Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 23 JK*fgtuiÞIafeffe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1. 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Fj ölsky ldugar ður inn í Laugardal Reykjavík hefur vaxið jafnt og þétt síðustu áratugi. Reykvíkingar voru rómlega hundrað þúsund talsins um síð- ustu áramót; hefur fjölgað um tuttugu þúsund frá 1970 talið, eða að meðaltali um tæplega eitt þúsund manns á ári. Ef við lítum á þessa íbúaaukningu sem ígildi skoðanakönnunar verður niðurstaðan hagstæð fyrir stjórnendur borgarinnar, borg- armálastefnuna og framkvæmd hennar. Reykjavík, útlit hennar og umhverfi, eða með öðrum orð- um ramminn um mannlífíð í höfuðborginni, hefur tekið mikl- um stakkaskiptum til hins betra á þessu tímabili. Þess sér stað svo að segja hvar sem borið er niður í borgarlandinu. Nýjasta dæmið um breytingu til hins betra, að því er varðar rammann um mannlífið í borginni, er Fjöl- skyldugarðurinn í Laugardal, sem liggur bæði að Húsdýra- garðinum og Grasagarðinum. I Laugardalnum hefur verið kom- ið fyrir sannkölluðu ævintýra- svæði fyrir yngstu borgarana, og raunar fyrir alla aldurshópa, sem gefur borginni og borgarlíf- inu nýjan og skemmtilegri svip. í frétt Morgunblaðsins fyrir tæpu ári af framkvæmdum í Laugardal, segir m.a.: „Fjölskyldugarðurinn í Laug- ardal verður opnaður í júní á næsta ári, ef áætlanir standast. Að sögn Markúsar Antonssonar borgarstjóra hefur verið lögð áherzla á að fullgera skipulag Laugardalsins, með það að markmiði, að þar verði sam- ræmd heild útivistar- og íþrótta- svæða, sem gefi horgarbúum og gestum þeirra kost á að njóta hreyfingar, fegurðar, kyrrðar og veðurblíðu í hjarta borgar- innar. Fjölskyldugarðurinn er í kringum 6 hektarar að stærð og verður í nánum tengslum við Húsdýragarðinn. Samanlagt svæðið, sem garðarnir tveir ná yfir, er því sem næst 100 þús- und fermetrar, sem samsvarar um það bil einum fermetra á hvern íbúa borgarinnar.“ Allar götur síðan borgin keypti gróðrarstöð Eiríks Hjart- arsonar í Laugardalnum árið 1961 hefur staðið yfir mikil uppbygging í dalnum. íþrótta- mannvirki hafa risið, Grasa- garðurinn eflst og dafnað, hús- dýragarður komið til sögunnar, tjaldsvæði verið byggt upp og síðasta átakið í heildarskipulagi dalsins, Fjölskyldugarðurinn, var formlega opnaður af borg- arstjóra í fyrradag. Borgarstjórn Reykjavíkur á þakkir skildar fyrir vel unnin verk í Laugardalnum. Það er ástæða til að óska Reykvíking- um - og reyndar íbúum höfuð- borgarsvæðisins alls - til ham- ingju með þessa glæsilegu úti- vistaraðstöðu. Miðbakki - efling gamla mið- bæjarins Nýr og endurbættur Mið- bakki gömlu miðbæjar- hafnarinnar var opnaður við hátíðlega athöfn í vikunni er skemmtiferðaskipið Kazakhst- an frá Odessu í Ukraínu lagðist þar að bryggju með 450 farþega og 250 manna áhöfn. Bakkinn, sem er sérhannaður fyrir skemmtiferðaskip, er rúmlega 200 metrar að lengd og dýpi við hann er 8 metrar. Af þeim sökum geta skip allt að 170 metrar að lengd lagzt þar að bryggju. Bakkinn er steinlagður og tenging gatna við bæinn er sérstaklega hönnuð. Lokafrá- gangi hafnarskipulagsins á þessu svæði lýkur í september með opnun Geirsgötu. Guðmundur Hallvarðsson, formaður hafnarstjómar, sagði af þessu tilefni í viðtali við Morgunblaðið: „Hafnarstjórn Reykjavíkur hefur lagt sitt af mörkum til að auka straum ferðamanna í miðbæ Reykjavíkur og vekja athygli erlendra ferðaskrifstofa, með þátttöku annarra þjóða, á siglingum skemmtiferðaskipa til landa við Norður-Atlantshaf. Nú hefur ný og stórbætt að- staða verið tekin í gagnið, þann- ig að öll skip, stór og smá, geta lagzt að bryggju í gömlu höfn- inni eins og í Sundahöfn.