Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 39
MORGÚNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 39 Nýútskrifaðar fóstrur í Ítalíuferð Frá Elínu Thorarensen, Hönnu Halldórsdóttur og Ingibjörgu Hilm- arsdóttur: Þegar hin árlega námsferð hjá útskriftarnemum Fósturskóla Is- lands var fyrirhuguð komu mörg lönd til greina en á endanum var tekin ákvörðun um að fara til ítal- íu. Ferð sem þessi krefst góðrar skipulagningar þar sem aðeins á ellefu dögum á að kynna sér starf- semi leikskóla vítt og breitt um Norður-Italíu ásamt því að sjá það markverðasta sem þessi landshluti hefur upp á að bjóða. Þar sem Ingólfur Guðbrandsson hafði áður skipulagt svona ferð fyrir Fóstur- skólann og hefur margra ára reynslu í Italíuferðum lá beinast við að leita til Heimsklúbbsins og Prima Travel. Urðum við ekki fyr- ir vonbrigðum með það val því ferðin var einstaklega ánægjuleg og skipulagið til fyrirmyndar. Fjörutíu konur lögðu af stað mánudaginn 10. maí og var flogið til London og síðan þaðan til Mílanó. Þar tók á móti okkur se- nor Antonio Renosto eigandi ferðaskrifstofunnar Euro Sun. Hann reyndist okkur mjög vel og sýndi mikinn sveigjanleika og var ávallt reiðubúinn að verða við ósk- um hópsins um dagskrárbreyt- ingu. Fyrstu fjóra dagana dvöldum við í bænum Abano Terme sem er þekktur fyrir heilsulindir og þangað sækja mikið af Þjóðverjum sér til hvíldar og hressingar. Þessa fjóra daga heimsóttum við leik- skóla í nærliggjandi bæjum ásamt því að skoða Feneyjar að degi og kvöldi til. Var það sérstök upplifun að sigla um Grand Canale eftir að VELVAKANDI FRÁBÆR ÞJÓNUSTA FÖSTUDAGINN 18. júní keypti ég hústjald í Skátabúðinni við Snorrabraut og lagði samdægurs af stað í Stykkishólm til að ganga þar frá leiðum í kirkjugarðinum á staðnum. Þegar ég kom í Stykkishólm um kvöldmatarleyt- ið og hugðist tjalda nýja tjaldinu kom í ljós að við vorum með rétt tjald en rangar súlur. Fórum við því á hótelið og upp á von og óvon datt mér í hug að hringja í Skátabúðina þó að klukkan væri orðin rúmlega 8 um kvöld- ið. Viti menn, þarna var fólk enn við vinnu og eftir að ég sagði piltinum sem afgreiddi mig um morguninn hvað komið hefði fyr- ir sagði hann mér að réttar súlur yrðu komnar til mín eftir tvær og hálfa klukkustund. Og við þetta var staðið. Pilturinn sem kom með súlurnar í Hólminn hjálpaði mér að tjalda og kalla ég þetta frábæra þjónustu og óska ég Skátabúðinni og starfs- fólki þar alls hins besta í framtíð- inni. Osvald Gunnarsson, Fannafold 46, Reykjavík. ÓÁNÆGJA MEÐ FRÉTT AMENN SKU MIG LANGAR að koma á fram- færi óánægju með frétta- mennsku íjölmiðla þegar fjallað er um dauðaslys í umferðinni. Undantekningarlítið er það tekið fram ef fólk hefur ekki notað bílbelti, en aldrei nokkum tíma er minnst á það þegar bílbeltin eru hættuleg — sem þau eru þó í mörgum tilvikum. Eg vil ein- dregið beina þeim tilmælum til þeirra sem annast umferðar- fræðslu að þeir geri almenningi ljóst hvenær bílbeltin eru hættu- leg og hvenær þau hafa beinlínis orsakað dauðaslys. Bjarni Pálmarsson, 110230-2739. TAPAÐ/FUNDIÐ Giftingarhringur fannst KARLMANNS giftingar- eða trúlofunarhringur fannst á Laugavegi sl. mánudag. Upplýs- ingar í síma 678430. Guðfinna. Úr tapaðist KARLMANNSÚR af gerðinni Caddys með svartri ól og gylltri skífu tapaðist þann 12. júní sl. á milli íþróttahússins í Kaplakrika, Hafnarfírði og Vesturbæjar Reykjavíkur. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 10830. Sængur, koddar og bangsar töpuðust Á LEIÐ í Skorradal í Borgarfirði sl. föstudag tapaðist svartur plastpoki sem hafði að geyma barnasængur, kodda og bangsa. Finnandi vinsamlega hringi í síma 91-687191. Veski tapaðist SVART veski með hönskum í tapaðist 16. júní við Laugardals- höllina. Finnandi vinsamlega hringi í síma 74524 eða 671933. Fótboltaskór töpuðust NIKE-fótboltaskór, stærð 36 ‘A, töpuðust þann 16. júní sl., líklega í strætisvagni, leið 111. Skórnir voru í svartri og grárri tösku. Finnandi vinsamlega ' hringi í síma 75716. GÆLUDÝR Kettlingur fæst gefins ÁTTA vikna gömul læða fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 28747. Páfagaukur fannst STOR dísarpáfagaukur fannst við nýju Shell-bensínstöðina við Reykjanesbraut (hefur trúlega villst þangað úr Hjallahverfi í Kópavogi) sl. sunnudagskvöld. Eigandi má hafa samband í síma 34685. Kisuvinir SKAPUR er 11 vikna blíður og skemmtilegur kettlingur sem vantar gott heimili. Upplýsingar í síma 19552. Kettlingar fást gefins FIMM fallegir kettlingar fást gefíns á gott heimili. Upplýsingar gefa Kristín í síma 612433 og Elsa í síma 624133. Hvolpar óska eftir heimili TVÆR tíkur af border-collie kyni, 6 vikna, önnur gul og hvít, hin svört og hvít, óska eftir góðu heimili. Báðar mjög fallegar og þrifalegar. Upplýsingar í síma 98-78560. 