Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 Sheraton Aerogolf hótelið er rétt við Findel alþjóðaflugvöllinn í Lúxemborg. Yfir pottunum á Sheraton Aerogolf EITT AF þeim glæsihótelum, sem hertogadæmið Lúxemborg býður upp á er Sheraton Aerogolf. Hótelið er staðsett steinsnar frá flugvellinum, sem m.a. er einn áfangastaða Flugleiða. Ekki er úr vegi fyrir ferðalanga að gera ráð fyrir viðveru í Lúxem- borg áður en haldið er lengra á vit ævintýranna því landið er bæði fagurt og fullt af menningarsögulegum verðmætum fyrir utan fjölbreytta veitingastaði og fjölskrúðugt götulíf. Óhætt er að segja að vel hafí farið um mig á Sheraton-hótelinu þá tvo sólarhringa sem ég stoppaði í Lúxemborg fyrir skömmu. Hótelið býður upp á 146 rúmgóð herbergi með öllum þæg- indum, tvo veit- '’ingastaði, hvorn með sínu sniði og huggulegan píanóbar. Þá legg- ur hótelið metnað sinn í fyrsta flokks ráðstefnu- aðstöðu auk þess sem til staðar eru smáir og stórir salir fyrir einkasamkvæmi. Og ekki má gleyma golfvellinum, sem er skammt undan. Að sögn hótelstjórans er aðal- uppistaða gesta á virkum dögum fólk í viðskiptaerindum. „Um helg- ar eru á hinn bóginn ferðamenn áberandi þar sem við bjóðum þá upp á mjög hagstætt gistiverð.“ Um helgar kostar tveggja manna herbergi með morgunmat 8.400 kr. og 7.800 kr. fyrir Visa-korthafa, en á virkum dögúm er almennt verð á Sheraton 15.500 kr. fyrir tveggja manna herbergi án morg- unmats, sem kostar 1.000 kr. Um 10-15 mínútna akstur er frá hótel- inu í miðbæinn og eru þangað tíðar ferðir fyrir hótelgesti. Jafnframt sér hótelið um akstur til og frá flug- velli sé þess óskað. Yfirmatreiðslumeistari Sheraton Aerogolf er Jean-Marie Vincent. Þó hann hafí haft í mörgu að snú- ast í eldhúsinu þegar ég ákvað að forvitnast þar, þótti honum sjálf- sagt að láta Daglegu lífí í té sýnis- hom af því sem hann sendi nýlega í keppni matargerðarmanna í Lúx- emborg. Fyllt rauðspretta Riviera 1 6 rauðsprettuflök 80 ferskar aspasstangir 1 cl rjómi 20 g smótt skorin steinselja 8 soónar kartöflur ______10 cl Americaine-sósa____ 10 cl jafningur meó fiskisoði __________2 Itr fisksoð________ 8 smjördeigs-hólfmánar 100 g smjör I sítróna Þrífíð aspasstönglana og sjóðið í sítrónublönduðu saltvatni. Færið upp á fat þegar soðnir. Klappið flökin með spaða og skerið grunnar raufír í þau. Vefjið 5 aspasstönglum inn í hvert flak og raðið rúllunum í smurða pönnu.- Hellið ið sjóða í 8 mín. Raðið rúllun- um fallega á fat. Blandið ijómanum og smjörinu annars vegar við America- ine-sósuna og hins vegar saman við jafninginn. Setjið sósumar til skiptis á rúllumar, þekið vel. Straíð steinselju yfír og skreytið með smjördeigs-hálfmán- um. Berið fram með kartöflum. Unghænuyndi með rækj- um 100 g smjör _______8 unghænubringur________ 200 g gulrætur, skornar í þunna strimla 200 g blaðlaukur, smátt skorinn 10 cl fuglasoð 10 cl jafningur með fiskisoði 8 smjördeigs-hálfmánar 3 cl fiskikraftur 64 rækjur 1 cl koníak 2 cl hvítvín 5 cl rjómi 50 g söxuð steinselja____ 250 g hrísgrjón til skrauts Léttsjóðið rækjurnar í fískkraftin- um. Fjarlægið skelina og geymið hausana. Opnið bringumar á hlið- inni og setjið 5 rækjur inn í hveija þeirra. Lokið og saumið saman. Saltið og piprið bringurnar, steikið þær í smjörinu. Setjið gulræturnar og blaðlaukinn út á pönnuna og látið krauma vel. Setjið afganginn af rækjunum út á pönnuna. Kveik- ið í með koníakinu, hellið hvítvíni síðan yfír og iátið malla í smá- stund. Bætið síðan fuglasoðinu, jafningnum og ijómanum út í. Eft- ir að suðan kemur upp, eldið í ofni í 10 mín. Kryddið eftir smekk með salti og pipar. Færið bringumar upp á disk og hellið sósunni yfir. Skreytið diskinn með rækjuhausum og smjördeigshálfmánum. Stráið steinselju yfir. Berið fram með steiktum hrísgijónum. g Jean-Marie Vincent, yfir- matreiðslumeistari. I vikunnar I Um 70% verðmunur á framköllunum og stækkunum SAMKEPPNISSTOFNUN kannaði nýverið verð á filmum, framköllunum og eftirtökum ljós- mynda. Könnunin leiðir í Ijós afgerandi verð- mun