“ Alls munu um 40 skemmti- ferðaskip heimsækja Reykjavík í sumar. Þar af munu 18 leggj- ast að bryggju í miðbæjarhöfn- inni. Vonir standa til þess að endurbyggður og stærri Mið- bakki, sérhannaður fyrir skemmtiferðaskip, sem og aðrar framkvæmdir við gömlu höfn- ina, fyrirhugaðar framkvæmdir við Ingólfstorg og endurnýjun og upphitun gatna í Kvosinni, að ógleymdu nýja Ráðhúsinu, muni hleypa nýju lífí í hinn gamla miðbæ höfuðborgarinnar í náinni framtíð. Allsherjar endurskoðun á varnarstefnu Bandaríkjanna Herfræði Kalda stríðs- ins heyrir sögunni til ENDURSKOÐUN varnarstefnu Bandaríkjanna í ljósi endaloka Kalda stríðsins er vel á veg komin og vænta má þess að niðurstaðan liggi fyrir er hausta tekur. Nú þegar hafa verið lagðar fyrir Les Aspin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, nýjar tillögur sem gera ráð fyrir verulegum niðurskurði bæði hvað varðar mannafla og vígtól umfram það sem áður hafði verið ákveðið. I herfræðilegu tilliti er ljóst að grundvallarbreyting er í vændum livað varnir Evrópu varð- ar og að enn meiri áhersla verði en áður lögð á hreyfanleika heraf- lans og getu hans til að láta til síns taka með skömmum fyrirvara nánast hvar sem er í heiminum. Frá herfræðilegu sjónarmiði mun þessi endurskoðun hafa veruleg áhrif hvað framtíð varnarstöðvarinn- ar í Keflavík varðar þótt óvíst sé með öllu hvaða niðurstöðu samráð það sem hafið er milli bandarískra og íslenskra stjórnvalda skilar. Samkvæmt þeim áætlunum sem nú hafa verið lagðar fyrir varnar- málaráðherra Bandaríkjanna verð- ur bandarískum hermönnum fækk- að um 200.000 umfram það sem áður hafði verið ákveðið og verða þeir því 1.400 þúsund við upphaf árs 1997 en í tíð George Bush, fyrrum forseta, hafði verið ákveðið að skera heraflann niður í 1,6 millj- ón manna úr 1,73 milljónum nú. Árið 1987 taldi herafli Bandaríkj- anna tvær milljónir og eitt hundrað og sautján þúsund menn þannig að á tíu ára tímabili verður her- mönnum fækkað um tæp 800.000 gangi áætlanir þessar eftir. (Al- mennt má gera ráð fyrir að 20% heraflans hveiju sinni teljist „her- menn“ í viðteknum skilningi þess orðs þ.e. þeir sem hætta lífi sínu í fremstu víglínu). Tvö flugmóðurskip verða tekin úr umferð, sex flugfylki verða lögð niður innan flughersins og tvö her- fylki landhersins munu heyra sög- unni til. („Flugfylki" er hér notað sem þýðinfe á enska orðinu „Wing“. Þotur í varnarstöðinni í Keflavík, björgunarþyrlur og annað er nú skilgreint sem 35. flugfylki flug- hersins samkvæmt ákvörðun sem tekin var í febrúar en áður töldust F-15 þoturnar í Keflavíkurstöðinni til 57. orrustuflugsveitar fyrsta flughers Bandaríkjanna. Flugfylki telur yfirleitt 72 til 76 vélar og því er skipan mála í Keflavík undan- tekning). I samræmi við þá áherslu sem nú er lögð á hreyfanleika heraflans er hins vegar lagt til að fækkunin í sveitum landgönguliða verði ekki jafn mikil og ákveðin hafði verið í tíð George Bush. Þá stóð