3 til 6 ára börn í ítölskum leikskóla vatnslita. myrkur var skollið á. Að þessum ljórum dögum liðnum héldum við til Bologna þar sem við dvöldum á Grand Hotel Bologna sem er fjögurra stjörnu hótel rétt fyrir utan borgina. Aðbúnaður þar var allur hinn besti og allt gert til að láta okkur líða sem best. Áfram var haldið að skoða leikskóla og það vakti athygli okkar hve vel er búið að ítölskum börnum og hvað forskólastigið er mikils metið ásamt virðingu fyrir leikskóla- kennurunum, en svo eru ítalskar fóstrur nefndar. Síðasta deginum var eytt í háborg menningarinnar, Flórens, og skoðáð allt það mark- verðasta sem sú borg hefur upp á að bjóða. Þegar litið er til baka sér maður þvílík vinna liggur að baki slíkri ferð sem þessari þar sem fór saman fræðsla og skemmtun. Alls staðar þar sem við komum voru móttökurnar frá- bærar af hendi dagvistarfulltrúa hvers bæjar. Enginn vafi leikur á því hvert við myndum leita og jafn- framt ráðleggja öðrum ef fyrir dyrum stæði ferð sem þessi sem krefðist góðrar þekkingar og reynslu af viðkomandi landi. Fyrir hönd Ítalíufara Fóstur- skóla íslands 1993 viljum við þakka Ingólfi Guðbrandssyni og ferðaskrifstofu hans fýrir að láta draum okkar um stórkostlega ferð um Ítalíu rætast. ELÍN THORARENSEN, HANNA HALLDÓRSDÓTTIR, INGIBJÖRG HILMARSDÓTTIR, fóstrur. Pennavinir \ Tvítugur breskur piltur með marg- vísleg áhugamál: Peter Thomson, 24 Heath Road North, Locks Heath, Southampton, Hampshire, England S03 6PL. Tuttugu og fimm ára Ghana- stúlka með almenn og margvísleg áhugamál: Princella Anbladid, P.O. Box 997, Cape Coast, Ghana. Þýsk 57 ára kona vill komast í bréfasamband við frímerkjasafn- ara: Margret Simon, Mathildenstrasse 53, 6100 Darmstadt, Germany. Frá Ástralíu skrifar 29 ára tveggja barna móðir sem unir sér við bréfaskriftir, safnar póstkort- um: Eunice Paschke, 8 Sandler Grove, Aberfoyle Park 5159, Australia. Nítján ára Nígeríupiltur með margvísleg áhugamál: Bright Ozuzil, 129 Ojo Road, Ajegunte Apapa, Lagos State, Nigeria. Frá Bandaríkjunum skrifar karl- maður sem getur ekki um aldur né áhugamál: Milton Finkelstein, 19 Vincent Street, Newark, New Jersey 07105, U.S.A. Sautján ára Gampíupiltur með margvísleg áhugamál: Mustapha Sillah, Kinderdorf Bottrop Technical High School, Brikaa, Kombo Central, Western Division, Gambia. Sautján ára þýsk stúlka vill eign- ast íslena pennavini: Andrea Albrecht, Auf der Werth 12, 6600 Saarbriicken, Germany. LEIÐRÉTTING Prentvilla í minningargrein Karls F. um Erlu Björgu Aradóttur í Morgun- blaðinu í gær varð Steingrímsstöð vegna misgánings að Steingríms- firði. Málsgreinin er rétt svona: „Fyrstu árin bjuggu þau í Reykja- vík, en árið 1970 fluttust þau aust- ur að virkjunum við Sog, þar sem Pétur starfaði sem vélstjóri. Voru þau búsett þar til 1978, lengst af við Steingrímsstöð, er þau fluttust aftur til Reykjavikur.“ Hlutaðeig- andi eru vinsamlegast beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. ...i bilinn. °S við brosum í unifefð*nn| sjálfvirkur stoppari á snældu. Bassa og hátóna stilling. Magnari er 2x10 wött. Stafrænn gluggi sem sýnir bylgjulengd og fieiri upplýsingar. Tengi aö framan fyrir CD geislaspilara. segulbandi. Sjálfvirkur leitari á bylgju og „skanner,, sem finnur allar rásirnar og spilar brot af hverri beirra - Stafrænn gluggi er sýnir bæöi bylgjulengd og klukku. Möguleiki á 4 hátolurum. Tengi fyrir CD geislaspilara. Frábær hljómgæöi. Sfspilun. Tenging fyrir CD geislaspilara. wött. Upplýstur stafrænn gluggi sem sýnir allar aögeröir. Allar aögeröir framkvæmdar meö snerti-tökkum. Tenging fyrir CD geislaspilara.Síspilun. Við bjóðum þér í heimsókn í Scetún 8, þar geturþú hlustað ísérútbúnu hátalaraherbergi og notið þess besta sem völ er á í dag. Góðaferð' J Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 ■ SÍMI 69 15 00 OfíAFlSK HðNNUN: UENKISUENN Hf\uOLÝSINOASTOFA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.