Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 h Borgarsljóri lof- ar upp í ermina •• eftir Ogmund Jónasson Borgarstjóri Reykjavíkur skrifar grein sl. miðvikudag sem birtist á leiðaraopnu Morgunblaðsins. Þar er ijallað um tillögur um að gera Stræt- isvagna Reykjavíkur að hlutafélagi og ber greinin fyrirsögnina: SVR hf. — traust fyrirtæki í-eigu allra borg- arbúa. í grein sinni segir borgarstjóri að andmæli starfsmanna SVR gegn þessum tillögum „einkennist af mis- skilningi um grundvallaratriði." Það sé rangt að starfsöryggi og hags- munamálum starfsmanna sé stefnt í tvísýnu. Hið gagnstæða sé uppi á teningnum. Þetta sé „óvandaður og mótsagnakenndur málflutningur" sem „dæmir sig sjálfur og verður að taka honum með öllum fyrirvörum." Um vönduð vinnubrögð og óvönduð Það er vissulega rétt að óvönduð- um og mótsagnakenndum málflutn- ingi verður að taka með fyrirvara. Þetta er borgarstjóra ofarlega í huga. En á hverju skyldi málflutningur hans sjálfs byggja? Borgarstjóri seg- ir í grein sinni að ástæða sé til að undirstrika sérstaklega þrjú megin- atriði. í fyrsta lagi sé ekki verið að „einkavæða Strætisvagna Reykja- víkur. Reykjavíkurborg verður eini eigandi hins nýja hlutafélags og hlutabréf í því verða ekki seld.“ Svona skuldbindingu getur núver- andi borgarstjóri einfaldlega ekki gefíð svo hald sé í, enda segir í fjórðu grein í drögum að samþykktum fyrir Strætisvagna Reykjavíkur hf. sem nú eru til umræðu: „Stjóm félagsins skal halda skrá yfir hlutabréfin. Eig- endaskipti á hlutabréfum félagsins skulu tilkynnt stjóm félagsins.“ Með öðmm orðum samkvæmt lögunum yrðu eigendaskipti heimil. Til hvers á að heimila það sem lofað er að framkvæma ekki? Þetta er mót- sagnakenndur málflutningur. Annað atriðið sem borgarstjóri nefnir sérstaklega lýtur að kjömm starfsmanna: „Núverandi starfs- mönnum verða tryggð sömu laun og kjör og þeir njóta nú, m.a. varðandi lífeyrisréttindi. Sérfræðingar hafa athugað þetta atriði og gert tillögur um útfærslur." Hér er rétt að staldra við. í þeim tillögum sem fyrir liggja um tilhögun launa- og kjaramála starfsmanna SVR eftir breytingu fyrirtækisins í hlutafélag segir m.a.: „Öllum starfs- mönnum verði tryggð sambærileg laun og önnur starfskjör hjá hlutafé- laginu og þeir nú hafa hjá SVR. í þessu skyni verði gerður persónu- bundinn samningur við hvem og einn starfsmann þar sem þau kjör sem hann nú nýtur hjá Reykjavíkurborg haldist hjá hlutafélaginu.“ En hvað með nýja starfsmenn? í tllögunum segir: „Við ráðningu nýrra starfs- manna ti! hlutafélagsins verði sömu reglur látnar gilda og tíðkast á al- mennum vinnumarkaði." Nú vill svo til að við höfum saman- burðarhæft dæmi hjá Strætisvögnum Kópavogs sem fyrir nokkru var gert að hlutafélagi. Þá fóru starfsmenn- imir af starfskjörum Starfsmannafé- lags Kópavogs og við það rýmuðu kjör þeirra verulega. Ráðgjöf frá hlutabréfasölum Að sögn borgarstjóra eiga núver- andi starfsmenn að halda sínu, þar með lífeyrisréttindum og hann skír- skotar til álits sem sérfræðingar hafa gert um þetta. Hér virðist átt við athugun sem starfsmenn Verð- bréfamarkaðar íslandsbanka hf. gerðu fyrir borgarstjóra. I þeirri at- hugun eru gerðir ýmsir fyrirvarar en til umhugsunar eru eftirfarandi niðurstöður þessara starfsmanna ís- landsbanka hf.: „Ef sú leið yrði farin að núverandi eigandi SVR tæki að sér að greiða umframgjöld vegna starfsmanna SVR hf. til að bæta skerðingu á lífeyrisréttindum vegna breytingar á rekstrarformi félagsins eru hagsmunir núverandi eiganda að leiðréttingin