Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1993 ftta&giitiMiiMfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Niðurskurður afla- heimilda Frá því að tillögur Hafrann- sóknastofnunar um afla- heimildir á næsta fiskveiðiári voru kynntar fyrir nokkrum vik- um, hefur legið ljóst fyrir, að verulejjir niðurskurður yrði á afla. A sl. sumri og hausti urðu töluverðar deilur innan ríkis- stjórnar og utan um niðurskurð á yfirstandandi fiskveiðiári en viðbrögð almennings við tillög- um fiskifræðinga nú sýna, að almennur skilningur er í landinu á nauðsyn þess að grípa til rót- tækra aðgerða til þess að veija og byggja upp þorskstofninn. Það fer hins vegar ekki á milli mála, að svo mikill niður- skurður, sem nú er rætt um hefur mjög alvarleg áhrif á rekstrarstöðu sjávarútvegsins. Þess vegna er eðlilegt að ríkis- stjómin ræði um leiðir til þess að gera þennan niðurskurð bærilegri fyrir sjávarútveginn. Því miður hafa umræður um málefni sjávarútvegsins verið í mikilli sjálfheldu um nokkurra ára skeið. Annars vegar eru hagsmunasamtök sjávarútvegs- ins, sem sí og æ leggja fram meðaltalstölur um afkomu at- vinnugreinarinnar og gera síðan beint eða óbeint kröfu um geng- islækkun á grundvelli slíkra meðaltala. Af einhverjum ástæðum hafa hagsmunasam- tök í sjávarútvegi ekki verið til viðræðu um aðrar aðgerðir til þess að bæta rekstrarstöðu sjávarútvegsins. Á hinn bóginn eru svo sjónar- mið þeirra, sem halda því fram, að hvorki sé hægt að ræða um rekstrarstöðu sjávarútvegsins á grundvelli meðaltalsafkomu fyrirtækja í greininni né sé nokkurt vit í því að grípa sí og æ til gengislækkunar til þess að halda þessum atvinnuvegi gangandi. Löngu sé tímabært að framkvæma róttækan upp- skurð á fyrirtækjum í sjávarút- vegi. Gengislækkun sé ekkert annað en uppgjöf og leið til þess að komast hjá því að taka á hinum raunverulega vanda. Nú er að vísu almennt viður- kennt að nauðsynlegt sé að fækka skipum í rekstri og frystihúsum og öðrum físk- vinnslustöðvum sömuleiðis. Hins vegar hefur engin sam- staða náðst um leiðir til þess að ná því marki. Vonir vöknuðu í nóvembermánuði sl. um að þróunarsjóður sjávarútvegsins gæti orðið tæki til þess að ná fram róttækri endurskipulagn- ingu í sjávarútvegi en þótt sam- komulag hafi orðið um hann í grundvallaratriðum innan ríkis- stjórnarinnar hefur samkomu- lag ekki tekizt um útfærslu þeirrar stefnumörkunar. Nú stendur ríkisstjórnin enn einu sinni frammi fyrir þessum vanda. Niðurskurður aflaheim- ilda á næsta ári gefur henni tækifæri til að grípa til rót- tækra hliðarráðstafana til þess að gera sjávarútveginum kleift að standast þennan niðurskurð. Það er einmitt við aðstæður, sem þessar, sem auðveldara er að skapa skilning á nauðsyn róttækra ráðstafana en ella. Þess vegna má ríkisstjórnin ekki glutra niður þessu tækifæri. í stað þess að fara hefðbundnar leiðir með gengisbreytingum og öðrum gamalkunnum aðgerð- um, á hún að stíga djarft skref fram á við og gera þær ráðstaf- anir sem duga til þess að fækka verulega fiskiskipum, sem nú er.u í rekstri og jafnframt fisk- vinnslustöðvum. Það hlýtur öllum að vera ljóst, bæði útgerðarmönnum, sjó- mönnum og öllum almenningi að það er ekkert vit í að halda úti öllum þessum flota til þess að sækja 160-170 þúsund tonn af þorski. Og það er heldur ekk- ert vit í því að halda gangandi frystihúsum um land allt til þess að vinna margfalt minni afla en þau voru byggð til þess að vinna. Þjóðfélagið rís ekki lengur undir svona vitleysu. Gengisbreytingar hafa alltof oft verið aðferð til þess að kom- ast hjá því að horfast í augu við þennan vanda. Núverandi ríkisstjóm hefur talið það sér til framdráttar að hún vilji ganga hreint til verks og hreinsa út alls kyns óráðsíu, sem viðgengist hefur í þessu þjóðfé- iagi. Ekki eru margar vikur liðn- ar frá því, að forsætisráðherra tilkynnti á Alþingi, að gengis- lækkun væri ekki á dagskrá. Af þessum sökum hljóta menn að vænta þess, að funda- höld ráðherra og sérfræðinga þeirra næstu daga verði til þess, að nú verði í fyrsta sinn brotið blað í málefnum sjávarútvegsins og þjóðarinnar allrar og ráðstaf- anir gerðar til þess að skapa sjávarútveginum rekstrar- grundvöll, sem ekki einkennast af uppgjöf heldur djarfri tilraun til þess að koma íslenzkum sjáv- arútvegi á nýjan grundvöll til frambúðar. Eða dettur einhverj- um í hug, að hefðbundin gengis- lækkun og i!!a séð