Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1993 15 Texti: Elín Páhnadóttir Andrea Helgadóttir sjúkraliði á ganginum á Geðdeildinni. Geðdeildin undir eitt þak Afmælisósk Andreu Helgadóttur, sjúkraliða GEÐDEILD hafði aðeins starfað í tvö ár í Borgarspítalanum þegar Andrea Helgadóttir kom þar fyrst 1970 og þar hefur verið starfs- vettvangur hennar síðan, að undanskildum þremur mánuðum er hún reyndi fyrir sér á Silungapolli. Hún byrjaði í ræstingum, var svo í býtibúrinu og kynnin af spítalanum urðu til þess að hún fór í sjúkraliðanám og hefur verið sjúkraliði síðan. Hún segir þetta starf að vísu oft erfitt, en það grípi mann. „Það er mikið manniegt böl að vera geðveikur. Ég held að fátt sé verra,“ segir hún einfaldlega. ákveðið þeirrar skoðunar að starfið eigi að byggja á þekkingu, sem fæst með rannsóknum. Það er forsenda læknisfræðinnar. í okkar fagi er margt óljóst og oft erfitt að finna viðeigandi meðferð. Annað einkenn- andi fyrir okkar starf er þverfagleg teymisvinna, þar sem geðlæknir vinnur með sálfræðingi, hjúkrunar- fræðingi, félagsráðgjöfum og iðju- þjálfum, auk aðstoðarlækna og nema.“ Hvaða rannsóknir eru helst stund- aðar á geðdeild Borgarspítalans? „Við höfum t.d. um nokkurt skeið unnið að rannsóknum á arfgengi geðsjúkdóma. Með framförum í sam- eindalíffræði er vaxandi þáttur í læknisfræðinni að leita orsaka sjúk- dóma með þessari aðferð. Faralds- fræðilegar rannsóknir eru að sumu leyti þægilegri hér vegna fámennis. Á því sviði höfum við lagt aðal- áherslu á geðklofa (schizophreniu) og geðbrigðasjúkdóma (maniode- pressive psychosis). Síðan höfum við í nokkuð mörg ár tekið þátt í fjöl- þjóðlegum rannsóknum í sambandi við geðlyf. Á seinni árum eru þetta sérstaklega sértækari þunglyndislyf sem hafa minni aukaverkanir. Þar hafa orðið nokkrar framfarir og við erum með í rannsóknum á því. Síðan höfum við lagt okkur eftir hagnýt- ari rannsóknum. Rannsakað auka- verkanir, t.d. af raflækningum og einnig gert rannsóknir á elliglöpum og þunglyndi hjá öldruðum.“ Hann bætir því við að þeir reyni reglubund- ið að gera upp hverjir þurfi á þjón- ustu að halda og afdrif þeirra. Birti 6-8 greinar árlegá í fagtímaritum, aðallega erlendis. Þá má geta þess að Hannes Pét- ursson hefur í samvinnu við Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing gert rannsóknir og birt niðurstöður í sam- bandi við geðheilsu fanga og ýmis- legt fleira innan réttargeðlækninga. Með opnun geðdeildar Borgarspít- alans 25. júní 1968, sem var fyrsta geðdeildin við almennt sjúkrahús, var brotið í blað hér á landi. Andreu líkar mjög vel að vinna á geðdeild, segir að þar starfi ein- staklega elskulegt fólk. „Það sem mér hefur líkað svo vel er að hér hef ég aldrei fundið fyrir stéttaríg. Okkur sem fáumst við hjúkrun geðsjúkra gefst tækifæri til að taka ákvarðanir sjálf, enda þarf svo að vera ef eitthvað skyndilegt kemur upp á, sem gerist að vísu sjaldan. Læknarnir hafa frætt okkur og leyft okkur að vera með. Fundir eru með starfsfólki tvisvar í viku, þar sem allir koma. Ég lærði snemma af Lilju Bjarnadóttur Niss- en, fyrsta deildarstjóranum hér, að hafa allt í röð og reglu. Hún kenndi mér svo mikið. Án hennar forsjár hefði ég sennilega fljótt gefist upp.“ Andrea kveðst svo hafa reynt að lesa sér til og hún hafi fengið tækifæri til að vinna að því sem hún hefur áhuga á, á öllum deildun- um, svo sem í Arnarholti og í Templarahöllinni, þar sem hún var með hópmeðferð. Það þótti henni ákaflega skemmtilegt. Hún*kveðst eiga eftir eitt ár þar til hún getur hætt og er ákveðin í að gera það. „Þetta er orðið gott,“ segir hún hressilega. Þegar hún er spurð um persónu- leg kynni af sjúklingunum, svarar hún því til að aldrei fari hjá því að maður myndi tengsli við fólk. Ráðlagt sé að taka ekki þessa vinnu heim með sér, en maður gerir það nú samt að vissu leyti. Við erum nú bara manneskjur, segir hún. Að lokum kveðst Andrea eiga eina stóra ósk fyrir þessa deild, sem henni þykir vænt um. Hún er sú að geðdeildin fái alla hæðina í ný- byggingu B-álmu spítalans, svo að deildin geti öll komist undir eitt þak, fyrir utan Amarholt sem allt- af muni hafa sérstöðu. Þá mætti sleppa leiguhúsnæðinu. Þetta hlyti að verða miklu auðveldara - og ódýrara. Þetta sé draumur allra sem þama starfa. Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/ReykjanesbrauL Kopavogi, simi 571800 Opið sunnudaga kl. 13-18 Toyota Corolla XL Hatscback ’91, brúns- ans, sjálfsk., ek. aðeins 13 þ.km., 2 dekkjag. o.fl. V. 970 þús. Nissan Sunny SLX ’91, hvítur, 5 g., ek. 35 þ. V. 850 þús. Sk. ód. Suzuki Vitara 1.6, JLXi '91, rauöur, 5 g., ek. 26 þ., rafm. í rúðum o.fl. Talsvert breyttur. V. 1.390 þús. Toyota 4Runner SR5 Turbo ’86, USA týpa, sjálsk., ek. 66 þ.km., álfelgur, 36“ dekk, talsv. breyttur. Toppeintak. V. 1.480 þús. Mazda 626 2.0 GLX ’88, 5 g., ek. aöeins 66 þ. V. 750 þ. Daihatsu Charade Sedan 1.6 SG ’90, 5 g., ek. 32 þ. V. 690 þús. Daihatsu Charade CS 5 dyra '88, stein- grár, ek. 87 þ. Nýl. coupling og tímareim. V. 390 þ. stgr. Ford Bronco XL '87, blár og hvítur, 5 g., ek. 117 þ., krómfelgur o.fl. Gott eintak. V. 960 þ. stgr. V.W. Jetta CL '91, svartur, sjálfsk., ek. 29 þ. V. 1.050 þús. Fjöldi bifreiða af öllum árgerðum á skrá og á sýningasvæðinu. Verð og kjör við allra hæfi. Ásgeir Karlsson sérfræðingur og var jafnan staðgengill Karls. Margir ungir læknar í sérfræðinámi, þar sem starfs á geðdeild var krafíst, unnu skylduvinnu sína á Geðdeild- inni og styrktu hana með sérþekk- ingu sinni í mjög ánægjulegri sam- vinnu, segir Karl. „Svo kom Grímur Magnússon geðlæknir, sem var eldskarpur maður og hafði oft dvalið erlendis. Mig langaði oft til að prófa ýmsar nýjungar, sem lítið höfðu ver- ið hafðar um hönd hérlendis. Grímur var alltaf minn bakhjarl í því. Þar má nefna raflækningar, sem hér höfðu fengið hið versta nafn, kallað- ar sjokk. En þær reyndust oft vel hjá okkur. Sjálfur hafði ég af þessu góða reynslu erlendis. Ýmsum stóð stuggur af krampakippum, sem fylgdu aðferðinni, en sem haldið var úti með vöðvaslakandi lyfjum og svæfingum, svo þessi ótti hvarf.“ Þá nefnir Karl svokallað lobo- tomy, sem tíðkaðist í Bretlandi. Þetta er aðgerð á heila, þar sem skorið er með nál á taugaþræði í heilanum. „Grímur var minn bak- hjarl í þessu líka. Þetta tókst vel í völdum tilfellum. Svo lagðist þetta niður þegar komu betri lyf,“ segir Karl. Aðallega voru notuð lyf og svo viðtöl, að því er Karl segir: „Alltaf voru að koma ný lyf og maður var sífellt að lesa sér til og kynnast þeim. Ég fór annað hvert ár út til að hitta samstarfsmenn á minni gömlu stofn- un og víðar, til þess beinlínis að vita hvað var að gerast. Maður var ákaf- lega einangaður hér heima. I Burden stofnuninni í Bristol fékk ég mjög jákvæða umsögn um íslenskan sál- fræðing sem þar var, Maiu Sigurðar- dóttur. Ég fékk hana til þess að koma að deildinni og hún var minn aðal sálfræðingur upp frá því. Þekk- ing hennar á sál og geðfræði er mjög traust. Yfírhjúkrunarkona deildarinnar var Lilja Bjamadóttir, menntuð í Danmörku, góður per- sónuleiki, hlý, örugg og æðraðist aldrei. Margir leituðu til hennar og hún gekk mörgum sjúklingnum næstum í móður stað.“ Hvað iðju- þjálfunina snertir kvaðst Karl hafa fengið konu að nafni Grethe Bendts- en, sem var listakona í höndunum og tók að sér að þjálfa sjúklingana í þessu litla húsrými sem fengist hafði. Svo fékk hann oft fólk úr Þroskaþjálfaskólanum til aðstoðar þar, sem reyndist vel. Nýsmíði á orðum Karl Strand er hagleikssmiður á orð. Eitt af heitunum sem hann þýddi á íslensku er iðjuþjálfí. Þeir voru ekki til þegar hann kom. „Kon- urnar hjá okkur notuðu þetta heiti í fyrstu. En svo var þetta gert að lögmætu starfsheiti og þá máttu þær ekki nota það lengur og urðu sár- ar.