Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 ©1989 Universal Press Syndicale ,JJún viil fd cá \Jita- hvernig póttstókm i/ar* HOGNI HREKKVISI „é-Q ÆTi-A BARA Af> ETLPA VENJCU.EGAN KALRÚN, pAKKA ÞÉR FVRIR." BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Arkitektúr — náms- efni í gnmnskólum THE BUILDING EXPERIENCES TRUST Frá Sigurði Einarssyni: Þegar minnst er á arkitektúr, koma ólíkir hlutir upp í huga fólks, en sjaldnast sú breidd sem orðið felur í sér. Allt of margir leiða hugann eingöngu að kirkjum og opinberum glæsihöllum. Sú stað- reynd, að arkitektúr er listgrein sem nær yfir hönnun og fram- kvæmdir alls manngerðs umhverf- is, er ekki sá skilningur á orðinu, sem er algengur meðal almenn- ings. Arkitektúr er eina listgreinin sem er óumflýjanleg. Það hvað arkitektúr er eðlilegur hlutur í okkar daglega lífi, vafalaust stóran þátt í því, að uppeldi í arkitektúr í gegnum námsefni grunnskólans hefur algerlega misfarist. Að lok- inni skólagöngu býr almenningur bærilega að grasafræði, dýrafræði og jarðfræði, en þegar kemur að því að fjalla um arkitektúr er vega- nesti skólanna af skornum skammti. Aukin umhverfisumræða krefst þess af borgurunum að þeir hafi skilning á þeim kostum sem búið geta í náttúrunni og því umhverfi sem við sjálf mótum. Gæði arki- tektúrs fara að sjálfsögðu eftir getu hönnuða, en þau eru ávallt háð skilningi þess sem biður um verkið. Það skal engan undra þótt mikið af því sem gert er sé ófull- nægjandi, þar sem almenningur hefur ekki fengið kennslu í að skynja og gera sér grein fyrir þeim gæðum sem hægt er að krefjast á þessu sviði. Þegar fjallað er um gildi arki- tektúrs, er það fyrir mörgum spurning um fallegt eða ljótt. Opna þarf augu manna fyrir því, að þetta er ekki bara smekksatriði. Allt of oft byggir fólk skoðun sína á því hvort hlutur er fallegur eða ljótur með því líkja honum við eitthvað sem það þekkir. T.d. ef hús minnir á ijómatertu er það fallegt, en ef það minnir á öskutunnu er það ljótt. Skoðun manna þarf að grund- vallast af heildarinnsýn, þar sem tekið er tillit til notagildis og um- hverfísiegra gæða, hvort heldur um er að ræða kaffibolla, einbýlis- hús eða aðalskipulag. Neytendur lifa og hrærast innan um alls kyns vöru, sem í stað þess að uppfylla gæði til notkunar höfðar til tilfinn- inga, löngunar og félagslegs metn- aðar þeirra. Tilvitnun í mismun- andi smekk fólks er oft afsökun fyrir slíkri „plathönnun“. Tísku- fyrirbrigði verða allt of oft þess valdandi að menn fylgja í blindni straumnum, í stað þess að gera sitt eigið óháða mat á verðleikum hlutarins. The Building Experiences Trust eru samtök fag- og áhugamanna sem vilja stuðla að fræðslu um arkitektúr meðal almennings, und- ir kjöroðunum „Arkitektúr í skól- um“. Þessa dagana stendur yfir mikið átak, í fjölmörgum borgum heims, þar sem vakin er athygli á þessum veika hlekk í umhverfis- fræðslu skólafólks. Hér á landi mun hópur á vegum Arkitektafé- lags íslands standa fyrir kynningu á málefninu, og m.a. fara þess á leit við Námsgagnastofnun að þýdd og útgefin verði kennslugögn fyrir námsefnið. Markmiðið með slíkri fræðslu er að hvetja nemendur til þess að skynja umhverfi sitt í ríkara mæli en fyrr, að auka hæfileika þeirra til að meta gæði hönnunar og skipulags jafnframt því að auka áhuga þeirra á þátttöku þegar nánasta umhverfi er valið, mótað eða skipulagt. Það er einnig nauð- synlegt að auka skilning nemenda á því að byggt umhverfi er undir áhrifum frá stjórnmálalegum-, fjárhagslegum- og menningarleg- um straumum í samfélaginu. Það á ekki að vera markmið með kennslunni að mennta arki- tekta. Sumir nemenda munu vafa- laust sýna fram á meðfædda hæfi- leika til sköpunar, og fyrir þá er slík kennsla sérstaklega gefandi. Hjá flestum ætti námið að vekja áhuga á að sannreyna hluti í dag- lega lífinu, auk þess sem auðveldar hönnunaræfingar ættu að stuðla að innsýn í hönnunarferlið. Fræðsla í arkitektúr ætti í það minnsta að gera nemendur betur í stakk búna til að mynda sér skoðanir og taka þátt í mótun umhyerfisins, við kaup á húsbún- aði, sem húsbyggjandi eða þáttak- andi í framkvæmdum fyrirtækis, eða sem virkur borgari í umfjöllun