Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1993 Krýsuvík Meðferðarheimili fyrir vímuefnaneytendur Grindavík. KRÝSUVÍKURSAMTÖKIN hafa nú starfrækt meðferðar- heimili fyrir vímuefnaneytend- ur síðan árið 1989. Saga samtakanna nær aftur til ársins 1986. Snorri Welding, framkvæmdastjóri samtakanna, orðar það þannig: „Það hófst eig- inlega þannig að sonur náins vinar míns fyrirfór sér en hann hafði verið í meðferð vegna vímuefna- neyslu og hættur neyslu. Sú spurning vaknaði hvort ekki væri nóg að gert að fylgja meðferðinni eftir eða hvort sumir hópar þurfi sértæka eftirmeðferð eftir því hvar þeir eru staddir í neyslunni. Ég fékk í lið með mér menn víða úr þjóðfélagsgeiranum er áttu það sammerkt að gera sér grein fyrir að vandinn var mikill og eitthvað yrði að gera til að spoma við fót- um. Upp úr því voru samtökin stofnuð og keyptu skömmu seinna Krýsuvíkurskólann þar sem í er dag rekið vist- og meðferðarheim- ili fyrir vímuefnaneytendur á aldr- inum 18 ára til fertugs. Það er hægt að segja að þar séu á ferð- inni þyngstu og erfiðustu vímu- efnaneytendur á landinu." Gott að vinna frumkvöðlastarf í Krýsuvík vinna meðal annarra hjónin Cees Meyles garðyrkju- fræðingur og Tineke Koers geð- hjúkrunarkona en þau koma bæði frá Hollandi. „Ég kom fyrst til íslands árið 1986 og starfaði á Kleppjámsreykjum í þjálfum við nám mitt í garðyrkju. Það var svo fyrir rúmu ári að ég sá auglýsingu í Morgunblaðinu þar sem auglýst var eftir staðarráðsmanni hér í Krýsuvík og ég sótti um og fékk Frá Krýsuvík starfið. Tineke var síðan einnig ráðin hingað,“ sagði Cees í sam- . tali við Morgunblaðið. „Við höfðum bæði áhuga á að vinna frumkvöðlastarf og taka þátt í uppbyggingunni hér. Það er ekki hægt að gera slíkt í Hol- landi í dag og mér líkar að sjá árangur starfs míns. Að vinna traust þeirra sem dvelja hér og sýna þeim hveiju er hægt að fá áorkað með vinnu og byggja þann- ig upp sjálfstraust. Þá erum við í nánum tengslum við þá sem hafa verið hjá okkur og hafa fengið þjálfun sem þeir geta nýtt sér þegar þeir halda út í þjóðfélagið aftur. Ég reyni einnig að skrifa garðyrkjubændum sem ég veit af og fá þá til að taka á móti fólki héðan. Ég hef mjög mikinn áhuga á þessu starfi hér í Krýsuvík og ég fæ bæði tækifæri að starfa með fólki og vinna líkamlega vinnu. Við hjónin erum mjög þakklát samtökunum að ráða okkur í þessa vinnu,“ sagði Cees. Hann hefur náð mjög góðum tökum á íslensku og þakkar það því að hann hafi verið mikið úti á landi Og hann hvetji fólk að tala íslensku við sig. Meðferð, nám, vinna Snorri sagði að meðferðin í Krýsuvík byggðist á þremur atrið- um, þ.e. meðferð, námi, vinnu. Þeir sem koma í meðferð í Krýsu- vík eru oft mjög illa á vegi stadd- ir. Þeir hafa á bakvið sig margar meðferðartilraunir og eru svotil á götunni eða á geðdeildum og spít- ölum en það sé hvergi almennilegt pláss fyrir þá. Þeirra bíður því oft ekki annað en gatan eða fangelsi. í Krýsuvík er þessu fólki boðið upp á meðferð sem stendur frá þremur upp í átján mánuði. í Krýsuvík starfa tveir sérkenn- arar sem koma einu sinni í viku og byija á því að greina nemendur og leggja síðan fyrir þá námsefni sem hentar hveijum og einum. Námið er svokallað sjálfstýring- amám sem byggist á því að nem- endurnir vinna mikið sjálfir. Þá er hugleiðing í byijun dags og fyrirlestrar um ákveðið efni. Vinn- an er síðan hluti af endurhæfing- unni. Vistmenn sjá sjálfir um heimilisstörfín og vinna útistörf. „Við erum með 10-15 nemendur hér að staðaldri og árangurinn er mjög góður miðað við hvert við erum komnir. Við erum að þróa þetta úrræði okkar og það sem af er höfum við getað stutt við illa fama einstaklinga sem ekki hafa náð árangri annars staðar. Sérstaða okkar liggur í meðferð- inni sjálfri, þ.e. við námsgreinum vistmenn og gemm áhugasviðs- könnun og menn taka ábyrgð á vem sinni hér. Þá er meðferðar- tíminn langur. Við emm á réttri leið en getum gert ennþá betur í framtíðinni." Heilsumiðstöð framtiðarinnar Snorri segist sjá fyrir sér að í Krýsuvík geti