“ Sama var um heitið raflækning- ar. Karl bjó líka til hin ágætu orð geðlægð fyrir depression og geðhæð (mania)þegar fólk er ofvirkt. Enn- fremur geðhorf fyrir mental state, svo eitthvað sé nefnt. Þessi orð voru notuð á deildinni og spurðust svo smám saman út þaðan. Áhersla á viðtölin „Vitaskuld voru þeir sjúklingar, sem voru í geðlægð, sjálfum sér hættulegastir. Ekki einungis meðan þeir voru veikastir heldur oft þegar þeim fór að batna og þeim óx ásmeg- in og drift. Þurfti þá að hafa gætur á þeim. Þar komu viðtölin mikið inn. Með þeim var hægt að komast að því við hveiju mætti búast af þeim og hvað mætti á þá leggja," segir Karl. Hann kveðst hafa reynt að leggja áherslu á viðtöl. Læknarnir höfðu hver sína sjúklinga, en hann reyndi samt að tala við hvern sjúkl- ing. Fór stofugang hvern dag. „Sum- um fannst þetta gamaldags. Én það varð til þess að allir töluðu við alla og menn gátu þá gripið inn í að við- komandi lækni fjarverandi. Svo höfðu læknanir einkaviðtöl í sínum litlu skrifstofum. Þegar ég byijaði fannst mér fólkið liggja allt of mikið í rúminu. Flóttinn í rúmið var áber- andi. Ég lagði því mikla áherslu á að fá það á fætur og til að vera á ferli.“ Konur og karlar saman Geðdeildin á Borgarspítalanum er blönduð deild. Var hún það frá upp- hafí? „Já, oft var spurt hvort nokk- urt vit væri í að hafa konur og karla saman á deild. Það hafði aldrei tíðk- ast á aðalspítala landsins. Þarna var ég líka þrár. Kvaðst ekki vilja hvika frá þessu. Þetta reyndist líka vel. Konurnar höfðu mildandi áhrif á karlana, eins og þær yfírleitt hafa,“ segir Karl Strand. Við höfum ekki minnst á Arnar- holt, sem tilheyrir Geðdeild Borgar- spítalans. Þegar Kristján Þorvarðar- son geðlæknir hætti í Arnarholti tók Karl Strand þar við yfirstjórninni. „Þarna var mikið af fólki með lang- stæða sjúkdóma, svo margir voru orðnir þar heimilisfastir. I Arnar- holti var Óskar Jónsson yfírhjúkrun- armaður. Þegar ég kom þar fannst mér einnig að fólkið lægi of mikið í rúminu. Margir sjúklingar þar sinntu þó störfum inni og úti vegna hvatningar Óskars og ráðsmannsins Gísla Jónssonar. Ég lagði mikið upp úr því að fá það á fætur og til að vera á ferli og úti. I Arnarholt fékk ég listræna góða konu, Huldu Þor- grímsdóttur, til að sjá um iðjuþjálf- unina. Meðan ég var þar var byggt upp og langflestir sjúklingarnir gátu flutt í ágæt húsakynni. Eg kom þar einu sinni til tvisvar sinnum í viku. Að vísu þurfti þar ekki eins margra viðtala við, enda margir sjúklingam- ir búnir að ganga í gegnum slíkt.“ Loks drepum við aðeins á geð- deildina á Hvítabandinu. Karl minn- ist sérstaklega góðra kynna af kon- um í kvenfélaginu Hvítabandið, sem létu sér sérstaklega annt um deildina og gáfu þangað margan góðan grip. Þótt Karl Strand hafi skilað af sér löngu og ströngu starfí og sé orðinn 81 árs, er hann ekki alveg hættur að sinna geðsjúkum. Einu sinni í viku tekur hann á móti sjúkl- ingum á stofu í Domus Medica. „Rétt svona til þess að slíta mig ekki alveg frá starfínu, þótt það borgi sig ekki íjárhagslega." Hann kveðst vera ónýtur til gangs en heil- inn sé í sæmilegu lagi. Og hann eigi nóg af bókum, sígildri hljómlist á plötum og spólum og andlegum kröftum eftir til njóta lífsins. KÖRFU5TÓLLINN „Le Corbusier" körfustólarnir komnir aftur. Tilboðsverð kr. 6.730. Montana hillur - Ný uppstilling - Nýr bæklingur. Fatahengi og símahillur. Hewi-nylon baðvörur. epol I Faxafeni 7, 108 Reykjavík, fax 687740, simi 91-687733. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.