til að fækka landgönguliðum um rúm 30.000 þannig að sveitir þessar teldu alls 159.000 menn í stað 190.000 nú. í tillögum þeim sem lagðar hafa verið fyrir Les Aspin mun hins vegar vera gert ráð fyrir að 174.000 manns heyri sveitum þessum til í framtíðinni. Samþykki ráðamenn á sviði varnarmála tillögur þessar mun flotinn því ráða yfir tíu flugmóður- skipum í stað 12 áður, flugherinn yfir 20 flugfylkjum í stað 26 og landherinn tíu herfylkjum í stað 12. Hagsmunir endurskoðaðir Hér er um verulegan niðurskurð að ræða en tillögur þær sem hér hefur verið gerð grein fyrir tengj- ast mun ítarlegri endurskoðun á varnarviðbúnaði Bandaríkjanna sem á enskri tungu nefnist „the bottom-up review“. Líkingin er dregin af því þegar glas er tæmt og er hugmyndin sú að allt það sem fallið hefur undir varnarviðbúnað til að gæta bandarískra hagsmuna fari í gegnum síu endurskoðunar. Upphaflega var gert ráð fyrir að niðurstaða þessarar endurskoð- unar lægi fyrir í júlímánuði en nú þykir líklegt að tillögur verði kynnt- ar í haust. Haft hefur verið á orði að töf hafi orðið á þessu starfí ekki síst þar sem nokkurrar óreiðu gæti innan ráðuneytis landvarna. Enn hefur ekki verið skipað í ýmsar mikilvægar borgaralegar stöður innan bandaríska varnarmálaráðu- neytisins og aðrar tilnefningar hafa enn ekki hlotið blessun öldunga- deildar Bandaríkjaþings. Þá hefur Les Aspin varnarmálaráðherra haft í nógu að snúast ekki síst vegna þeirrar áherslu sem Bill Clinton forseti hefur lagt á að kynhverfum verði heimilað að ganga í her Bandaríkjanna og óánægju vegna fyrirhugaðrar frystingar launa embættismanna á næsta ári. Að auki hafa bandarískir fjölmiðlar skýrt frá því að sjónarmið þeirra Aspins og Colin Powells, forseta bandaríska herráðsins, fari engan veginn saman í þessum efnum og að vaxandi tortryggni gæti í sam- skiptum borgaralegra starfsmanna vamarmálaráðuneytisins og þeirra sem skrýðast einkennisbúningum. f fjárlögum þeim sem nú Iiggja fyrir öldungadeildinni er ekki að finna róttækar hugmyndir um nið- urskurð á sviði landvarna. Les Asp- in og undirsátar hans gerðu í raun aðeins óverulegar breytingar á til- lögum þeim sem Iágu fyrir í tíð George Bush en samkvæmt þeim var ekki gert ráð fyrir að hróflað væri að nokkru marki við stærstu verkefnum á sviði vopnaframleiðslu og í raun voru aðeins gerðar óveru- legar breytingar hvað geimvarnará- ætlunina varðar þótt áætlun sú sé raunar ekki lengur kennd við vam- arkerfi í geimnum og miðist nú við að unnt verði að granda eldflaugum með hefðbundnum sprengjuhleðsl- um. Niðurskurðaráformum var á hinn bóginn hraðað nokkuð miðað við það sem gert hafði verið ráð fyrir á fjárlagaárinu 1994 í tíð George Bush. Mikil lækkun útgjalda Svo virðist því sem raunveruleg- ar breytingarnar muni ríða yfir á næstu þremur árum þ.e á fjárlagaá- mm fyrir 1995, 1996 og 1997 en fjárlagaárið hefst jafnan í óktóber. Við upphaf þessa áratugar kváðu áætlanir á um að rúmlega 300 milljörðum dala yrði varið til varnarmála á ári hveiju. Á næsta fjárlagaári, sem hefst nú í október, er gert ráð fyrir að alls verði 263 milljörðum Bandaríkjadala varið til hermála. í forsetatíð George Bush var gert ráð fyrir að framlög í þessu skyni yrðu árið 1997 um 250 millj- arðar dollara miðað við núvirði. Ríkisstjórn Bills Clintons forseta hyggst hins