yrði tímabundin. Þannig virðist koma til greina að semja um greiðslu viðbótariðgjalda t.d. í fímm ár eða í tíu ár frá því að félagið tekur til starfa." Hér koma fram alvarlegar mótsagnir í því sem sagt er opinberlega og í þeim vinnu- gögnum sem unnið er samkvæmt. Þá er komið að þriðja atriðinu sem borgarstjóri nefnir sérstaklega: „Far- gjöld hækka ekki vegna breytingar- innar. Strætisvagnar Reykjavíkur hf. munu hafa sérstaka hlutafélags- stjóm en stjómamefnd um almenn- ingssamgöngur, sem kosin verður pólitískt í borgarstjórn, hefur með höndum heildarstefnumótun í þess- um málaflokki og annast samskipti fyrir hönd borgarinnar við fyrirtækið SVR hf.“ í þessu sambandi er rétt að benda á að núverandi borgarstjóri Reykja- víkur getur engin fyrirheit gefíð um það hvað pólitískt kjörin stjómar- nefnd kann að ákvarða í framtíðinni um fargjöld. Reyndar kemur margt fram í málflutningi borgarstjóra og þeirra sem unnið hafa að þessu máli fyrir hans hönd, sem óneitanlega hljómar harla mótsagnakennt. Ann- ars vegar á starfsfólk að halda sínu, þjónustan á ekki að rýma og ekki á hún að verða notandanum dýrari. En á sama tíma á tilkostnaður borg- arinnar að minnka. Borgarstjóri segir að reyndar hafí tekist að draga úr tilkostnaði borgar- innar á síðustu árum, „niðurgreiðsl- um“ sem hann nefnir svo, „í kjölfar hagræðingar sem skilaði árangri". Við athugun kemur í ljós að á því árabili sem vitnað er til fækkaði starfsmönnum SVR nokkuð. Á árinu Ögmundur Jónasson „Ég minnist þess til dæmis að fyrir tveimur árum birtist viðtal hér í Morgunblaðinu við stjórnarformann Stræt- isvagna Kaupmanna- hafnar sem sagði til- raunir með einkavæð- ingu ekki hafa gefið góða raun þar í borg.“ 1991 voru 215 starfsmenn hjá SVR en á yfírstandandi ári eru þeir 195. Þá var og dregið úr tíðni ferða þann- ig að 20 mínútur voru að jafnaði milli ferða í stað 15 áður. Það er hægt að hagræða núna Fækkun ferða er ekki hagræðing heldur niðurskurður á þjónustu. Eflaust var einnig um raunverulega hagræðingu að ræða, aukna ráðdeild og betri nýtingu fjármuna. En hvað skyldi koma í veg fyrir að haldið yrði áfram á þeirri braut? „En til hvers á þá að breyta rekstr- arformi strætisvagna Reykjavíkur?" Þannig spyr borgarstjóri reyndar sjálfur eftir að hann hefur árangurs- laust reynt að fullvissa lesendur og hugsanlega sjálfan sig einnig um að í engu eigi að breyta kjörum starfs- fólks og þjónustu við notendur. Og hann svarar sjálfum sér: „Jú. Um- fram aðra borgarfulltrúa í Reykjavík höfum við í meirihlutanum trú á hlutafélagsförminu. Það hefur gefíst best í fyrirtækjarekstri um heim all- an. Langflest fyrirtæki hér á landi eru hlutafélög, þar með talin flest stærstu og öflugustu fyrirtæki lands- ins.“ Ekki getur þetta kallast mjög sannfærandi málflutningur. í fyrsta lagi er fráleitt að alhæfa um ágæti rekstrarforms. Það sem við á við til- teknar aðstæður er út í hött við aðr- ar. Þannig geta hlutafélög eða önnur einkafyrirtæki verið hentugasta rekstrarformið á samkeppnismarkaði en óhentug þar sem um fákeppni eða einokun er að ræða. í öðru lagi skal bent á að hið sama gildir um hlutafélög sem önnur fyrir- tæki að þau geta lent í hremmingum. Þótt það sé rétt hjá borgarstjóra að mörg öflug fyrirtæki í landinu séu hlutafélög þá hafa mörg fyrirtæki sem hafa orðið gjaldþrota bæði fyrr og nú einmitt verið hlutafélög. Þann- ig er enga tryggingu að finna í form- inu einu saman. Að vera sjálfum sér samkvæmur Það sem erfíðast er að átta sig á í málflutningi borgarstjóra eru