skipulags. SIGURÐUR EINARSSON arkitekt, Pósthússtræti 9 Reykjavík Víkveiji skrífar * flestum hinna Norðurlandanna hafa opinberir aðilar fyrir margt löngu komið upp myndarleg- um menningarmiðstöðvum. Þetta eru einatt gamlar hallir eða slot sem gerð hafa verið upp af miklum myndarskap til að hýsa margvíslega menningarstarfsemi. Alltaf er þó ríflegt rými lagt undir myndlistar- sýningar, stundum hafa söfn þar fastan samastað og á sumum stöð- um er jafnvel vinnuaðstaða og gist- ing fyrir listamenn, jafnt heima- menn sem gesti frá öðrum Norður- landanna. Víkveiji verður ekki var við ann- að en íslenskir listamenn hafi kunn- að vel að meta þennan höfðingskap og gestrisni frænda okkar á hinum Norðurlöndunum og mönnum þyki eftirsóknavert að fá inni í þessum margrómuðu menningarmiðstöðv- um með sýningar sínar, að ekki sé nú talað um að hreppa þarna vinnu- aðstöðu og íbúð að auki. Af þessari ástæðu hefði Víkverji að óreyndu haldið að myndlistar- menn myndu fylkja liði um þá fram- kvæmd Reykjavíkurborgar að gera upp Korpúlfsstaði sem veglega listamiðstöð sem að hluta til hýsti listaverkagjöf Errós en gæfi að auki möguleika á ýmiss konar list- starfsemi annarri. En eins og ævin- lega þegar ráðast á í stórvirki hér á landi af dálítilli djörfung og stór- hug er skammt í úrtölumennina. Frænkurnar öfund og afbrýðisemi skjóta óðar upp kollinum, og þrengstu sérhagsmunir skulu ráða ferðinni á kostnað heildarinnar. Víkveiji vill hvetja borgaryfirvöld til dáða í þessu þarfa verkefni, þar sem slegnar eru tvær flugur í einu höggi — Korpúlfsstöðum bjargað frá frekari niðurníðslu og fjölþættri menningarmiðstöð komið á laggirn- ar. Þegar fram líða stundir mun enda ekki verða spurt um úrtölu- mennina heldur hina sem höfðu þann kjark og framsýni að blása nýju lífi í Korpúlfsstaði — menning- arlífi. xxx að má lesa það í fréttum að nú er hefðbundið reiptog að fara af stað í tengslum við fjárlaga- gerð næsta árs. Ríkisstjórnin hefur komið sér niður á útgjaldaramma og það er einsýnt að helstu út- gjaldaráðuneytin verða enn að grípa til niðurskurðarhnífsins — heil- brigðisráðuneytið mun sennilega þurfa að skera niður útgjöld sín á þriðja milljarð og menntamálaráðu- neytið á annan milljarð samkvæmt þeim hugmyndum sem fyrir liggja. Einhveijum kann að þykja með ólík- indum að enn sé verið að höggva í sama knérunninn með niðurskurði í heilbrigðismálum og menntamál- um. Staðreyndin er hins vegar sú að innbyggðar útgjaldahækkanir milli ára eru umtalsverðar í báðum þessum málaflokkum, auk þess sem vaxandi samdráttur í samfélaginu með lækkandi tekjum fyrir ríkissjóð kallar á frekari aðhaldsaðgerðir. Sighvatur Björgvinssin, fyrrum heilbrigðisráðherra, þótti á stund- um taka nokkuð hraustlega til hendinni í ráðuneyti sínu og var líkt við naut í flagi í viðleitni sinni að koma böndum á útgjöldin til heil- brigðismála. Skýringin á hraust- legri framgöngu Sighvats kann þó einfaldlega að hafa verið sú að hann hafði um árabil setið í fjárveit- inganefnd Alþingis og einnig verið fjármálaráðherra um skeið, og þekkti því viðfangsefnið og umfang vandans betur en margur annar. Það verður þess vegna fróðlegt að fylgjast með eftirmanni Sighvats í heilbrigðisráðuneytinu. Guðmundur Árni Stefánsson hefur þótt fram- kvæmdaglaður í tíð sinni sem bæj- arstjóri í Hafnarfirði og því frekur til fjárins. Hér eftir verður hann í gjörólíku hlutverki og því verður ugglaust fylgst gaumgæfilega með því hvernig til tekst. xxx * Islandsmótið í knattspyrnu hefur farið af stað með hinni mestu flugeldasýningu. Víkveiji minnist þess að minnsta kosti ekki að svo mörg mörk hafi verið skoruð í byrj- un þessara móta á síðustu árum sem nú og enn undarlegra er hversu sveiflurnar geta verið miklar hjá einstökum liðum milli leika. FH tapar þannig 5-0 fyrir Akurnesing- um en vinnur svo Fylki 4-0 og Keflvíkinga 5-1. Akurnesingar liggja hins vegar fyrir Frömmurum 4-2 eftir að hafa verið 4-0 undir um tíma en vinna síðan Víkinga 10-1! í þeirri umferð liggja hins vegar Frammarar kylliflatir fyrir Val 4-1!? Ekki ætti að kvarta yfir mörgum mörkum, því að út á það gengur þessi skemmtilega íþrótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.