vegar ná fram enn meiri sparnaði þannig að útgjöldin verði um 230 milljarðar dala árið 1997. Gangi þetta eftir munu út- gjöldin verða svipuð og í forsetatíð Jimmys Carter (1977-1981) en í Bandaríkjunum minnast menn þess enn með hryllingi hversu slakur viðbúnaðar heraflans var á þeim tíma. Hefur Les Aspin raunar lýst yfir því að niðurskurður sá sem nú blasir við megi ekki verða til þess að hrófla við sjálfum kjarna varnar- viðbúnaðar Bandaríkjanna. Áfram verði gerð krafa um að varahlutir verði ávallt fyrirliggjandi og við- bragðstíminn sem skemmstur. Nið- urskurður megi ekki geta af sér doða og metnaðarleysi. Ef hins vegar tekið er mið af landsframleiðslu mun hlutfall út- gjalda til vamarmála verða hið lægsta frá lokum síðari heimsstyij- aldarinnar, ef marka má breska daglaðið The Financial Times. Bor- ið saman við miðjan síðasta áratug er útgjöld til vamarmála voru nán- ast haftalaus í samræmi við stefnu Ronalds Reagans verða framlög til hermála sem hlutfall af landsfram- leiðslu aðeins helmingur þess sem þá var. Það má því vænta þess að veru- legur samdráttur verði á sviði vopnaframleiðslu í Bandaríkjunum á næstu ámm ef fram fer sem horfir. Þar blasir raunar við róttæk- ari niðurskurður en í sjálfum heraf- lanum. Árið 1985 var 120 milljörð- um dala varið til vopnakaupa í Bandaríkjunum á núvirði en á fjár- lagaárinu 1994 sem hefst nú í októ- ber verður rúmum 45 milljörðum dala varið í þessu skyni. Ósagt skal látið hvað þetta þýðir í störfum talið en rúmlega 2,75 milljónir manna vinna með einum eða öðrum hætti að þróun og smíði vopna í Bandaríkjunum nú um stundir. Áætlunum um vopnasmíði breytt Trúlegt má heita að á næstu þremur fjárlagaárum verði enn sótt að óskabarni Reagans, geimvarn- aráætluninni, og hermt er að nú þegar hafi verið ákveðið að panta einungis 400 vélar af næstu „kyn- slóð“ bandarísku hátækniorrustu- þotunnar, sem gengur undir nafn- inu F-22. Áður hafði verið gert ráð fyrir að 650 slíkar yrðu smíðaðar. Þá er og gert ráð fyrir að þota þessi geti gert árásir á skotmörk á jörðu niðri en fyrri hugmyndir kváðu á um að hún myndi einvörð- ungu henta til raunverulegra loft- bardaga. Tillögur þær sem fyrir Les Aspin liggja kveða og á um að frestað verði um óákveðinn tíma smíði AX-þotunnar svonefndu sem átti að verða næsta árásarþota Bandaríkjaflota og flugherinn mun ekki fá nýja alhliða orrustuþotu, sem ætlað var að leysa F-16 þotuna af hólmi. Hins vegar munu flugher og floti, samkvæmt tillögum þess- um, sameinast um að þróa nýja þotu sem bæði á að geta sinnt venjulegum vörnum í lofti og gert árásir á skotmörk á jörðu niðri. Krafan mun vera sú að þotu þess- ari verði unnt að koma fyrir á flug- móðurskipum og að hönnun verði lokið árið 2003. Þá má gera ráð fyrir að mjög verði dregið úr fram- lögum til smíði nýrra kafbáta og á það bæði við um eldflaugabáta og árásarkafbáta. „Sigur-viðspyrna-sigxir“ Endurskoðun varnarstefnunnar er sjálfstætt ferli en helst í hendur við þann niðurskurð sem fyrirsjáan- legur er á sviði vígbúnaðarmála í Bandaríkjunum. Eftir því sem næst verður komist felast umskiptin meðal annars í því að horfið verður frá einu grundvallaratriði í her- fræði Kalda stríðsins; að herafli Bandaríkjanna geti átt í meiriháttar átökum á tvennum vígstöðvum samtímis. Þar sem hermönnum verður fækkað