markmiðin með formbreytingunni ef það á annað borð er rétt að ekki standi til að láta SVR raunverulega starfa á grundvelli markaðarins og þannig nýta þá kosti sem hlutafé- lagsformið kann að hafa við viðeig- andi aðstæður. Markmiðin með breytingunni þarf borgarstjóri að skýra betur og jafnframt þarf að gera grein fyrir reynslunni erlendis frá í þessu samhengi. Ég minnist þess til dæmis að fyrir tveimur árum birtist viðtal hér í Morgunblaðinu við stjómarformann Strætisvagna Kaupmannahafnar sem sagði til- raunir með einkavæðingu ekki hafa gefíð góða raun þar í borg. Markús Örn Antonsson borgar- stjóri varar við því sem hann kallað „miðstýrt stjómlyndi". Það væri óskandi að hann yrði sjálfum sér samkvæmur í fordæmingu sinni á því þegar kemur að afgreiðslu þessa mikilvæga máls sem þarf að fá mikla, opna og lýðræðislega umfjöllun. Höfundur er formaður Bandahigs starfsmanna ríkis og bæja. ► > » I » » » I I Ör fjölgun aldraðra eftir Björn Þórleifsson í íslensku sálfræðibókinnj, sem út kom á þessu vori, er kafli um efri árin eftir Jón Bjömsson félagsmála- stjóra á Akureyri. Þar er birt tafla yfír hlutfall aldraðra af íbúafjölda á Islandi. Kemur þar fram, að árið 1940 var fólk eldra en 65 ára sam- tals 7,8% af þjóðinni, 1970 er hlut- fallið orðið 8,9% og 1988 er það 10,5%. Ef litið er á fjölda þeirra sem eru komnir yfír áttrætt, þá vom þeir 1,4% af mannQöldanum 1940 og 1,5% 1970. Árið 1988 eru þeir komn- ir upp í 2,5%. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir því að árið 2028 verði hlutfall íslendinga eldri en 65 ára orðið 17,9% og hlut- fall þeirra sem em 80 ára og eldri 4%. Svipuð mannfjöldaþróun á sér stað víða í heiminum en er misjafnlega langt á veg komin. Önnur þróun hefur áhrif á lífslíkur. Þar sem menntakerfí og heilbrigðismál standa traustum fótum verður með- alaldurinn hærri. Ungbamadauði minnkar, fólk fræðist um það hvem- ig lifnaðarhættir bæta heilbrigði og auka lífslíkur og læknisfræðin bætir ámm við lífið. Sums staðar hefur verið litið á þessa þróun sem vanda- mál, þar sem hún muni leiða til að stórauka þurfí þjónustu við aldraða. Hafa sumir jafnvel líkt þessu við sprengingu. Einkum er það íjölgttn fólks sem nær hærri aldri en 80 ár sem bendir til þess að aukinnar þjón- ustu verði þörf í framtíðinni. Sem lengst á eigin heimili í þeirri grein laga um málefni aldr- ÁR ALDRAÐRA í EVRÓPU 1993 aðra sem tíundar markmið lagasetn- ingarinnar, er sagt að öldruðum skuli gefast kostur á að búa sem lengst á eigin heimilum við eðlilegt heimilis- líf. Síðan skuli gefa þeim kost á stofnanaþiónustu eftir því sem þörf verður á. I samræmi við þessi mark- mið hefur aukin áherslá verið lögð á svokallaða opna þjónustu, sem hefur að markmiði að styðja við búsetu aldraðra í heimahúsum. Til opnu þjónustunnar heyra heimahjúkrun, heimilisþjónusta, dagvistun aldraðra, félagsstarf ýmiss konar og svo starf- semi þjónustumiðstöðva. Þessi starf- semi verður til þess að fresta þörf aldraðra fyrir þjónustu stofnana, sem samkvæmt lögunum skiptast í þjón- ustuhúsnæði og hjúkrunarheimili. Þjónustuhúsnæði er heimili þar sem dvöl aldraðra er greidd af Lífeyris- deild Tryggingastofnunar ríkisins. Hjúkrunarheimili (og hjúkrunar- deildir öldrunarstofnana) vista lang- Iegusjúklinga og er dvöl þeirra greidd af Sjúkratryggingadeild TR. Fyrir svo sem tveimur áratugum var það alsiða, að fólk sem komst á eftirlaunaaldur óskaði þess að kom- ast inn á elliheimili til þess að setjast í helgan stein. Ekki er vitað hversu margir urðu fegnir tvisvar sem