Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 Sjúkt og siðlaust viðskiptaumhverfi eftir Jenný Stefaníu Jensdóttur „Stórútsala aldarinnar hjá Miklagarði" endurspeglar í hnot- skurn hið sjúka og siðlausa viðskip- taumhverfí sem verið hefur að festa rætur hér á íslandi undanfarin misseri og ár. Það er kunnara en frá þurfí að segja að holskefla gjaldþrota sl. 5 ár hefur gengið mjög nærri grónum og vel stæðum fyrirtækjum og koll- varpað hinum ver stæðu með marg- földunaráhrifum. Nú er svo komið að eiginfjárstaða velfiestra ís- lenskra fyrirtækja er algjörlega óviðunandi og víða komin upp í kviku svo undan blæðir við hvert áfallið á fætur öðru. Það er vart búið að „grafa“ eina verslunina en upp er risin ný verslun í sama hús- næði, með sömu forsvarsmönnum og sömu rekstrarformúlunni. Breytingin er einungis: nýtt nafn, ný bankafyrirgreiðsla, fullur lager og skuldir núll. Með öðrum orðum, hvítþveginn bossi og nefíð upp í loft og krafan er: „sömu kjör og greiðsluskilmálar, annars förum við bara eitthvað annað.“ Hluti af sjúk- leikanum birtist auðvitað í veikleika framleiðenda og innflytjenda sem fallast á svona kröfur. Veikleikinn starfar af skorti á kjarki og sam- stöðu um að snúa þessari þróun við og krefjast fullnægjandi ábyrgða vegna væntanlegra við- skipta. En allt kemur fyrir ekki, hringrásin verður hraðari og nú líð- ur vart sá dagur að ekki berist allt að því ósvífín tilboð um nauða- samninga sem fela í sér örfá pró- sent upp í kröfur, annars ekkert! Á kvennadaginn 19. júní 1983 barst mér sú harmafregn, að Vil- mundur Gylfason væri látinn. Síðan eru liðin 10 ár, sem eftir á að hyggja hafa verið ótrúlega litlaus miðað við árin á undan, árin með Vilmundi. j Á námsárum mínum í Þýska- landi um og eftir 1968 voru hug- myndir unga fólksins um þjóðfé- lagsbreytingar á fljúgandi ferðinni, horft var til umbóta á öllum svið- um, þjóðfélagið opnaðist til muna og umgengni fólks varð stórum ftjálsari hvert við annað. Andlegir leiðtogar voru nokkrir og skorti ekki á að horft væri til framtíðar Út yfir grámyglu hversdagsins. Eg kynntist Vilmundi á vordög- um 1977. Þá nýkominn til íslands eftir Ianga útivist. Það var annar taktur í umræðunni hér en ég hafði vanist. En hreyfingin var sú sama, nema hvað að hún virtist öll snúast í kring um kraft og hugmynda- auðgi eins manns, heillandi og stór- brotins persónuleika, sem kom til dyranna eins og hann var klæddur, hrífandi og breyskur í senn og auðvitað ekki gallalaus. í stríðum straumi Vilmundur var maður hugsjóna, en ekki maður flokks. Hann var maður hreyfíngar, en ekki stöðnun- ar, maður fólksins, en ekki valds og því eindreginn gagnrýnandi kerfisins, sem hefur ofurtilhneig- ingu til að staðna, stirðna, tréna og 'spilla þeim sem nálægt því koma. Mestu andstæðingar Vilmundar voru sennilega hinir ómeðvituðu varðhundar kerfisins búnir vopnum værukærðar og íhaldssemi. Einnig var hann sjálfum sér slæmur. Sá eiginleiki sem hann hafði umfram Hvenær ætlar allt þetta ágæta fólk, allt frá sprenglærðum hag- fræðingum niður í lassaróna, að viðurkenna þá staðreynt að gamla rekstrarformúlan gengur ekki upp? íslendingum fjölgar ekki með hverri nýrri verslun sem opnuð er, við drekkum ekki meiri mjólk. Þvert á móti situr vísitölufjölskyldan yfir matarreikningnum um hver mán- aðamót og gerir áætlanir um frek- ari niðurskurð. Álagningin er kom- in undir 0-punkt og