Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 140. tbl. 81.árg. FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins „Síðasta setning Ferm- ats“ leyst BRESKUR prófessor, Andrew Wiles að nafni, hefur fundið lausn á gátu, sem mestu stærðfræðisnillingar hafa glímt við án árangurs í 300 ár. Er um að ræða „Síðustu setningu Fermats", sem svo er kölluð, en Fermat var franskur stærðfræðingur, sem uppi var á 17. öld. Við lausnina studdist Wiles við það, sem heitir á máli stærð- fræðinga sporgerir ferlar. Wiles flutti fyrirlestra um til- gátu Fermats á fundi með stærð- fræðingum í Cambridge-háskóla nú í vikunni en það var þó ekki fyrr en í síðustu setningunni í síðasta fyririestrinum á síðasta degi, að hann opinberaði lausn- ina. „Þetta er óhemjumerkilegur árangur. Fyrir aðeins nokkruni dögum höfðu menn á orði, að þeir byggjust akki við að upplifa það að sjá lausnina," sagði Peter Goddard, aðstoðarforstöðumað- ur Newton-stofnunarinnar, en Wiles flutti fyrirlestrana við hana. „Sannlega dásamleg sönnun“ Reynir Axelsson stærðfræð- ingur segir, að franski stærð- fræðingurinn Pierre de Fermat hafi hripað tilgátuna út á spáss- íu í bók og látið þess jafnframt getið, að hann hefði „sannléga fundið dásamlega sönnun“. Það var hins vegar ekki pláss á spássíunni fyrir hana. Segir Reynir, að „Síðasta setning Fermats" sé svohljóðandi: Ef n er heil tala stærri en 2, þá hefur jafnan xn + yn = z" enga lausn, þannig að x, y og z séu heilar tölur aðrar en 0. Ef " er jafnt og 2, er hins vegar unnt að leysa jöfnuna. Við lausn gátunnar sannaði Wiles fyrst Shimura-Taniyama- Weil-tilgátuna en Reynir segir, að sýnt hafí verið fram á það áður, að sönnun hennar leiddi af sér sönnun á tilgátu Fermats. Allir í röð Morgunblaðið/Bje Fjölskyldugarðurinn í Laugardal var opnaður í gær að viðstöddu miklu fjölmenni og voru börnin sérstaklega áberandi í þeim hópi. Sjá bls. 3: „Það er leikur að læra...“ Rússlandsforseti hót- ar íhlutun í Eistlandi Bann við geimaug- lýsingum hugsanlegt Washington. Reuter. HÓPUR bandarískra þingmanna, jafnt úr Repúblikanaflokknum sem Demókrataflokknum, lagði á miðvikudag fram lagafrumvarp í bandaríska þinginu um bann við auglýsingum í geimnum. Þingmennimir hafa einnig hvatt Bill Clinton Bandaríkjaforseta til að stuðla að því að samþykktur verði alþjóðlegur sáttmáli um bann við slíkum auglýsingum. „Eg vil ekki að bömin mín eða böm einhvers annars muni líta til himins og sjá þar auglýsingu," sagði öidungadeildarþingmaðurinn Jim Jeffords á blaðamannafundi. Annar þingmaður, Connie Morella, sagði ríki heims verða að taka Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sakaði Eistlendinga í gær um að framfylgja „aðskilnaðarstefnu“ gagnvart rússneska minnihlutanum í Rússlandi. Hótaði hann því einnig að Rússar myndu ekki láta afskiptalaust ef rússneski minnihlutinn í Eistlandi risi upp til varnar gegn þessari „grófu mismunun“. Er þetta sögð harðorðasta yfirlýsing Jeltsíns í garð annars ríkis frá því að hann tók við embætti fyrir þremur árum. Eistneska sljórnin setti ný „útlendingalög“ á mánudag, þar sem aðrir en Eistlendingar eru skyldaðir til að sækja um dvalarrétt eða ríkisborgararétt innan tveggja ára, eða flytja úr landi ella. íbúar Eistlands em 1,6 milljón- ir, þar af 600 þúsund Rússar. Jeltsín sagði nýju „útlendingalög- in“ vera skýlaust brot á rétti þeirra. „Þama er að öllu leyti um að ræða þjóðernishreinsun og ver- ið er að hrinda í framkvæmd eist- neskri útgáfu af aðskilnaðar- stefnu,“ sagði í yfirlýsingu frá Jeltsín. Rússlandsforseti hvatti eistnesk stjómvöld til að endurskoða af- stöðuna til rússneska minnihlutans og bætti við: „Ég vil líka vara eist- neska ráðamenn við því að þeir muni bera alla ábyrgð á hugsan- legum uppþotum eða óeirðum í Eistlandi.“ Það væri líka ljóst að Rússar gætu ekki setið afskipta- lausir hjá ef Rússar í Eistlandi myndu grípa til aðgerða. Um átta þúsund rússneskir hermenn em enn staðsettir í Eistlandi og hefur Jeltsín frestað brottflutningi þeirra þar til tryggt sé að réttindi rússneska minnihlutans verði tryggð. I yfirlýsingu Jeltsíns segir einn- ig að Eistlendingar hafí greinilega gleymt ákveðnum staðreyndum, sem hollt sé að hafa í huga, í sam- skiptum við hinn volduga ná- granna sinn. Segir hann að það sé á færi Rússa að minna þá á þessar staðreyndir. Eistlendingar hafa vísað gagn- rýni Rússa á nýju lögin á bug og segjast einungis vera að reyna að varðveita þjóðareinkenni sín í ljósi þess að mikill fjöldi Rússa hafi flust til landsins meðan Sovétríkin voru og hétu. Rússar í Eistlandi hafa ekki fengið að kjósa í kosningum í Eist- landi. höndum saman til að stöðva þessa árás á umhverfið. Bandarískt fyrirtæki, Space Marketing Inc., hefur sótt um að fá að senda auglýsingaskilti upp í geiminn árið 1996 sem yrðu á hringrás um jörðu. Hljóti lagafrumvarp þingmann- anna samþykki verður bandaríska samgönguráðuneytinu meinað að veita leyfí fyrir slíku. Eyðing Amazon stórlega ofmetin Washington. Reuter. AMAZON-regnskógurinn, sem er stærsti regnskógur heims, eyðist fjórum sinnum hægar en óttast hafði verið. Niðurstaðan er fengin með því að bera saman gervitunglamyndir sem tekn- ar voru af skóglendinu milli 1978 og 1988. Tveir vísindamenn við geimvís- indastofnun Bandaríkjanna, NASA, settu myndirnar saman og greindu með aðstoð tölvu og hyggjast birta niðurstöðurnar í vísindaritinu Science. Þetta er fyrsta vísindalega matið á eyðingu Amazon-skógar og samkvæmt því verða 15.000 km2 mannskepnunni að bráð ár hvert. Það er fjórðung- ur þess sem óttast hafði verið. „Hingað til hefur umræða um skógareyðingu einkennst af handapati og ágiskunum," sagði David Skole, annar vísindamann- anna. Regnskógar þekja aðeins 7% yfirborðs jarðar en hýsa yfir helming allra plöntu- og dýrateg- unda í heiminum. Mennirnir tveir hyggjast kanna aðra regnskóga jarðarkringlunnar með sömu að- ferðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.