verulega og þar eð á að giska 120 milljarða dala spam- aði verður náð fram á næstu fimm árum hafa nú verið lögð drög að nýrri stefnu sem nefna má „sigur- viðspyrna-sigur“ (á ensku „win- hold-win“). Þessi kenning hljóðar á þann veg að herafli Bandaríkja- manna vinni fullnaðarsigur í einu stríði en aðgerðir á öðrum vígstöð- um miðist við að veita viðspyrnu með takmörkuðum fjölda hermanna og aðgerðum í lofti. Þegar sigur hafi unnist í fyrra stríðinu verði heraflanum beitt af fullum þunga til að knýja fram sigur á öðrum vígstöðvum. Deilur hafa blossað upp um ágæti þessarar stefnu á síðustu dögum og er því m.a. hald- ið fram að hún sé óraunhæf þar eð Bandaríkjaher ráði ekki yfir þeim hátæknivopnum sem nauð- synleg séu á viðspyrnustiginu. Þá er og hermt að nú þegar liggi fyrir ný „handbók" landhersins, hin fyrsta í sjö ár, og að þar megi glögglega sjá þess merki að viðbún- aður verði ekki lengur miðaður við herstöðvar í Evrópu heldur getu heraflans til að láta til sín taka nánast hvar sem er á með sem minnstum fyrirvara. í handbók þessari er m.a. að finna kafla er nefnist „Aðgerðir aðrar en stríðsað- gerðir" og er þar vikið að hvemig staðið skuli að framkvæmd friðar- gæslu. Af ofansögðu leiðir að hér í raun um tvenns konar ferli að ræða; annars vegar endurskoðun vamar- stefnu og hins vegar samdrátt í útgjöldum til varnarmála. Erfiðlega getur reynst að samræma þetta tvennt ekki síst sökum þess hversu ólík viðhorf liggja slíku endurmati til grundvallar. Á sviði hermála freista menn þess jafnan að hugsa langt fram í tímann en við fíárlaga- gerð hafa skammtímahagsmunir jafnan mikil áhrif, líkt og alkunna er. Þá hafa ýmsir sérfræðingar af því áhyggjur að eðli málsins sam- kvæmt einkenni mun meiri hraði alla vinnu við gerð fjárlaga. Keflavíkurstöðin Hvað Island varðar er vert að benda á að auk þessara tveggja ferla sem nefnd voru hér að framan er hið þriðja hafið, sem er reglu- bundið samráð bandarískra og ís- lenskra stjórnvalda á grundvelli tvíhliða varnarsamnings ríkjanna frá 1951. Endurskoðun varnar- stefnunnar mun augljóslega verða til þess að setja vamarstöðina í Keflavík í nýtt herfræðilegt sam- hengi með tilliti til sameiginlegra varna aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins. Sú spennuslökun sem orðið hefur með hruni Sovétríkj- anna og lokum Kalda stríðsins felur að margra mati í sér að ekki er lengur nauðsynlegt að halda uppi jafn öflugu eftirliti og áður með ferðum flugvéla, skipa og kafbáta í nágrenni íslands. Á hinn bóginn má færa rök fyrir því að hin nýja varnarstefna krefjist þess að Bandaríkjamenn hafí aðstöðu hér á landi ekki síst með tilliti til þess hversu mikil áhersla lögð verður á að auka hreyfanleika heraflans. Þá eru Bandaríkjamenn skuldbundnir til að annast varnir íslands sam- kvæmt tvíhliða samningi þar um og mun hann gilda hvað sem endur- skoðun varnarstefnunnar líður. Uppsagnarfrestur þessa samnings sem undirritaður var í maímánuði 1951 er í raun eitt og hálft ár og var það að kröfu Islendinga sem fresturinn var hafður svo skammur. GREIN: ÁSGEIR SVERRISSON Það gagnkvæma traust sem einkenna þykir samskipti Bandaríkjamanna og Rússa nú um stundir er forsenda þeirrar endurskoðunar sem hafin er í Bandaríkjunum á varnarstefnunni. Löggæslumenn á landsbyggðinni um umferðarslysin Of hár ökuhraði er helsti slysavaldurhm Slasaðir í umferðinni 1975-1992 Lítil meiðsl Mikll meiösl ’ '* , 32o ’ ”*>.