markaðurinn löngu mettaður. Hvenær ætla bankastofnanir að horfast í augu við veruleikann og stoppa fyrir- greiðslu í vonlaus dæmi? Það sér hver heilvita íslendingur og líka þeir sem gera kjarakaup á stórút- sölu aldarinnar hjá Miklagarði að við erum að grafa undan velferð okkar og kroppa augun hvert úr öðru til skemmri og lengri tíma lit- ið. Siðleysið í Miklagarðsmálinu með þátttöku eða þátttökuleysi Landsbankans er algjört og hver einasti viðmælandi minn undan- famar vikur er algjörlega á sama máli. Ekki verður hægt að kenna stórslysarekstri Miklagarðs um kunnáttu- eða þekkingaleysi for- ráðamanna eða hvað? Hver er ábyrgð þessara manna þegar þeir halda áfram að fylla lagera sína af vörum út á krít vitandi að fyrir- tækið er löngu gjaldþrota og aldrei kemur til greiðslu á þessum vörum? í minni orðabók heitir þetta: að ná til sín vörum með sviksamlegum hætti. Það er líka nöturlegt að hlusta á hvað forráðamenn halda eða gera ráð fyrir og vita ekki varðandi rekstur sinn. Starfsmenn Miklagarðs eru í fullum rétti og aðra, að sjá galla samfélagsins skarpari augum en samferðamenn- irnir, gerði hann eirðarlausari í sinni baráttu en þeir fengu skilið. Hann trúði ekki á sígandi lukku. Hann talaði meira í framtíð en flestir fengu undir risið, sem í besta lagi voru fastir í núinu. Vilmundur áleit Alþýðuflokkinn best til þess fallinn að stuðla að umbótum þjóðfélagsins. Það breytti því ekki, að andstæðingar hans voru ekki síður þar en annars stað- ar. Þótt Alþýðuflokkurinn gerði baráttumál hans að sínum og bað- aði sig um stund í kosningasigri, sem Vilmundur gerði fyrst og fremsl mögulegan, þá missti flokk- urinn brátt sjónar á innihaldi bar- áttunnar og bar ekki gæfu til að halda á sigrinum. Síðar létti eirðar- leysi og brotthvarf Vilmundar úr flokknum þeirri kvöð af Alþýðu- flokknum að þurfa að temja sér sjálfur það siðferði, sem krafist var af öðrum. Fyrir Alþýðuflokkinn sem og aðra fór Vilmundur of hratt. Haft er eftir einhveijum að nú um stundir sé pólitísk umræða á íslandi eitthvað það ófrjóasta sem um getur og andleg gelding þar gersamlega gegnumgangandi. Vol- uð þjóðin sé hreinlega að drepast úr bölmóði og eilífu naggi. Ég treysti mér ekki til að halda því fram, að umbótahugmyndir Vilmundar hefðu breytt þessu öllu. Margar af hugmyndum hans urðu að veruleika og um leið og sjálf- sögðum staðreyndum í þjóðfélag- inu. En örlög þeirra margra sýna vel, hversu nauðsynlegt það er að viljinn til endurskoðunar sé stöðugt fyrir hendi, til að stöðnun, stjórn- lyndi og andlegt umkomuleysi nái ekki strax aftur heljartökum á þjóð- félaginu. góðri trú að vita ekkert, en allt öðru máli gegnir um forráðamenn- ina, þeir bera ábyrgð og hefðu átt og mátt vita að staðan var vonlaus löngu áður en þeir viðurkenndu það opinberlega. Það er blátt áfram siðlaust að reyna að fela sig bak við upplýsingaskort úr tölvukerfí og jafn siðlaust að telja sjálfum sér og öðrum trú um að tapið væri innan við 100 milljónir en skyndi- lega var það komið í tæpar 600 milljónir. Hvar hafa þessir menn lært áætlanagerð? í minni orðabók heitir þetta að valda ekki starfí sínu. Þátttaka Landsbankans eða þátttökuleysi er líka athyglisverð. I lok mars sl. leysti bankinn til sín fasteign Miklagarðs og hóf þátt- töku í rekstri hans. Hvers vegna var ekki krafist greiðslustöðvunar strax 31. mars sl. þegar bankinn leysti til sín eignir Miklagarðs. Hvers