fiskveiði- stjórnun séu þær nýjungar, sem sjávarútvegurinn og þjóðfélagið þurfa á að halda?! Það, sem sjáv- arútvegurinn þarf á að halda eru hugmyndarík athafnaskáld, sem ryðja nýjar brautir og breyta takmarkaðri auðlind í ótakmörkuð gæði. Opnunarathöfn MARKUS Orn Antonsson borgarstjóri opnaði nýjan og endurgerðan hafnarbakka, Miðbakka, en hann er sérstaklega hannaður með tilliti til komu stórra skipa, svo sem skemmtiferðaskipa. Nýr og endurgerður Miðbakki opnaður við hátíðlega athöfn Stórbætt hafnaraðstaða í hjarta borgarinnar Morgunblaðið/Kristinn Þakkarkoss SUNNA Jóhannsdóttir fær koss að launum eftir að hafa afhent skipstjóranum Júrí Jelínov blómvönd. Kazakhstan MS. Kazakhstan við festar í Reykjavíkurhöfn í gær. NÝR OG endurgerður Miðbakki gömlu hafnarinnar var opnaður við hátíðlega athöfn í gær. Við það tækifæri bauð Markús Örn Antonsson borgarstjóri farþega fyrsta skemmtiferðaskipsins sem leggst við við nýja Miðbakkann, ms. Kazakhstan sem er um 15 þúsund tonn, velkomna. í ræðu hans sagði hann það sérstakt ánægjuefni að ný og glæsileg hafnaraðstaða væri komin í gagn- ið sem gerði stórum skipum, svo sem skemmtiferðaskipum, kleift að leggjast við bryggju og það svo að segja í hjarta borgarinnar. Alls munu 40 skemmtiferðaskip heimsækja Reykjavík í sumar en 18 þeirra leggjast við Miðbakkann nýja. Ms. Kazakhstan, sem er frá Odessu í Úkraínu, lagðist að bryggju tæplega sjö í gærmorgun og þá fékk skipstjóri skipsins, Júrí Jelínov, mynd af Reykjavík að gjöf frá Reykjavíkurborg. Markús Óm Ant- onsson ávarpaði því næst 450 far- þega og 250 manna áhöfn skipsins og bauð þau velkomin til Reykjavík- ur en einkunnarorð borgarinnar væru heilbrigði og hollusta, hreint vatn og hreint loft, gróðursæld og vinsemd. Framkvæmdir við endurgerð Mið- bakka hófust vorið 1992 en fjórum árum áður höfðu Reykjavíkurborg og hafnaryfirvöld gert með sér samning um uppbyggingu þessa hluta gömlu hafnarinnar. Að sögn Jóns Þorvaldssonar forstöðumanns tæknideildar Reykjavíkurhafnar var kostnaður við framkvæmdirnar í fyrra áætlaður um 300 milljónir króna og endanlegar tölur um kostn- að eru í samræmi við það. Jón segir að allar framkvæmdir hafi gengið mjög þratt og vel fyrir sig en í vetur var ákveðið að hraða þeim til að unnt væri að taka á móti öllum þeim fjölda skemmti- ferðaskipa sem nú leggja leið sína til íslands. Sérhönnuð höfn fyrir skemmtiferðaskip Miðbakkinn er sérhannaður fyrir skemmtiferðaskip en einnig er ætl- unin að nota hann við hátíðleg tæki- færi. Bakkinn er 205 metra langur og dýpið við hann er 8 metrar. Af þeim sökum geta skip sem eru allt að 170 metrar að lengd lagst að bryggju. Bakkinn er steinlagður og tenging gatna við bæinn er sérstak- lega hönnuð. Lokafrágangi hafnar- skipulagsins á þessu svæði lýkur í september næstkomandi með opnun Geirsgötu. Guðmundur Hallvarðsson formað- ur hafnarstjómar sagðist í samtali við Morgunblaðið fagna að Miðbakki hinn nýi væri kominn í gagnið. „Hafnarstjóm Reykjavíkur hefur lagt sitt af mörkum til að auka straum ferðamanna í miðbæ Reykja- víkur og vekja athygli erlendra ferðaskrifstofa, með þátttöku ann- arra þjóða, á siglingum skemmti- ferðaskipa til landa við N-Atlants- haf. Nú hefur ný og stórbætt að- staða verið tekin í gagnið þannig að öll skip, stór og smá, geta lagst að bryggju í gömlu höfninni eins og í Sundahöfn. Þessi viðleitni virðist þó ekki ætla að hafa tilætluð áhrif á verslun og viðskipti," sagði Guð- mundur. Hann sagði að að sínu mati væri ferðamannaiðnaðurinn steinrunninn og ekki bætti úr skák að tollfrjáls verslun í höfnum væri engin hérlend- is. Ferðamannaiðnaðurinn hefði vit- að um þær breytingar sem verið væri að gera á höfninni en hefði ekkert gert til að koma til móts við nútíma hætti í ferðamannaiðnaði. Dvöl gesta væri til dæmis skipulögð þannig að þeir fengju nær engan tíma til að eiga hér viðskipti. „Við verðum að mæta þessu með því að breyta lögum og leyfa toll- frjálsa sölu íslenskra vara í höfnum eins og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þá er hugmyndaauðgi í kynn- ingu íslenskra afurða engan veginn næg. Nú gætu kaupmenn, samtök búvöruframleiðenda og aðrir sett upp markaðstorg á hafnarbakkan- um; kynnt þeim land og þjóð, selt vörur á hafnarbakkanum og boðið gestum okkar að smakka grillað, gómsætt lambakjöt," sagði Guð- mundur að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.