**> Heimild: UMFERÐARRÁÐ, skv. skráningu lögreglu Eftirlit LOGREGLUMENN úti á landsbyggðinni vilja hertari viðurlög við hrað- OF HÁR ökuhraði, andvaraleysi og þverrandi bQbeltanotkun í þéttbýli er það sem lögreglu- menn á landsbyggðinni nefna oftast þegar háa tíðni umferðar- slysa ber á góma. Hún hefur aldrei verið hærri en í fyrra þegar 1.348 íslendingar slösuð- ust eða létust I umferðinni. Árið áður var samsvarandi tala 1.155 og árið þar áður 881. Inntir eft- ir því hvernig best væri að bregðast við þessari ógnvæn- legu þróun er lögreglumönnun- um efst í huga fræðsla, hert vegaeftirlit, þyngri viðurlög við umferðarlagabrotum og strang- ari reglur um ökuleyfissvipting- ar. Mannleg mistök „Slysin fá á okkur eins og aðstand- endur. Við erum mannlegir og þykir ekki gott að koma að samborgurum okkar í stóru umferðarslysi. Vildum gjaman vera lausir við það. Og ég skora á ökumenn að aka með það fyrir augum að valda ekki eða yerða fyrir umferðarslysi," sagði Ólafur Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn á Akureyri, þegar rætt var við hann í tengslum við undangengna slysaöldu í umferðinni. Annars var hljóðið í honum frekar gott. Engin meiriháttar umferðarslys þefðu orðið í umdæminu undanfarið en neikvæða hliðin fælist hins vegar í þeirri staðreynd að alltof margir hefðu verið kærðir fyrir umferðar- lagabrot. Mikið af því væru kærar fyrir of hraðan akstur og mætti hans vegna vera 10 sinnum hærri sektir fyrir brot af því tagi. Ólafur sagði að í yfírgnæfandi meirihluta tilvika mætti rekja slys til mannlegra mistaka og sjaldnast væri ökutækjum eða vegum um að kenna. „Þess vegna gætum við, ef við tækj- um okkur tak, minnkuðum ökuhrað- ann og færam eftir settum reglum, lækkað slysatíðni til muna,“ sagði Ólafur sem rakti aukna slysatíðni að hluta til kæraleysis ökumanna. Hins vegar sagði hann að ástæðuna fyrir fækkun alvarlegra slysa mætti ör- ugglega að einhveiju leyti rekja til betri bíla, fullkomnari heilsugæslu og öryggisbeltanotkunar. „Árekstr- arnir eru nógu harðir. Það er ekki það.“ „Endurlifum atburðina" Ólafur íshólm, lögregluvarðstjóri á Selfossi, sagði að þrátt fyrir end- urbætur á Þingvallavegi og í Gaul- veijabæjarhreppi væri ástandið nokkuð gott. Almennt rakti hann hins vegar aukna slysatíðni til hrað- aksturs og gáleysis sem oft fælist í vanmati á aðstæðum, t.d. þegar kom- ið væri út á malarvegi. Mönnum hætti þá til að missa vald á bílnum í lausamöl og ekki bætti úr skák að ósjálfráð viðbrögð margra væru að hemla og ylli það því að ekki væri hægt að stýra bílnum. Hann sagði aðspurður að áróður, betur búnir bíl- ar og almennari bílbeltanotkun ættu sinn þátt í fækkun alvarlegra slysa. Þegar talið barst að aðkomu á slys- stað sagði Ólafur að lögreglumenn hefðu ekki tíma til að hugsa um sín- ar eigin tilfínningar þegar komið væri að slysi. „En við höfum auðvitað okkar tilfínningar og algengt er að við endurlifum atburðina þegar heim er komið. Oft er erfítt að komast frá alvarlegum slysum,“ sagði Ólafur og kvaðst vera talsmaður áróðurs og efldrar löggæslu þegar hann var innt- ur eftir því hvað hægt væri að taka til bragðs. Að auki sagði hann að herða þyrfti viðurlög og endurskoða að