vegna setti bankinn ekki „hömlur“ á greiðslur til útvaldra birgja á meðan aðrir máttu éta það sem úti fraus. Hver ber ábyrgð á að birgjum Miklagarðs var mis- munað sl. 3 mánuði þvert ofan í fyrirheit um annað skv. bréfí frá framkvæmdastjóra dagsettu 31. mars sl. þessa 3 mánuði hafa birgj- ar barist eins og ijúpan við staur- inn að toga greiðslur út úr fyrir- tækinu með misjöfnum árangri. Já með misjöfnum árangri því til mik- illar furou virðast sumir birgjar hafa verið í náðinni og fengið greiðslur skv. geðþóttaákvörðunum forráðamanna Miklagarðs. Svo virðist sem frumskógarlögmálið (eða framsóknarlögmálið) hafí ráð- ið ríkjum í tékkhefti Miklagarð þessa síðustu mánuði. Gæti það V Nýtt siðferði Lykilatriðið í pólitík Vilmundar var siðbótin, eða nýtt siðferði í stjórnmálum og í samfélaginu yfir- leitt. Sú viðleitni birtist í mörgum myndum. Vinnustaðafundir, ná- lægð stjómmálamanna við fólkið í landinu, prófkjör, opnari stjórn- málaflokkur, beint val flokksfor- ystu voru allt atriði sem áttu að fyrirbyggja stjórnmálaspillingu og fyrirgreiðslusukk. Raunvextir, fijálst fiskverð og vinnustaðasamningar launafólks voru aðferðir sem koma áttu í stað forræðis verkalýðsrekenda og póli- tískrar forsjárhyggju. Beint val for- sætisráðherra var aðferð til að koma í veg fyrir þann fáránleika að flokkur og menn, sem þjóðin hafði hafnað í kosningum, stæðu uppi að leikslokum í lykilstöðu valda og áhrifa eins og gerðist 1978 og 1987. Alþýðublaðsdeilan svokallaða reyndist prófraun fyrir flokk Vil- mundar, Alþýðuflokkinn. Hún spannst út af misheppnuðu grín- blaði, þar sem Vilmundur vildi sýna fram á tilgangsleysi flokksblaðs, sem einungis mátti skrifa um góða veðrið en ekki taka á vandamálum, sem hugsanlega kæmu einnig við kauninn á mikilvægum flokks- mönnum. Þessi deila var angi af þeirri viðleitni að blaðamennska og ritstjórn almennt njóti frelsis en ekki forræðis og ritskoðunar. Efni og innihald deilunnar, sem upphaf- lega snerist um kjör láglaunafólks- ins í Iandinu, snarbreyttist fljótlega í herping á pólitísku stöðulafli flokksins. Vilmundur fór að vísu halloka, en hugmyndimar ekki. Nýtt siðferði átti auðvitað ekki auðvelt uppdráttar og hefur aldrei Jenný Stefanía Jensdóttir e.t.v. átt sér stað að framtíðar við- skiptahagsmunir hins- nýja INKA (Innkaupasamband kaupfélag- anna) hafí verið hafðar að leiðar- ljósi þegar greiðslur til þessara birgja voru innt>.r af hendi? Verður INKA rekið skv. sömu rekstrar- formúlunni eða hefur eitthvað breyst? Stórútsala aldarinnar er dropinn sem fyllir mælinn og líkja má við blauta fúla borðtusku sem slegið er framan í framleiðendur og inn- flytjendur þessa lands og segja má að keppinautar Miklagarðs fá sinn skerf líka. Fullyrða má að lagerinn sem Mikligarður er að „selja“ núna á 15% undir heildsöluverði sé að stærstum hluta út á krít. Bústjórar Miklagarðs tóku þá ákvörðun að „selja“ lagerinn upp í skuldir en skuldir hverra? það má öllum vera kristaltært að það verða ekki kröf- ur hinna einu sönnu eigenda útsölu- lagersins sem fá skuldir sínar greiddar, heldur brot af for- gangskröfum. Margfeldisáhrif þessarar stórútsölu verða auðvitað þau að á meðan neytendur em að Vilmundur Gylfason átt í sögunni. Siðbót lútherskrar trúar, sem var einnig Vilmundi hugleikin, varð ekki komið á fyrr en að Jóni Arasyni höggnum. Sið- bót íslenskra stjórnmála er líklega jafn erfið meðan menn