Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1993 33 Ingibjörg Guðmunds- dóttir — Miiming Þá verða heimsóknirnar að Grund víst ekki fleiri, að minnsta kosti ekki í bili. Fyrir rúmu ári síð- an lést amma mín, hún Ingibjörg Bjarnadóttir, og nú hefur nafna hennar og besta vinkona síðustu árin kvatt okkur. Ingibjörg Guðmundsdóttir var dóttir Guðmundar Guðmundssonar bónda og útgerðarmanns og Þór- unnar Símonardóttur. Hún var fædd á Nesjum á Miðnesi 3. mars 1917, næstyngst systkina sinna, Ingva, Guðrúnar, Alberts og Áróru. Sautján ára gömul kom hún fyrst til Reykjavíkur, en fór svo aftur út á land í Hússtjórnarskólann. Árið 1953 var Ingibjörg ráðin til starfa sem aðstoðarráðskona á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík. Eftir 10 ára þjónustu var hún gerð að ráðskonu og gegndi því starfi þar til heilsan gaf sig og fluttist hún þá inn á Grund sem heimilismaður. Fyrir utan störf sín á Grund hafði Ingibjörg unnið við matseld á Siglufirði, hjá Oddfellow, í Reykholti og á Hvanneyri. Ingi- björg giftist aldrei og lætur ekki eftir sig nein böm. Líf sitt helgaði hún ókunnugum og margir eru þeir sem standa í þakkarskuld við þess ágætu konu nú er kveðjustundin er runnin upp, ekki síst fjölskylda mín. Ingibjörg kom eins og ljósgjafi inn í líf ömmu minnar, sem leiddist afskaplega á Grund. Amma mín var ekki auðveld kona og kaus frekar að sjá dökku hliðarnar á lífsbrölti sínu og amað- ist yfir ógæfu sinni þrátt fyrir háan aldur og góða heilsu. En einn daginn var allt breytt. Hún hafði eignast vinkonu í Ingi- björgu sem hafnaði allri sjálfsvor- kunn og þrátt fyrir bága heilsu druslaði ömmu fram á gang og þar sátu þær stöllumar daginn út og inn, ræddu málin, og reyktu sígrett- ur. „Fáðu þér eina hjá mér, vinur- inn, þær eru svo hollar," sagði Ingi- björg alltaf með stríðnisglampa í augum, er ég leit inn í heimsókn. Ekki gat ég hafnað slíkri speki frá mér eldri og reyndari manneskju og varð úr hálfgerð helgistund, er ekki var margt sagt, en reykurinn liðaðist hljóðlega yfir höfðum okk- ar, fyrst þremur, en síðan tveimur er amma var fallin frá. En nú em þær báðar farnar, blessaðar, sem áttu svo mikið í öll- um þeim sem þær kynntust. Hugur minn leitar að lokum til gamallar víetnamskrar konu sem gistir Gmnd og talar einungis sitt eigið tungumál. Þessa konu tók Ingibjörg upp á arma sína og var henni svo mikið góð. Ingibjörg lagði meira að segja á sig einn daginn að panta leigubíl og fara með þessa útlendu konu á víetnamskan veitingastað svo að hún gæti hitt samlanda sína. Ingibjörg lagði út fyrir kostnaðinum sjálf og lýsir þetta góðverk kannski Ingibjörgu betur en mörg orð. Fyrir hönd fjölskyldu minnar vil ég þakka Siggu starfsmanni á Grund sérstakega fyrir auðsýnda hlýju í gegnum árin gagnvart ömmu minni og Ingibjörgu. Þeim þótti mikið vænt um hana. Jón Bjarni og Þuríður, Los Angeles. Valborg Sigmjóns dóttir — Minning Fædd 24. desember 1939 Dáin 20. júní 1993 Kveðja frá systkinum. Elsku systir. Okkur skortir orð til að segja allt það, sem við hefðum viljað segja við þig á kveðjustund. Okkur finnst svo ótrúlegt að þú skulir vera farin frá okkur, svo traust og sterk sem þú ávallt varst og svo einbeitt sem þú barðist við þinn þunga sjúkdóm. Það er svo ótal margt, sem við viljum þakka þér, sem orð ná ekki til. Við munum sakna þín sárt, en góðar minningar munu með tímanum verða huggun harmi gegn. Valborg systir myndi ekki vijja að við legðumst í þung- lyndi og uppgjöf og er nú sem oftar vel við hæfí að biðja þá bæn, sem oft er nefnd æðruleysisbænin. Guð gefí mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt — og vit til að greina þar á milli. Biðjum við algóðan guð að styrkja móður okkur, eiginmann Valborgar, Heimi Kristinsson, börn þeirra og aðra ástvini í sorg þeirra. Aðalbjörg Sigurjónsdóttir, Aðalbjörg Þorsteinsdóttir, Einar Siguijónsson. Jesús sagði: „Komið til mín allir þér sem erfíði hafíð og þungar byrð- ar og ég mun veita yður hvfld.