Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 44
WLJM HEWLETT w!KM PACKARD ------------- HP Á ÍSLANDI HF |HöfdabQkka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 ■''íf Frá mðstileríka tíl venulaka il__________________ TVÖF^LDUR |. vinningur MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 108 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1566 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Lægra bensínverð um mánaðamótiii? HEIMSMARKAÐSVERÐ á bensíni hefur lækkað umtalsvert frá því í fyrrihluta maí og er nú komið niður í 180 bandaríkjadali tonnið. Oliufélögin þrjú hafa að undanförnu verið að skoða hvort ástæða sé til að gera breytingar á útsöluverðinu hér á landi en talsmenn þess segja að hækkun bandaríkjadollars að undanförnu hafi komið í veg fyrir að hægt væri að lækka verð á bensíni. Fer það eftir þróun dollarans á næstu dögum hvort bensínverð lækkar um mán- aðamótin. Bensín hækkaði 6. maí sl. hjá öllum olíufélögunum um 2-3% vegna verðhækkana á markaðinum ÞING- VELLIR Eldur laus i Lambhaga Unglingar slökktu eld I gróðri á Þingvöllum EKKI mátti miklu muna að stór- bruni yrði þegar kviknaði í mosa og kjarri á svonefndum Lamb- haga á þjóðgarðssvæðinu við Þingvallavatn í gær. Tókst með aðstoð um 100 unglinga á vegum Reykjavíkurborgar, sem starfa í sumar á þjóðgarðssvæðinu, að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út og tókst að ráða nið- urlögum hans síðdegis í gær. Spildan sem brann er rúmiega 100 fermetrar að stærð. Hanna María Pétursdóttir, þjóðgarðsvörð- ur á Þingvöllum, segir að þarna h#fði getað farið mjög illa. Ef vind- ur hefði staðið að sunnan hefði eld- urinn breiðst út inn í skóginum sem þama er. Unglingarnir mynduðu hring Ekki er vitað hvemig kviknaði í en Hanna María segir einu tiltæku skýringuna þá að kviknað hafí í út frá logandi sígarettu. Hún sagði að vel hefði gengið að slökkva eldinn með aðstoð unglinganna sem hefðu myndað hring umhverfís bruna- svæðið og notað fótur, dælur og skóflur til að ráða niðurlögum elds- ins. „Miðað við ástand gróðurs núna hefði þetta getað farið mjög illa en það var logn og því náði eldurinn sér ekki upp í mosanum,“ sagði Hanna María. Hún sagði ástæðu til að beina því til ferðamanna að fara varlega með eld því gróður -^veeri nú mjög viðkvæmur vegna þurrka. í Rotterdam sem fór upp í 209 doll- ara tonnið. Markaðsverðið hefur svo farið ört lækkandi síðustu vikur. Olíufélögin ijármagna kaup á bens- íni með lánum sem eru í bandaríkja- dollumm en dollarinn hefur hækkað verulega upp á síðkastið og var kominn í 65,39 kr. í gær. Ræðst af þróun dollars Kristinn Bjömsson, forstjóri Skeljungs, sagði að félagið hefði verið komið að því að lækka verð á bensíni hjá sér en staldrað við vegna hækkunar bandaríkjadollars. „Mér þykir þó ekki ósennilegt að einhver breyting verði á bensínverð- inu fljótlega," sagði hann. „Við vorum tilbúnir í lækkun þar til dollarinn fór að hækka. Við erum að skoða möguleika á lækkun bens- ínverðs en það fer eftir því hvemig dollarinn þróast hvað verður gert um mánaðamótin,“ sagði Kristján B. Ólafsson, fjármálastjóri OLÍS. Rekstur stokkað- ur upp hjá Goða SLATURLEYFISHAFAR hafa stofnað fyrirtæki, Kjötumboðið hf., til að sjá um sölu kjötafurða sem áður var í umsjón Goða hf. Staða Goða er nú erfið vegna gjaldþrots Miklagarðs hf. þar sem líkur eru á að fyrirtækið tapi kröf- um upp á tugi milljóna króna. Þá geta ábyrgðir, tilkomnar vegna viðskipta Miklagarðs frá fyrri árum, fallið á Goða ef allt fer á versta veg, samkvæmt heimildum Morgxinblaðsins. Kjötumboðið hf. tók formlega til starfa um síðustu mánaðamót. „Þama er um að ræða endurskipu- lagningu á rekstri Goða sem feiur í sér aðskilnað kjötvinnslu og umboðs- sölu sem hefur verið stærsti hlutinn af veltunni," sagði Þorgeir. „Þessi aðgreining á fjármagns- flæðinu er liður í aðgerðum sem grip- ið var til vegna erfiðleika Miklagarðs til að gera Goða kleift að standa af sér fyrirsjáanleg áföll.