sett- ust í þann stein. Reynslan varð í sumum tilvikum sú, að fólk missti frumkvæði sitt til að lifa eðlilegu lífi og varð það sem kaliað er stofnan- askaðað. Flestir hafa síðan áttað sig á að eðlileg virkni á eigin heimili heldur við fæmi og heilsu. Bili heils- an, fæmin eða hvort tveggja er hægt að finna einfaldari og ódýrari lausnir en vistun á stofnun. Slíkar úrlausnir, sem teljast til hinnar opnu þjónustu, hafa þróast á undanfömum árum í allmörgum sveitarfélögum. Eins og áður sagði, dregur með þessu úr þrýstingi á dvalarstofnanimar. Hins vegar er þá fólk orðið eldra þegar að því kemur að stofnanavist- un er óhjákvæmileg. Sem dæmi má nefna, að þeir sem njóta vistunar í þjónustuhúsnæði á vegum öldrunar- deildar Akureyrarbæjar, eru að með- altali rúmlega 83 ára. Þeir sem dvelja á hjúkrunardeildum hjá sama aðila eru að meðaltali á 85. aldursári. Vistunarmat Á undanfömum ámm hafa verið að þróast aðferðir við að meta þörf aldraðra fyrir vistun og hvers konar þjónustu aðra. Tekið hefur verið upp samræmt mat yfir allt landið, svo- kallað vistunarmat. Þegar fólk sækir um þjónustu öldrunarstofnana, eru Björn Þórleifsson „Mannfjöldaspár gera ráð fyrir því að árið 2028 verði hlutfall ís- lendinga eldri en 65 ára orðið 17,9% og hlutfall þeirra sem eru 80 ára og eldri 4%.“ félagslegar aðstæður og heilsufar þess metið á faglegan hátt. Út úr því mati kann að koma, að umsækj- endur séu einungis í þörf fyrir ein- hverja tegund opinnar þjónustu og er þá reynt að koma því í kring að sú þjónusta sé veitt. Komi hins vegar í ljós að viðkomandi umsækjandi sé í þörf fyrir vistun á stofnun, fer þjón- ustuhópur aldraðra yfír matið og leggur dóm á hversu brýn þörfin er. Þegar pláss losna á stofnunum fyrir aldraðra, á það þess vegna að vera tryggt að þeir fái rými sem í mestri þörf era. Biðlistar af gömlu gerðinni era þar með úr sögunni. Þær raddir heyrast að vísu, að mat af þessu tagi sé í ætt við persónunjósnir og fólk eigi bara að ráða því sjálft hvort það býr á stofnun eða eigin heimili. En meðan stofnanapláss era af skomum skammti verður að vega og meta forgang. Fjölbreytni þjónustunnar Uppbygging öldrunarþjónustu hefur verið hröð á undanförnum áram. Við ákvarðanir og stefnumót- ^ un í þeirri uppbyggingu hefur að ú" hluta til verið stuðst við erlendar fyrirmyndir, að hluta til við heima- , fengna reynslu og að hluta til við p óskir og kröfur aldraðra sjálfra. I lögunum um málefni aldraðra stend- ur reyndar, að sjálfsákvörðunarrétt- P ur aldraðra skuli virtur eftir þvi sem kostur er. Erlendar fyrirmyndir hafa reynst okkur drjúgar við uppbygg- ingu hvers kyns félagslegrar þjón- ustu, þótt oft sé efast um hvorf þær fyrirmyndir passi hér. Einn ótvíræð- an kost hafa margar þessara fyrir- mynda, en sá er að þær byggja gjarn- an á fræðilegum grunni. Oldranar- fræði er fræðigrein sem hefur verið að byggjast upp og þróast síðan 1920 u.þ.b. og hefur tekið út mestan þroska síðustu 30 árin. Eitt af því sem öldranarfræðin hafa blessunar- lega sannað, er að aldraðir eru ekki einsleitur, grár hópur með svipaðar þarfir. Þvert á móti era þeir eins ^ misjafnir og þeir era margir. Ef eitt- P hvað er, þá er fjölbreytileikinn meiri en meðal yngra fólks, sem leitar oft svipaðra fyrirmynda. Fjölbreytnin leiðir til þess að leita verður marg- breytilegra lausna og þess vegna hefur viðleitnin beinst í þá átt að p hafa tegundir þjónustutilboða sem flestar. Höfundur er deildarstjóri Öldrunardcildar Akurcyrarbæjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.