur eru ritaðar er hins vegar sú að sam- kvæmt fregnum í fjölmiðlum virðast sumir líta þannig á að í dómnum felist að veiðiheimildin sem keypt var, sé orðin eign útgerðarfyrirtæk- isins og það sé því orðið eigandi að nokkrum hluta fiskistofnanna við landið. Þessi skoðun er alröng. Það mál sem hér um ræðir er ein- göngu skattamál. í dómnum felst að fyritæki sem kaupir varanlegar fiskveiðiheimildir, megi ekki draga allt kaupverðið jafnharðan frá heild- artekjum sínum. Afganginn beri hins vegar að telja eign í skilningi skatta- réttar og því færa í eignalið efna- hagsreiknings á skattframtali, eins og reglur tvöfalds bókhalds gera ráð fyrir. Kemur þetta sjónarmið skýrt fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar á Alþingi 1991 um skattalega með- ferð á keyptum aflakvóta. Eftir sem áður eru auðvitað í fullu gildi þau ákvæði sem árum saman hafa staðið í 1. grein gildandi laga um fiskveiði- stjórnina að nytjastofnar á íslandsm- iðum séu sameign íslenzku þjóðar- innar. Við síðustu endurskoðun lag- anna var þeim ákvæðum meira að segja bætt við að úthlutun veiðiheim- ilda myndi ekki eignarrétt eða óaft- urkallanlegt forræði einstakra aðila >fír veiðiheimildum. Augljóst ætti því að vera að dómur í skattamáli geti ekki veitt útgerðarfyrirtæki al- mennan eignarrétt. IV. Þetta deilumál sem Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp dóm sinn í, undirstrikar hins yegar ræki- lega hversu bagalegt er að mótun varanlegrar fiskveiðistefnu af hálfu stjórnvalda skuli enn dragast á lang- inn. Nefndin sem skipuð var í ágúst 1991 um mótun fiskveiðistjórnar hefur skilað áliti. Samkomulag virtist hafa orðið í ríkisstjórn um stofnun þróunarsjóðs sjávarútvegsins til þess að stuðla að aukinni arðsemi í sjávar- útveginum og flýta fyrir úreldingu fiskiskipa og fækkun fiskvinnslu- stöðva. Samkomulag virtist ennfrem- ur um, að vegna núverandi erfiðleika í sjávarútveginum skuli greiðsla lágs veiðigjalds ekki hefjast fyrr en haust- ið 1996. Samt gerist ekkert í þessu máli, sem tvímælalaust er mikilvæg- asta framtíðarúrlausnarefni íslenzks þjóðarbúskapar. Við svo búið má ekki lengur standa. Höfundur er prófessor og fyrrverandi ráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.