Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 * Svanhildur O. Guð- jónsdóttir—Miiming Fædd 6. febrúar 1907 Dáin 15. júní 1993 Fullu nafni hét hún frænka mín Svanhildur Ólafía Guðjónsdóttir, en meðal fjölskyldu og vina var hún aldrei kölluð annað en Lóa og undir því nafni þekktu hana flest- ir. Hún var fædd 6. febrúar 1907 og var því 86 ára gömul, er hún kvaddi þetta líf á Landakotsspítala þriðjudaginn 15. júni síðastliðinn. Hún verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju í dag. Systkinin í Réttarholti í Garði voru fimm. Tvö lifa: Halldóra hús- móðir í Hafnarfirði, f. 6. nóvember 1909, og Bjöm fyrrum bifreiðar- stjóri og útgerðarmaður í Garði, f. 26. ágúst 1916. Áður voru látin móðir þess er þetta ritar, Þóranna Lilja húsmóðir í Reykjavík, f. 4. júní 1904, d. 17. marz 1970, og Guðmundur bifreiðarstjóri í Rétt- arholti í Garði, f. 9. maí 1913, d. 20. október 1981. Foreldrar þeirra systkina voru hjónin Guðjón Björnsson, renni- smiður, fæddur 6. október 1876 á ímastöðum í Vöðlavík, sonur hjón- anna Bjöms Jónssonar og Svan- hildar Magnúsdóttur, og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 6. október 1878, Grímssonar bónda í Réttar- holti og konu hans Guðrúnar Þor- kelsdóttur, sem ættuð var úr Með- allandi. Sín fyrstu búskaparár bjuggu Guðjón og Guðrún um skeið í MjÓafirði og á Norðfirði, en munu hafa flust í Garðinn 1906 og áttu þar heima til dauðadags. Lóa var næstelst í þessum systk- inahópi. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt að sjá sjö manna fjölskyldu farborða á áram stopullar vinnu, en Guðjón í Réttarholti var eftir- sóttur til smíða og sótti sjóinn þess á milli og bömin fóru öll að vinna fyrir sér um leið og bamaskóla- göngu var lokið. Lóa fór í vist sem unglingur meðal annars að Nýjabæ í Garði og á þessum áram dvaldist hún nokkur sumur við bamagæslu og snúninga á Minni Vatnsleysu, hjá Auðuni útvegsbónda og Vil- helmínu Þorsteinsdóttur frá Meiða- stöðum í Garði. Síðast rifjaði hún upp minningar þaðan er hún fór með okkur Eygló í sína síðustu heimsókn suður í Garð í lok apríl. Rakti þá fyrir okkur ömefni og kunni raunar litlar þakkir þeim sem lagt hafa þjóðveginn þvert yfir Kúagerði þar sem hún var vön að brynna kúnum. Frá æskuáran- um minntist hún oft á skólann í Garðinum, kennarana þar, svo og bamastúkustarfið. Henni var kært að rifja upp kirkjuferðir bems- kunnar frá Réttarholti, sem var innsti bær í Garðinum, út að Út- skálum í vetrarkyrrð og rökkri á jólum yfir ísilagt Síkið. Ung að árum fór Lóa til heimilis- starfa á bammörgu heimili hjón- anna Herdísar Guðmundsdóttur ljósmyndara og Guðbjarts Ásgeirs- sonar matsveins, að Lækjargötu 12 í Hafnarfirði. Hjá þeim var hún í allmörg ár. Minntist hún þeirra og bama þeirra jafnan með mikilli hlýju og ríkti þar vináttusamband alla tíð. Lóa starfaði víðar og ein- hveija vetur var hún ráðskona við báta, m.a. í Sandgerði. Á sumram fór hún í kaupavinnu og 1933 og þar eftir var hún nokkur sumur á stórbúi Thors Jensens á Korpúlfs- stöðum. Þar var fjöldi ungs fólks og oft glatt á hjalla. Þar eignaðist hún vinkonur og vini sem hún hélt tryggð við til æviloka. Móðir mín og hún vora samtíða á Korpúlfs- stöðum einhver þessara sumra og í bók sinni Litríkt fólk segir séra Emil Bjömsson, sem þá var einnig á Korpúlfsstöðum: „Þjónustumar fylltu fimmta starfshópinn. Þær þvoðu og rulluðu rúmföt og ígangs- klæði starfsmanna og voru með taurallur sínar í herbergi, sem nefnt var Síbería. Af þeim era mér minnisstæðastar systumar Anna (Þóranna) og Lóa sunnan úr Garði. Lóa var fremur lágvaxin með gull- roðið hár. Anna há og dökk- hærð . . . Báðar voru þær stór- myndarlegar til verka.