Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 36
•36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú ert laus við áhyggjur og uppskerð umbun erfiðis þíns. Allt gengur að óskum og framtíðin lofar mjög góðu. Naut (20. apríl - 20. maí) Eitthvað kemur þér ánægju- lega á óvart í dag. Róman- tík og ferðalög eru í sviðs- ljósinu. Ástvinir njóta kvöldsins. Tviburar (21. maí - 20. júní) m Þú ert að íhuga fegrun heimilisins með málningu, veggfóðri eða nýjum hús- gögnum. Ástin ræður ríkj- um í kvöld. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Dagurinn hentar vel til ferðalaga eða heimsókna til vina. Ástvinir eiga góðar stundir saman og einhleypir kynnast ástinni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú kemur vel fyrir og finnur nýjar leiðir til tekjuöflunar sem reynast vel. I kvöld sinnir þú hagsmunum fjöl- ^ skyldunnar. Meyja (23. ágúst - 22. septembcr)áí Ævintýraþráin nær tökum á þér og þú vilt reyna eitt- hvað nýtt á sviði skemmt- ana. Rómantíkin ríkir hjá ferðalöngum. (23. sept. - 22. október) Þú gætir gert óvenjuleg kaup í dag. Húsverk .og garðyrkja taka tíma og þú vilt fá að vera í næði með ástvini. i- Sþorödreki (23. okt. - 21. nóvember) Ástvinir hljóta lof fyrir frammistöðu sína sem gest- gjafar. Þú leikur við hvern þinn fingur í samkvæmislíf- inu í kvöld. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) Tilraunir þínar til að bæta afkomuna bera árangur. Þú finnur þér nýja tekjulind, og samningar ganga þér í haginn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gætir skyndilega ákveðið að fara í ferðaiag. Aðrir kunna vel að meta framlag þitt. Gleðin ríkir í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) 4h Félagar taka ákvörðun um notkun sameiginlegra sjóða og þú færð óvæntar auka- tekjur. Bjóddu gestum heim í kvöld. & Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ’£* Þú eignast nýja vini í dag og sumir verða ástfangnir. Hópvinna skilar tilætluðum árangri. Ferðalag er fram- undan. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DYRAGLENS /,talie> .) 1 ÍSLENISKU' I j Vv\ J?M PAVÍS> 5-26 TOMMI OG JENNI SMÁFÓLK UUUEN Y0U TALK TO THE PRINCIPAL, YOU HAVETO ACT REAL COOL. 1 K re Syndicate (m/// ) Á I - 5 Þegar maður talar við skólastjór- ann, verður maður að vera sallaró- legur. AFTER YOU 5TATE YOUR CA5E, YOU TURN AROUND 6RACEFULLY, ANP.. ^rr Eftir að maður hefur lagt mál sitt fyrir dóm, snýr maður sér við með glæsibrag og og hrasar um bréfakörfuna! BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Sjaldan borgar sig að koma út með tvíspil í ómelduðum lit gegn háum trompsamningi. En með ÁKx í trompi er slíkt reyn- andi, því þá eru töluverðar líkur á að hægt sé að sækja stungu, jafnvel þótt makker eigi ekkert í litnum. Suður gefur; allir á hættu. Norður Vestur ♦ ÁK3 ¥ 10762 ♦ 10762 ♦ 32 ♦ D1065 ¥ D94 ♦ D9 ♦ KG94 Suður ♦ G982 ¥ K5 ♦ ÁK8 ♦ ÁD76 Austur ♦ 74 ¥ ÁG83 ♦ G543 ♦ 1085 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Allir pass Útspil: Laufþristur. Sagnhafí tekur fyrsta slaginn í blindum á gosa og spilar spaða. Vestur á slaginn á kóng og held- ur áfram með lauf. Hann fær næsta slag á spaðaás og þarf nú að fínna innkomu makkers. Hvort á hann að spila hjarta eða tígli? Við sem horfum á allar hend- ur erum auðvitað fljót að spila hjarta. En vestur nýtur ekki þeirra forréttinda og hefur því í raun ekki annað við að styðj- ast en afköst makkers. Hvað getur austur gert til að benda á hjarta frekar en tígul? Átti hann möguleika í fyrsta slag? Tæplega. Laufíð sem hann lætur í þann slag er einfaldlega kall eða frávísun í þeim lit. Ef AV kalla hátt-lágt, ætti austur að láta fímmuna, sem segir ekki aðra sögu en þá að austur eigi ekkert í laufí. Hér er ekkert svigrúm fyrir hliðarkall, því austur gæti átt Á105 og þá vill hann halda sambandinu opnu og kalla með tíunni. Hins vegar fær austur tvö önnur tækifæri til að benda á hjartað. Til að byija með ætti hann að fylgja lit í spaðanum í röðinni 7-4. I annan stað getur hann látið lauftíuna, en ekki áttuna, þegar vestur spilar litn- um í seinna skiptið. Þá ætti ekki að vefjast fyrir vestri að spila hjarta og fá sína langþráðu stungu. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á Boðsmóti Taflfélags Reykja- víkur í sumar kom þessi staða upp í viðureign þeirra Sigurbjörns Björnssonar (2.050) og Óla Valdimarsson (1.715), 76 ára, sem hafði svart og átti leik. Sigurbjöm, sem er ungur og upprennandi skákmeistari úr Hafnarfírði, hefur líklega vanmet- ið Óla, en það skyldi enginn gera. Rúm hálf öld er liðin síðan Óli gaf út Nýja Skákblaðið á samt Sturlu Péturssyni (Zóphaníassonar) og síðast sigraði hann á Boðsmótinu árið 1976. 25. - Bxf3! (En alls ekki 25. — Dxd2??, 26. Dxe8+ — Hf8, 27. Dxe2) 26. Rc4 — Bxg2+!, 27. Kxg2 — Hg5+ og hvitur gafst upp, því mátið blasir við. Metþátttaka er á Boðsmótinu, þar tefla skákmenn á öllum aldri eins og vera ber.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.