“ Ábyrgðir ekki aðalatriði Með gjaldþroti Miklagarðs missti Goði mikilvægan viðskiptaaðila, en hlutfall verslunarinnar í heildarvið- skiptum Goða var um fimmtungur þegar mest var. Forráðamenn Goða hafa um skeið verið í viðræðum við lánardrottna um aðstoð til að standa af sér þá erfiðleika sem að steðja. Þorgeir sagði viðbrögð jákvæð og ljóst væri að ábyrgðir vegna skulda- bréfa sem tekin voru vegna skulda- skila Miklagarðs við Goða, myndu ekki skipta sköpum í rekstri þess. Morgunblaðið/Ingvar Týndur í túlipönum Húsbréfahappdrætti Húsnæðisstofnunar ríkisins Ekki vitjað um vinninga fyrir 103 miUjónir króna Selfossbændur leggja netin VEIÐI hefur verið dræm fyrstu veiðidagana í Ölfusá. Á myndinni sjást Selfossbændur, Bjarni Sigurgeirsson og Gunnar Gunnarsson, leggja laxa- net við veiðistaðinn Kötlu fyrir neðan Olfusárbrú. NOKKUÐ er um að eigendur húsbréfa, sem dregin hafa verið út í húsbréfahappdrætti Húsnæðisstofnunar, leiti ekki eftir því að fá bréfin greidd. Þessi húsbréf eru nú samtals að andvirði 103,6 millj- ónir króna og bera þau hvorki vexti né verðbætur. Eigendur þess- ara bréfa geta þó framvísað bréfunum og fengið þau greidd næstu árin því krafan vegna þeirra fyrnist ekki fyrr en 10 árum eftir innlausnardag. Húsnæðisstofnun greiðir eigend- um húsbréfa andvirði þeirra með vöxtum og verðbótum 25 árum eft- ir útgáfu þeirra. Þeir, sem vilja koma bréfum sínum í verð fyrr, eiga þess kost að selja þau á al- mennum markaði, en verða þá að sætta sig við þau afföll sem þar eru frá nafnverði á hveijum tíma. Hins vegar efnir Húsnæðisstofnun reglu- lega til húsbréfahappdrættis og eiga eigendur þeirra bréfa, sem þar eru dregin út, kost á að fá bréf sín greidd fullu verði þegar í stað með vöxtum og verðbótum. Eftir að bréfín hafa verið dregin út hætta þau að bera vexti. Samkvæmt upplýsingum frá hús- bréfadeild hafa eigendur bréfa að upphæð um 103,6 milljónir króna, sem dregin hafa verið út, ekki fram- vísað þeim enn til að fá þau greidd. Sigurður E. Guðmundsson, forstjóri Húsnæðisstofnunar, segir að fýrir þessu geti verið ýmsar ástæður. Sumir framvísi bréfum sínum mörg- um mánuðum eftir útdráttinn en hugsanlega eigi aðrir aldrei eftir að koma. Ekki sé hægt að spá neinu um það á þessu stigi hve algengt Morgunblaðið/Sigurður Jónsson það verði, þar sem ekki sé komin mikil reynsla á þetta og enn sé hægt að fá greidd öll þau bréf, sem dregin hafí verið út frá upphafi. Segir Sigurður að fram til þessa hafí fleiri komið til að fá bréf sín greidd en hann hafí átt von á fyrir- fram. Fjölskyldugarðurinn Okeypis í mánuð FJOLSKYLDUGARÐURINN í Laugardal verður opnaður í dag kl. 17. Eftir það verður garður- inn, sem er samliggjandi Hús- dýragarðinum, opinn frá kl. 10 á morgnana til kl. 21 á kvöldin alla daga fram á haust. Aðgangseyrir í Fjölskyldugarð- inn verður 200 kr. fyrir böm, 6-12 ára, og 300 kr. fyrir fullorðna. Greiða þarf aukalega í Húsdýra- garðinn. Fyrsta mánuðinn verður hins vegar ókeypis fyrir alla. Sjá: „Fjölskyldugarður ...“ á miðopnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.