eru ekki tilbúnir til að láta af hugsunar- hætti stjórnmálalegs neðanjarðar- Keflavík. FÍKNIEFNI fundust á 19 ára pilti í Leifsstöð um síðustu helgi, en hann var að koma frá Amsterdam. Pilturinn, sem ekki hafði komið við sögu hjá tollgæslunni, lenti í úrtakskönnun og þá fundust á honum nokkur grömm af ýmsum gerðum fíkniefna; hassi, maríu- ana, hassolíu og tól til að neyta efnanna. - BB neyta þessa vara um ókomna fram- tíð kaupa þeir ekki neitt í Hag- kaup, Fjaðarkaupum, Nóatúni eða öðrum stórverslunum. Og stór- verslanir draga úr innkaupum sín- um til framleiðenda og innflytjenda á sömu forsendum. Áhrifín verða því a.m.k. tvöföld hjá framleiðend- um og innflytjendum sem þykir þó nóg að þurfa að afskrifa útsöluverð varanna til Miklagarðs. Kom það aldrei til greina í huga bústjóra að í stað þess að skapa stórkostlegt umferðaröngþveiti og rússneskt ástand með stórútsölu aldarinnar, að bjóða hinum einu sönnu eigend- um lagersins að leysa til sín vörur sínar? Ef það er á skjön við lands- ins lög, hvaða lög veija þá hags- muni birgja sem lánuðu fyrirtækinu í góðri trú löngu eftir að það varð raunverulegu gjaldþrota með eða án vitundar forráðamanna, sem veifuðu álitlegum rekstraráætlun- um fram í rauðan dauðann? Það er einfaldlega megn fýla af öllu þessu Miklagarðsmáli frá upphafi til enda sem á eftir að hafa áhrif víða í viðskiptalífinu. Það er því sjálfsögð og eðlileg krafa að for- ráðamenn og aðstandendur svona stórslysareksturs geri sér grein fýrir hinni misheppnuðu rekstrar- formúlu ef þeir eiga að halda höfði í svipuðum rekstri í framtíðinni. Eftir stendur sú staðreynd að á endanum lendir tapið á herðum okkar allra, líka þeim sem gerðu reifarakaup á stórútsölu aldarinn- ar., Ríkissjóður er ekki sjálfseignar- stofnun ríkisstjómar hveiju sinni eins og fjölmargir láta í veðri vaka i hagsmunapoti sínu, hann inni- heldur eignir og skuldir þ.m.t. framtíðarskuldbindingar okkar allra og því fyrr sem menn átta sig á því, því betra. Það er líka löngu tímabært að hagsmunasamtök iðn- aðar og verslunar komi sér saman um vinnureglur í viðskiptum með framtíðarhagsmuni að leiðarljósi en ekki hagsmuni dagsins í dag. Höfundur er viðskiptafræðingur og framk væmdnstjóri iðnfyrirtækis í Reykjavík. hagkerfís í stað opinna sanngjarnra leikreglna. Hin mannlega hlið Vilmundur var á tíðum erfiður en stórkostlegur í senn. Það var feykilega gefandi að eiga hann að vin. Skapgerð hans var eins og hljóðfæri sem spannaði allan tón- stigann og stundum mátti greina þar tóna við angurvær ljóð: Og þá var einsog andlit heimsins víðopni skjái sína: lít öll þessi stóru höf - eða eru það kannske tár? Vilmundur dómsmálaráðherra opnaði pýjan heim veitingamenn- ingar á íslandi, hann skiptaði fyrstu og einu konuna sýslumann á ís- landi, hann fékk ekki tækifæri fé- laga sinna til að láta frekar til sín taka á því sviði. Hann var ekki kosinn til að verða kontóristi við Hverfísgötuna. Hinn mikli fjöldi Vilmundarvina var ekki bara kominn til af hans heillandi viðmóti. Hann hafði alltaf samband. Stöðugt voru að koma orðsendingar, greinar eftir hina og þessa, hugmyndir, ljóðakorn, bréf með hinu og þessu, undirrituð: með kveðju, V. Hjá öðrum ríkti þögn. Frelsi þetta orð sem við aldrei skildum. Jón Sæmundur Sigurjónsson inum við komuna til Iandsins. Með kveðju, Tollverðir fundu kannabis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.