“ (Matt 11.28) það er ekki auðvelt að skrifa kveðjuorð um konu sem kveður á besta aldri eftir skamma legu. Við vissum að Valborg var veik og okk- ur fannst framtíðin ekki alltaf björt, en trúðum þó að hún fengi að vera hjá fjölskyldu sinni eitthvað lengur, en þungi veikindanna reyndist henni um megn, og nú er komið að kveðjustund. Við kynntumst Valborgu og Heimi þegar yngsta systirin á heim- ilinu fór að vera með einkasyni þeirra, Sindra Má. Síðan er liðinn rúmur áratugur og aldrei hefur skugga borið á vináttu okkar við þau hjón. Fyrir það erum við þakk- lát. Við höfum átt með þeim marg- ar skemmtilegar samverustundir bæði hér í Skálagerði og einnig á hinu fallega heimili þeirra á Dalvík. Aðeins er eitt ár síðan við samglöddumst Sindra og Möttu á brúðkaupsdegi þeirra. Þá skein gleðin úr hveiju andliti og átti Val- borg ekki síst sinn þátt í því að veislan varð eins glæsileg og raun bar vitni. Ekki hvarflaði að okkur þá, að þessi hraustlega kona yrði krabbameini að bráð á aðeins nokkrum mánuðum. Nú fyllast augu okkar tárum yfir því að hún skuli ekki fá að vera lengur hjá manni sínum, dætr- um og syni og fýlgjast með sólar- geislanum sínum, Sindra Rafni, vaxa úr grasi. Valborg var glæsileg kona, en hæg og bar ekki tilfínningar sínar á torg. En bak við skelina var hlý og góð kona sem hafði yndi af því fallega i kringum sig. Garðurinn á Svarfaðarbrautinni ber smekk hennar og umhyggju glöggt merki. Elsku Heimir, Sindri, Sigrún, Elsa, Halli, Matta og Sindri Rafn. Orð mega sín lítils á sorgarstund. Við eigum öll góðar minningar um eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og vinkonu og enginn getur tekið þær frá okkur. Þegar sárasta sorgin er liðin hjá munum við deila þessum minningum hvert með öðru. Við sendum móður Valborgar, systkinum hennar, svo og öðrum aðstandendum, innilegar samúðar- kveðjur. Stórfjölskyldan úr Skálagerði 2. + Ástkær sonur minn, ÞÓRÁRNASON bakarameistari, lést í sjúkrahúsi í Omaha, Bandaríkjunum, 22. júní. Fyrir hönd eiginkonu, barna, barnabarna og systkina hins látna, Karólína Stefánsdóttir, Bergþórugötu 6B. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FINNBORG ÖRNÓLFSDÓTTIR, Sólheimum 26, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 28. júníkl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Árni Þ. Egilsson, örnólfur Árnason, Helga E. Jónsdóttir, Margrót Árnadóttir, Olga Guðrún Árnadóttir, Guðmundur Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir mfn, JÓNA JÓNSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Skúlagötu 60, Reykjavik, lést á Hrafnistu, Reykjavík, 21. júní. Jarðarförin fer fram 29. júní kl. 15.00 frá Nýju kapellunni í Fossvogi. Sæmundur Sigursteinsson. + Faðir okkar, ÓSKAR JÚLÍUS GUÐJÓNSSON, lést ó Sólvangi í Hafnarfirði 12. júní. Útförin hefur farið fram. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks elliheimilisins Sólvangs fyrir góða umönnun. Ester Óskarsdóttir, María Óskarsdóttir, Samúel Óskarsson. + Elskulegur sonur okkar og bróðir, GUÐJÓN RÚNARSSON, Súlukletti 6, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 26. júní kl. 14.00. Kristin Guðjónsdóttir, Rúnar Viktorsson, Björg Jónína Rúnarsdóttir, Róbert Rúnarsson. + Bálför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS TRYGGVASONAR læknis, Grandavegi 47, — verður gerð frá Dómkirkjunni mánudaginn 28. þ.m. kl. 3 sfðdegis. Anna Sigriður Lúðviksdóttir, Lúðvík Ólafsson, Hildur Viðarsdóttir, Sigriður Ólafsdóttir, Páll Sigurðsson, Tryggvi Ólafsson og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LOVfSA MAGNÚSDÓTTIR, Aðalstræti 60 Patreksfirði, sem andaðist þann 18. júní, verður jarðsungin frá Patreksfjarðar- kirkju laugardaginn 26. júní kl. 14.00. Gestur Jóhannesson, Jón Óli Gíslason, Jóhanna Þorbergsdóttir, Erla Gísladóttir, Birgir Pétursson, Svala Gísladóttir, Ásmundur Kristjánsson, Björn Gislason, Sigrfður Sigfúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúö vegna andláts og útfarar dóttur okkar og systur, BRYNHILDAR JÓNSDÓTTUR. Margrét Dannheim, Jón Björnsson, Magnús Kristinn Jónsson, Sólveig Katrin Jónsdóttir, Björn Brynjar Jónsson. + Hjartans þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall föður míns, tengdaföður og afa, SIGURÐAR MAGNÚSSONAR skipasmlðs, Krókatúni 4, Akranesi. Guðbjörg Sigriður Siguröardóttir, Erik Jeppesen, Per Sigurður Jeppesen, Christian Runi Jeppesen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.