á milli fyrirtækja að mati stofnunarinnar. í flokki framkallana og stækkana var verðmunur um og yfir 70 prósent en í mörgum tilfellum fylgja ýmis tilboð svo sem að filma fylgi fram- köllun. Könnunin tók til 29 verslana á höfuðborgarsvæðinu og fimm verslana á landsbyggðinni. í fréttatilkynningu frá Samkeppnis- stofnun kemur fram að verð á framköllun og stækkunum hefur að meðaltali hækkað um 1,5% frá því að sams konar könnun var gerð í júlí 1992. Mestur verðmunur birtist í framköllunum og eftirtökum ljós- mynda. í fréttatilkynningunni er skýrt frá því að verð á framköllun ljósmynda væri lægst hjá Bónus- framköllunum, Depluhólum, en hæst í versþuninni Framköllun á stundinni, Ármúla (12 og 24 mynda) og verslunum c s - Hans Petersen, Litseli Austurstræti 6 og Myndsmiðjunni, Egilsstöðum (36 mynda). Bónusframkallanir voru enn- fremur með lægsta verðið í eftir- tökum mynda í stærðum 13x18 og 20x30. Miðbæjarmyndir voru aftur á móti með lægsta verðið í flokki mynda í stærð 18x24. Ljós- myndabúðin, Sunnuhlíð á Akur- eyri, var með hæsta verð í eftir- töku myndar í stærð 13x18 en fjórar búð- ir voru með hæsta verðið í stærðinni 18x24. Pedromyndir á Akureyri voru aftur á móti með hæsta verðið í eftirtöku myndar í stærðinni 20x30 en þar reyndust vera 132 prósent á milli - hæsta og lægsta verðs. Einnig kom fram í fréttatilkynningunni að tæplega 40% verðmunur væri á Kodak 24ra mynda ljósmyndafilmu á milli verslana. Hún fæst dýrust í Kyrr-mynd, Höfðabakka, en ódýrust er hún í Radíóvirkjanum, Borgartúni. Verðmunur á filmum hefur aukist frá síðustu könnun úr 13% í 38%. ■ > Vepðkönnun á filmum, framköllun og stækkun 24ja mynda litfilmur Framköllun og Eftirtaka, hver mynd stækkun 10 x 15 cm y.oáa\vj\\co\o^0\ato''i 36 4 % A8*2Acfl' 30720 ctfl Amatörverslunin, Laugavegi 82, Rvk. Bónusframköllun, 488 230 6151) 435 1.0121) 699 1.4101) 963 150 145 340 Depluhólum 5, Rvk. Express, Suðurlandsbraut 2, Rvk. 460 706 2) 1.1622) 1.618® 185 495 620 Filman, Hamraborg 1, Kóp. 460 7113) 1.167 3) 1.623® 170 495 620 Framköllun, Reykjavíkurvegi 68, Hf. 488 300 7152) 1.1772) 1.639® 190 Framköllun á stundinni, Ármúla 30, Rvk. 460 300 7632) 1.1922) 1.648® 185 495 620 Framköllun Miðbæjarm., Lækjargötu 2, Rvk. 460 250 7062) 1.1622) 1.618® 175 475 620 Verslanir Hans Petersen, Rvk., Kóp og Settjn. 490 723 4) 1.1914) 1.65941 195 580 620 Hugföng, Eiðistorgi 13, Seltjn. 405 718 2) 1.1862) 1.654® 190 490 Kyrr-mynd, Hðfðabakka1,Rvk. 510 689 5) 1.133s) 1.577® 185 485 580 Myndhraði, Eiðistorgi 11, Seltjn. 490 672 4) 1.1044) 1.53641 195 580 Litsel, Austurstræti 6, Rvk. 460 300 7232) 1.1912) 1.659® 190 Ljósmyndabúðin, Ingólfsstræti 6, Rvk. 410 350 437 718 998 Ljósmyndavörur, Skipholti 31, Rvk. 405 650 2) 1.0702) 1.490® 170 580 Radíóvirkinn, Borgartúni 22, Rvk. 370 470 771 1.071 180 Regnbogaframköllun, Síðumúla 34, Rvk. 460 7132) 1.1812) 1.649® 210 Sælgætis- og vídeóhöllin, Garðatorgi, Gbæ. 480 405 7182) 1.186 2) 1.654® 190 490 Tokyo, Laugavegi 118, Rvk. 490 535 4) 881 4) 1.2284) 185 Tónborg, Hamraborg 7, Kóp. 718 2) 1.186 2) 1.654® 190 490 Ulfarsfell, Hagamel 67, Rvk. 405 6772) 1.1092) 1.541® Nýja filmuhúsið, Hafnarstræti 106, Ak. 460 404 713 1.181 1.649 210 580 620 Ljósmyndabúðin, Sunnuhlíð 12, Ak. 410 682 2) 1.114 2) 1.549® 250 Pedromyndir, Skipagötu 16, Ak. 488 718z) 1.1862* 1.654® 220 790 Hraðmynd, Miðvanai 2-4, E^ilsst. 460 689 1.133 1.577 195 580 620 Myndsmiðjan, Dynskógum 4, Egilsst. 420 355 723 2) 1.1912* 1.659® 210 775 Hæsta verö 510 410 300 763 1.192 1.659 250 580 790 Lægsta verð 370 350 230 435 699 963 145 475 340 Meðalverð 463 392 273 665 1.091 1.519 190 529 592 Munur í kr. 140 60 70 328 493 696 105 105 450 Munur í % 38% 17% 30% 75% 71% 72% 72% 22% 132% 1) Verð á framköllun og stækkun miðað við eins dags bið. 2) Filma fylgir með framköllun 3) Rlma fylgir með framköllun eða afsláttur af 4. hverri framköllun 4) Afsláttarkort 5) Filma fylgir með framköllun eða 20% afsláttur af hverri mynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.