menn sem ef til vill ækju 40-50 km yfír leyfílegum hraða fengju að- eins nokkur þúsund króna sekt. akstri. Skikkanlegt ástand Reynir Ragnarsson, lögregluvarð- stjóri í Vík, sagði að sæmilegt ástand hefði verið á vegum að undanförnu. Þannig sagði hann að radarmælingar hefðu nýlega farið fram og ástandið virtist nokkuð skikkanlegt. Ekki var hann frá því að fjölmiðlaumfjöllun í kjölfar undangenginnar slysaöldu hefði haft einhver áhrif í því sam- bandi. Hann sagði líka að áróður hefði mest að segja til þess að fækka slysum. „Og meira eftirlit. Stað- reyndin er sú að ökumenn slá af, bara við það eitt að sjá bílana," sagði Reynir. Hann sagði að lögreglan hefði ekki verið með neitt sérstakt átak í gangi en um helgar þegar umferð væri mest væri meira um radarmæl- ingar en aðra daga. Minni og hægari umferð „Við höfum sagt hérna að ódýr- asta og besta slysavömin væri að halda hraðanum innan skynsamlegra marka,“ sagði Björn Mikaelsson, yfir- lögregluþjónn á Sauðárkróki, þegar rætt var við hann. Eitthvað virðist þessi boðskapur hafa skilað sér því Björn sagði að lögreglumönnum virt- ist umferðin vera heldur minni og hægari í umdæminu en undangengin ár. Jafnvel kæmi fyrir að enginn væri sektaður við radarmælingu. Björn kvaðst hins vegar vera þeirr- ar skoðunar að sektir vegna umferð- arlagabrota væru hlægilega lágar og hraðamörk vegna ökuleyfissviptingar þyrftu að vera mun strangari. Þann- ig nefndi hann að menn væra ekki sviptir ökuleyfí fyrr en þeir væru komnir 50 km yfir leyfílegan há- markshraða hér á landi en 29 km yfír leyfílegan hámarkshraða í Nor- egi. Nefndi Björn að auki að ástæða væri til að kanna hvort ekki væri rétt að samræma hámarkshraða í því skyni að draga úr framúrakstri. Hvað forvarnir varðaði sagði Björn nauðsynlegt að veita meiru fé til fræðslu og í vegaeftirlit. Hins vegar sagði hann að samstarf við lögreglu á Blönduósi og Siglufirði og sam- vinna lögreglustöðva á öllu Norður- landi hefði skilað góðum árangri. Björn lagði áherslu á mikilvægi öryg- isbeltanotkunar og sagði að lögreglan hefði orðið vör við að hún hefði farið niður í 20% í bænum. Þyrfti sífellt að vera á verði til að minna fólk að nota beltin. Sérstakur viðbúnaður verður vegna Fjórðungsmóts á Vind- heimamelum 30. júní. Fyrir lögregluna „Stundum finnst manni eins og fólk haldi að það sé að nota beltin fyrir okkur en það er auðvitað algjör misskilingur," sagði Jónmundur Kjartansson, aðstoðaryfirlögreglu? þjónn' á ísafirði, og játti því að bíl- beltanotkun í bænum hefði minnkað. Hins vegar sagði hann að nokkuð hefði dregið úr ökuhraða og þakkaði hann það hertu eftirliti. Þannig hefðu t.d. vérið eknir 25.000 .km á sérstök- um vegaeftirlitsbíl frá áramótum. Hann sagði að hámarkshraði í bænum væri aðeins 35 km og væri haldið fast við hann. í sjálfu Djúpinu væri svo frekar slæmur vegur og virtist ástand hans hafa þær afleið- ingar að ökumenn færu sér hægar. Ekki sagðist Jónmundur hafa skýr- ingu á reiðum höndum, nema þá ef vera skyldi 'að vegurinn væri svo slæmur að fólk óttaðist að skemma bílana sína. Jónmundur sagðist vera þeirrar skoðunar að sektir hefðu sitt að segja hvað varðaði forvarnarstarf og lagði áherslu á að hertari reglur þyrftu að gilda við ökuleyfissviptingu vegna hraðaksturs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.