þróast staður sem er sjálfum sér nógur og þar verði hægt að reka heilsumiðstöð fyrir íslendinga jafnt sem útlendinga sem eiga í vímuefnavanda. Auk þess geti aðstandendur vímuefna- neytenda sótt sér hvíld í Krýsuvík og þama geti verið fræðsla fyrir ráðgjafa og starfsfólk heilbrigðis- þjónustu sem sinna fólki með vímuefnasjúkdóma. Á staðnum er rafstöð sem sér honum fyrir raf- magni og nýlögð hitaveita sér honum fyrir heitu vatni sem gæti nýst til ylræktar í framtíðinni. „Hér erum við í nánu sambandi við náttúruöflin og að mínu mati er þetta mjög góður staður til þess að reka þessa starfsemi," sagði Snorri að lokum. Það er því langur vegiir frá þvíað Krýsuvíkurskóli var notaður sem svínastía eins og hann var notaður um tíma um 1980. Þetta minnismerki íslensks arkitektúrs, sem beið ekki annað en að grotna niður fjarri mannabyggðum, þjón- ar nú því hlutverki að byggja upp einstaklinga sem misst hafa stjórn á lífí sínu vegna vímuefnaneyslu og gerir þeim kleift að lifa í sátt við þjóðfélagið og leggja sinn skerf til lífsins eins og venjulegir borg- arar í stað þess að vera í andstöðu við það og rífa niður. FÓ Sumarmáltíð Auðvitað átti að grilla, þótt veðrið væri ekki upp á það allra besta - það vantaði sólina, en nokkuð var lygnt og 11 stiga hiti. Laxaflakið beið tilbúið, kartöflusneiðarnar líka með olíu og kúmeni, en kúturinn á gasgrillinu var tómur. Hægt hefði verið að nota kolagriliið, en það tók lengri tíma, og barnabömin voru svo svöng. Laxinn var settur á pönnuna, kartöflumar í ofninn og sumarsalatið útbúið á meðan. Yfír það var stráð bleikum lambagrasblómum, sem smáfólkið tíndi með mestu ánægju á holtinu fyrir utan. Eftir matinn var borið fram sum- arkrap úr rabarbarasafa og ávöxtum en ofan á honum flutu nokkur ung hundasúmblöð, sem börnin höfðu tínt í um leið og lambagrasið. Hvað viljiði hafa það betra? Lax á pönnu '/2 laxaflak með roði safí úr Vi lítilli sítrónu 1 tsk. salt nýmalaður pipar 1 msk. matarolía 1 msk. smjör 1 msk. hreinn ijómaostur 3 ananassneiðar ferskur graslaukur 1. Skafið roðið á flakinu vei, sker- ið úr því bein, ef einhver eru. 2. Kreistið safa úr sítrónu og hell- ið yfír flakið, stráið á það salti og pipar og látið bíða í 10 mínútur. 3. Hítið pönnu, hafíð meðalhita, setjið matarolíuna og smjörið á pönnuna, leggið flakið þar á, roð- ið snúi upp, snúið við eftir 5 mín- útur. 4. Smyijið ijómaostinn á hold flaksins, leggið ananassneiðarnar ofan á. Minnkið hitann á pönn- unni, leggið hlemminn á hana og látið þetta standa á henni í 8-10 mínútur. 5. Klippið graslaukinn og stráið yfír um leið og borið er fram. Kartöflur með kúmeni 3 stórar kartöflur í þunnum sneið- um matarolía til að pensla kartöflurn- ar með 1 msk. kúmen ofan á kartöflumar. Á grillinu þurfa kartöflurnar ekki nema um 7 mínútur, en leng- ur í bakarofni. Stingið í þær til að aðgæta hvort þær eru meyrar. Sumarsalat Nokkur fersk salatblöð, sú tegund sem hentar nokkur hundasúrublöð nokkur ung og lítil fíflablöð Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 1 epli safí úr Vi sítrónu Vi dl matarolía 2 skvettur út tabaskósósuflösku, 1 tsk. hunang nokkur lambagrasblóm 1. þvoið salat-, hundasúru- og fíflablöð. Klippið og setjið í skál. 2. Afhýðið eplið, skerið í örþunnar sneiðar, setjið saman við. 3. Setjið í hristiglas safa úr Vi sítrónu, matarolíu, tabaskósósu og lint hunang (það má hita örlít- ið, t.d. í örbylgjuofni). Hristið saman og hellið yfir salatið. 4. Stráið lambagrasblómunum ofan á. Sumarkrap 2 stórir rabarbaraleggir 2 epli 2 kíví 4 msk. hunang 8 dl vatn nokkur falleg hundasúrublöð 1. Afhýðið rabarbaralegginn, eplið og kívíið, stingið úr eplinu kjamann. Setjið allt í kvöm (mixara) ásamt hunangi og vatni. Hrærið mjög vel í sundur. Hellið síðan á sigti. 2. Setjið safann í kæliskáp en setjið maukið sem eftir er í frysti í 2 klst. 3. Hellið þá safanum í 4 glös, skafið krapið út í. 4. Klippið hundasúrublöðin og leggið ofan á. Setjið síðan rör eða skeið í glösin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.