“ Það var kært með þeim systram. Lóa var stödd á heimili foreldra minna hinn 17. nóvember 1947, þegar faðir okkar systkina varð bráðkvaddur 43 ára gamall og Anna stóð ein uppi með þijú böm, það elsta, sem þetta ritar, nýorðið átta ára. Þá kom glöggt í ljós sá eiginleiki Lóu, sem einkenndi allt hennar líf. Hún hugsaði ætíð meira um aðra en sjálfa sig. Upp frá þessari stundu stóð hún við hlið móður minnar og studdi hana og styrkti í hvívetna. Hún átti sinn mikla þátt í því að halda heimili fyrir okkur systkini til fullorðins- ára. Um langt skeið hafði móðir mín kostgangara. Stundum vora rúmlega 20 manns, skólapiltar og iðnnemar oft í meirihluta, í fæði í 60 fermetra íbúð eða svo. Þar voru unnin afrek í lífsbaráttunni. Á sumram vann Lóa um alllangt skeið sem ráðskona hjá vegavinnu- flokki Markúsar Guðmundssonar verkstjóra, oftast við vegagerð á Hellisheiði. Nokkur fyrstu sumrin hafði hún með sér til að létta und- ir með móður minni yngsta bamið, Guðmund Brynjar, sem nú er vakt- stjóri hjá SVR, kvæntur Guðríði Þórðardóttur. Upp úr 1964 hætti móðir mín að selja fæði, en áfram héldu þær saman heimili ásamt systur minni Ingigerði Þóreyju handavinnu- kennara, sem 1969 giftist Bjama Þjóðleifssyni lækni. Ingigerður lést 17. desember 1982. Nokkru eftir lát móður okkar árið 1970 flutti Lóa sig um set í Norðurmýrinni og leigði um árabil á Gunnarsbraut 34 hjá systranum Huldu og Sigríði Friðfinnsdætrum. Þar eins og ann- ars staðar mynduðust milli hennar og húsráðenda einlæg vináttubönd. Um skeið starfaði Lóa hjá Vinnufatagerð íslands við sauma- skap, en fatasaumur og hannyrðir hverskonar léku henni í höndum. Síðasti vinnustaður hennar var Þvottahús Landspítalans. Þar starfaði hún á annan áratug, uns hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Síðustu átta árin bjó hún að Furagerði 1 þar sem hún eins og hvarvetna annarsstaðar eignað- ist tryggar vinkonur. Það eru ekki mikil tíðindi þótt héðan hverfi af heimi öldrað al- þýðukona sem með tryggð og trún- aði hefur skilað löngu dagsverki. Svo er sagt að maður sé illa dóm- bær á sína nánustu. Samt fullyrði ég, að hún Lóa var fágætlega sér- stök kona. Hún átti til að bera í ríkum mæli þá eiginleika sem gert gætu þessa jörð betri. Ég minnist þess ekki að hafa nokkra sinni heyrt hana leggja illt orð til eins eða neins. Það sterkasta sem ég heyrði hana segja var „árinn“, eða í allra mesta lagi „ansans árinn“. Hún var trúuð og sótti kirkju og bænastundir eftir getu. Reglusöm um alla hluti svo af bar. Dýravin- ur, sem ekkert mátti aumt sjá. Þar vora þær samtaka hún og móðir mín, því á Skeggjagötunni vora ekki aðeins kostgangarar í fæði heldur líka útigangskettir í Norð- urmýrinni sem var gefíð norðan við húsið og tveir þeirra fluttu seinna inn og lifðu við dekur til hárrar elli. Lóa hafði líknandi hendur og var „læknirinn“ í fjöl- skyldunni ef einhver lasnaðist eða laskaðist. Þegr foreldrar hennar vora orðin gamlir og famir að heilsu hætti hún að vinna og flutti suður í Réttarholt í um það bil tvö ár og hjúkraði þeim ásamt Kristínu mágkonu sinni til dauðadags, en Guðrún og Guðjón létust með nokkurra mánaða millibili á árinu 1961. Lóa var lagin sauma- og hann- yrðakona svo sem áður er að vikið og ljósmyndimar, sem hún tók við ýmis tækifæri á gömlu Kódak kassavélina sína, varðveita margt t EiginmaAur minn, JAKOBLÖVE stórkaupmaður, Laufásvegi 73, Reykjavík, lést af slysförum mánudaginn 21. júní. Margrét Jónsdóttir. t Eiginkona mín, ÞÓRLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR, Langeyrarvegi 18, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 22. júní. Róbert Bjarnason. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORKELL ÓLAFSSON, Stórholti 37, Reykjavík, lést 22. júní í Landspítala. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Föðursystir okkar, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, lést í Borgarspítalanjum 12. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegt þakklæti til lækna og starfsfólks á elliheimilinu Grund og Borgarspítalanum. Lilja Ingvadóttir, Sigurjón Ingvason. t Minningarathöfn um fósturmóðir okkar, SIGURJÓNU K. DANELÍUSARDÓTTUR frá Hellissandi, er lést á Hrafnistu laugardaginn 19. júní sl., fer fram frá Áskirkju föstudaginn 25. júní kl. 15.00. Jarðsett verður að Ingjaldshóli laug- ardaginn 26. júní kl. 14.00. Rútuferð frá hópferðamiðstöð kl. 8.30 sama dag. Birna Axelsdóttir, Guðmundur S. Gfslason, Grétar Friðleifsson, Guðjóna Valdimarsdóttir, barnaböm og barnabarnabörn. t Konan mín og móðir okkar, RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR, Kambaseli 30, verður jarðsungin frá Seljakirkju föstu- daginn 25. júní kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Þorsteinn Sætran, Þórhildur Richter, Sigrún Sætran. úr fjölskyldusögunni. Þá er þess ógetið, að þótt hún hefði aldrei úr miklu að spila var hún ákaflega rausnarleg. Við systkini og fjjöl- skyldur okkar nutum þess alla tíð. Tryggð og góðvild í allra garð voru ríkir þættir í eðlisfari hennar. Lóa giftist aldrei og átti ekki afkomendur. Kannski urðu ein- hvem tíma til sár sem seint greru. Um það var aldrei rætt. Hún var öllum bömum kær og raunar öllum þeim sem bágt áttu, því að kær- leik og góðvilja miðlaði hún hvar sem hún fór. Undir lok síðasta árs kenndi Lóa sér meins en hélt þó dágóðri heilsu fram undir það síðasta. Þegar hún lést, hafði hún verið rúmliggjandi um tæplega þriggja vikna skeið. Læknum og hjúkranarliði á Borgarspítala og Landakoti eru færðar þakkir fyrir góða umönnun. Að leiðarlokum þakka ég henni fyrir hönd okkar systkinanna og fjölskyldna okkar fyrir allt það sem hún var okkur alla tíð. Guð blessi minningu góðrar konu. Eiður Guðnason. Með þessum fáu orðum langar mig til að minnast ömmusystur minnar Svanhildar Ólafíu Guðjóns- dóttur eða ömmu Lóu eins og hún var alltaf kölluð. Það hvarflaði að mér þegar ég heimsótti ömmu áður en ég lagði af stað í þessa langferð að ég væri að kveðja hana í síðasta sinn. Sú varð raunin. Heilsu hennar hafði hrakað á skömmum tíma og aldurinn orðinn hár. Þrátt fyrir sjúkrahúslegu og veikindi um jólin var henni efst í huga að öll bamabörnin fengju jólagjafimar sinar. Svona var amma. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til ömmu Lóu. Undan- tekningarlaust vora nýbakaðar pönnukökur á boðstólum eins og sannri ömmu sæmdi og oftar en ekki var maður leystur út með gjöfum eins og sælgæti eða vettl- ingum. Nú hefur amma kvatt þennan heim og ég veit að henni líður vel. Eftir sitja minningar um ástríka og góða ömmu. Eftirlifandi systkinum, ættingj- um og vinum votta ég innilega samúð mína. Guðrún Bjamadóttir. ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L A N sími 620200 ERflDRYKKJUR Sími 11440 Erfidnkkjur (ilæsileg kaffi- hlaðlKirð (allegir salir og tnjög gpð þjónusta. Ipplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR Him LOFTIEIUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.